Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLADIÐ. ÞRIDJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 25 idaríkjamanna og að þessu sinni var dæmt á Róbert er að baki honum. R ÁFRAMHALD ANDSUÐSINS sunnudag í leik i marktækifæra munað að koma knettinum í t fyrir mýmörg tækifæri landans essum 104. landsleik íslands í annar leikurinn, sem endar með ignum í þeim landsleikjum sem rliðum Póllands, Hollands og Guðmundur stóð þó illa og koll- spyrna hans fór í síðu bandaríska markmannsins, þannig að ekkert varð úr þessu bezta tækifæri' leiksins. Karl Þórðarson átti síðasta orðið í fyrri hálfleiknum er hann náði knettinum óvaent við vítateig, en markvörðurinn varði mjög vel frá Karli. I seinni hálfleiknum róaðist leikurinn enn og var hann þó aldrei sérlega líflegur í fyrri hálfleiknum. Janus komst í færi á 3. mínútu en skaut framhjá eftir sendingu Guðmundar Þerbjörns- sonar. Markvörðurinn tfandaríski varði vel frá Atla á 11. mínútu og Bandaríkjamennirnir voru nálægt því að skora á 25. mínútu hálf- leiksins er Liveric átti þrumuskot í þverslá af nokkru færi. Janus Guðlaugsson átti svipað skot á 29. mínútu, en bandaríski markvörð- urinn varði negluskot hans í horn. Bandaríkjamennirnir komu meira og meira með í leikinn eftir því sem leið á hann, en mest var um að knötturinn dveldi á miðju vallarins. Áhorfendur týndust af vellinum áður en leiknum lauk og þegar flautað var til leiksloka voru það fáir sem klöppuðu leikmönn- um lof í lófa þó svo að jafntefli yrði. Beztir í íslenzka liðinu á sunnu- daginn voru Pétur Pétursson í fyrri hálfleik, Guðmundur Þor- björnsson, sem barðist manna bezt, Dýri Guðmundsson, sem lék þarna sinn fyrsta landsleik, og Árni Sveinsson. Menn eins og Karl, Atli, Janus, Hörður og Gísli Torfason geta allir leikið miklu ¦betur. Róbert Agnarsson og Þor- steinn Bjarnason markvörður iéku þarna sinn fyrsta landsleik og sluppu báðir vel frá sínu. I seinni hálfleiknum kom fjórði nýliðinn á, Sigurður Björgvinsson og einnig Ingi Björn Albertsson. Þeir komu þó of seint inn á til að þeir gætu breytt nokkru um gang leiksins. Dómari var Rolf Haugen frá Noregi og dæmdi hann auðdæmd- an leik mjög vel. MÐ ÍSLANDS, Þorsteinn Bjarnason, t.ísli Torlason (fyrirlini). Árni Sveinsson, Róbert Agnarsson, Dýri Guömundsson, Hörður Hilmarsson, Atli Eðvaldsson. Karl Þórðar son, lanus Guðlaugsson, Pétur Pétursson, Guðmundur Þorbjörnsson. Ingi Björn Albertsson (varamaður), Sigurður Björg- vinsson (varamaður). GAMLIR KUNNINGJAR FRA ÍRLANDi í FYRSTA EVRÓPULEIKNUM Á KÓPAVOGSVELLI í KVÖLD Frá Colin McAlpin í Belfast. í kvöld leika á Kópavogsvellinum gamlir kunningjar íslendinga, liö Glontoran, sem á síðasta keppnistímabili lék gegn Val í Evrópukeppni mcistaraliða og leikur nú gegn ÍBV í UEFA-keppninni. Glentoran er næststærsta iélag á Norður frlandi og það lið þar í landi, sem hefur unnið til flestra verðlauna. En það hafa orðið allmiklar breytingar á liðinu síðan að það sló Val út úr Evrópukeppni meistaraliða í fyrra. Billy Caskey, sem var í landsliðshópnum fyrir HM-leikinn í Reykjavík, og varnarmaðurinn Victor Moreland hafa yfirgefið félagið og leika nú með Tulsa Roughnecks í Banda- ríkjunum. Þá er Alex Robson einnig horfinn á braut, en hann féll í ónáð hjá stjórn félagsins, er hann lenti í áflogum í leik og beinbraut mótherja. En það eru 11 menn í liði og enn eru kappar eins og Rab McCreery og Warren Feany með í slagnum, einnig fyrrverandi landsliðsmaður, Johnny Jamieson. Framkvæmda- stjóri liðsins er Arthur Stewart, fyrrum fyrirliði hjá Leeds og norður írskur landsliðsmaður. Þetta verður fimmtánda keppnistímabilið sem Glentoran leikur í Evrópukeppnum og eins og önnur írsk og íslensk lið, hefur liðið sjaldan komist fram úr fyrstu umferðunum. Þó brá svo við árið 1973—74, að Glentoran komst í 8 liða úrslit í Evrópukeppni bikar- hafa. En þar lauk draumnum, því að þýska stórliðið Borussia Mönchengladbach sendi þá út í kuldann með sjö mörkum gegn engu. Glentoran mun reynast ÍBV erfiður ljár í þúfu, en ef íslend- ingarnir hafa rænu á að vara sig á þeim Feany og Jamieson, gæti viðureignin orðið hin opnasta og athyglisverðasta. • Markvörður Glentoran, Denis Matthews. þykir vera meira en í meðallagi framlwrilegur. Og sannarlega er hann ekki stirðbusaiegur á meðfyigjandi mynd. • Johnny Jamieson t.d. er einn af þeim sem Eyjamenn verða að hafa góðar gætur á, kappinn er sagður geta skorað úr ótrúleg ustu færum. • Nú fyrir skömmu færði ADIDAS umboðið á íslandi, Björgvin Scram, leikmönnum I. deiidar liðs ÍBV að gjöf ADIDAS-knattspyrnuskó og mun ÍBV liðið leika í þessum skóm í dag, þegar liðið mætir n-írska liðinu Glentoran í Evrópukeppni félagsliða á Kópavogsvellinum. Ljósmyndari Mbl., Sigurgeir Jónasson, var á staðnum og tók mynd af liðinu með nýju skóna sína en með liðinu á myndinni er Axel Ó. Lárusson skókaupmaður í Vestmannaeyjum sem afhenti þessa góðu gjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.