Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Bretland: Útlit fyrir auk- ið atviimuleysi Brighton, Englandi 4. september. Reuter. BRETLAND á yíir höíði sér mikið atvinnuleysi, að því er brezkum verkalýðsforingjum var sagt í dag, en þá hótst ársþing þeirra í Brighton á suðurströnd Englands. Tala atvinnulausra er nú 1.608.316 eða 6,7% aí vinnu- færum mönnum í Bretlandi. David Basnett, forseti verka- lýðsþingsins og leiðtogi stærsta verkalýðsfélags Bretlands, spáði því að atvinnuástandið ætti eftir að versna. Að mati hans verða um 9 milljónir manna í viðbót atvinnulausir árið 1985 og þá verða þeir að leita sér að atvinnu innan efnahagsbandalaganna níu. Hin öra tækniþróun myndi auka atvinnuleysi, frekar en að minnka það. Basnett krafðist þess að vinnu- vikan yrði stytt úr 40 stundum í 35 og að brezka stjórnin eyddi meira fé í almenningsþjónustu. Jarðskjálftar valda tjóni í V-Þýzkalandi StuttKart. t. septemtwr. Reuter. INNANRÍKIS-ráðuneytið í Baden-Wiirttemberg skýrði írá því í dag, að tjónið sem varð í jarðskjálftunum í Suðvest- ur-Þýzkalandi í gær, væri metið á 21 milljón marka eða jafnvirði um 3.2 milljarða króna. Jarðskjálftarnir voru þeir mestu í Vestur-Þýzkalandi í 35 ár, en stærstu kippirnir mældust sjö stig á Richter. Að minnsta kosti 25 slösuðust í skjálftunum og um 100 misstu heimili sín. Varnarmálaráðuneytið skýrði í dag frá því, að öllum orrustuþot- um hefði verið bannað að fljúga í minna en 1.600 metra hæð yfir jarðskjálftasvæðunum, af ótta við að þær valdi meiri skemmdum á byggingum. Þá laskaðist einnig nokkuð hið sögufræga virki Burg Hohen- zollern í Bade-Wúrttemberg og er gert ráð fyrir að viðgerðin á því taki nokkra mánuði. Á meðan verður það lokað fyrir almenningi. Upptök skjálftanna voru í Zollern, en þeir fundust víða í Mið-Evrópu. NÝ TÍZKA. — Þessar buxur ryðja sér nú til rúms í Bandaríkjunum og hefur þessi nýja tízka mælzt mjög vel fyrir. Það er fyrirsætan Marlena Amey sem skartar þeim hér á götu Los Angeles. Hönnuðurinn heitir Agi Berliner og fataverzlunin „La Parisienne" í Los Angeles selur flíkina á 34 Bandaríkjadali. Njósnamálið í Vestur-Þýzkalandi: Pacepa sagði Bahr ráðgera úrsögn úr NATO gegn samein- ingu Austur- og V-Þýzkalands Bonn 4. sept. Reuter — AP. SENDIRÁÐ Bandaríkjanna í VesturÞýzkalandi tilkynnti vest- urþýzkum yfirvöldum á sunnu- dag að Bandarikjastjórn hefði ekki fengið neinar upplýsingar í hendur sem greindu frá því að þýzki Jafnaðarmannaflokkurinn hefði uppi hugmyndir um að Vestur-Þýzkaland segi sig úr NATO gegn því að Sovétríkin lofuðu að ráðast ekki á landið. Ýmis hægri sinnuð blöð í Bonn skýrðu frá því að Ion Pacepa, Rúmeninn sem hvarf í Þýzka- landi í júlí og kom síðan íram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum, hefði skýrt bandarísku leyniþjón- ustunni CIA, frá því að Egon Bahr leiðtogi jafnaðarmanna hefði dregið upp áætlanir að úrsögn Vestur-Þjóðverja úr NATO gegn því að Alþýðulýð- veldið og Sambandslýðveldið Hirti 54 holdlausa flóttamenn úr hafi Singapore, 4. septeniber, Reuter. BREZKUR skipstjóri tilkynnti í dag að hann hefði bjargað 54 víetnömskum flóttamönnum sem hröktust á bátskel á Suður-Kína- hafi um 200 mílur undan Manila á Filippseyjum. Voru flótta mennirnir Ilestir hoidlausir af sulti eftir mikla hrakninga á hafinu, en 20 félagar þeirra hvfla nú á sjávarbotni þar sem þeir létust úr hungri og sjukdómum áður en flutningaskipið kom flóttamönnunum til bjargar. Flóttamennirnir lögðu upp frá nágrenni Ho Chi Minh borgar (Saigon) 4. ágúst síðastliðinn, en urðu fyrir vélarbilun eftir tvo daga á sjónum og matarbirgðir þeirra þraut eftir fimm daga. Skipstjór- inn sagði að flóttamennirnir hefðu verið svo veikburða að það hefði þurft að hífa þá um borð þrjá og þrjá í einu í körfu. Komið verður með þá til Singapore á morgun. í hrakningunum fækkaði meðlimum einnar fjölskyldunnar um borð úr 22 í 11. Þá missti ein konan eiginmann sinn og þrjú af fjórum börnum sínum. Ein kona ól barn en það lézt. Önnur kona var komin sjö mánuði á leið þegar flóttamönnunum var bjargað. Búizt er við að Kínverjar og Víetnamar hefji viðræður á ný í vikunni um málefni fólks af kínversku þjóðerni búsettu í Víet- nam. Kínverjar héldu þó enn í dag uppi árásum á Víetnama og sökuðu þá um ofsóknir á hendur Kínverjunum. „Seinaganginum" hætt París 4. september — Reuter FRANSKIR flugumferðar- stjórar létu í dag af þeim „seinagangi", sem þeir hafa verið með undanfarna 11 daga, sólarlandaferðalöndum til mestu hrellingar. Talið er það muni taka um tvo daga að koma flugumferð í Evrópu í samt lag og var fyrir „seina- ganginn". í dag funduðu flugumferðar- stjórarnir um mál sín og kröfur, en að öllum líkindum hefjast samningaviðræður við frönsku stjórnina að nýju seinna í vikunni. Flugumferð- arstjórarnir hafa ekki útilokað þann möguleika að þeir grípi aftur til þess ráðs að „fara sér hægt." Þýzkalands yrðu sameinuð og að Sovétríkin réðust ekki á landið. Talsmaður stjórnarinnar í Bonn skýrði frá þessari yfirlýsingu sendiráðsins og sagði jafnframt að yfirlýsing Bandaríkjastjórnar hefði verið birt að kröfu Willy Brandts formanns Jafnaðar- mannaflokksins. Vestur-þýzka tímaritið Quick birtir og í dag nýjar upplýsingar í njósnamáli því sem nú er í gangi í landinu, og segir m.a. að háttsettur embættismaður hafi komið upplýsingum til Búkarest fyrir tilstilli sendiráðunautar í sendiráði Rúmeníu í Bonn. Hafin er opinber rannsókn á því hvernig fjölmiðlar í Vestur-Þýzkalandi hafi að undanförnu komizt yfir upplýsingar í málinu frá leyni- þjónustu landsins. Tímaritið segir að Ion Pacepa hafi skýrt CIA frá því að sendi- ráðunauturinn væri viðriðinn mál- ið og að hann væri njósnafulltrúi sendinefndarinnar í Bonn. Ennfremur segir Quick að Pacepa hafi hitt þrjá erindreka CIA undir veggjum Kölnardóms- ins síðdegis 28. júlí og eftir stutt samtal hafi CIA-mennirnir ekið Pacepa sem leið liggur til flugvall- arins í Frankfurt. Þar var hann settur um borð í flugvél í herstöð Bandaríkjanna á vellinum og flogið til Bandaríkjanna. Segir Quick að menn þýzku leyniþjón- ustunnar hafi fylgzt með viðræð- um Pacepa og ClA-mannanna úr fjarlægð en þeim var falið að koma í veg fyrir að Pacepa yrði rænt. Æföu sig á sovézku herskipi Moskva. 4. Kt'ptcmher. Ki'ulir. SOVÉZKA stjórnin hefur mðt- mælt atviki því er varð {síðasta mánuði, en þá skaut brezk freigáta nokkrum skotum að sovézku herskipi og féllu skotin skammt framan við stefni þess sovézka. Brezka stjórnin hefur skýrt frá því að freigátan hafi tekið þátt í heræfingum út af Portsmouth hinn 15. ágúst. . Að sögn hafa Sovétmenn fullan hug á að láta rannsaka mál þetta til hlítar, en brezka stjórnin hefur lítið látið hafa eftir sér um það, aðeins stað- fest að henni hafi borizt mótmæli Sovétmanna. Air Canada flýgur á ný Ottawa, Kanada 4. xeptentber. Atvinnumálaráðherra Kanada, Mohn Munro, sagði á sunnudagskvöld að samningar hefðu tekizt í vinnudeilu hjá Air-Canada, en vinnudeila þessi hefur stöðvað allt flug flugfélagsins í viku. Barrie Shaw, aðalsamninga- maður starfsmannanna, sagði að líklega myndi vinna hefjast hjá hinum 7.500 starfsmönnum í dag. Hvorki Munro né Shaw vildu skýra frá því í hverju samkomulagið vasri fólgið, en Shaw ságðist telja iíklegt að starfsmenn samþykktu það. Kína fram- leiðir regn Tokyo 4. september. AP. KÍNA skýrði frá því mámidag að tekizt hefði að koma af stað regni og koma í veg fyrir haglél í Szechwan-héraðinu í sumar, en það hérað varð illa úti í þurrkum. Þetta var gert með því að nota flugvélar og loft- varnabyssur. Að því er Hsinhua fréttastof- an skýrði frá tókst að fram- kalla regn með því að skjóta efnasamböndum úr ioftvarna- byssum og varpa þeim úr flugvélum. „Gert er ráð fyrir að úrkoma í Szechwan-héraðinu hafi aukizt um 300 miiljón rúmmetra, við notkun þessara efnasambanda," sagði Hsinhua. Tveir snúa heim utan úr geimnum :. Moskva 3. september. Reuter. FYRSTI austur-þýzki geímfar- inn sneri aftur til jarðar í dag, eftir að hafa dvalið í viku um borð í sovésku geim- rannsóknarstöðinni, SaIyat-6. Austur-Þjóðverjinn Sigmund Jaehn lenti ásamt öðrum sovéskum geimfara, Valery Bykovsky, um 140 kílómetra suðaustur af borginn Dzhez- kazgan, sem er í Kazakh- stan-sovétrlýðveldinu. „Mér líður ágætlega, þetta var mjog spennandi," sagði Jaehn eftír lendinguna. Um borð í Salyut-6 eru nú tveir sovéskir geimfarar, sem þar hafa verið í 11 vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.