Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 ^™* .Hilí..'.iii ft* ¦{ Nýja húsið í Kópavogi. (Ljósm. Mbi. RAX; Rannsóknarlög- regla ríkisins hef- ur vistaskipti Rannsóknarlögregla ríkisins flutti um helgina í ný húsakynni í Auð- brekkunni, en þar hefur stofnunin fengið til um- ráða fyrir starfsemi sína stórt hús á þremur hæð- um. Hallvarður Ein- varðsson rannsóknarlög- reglustjóri og Njörður Snæhólm yrirlögreglu- þjónn létu vel af vista- skiptunum, þegar Mbl. leit inn hjá stofnuninni í Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri og Njbrð- ur Snæhólm yfirlögregluþjónn. gær en menn voru þá í óða önn að koma sér fyrir. Að sögn Hallvarðs er enn eftir að ljúka ýmsum minniháttar frágangi innan dyra, sem hann kvaðst vænta að lyki á næstu dögum, en einnig á eftir að ganga frá bílastæðum utan húss, sem Hallvarður kvaðst reikna með að lokið yrði við á næstu mánuðum. Alls starfa um 45 manns hjá Rannsóknarlögreglunni. Auk Hallvarðs starfa með honum þrír lögfræðingar og ásamt Nirði eru þeir Gísli Guðmunds- son, Kristmundur J. Sigurðsson óg Ragnar Vignir aðstoðaryfir- lögregluþjónar en rannsóknar- lögreglumenn eru alls um 35.- Arkitektarnir Geirharður Þorsteinsson og Hróbjartur Hróbjartsson hönnuðu húsnæð- ið að innan og fór Hallvarður lofsamlegum orðum um þeirra verk. Hann kvað þá hafa haft náið samstarf og samráð við starfsmenn stofnunarinnar en síðan hefði Jón M. Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður verið sérstakur tengiliður stofnunar- innar gagnvart arkitektunum og verktökum í húsinu. Tæknideildarmenn rannsóknarlögreglunnar voru í sjöunda himni með aðstöðuna, enda húsrými þeirra um þrisvar sinnum stærra en herbergið sem þeir höfðu til umráða í Borgartúninu. Bílafríðindi embættísmanna Ráðherrar, bankastjórar og yfir- menn Þjóðhagsstofnunar, Fram- kvæmdastofnunar o.fl. BANKASTJÓRAR ríkisbankanna yfirmenn Þjóðhagsstofnunar og Framkvæmdastofnunar og starfs- menn utanrfkisráðuneytis í ákveðnum tilvikum njóta allir sérstakra fríðinda í sambandi við bílakaup, en þó er um mismunandi reglur að ræða. Bankastjórar ríkisbankanna njóta sömu fríðinda og ráðherrar og sama er að segja um Þjóðhagsstofn- un, en kommissarar Framkvæmda- stofnunar þurfa ekki að greiða nema xh af tolli á þeim bílum sem þeir kaupa. Bankarnir, Þjóðhags- stofnun og Framkvæmdastofnun greiða umræddan toll- á bílum yfirmannanna, en bílarnir eru í eigu þeirra. Þá greiða viðkomandi stofn- anir rekstrarkostnað bifreiðanna og gildir sama hlutfall í þeim efnum hjá Framkvæmdastofnun, þ.e. tveir þriðju eru greiddir af stofnuninni. Hjá starfsmönnum utanríkisráðu- neytisins gilda þau fríðindi að ef starfsmaður kemur heim úr starfi erlendis eftir minnst þriggja ára dvöl erlendis þá getur hann fengið fellda nfður tolla á bifreið sinni. Samþykkt háskólaráðs: Ekki gripið tíl nem- endatakmarkana — beðið ef tir skýrslu sérstakrar nefndar „HASKOLARAÐ sam- pykkti á fimmtudag að ekki skyldi gripið til nemenda- takmarkana nú meðan beð- ið er eftir skýrslu nefndar, sem kannar aðstæður í læknadeild, og á að skila áliti um áramótin", sagði Guðlaugur Þorvaldsson há- skólarektor í samtali við Mbl. í gær, en 29. ágúst setti Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra breytingu á reglugerð fyrir Háskóla íslands þar sem læknadeild var veitt heim- ild til að takmarka fjölda stúdenta, sem halda áfram námi eftir 1. árs próf, en slík ákvörðun kemur ekki til framkvæmda nema að fengnu samþykki háskóla- ráðs. Guðlaugur Þorvaldsson háskóla- rektor sagði að á vegum háskóla- ráðs starfaði nú nefnd til að kanna aðstæður í læknadeild. „Við lítum svo á," sagði háskólarektor, „að gera eigi grenarmun á orsökum takmarkananna. Ef þær eiga að koma til af markaðsástæðum þá er ákvörðun um fjöldatakmarkanir stórpóli- tískt mál sem rétt er að ákvörðun verði tekin um annars staðar en í háskólanum. Ef hins vegar að- stæður eru svo slæmar að ekki er unnt að halda uppi viðhlítandi kennslu án slíkra takmarkana þá er eðlilegt að háskólaráð tjái sig um málið. Þessi samþykkt háskólaráðs á fimmtudaginn þýðir einfaldlega það að menn vilji bíða og sjá niðurstöður fyrrnefndrar nefndar áður en málið er útrætt." Samþykkt háskólaráðs á fimmtudag hlaut 11 atkvæði, eitt -mótatkvæði og tveir sátu hjá. Reglugerðarbreytingin er svo- hljóðandi: „Sé fjöldi stúdenta, sem stenst 1. árs próf, meiri en svo að veita megi þeim öllum viðunandi fram- haldskennslu við aðstæður á hverjum tíma, getur deildin tak- markað fjölda þeirra, sem halda áfram námi. Jafnan skal þó a.m.k. 24 stúdentum veittur kostur á að halda áfram námi. Skal ákvörðun- in hverju sinni tilkynnt fyrir upphaf þess misseris, er prófið er haldið. Réttur stúdenta til fram- haldsnáms skal miðaður við árangur 1. árs prófs eftir nánari ákvörðun deildarinnar. Ákvörðun um fjöldatakmörkun samkvæmt þessari málsgrein kemur ekki til framkvæmda nema að fengnu samþykki háskólaráðs." Tónlistarskólastjórar ræða málint Á efri myndinni eru Helga Gunnarsdóttir frá Hellissandi, Sigrfður Sigurðardóttir frá Steinmóðabæ í Rangárvallasýslu, Hólmfríður Benediktsdóttir frá Húsavfk og Jón Hlöðver Áskelsson frá Akureyri. Á neðri myndinni eru Hannes Flosason frá Seltjarnarnesi, Þórir Þórisson frá Akranesi og Ragnar H. Ragnars frá ísafirði. Samtök tónlistarskólastjóra: Stefnumörkun í námsskrárgerð og úttekt á stöðu tónlistarskóla SAMTÖK tónlistarskóla- stjóra héldu fund í Reykja- vík um helgina og sóttu fundinn 32 og 45 félögum víðs vegar að af landinu. Fyrr hafa samtökin ekki boðað til svo viðamikils fundar, en aðalumræðuefni fundarins var um sam- ræmda námsskrá yfir allt landið, en eins og sagt hefur verið frá í fréttum skipaði menntamálaráð- herra 8.1. vetur nefnd til að vinna það mál. Á fundinum flutti framsöguer- indi Njáll Sigurðsson fulltrúi skólarannsókna um tengsl tón- mennta í grunnskóla og náms í 'tónlistarskólum. Þá flutti Krist- inn Hallsson erindi um ný viðhorf varðandi útgáfu náms- skrár fyrir tónlistarskóla, Þórir Þórisson skólastjóri Tónlistar- skóla Akraness flutti erindi um útvegun námsefnis og Jón Hlöðver Áskelsson skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar flutti erindi um tónlist sem kjörgrein og valgrein. Ráðstefnunni var skipt upp í 4 starfshópa sem fjölluðu um efni framsöguerinda og unnu nefndarálit sem síðan voru sam- þykkt samhljóða. Fundurinn samþykkti m.a. ákveðna stefnumörkun í sam- bandi við hvernig unnið skuli að námsskrárgerð og sömuleiðis kom fram fundarályktun um nauðsyn þess að gera heildarút- tekt á stöðu tónlistarskólanna í dag, sagði Páll Gröndal formaður samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.