Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Hollenski einvald- urinn var hrif inn af íslenzka landsliðinu — ÞETTA íslenzka liðv sem ég sá hér í dag er gott lið. sem hafa hugmyndir. Island átti að skora 2—3 mörk Lið sem leikur skapandi knattspyrnu og í því eru strákar, í leiknum og átti skilið að sigra. Sá sem mælir þessi orð ætti að vita hvað hann er að segja, sjálfur Zwartkruis einvaldur hollenska landsliðsins í knatt- spyrnu. silfurliðs tveggja síðustu heimsmeistaramóta. Hann kom gagngert til íslands til að sjá landann leika á móti Bandaríkja- mönnum á sunnudaginn og síðan leik íslands og Póllands á mið- vikudaginn. Sá leikur er liður í Evrópukeppninni í knattspyrnu osí leika Hollendingar í sama riðli og hinar tvær þjoðirnar. íslend intíar eiga að leika við Holland 4. októher næstkomandi og Zwart- kruis bókar örugglega ýmislegt hjá sér í leiknum á miðvikudag- inn. Hann sagði að bandaríska liðið hefði komið sér á óvart, en ,viðurkenndi að hann þekkti ekki mikið til knattspymunnar vestan hafs. — Ég veit þó ekki hvað hefði gerzt ef ísland hefði skorað mark í upphafi leiksins, það hefði getað verið byrjun á stórsigri, sagði Zwartkruis. — bað er enginn leikur auð- veldur í knattspyrnu og ég kvfði leiknum við ísland f Njimegen í næsta mánuði eins og hverju öðru verkefni. Við þurfum helzt að vinna þann leik með miklum mun, en minnumst þess enn er við sluppum naumlega fyrir horn á Laugardalsvellinum fyrir tveim- ur árum er við unnum LO. jslenzk knattspyrna er í stöðugri sókn og eftir tvö ár verður lið ykkar mjög gott. Leikmenn ykkar númer 9, 10, 3 og markvörðurinn (Pétur, Guðmundur. Karl *»g Þorstcinn) fannst mér beztir í dag, skemmti legir leikmenn. en liðið í heild leikur nútímalega knattspyrnu. — Um hollenska liðið er það að segja að það stendur á 1 ímamót 1 • Karl Þórðarson leikur á tvo bandarfsku leikmannanna. Fyrsturtilað leika í öllum landsliðum SIGURÐUR Björgvinsson lék sinn fyrsta landsleik á sunnudaginn, en þessi 19 ára piltur kom inn á þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum gegn Bandarfkjamönnum. Sigurður hefur þá fyrstur manna orðið til þess að leika með öllum landsliðura íslands í knattspyrnu, drengjalandsliði, unglingalandsliði, liði 21 árs og 'yngri og nú a-landsliðinu. Það var stór dagur hjá Sigurði á sunnudaginn og reyndar helgin sem slfk, þvf á föstudaginn tók hann við íslandsbikarnum, sem fyrirliði 2. flokks ÍBK. Sigurður Bjbrgvinsson er fjö'lha-fur fþróttamaður, þvf að í vetur lék hann með unglingalandsliðinu í handknattleik. — Það var alls ekki erfitt að koma inn í landsliðshópinn núna, sagði Sigurður. — Þetta eru fínir strákar og við þekkjum hver annan orðið vel úr leikjunum f 1. deildinni. Ég var alveg laus við taugaveiklun þegar ég kom inn á. Vissi að ég gæti litlu breytt á þeim stutta tíma sem eftir var. — &ij um. Ég reikna ekki með að leikmenn eins og Rep, Rensen- brink, Joengbloed og Suurbier verði með á móti fslandi. Ég þarf að yngja liðið upp og geri það skref 'fyrir skref næstu 4 árin fram að næstu heimsmeistara- keppni. sagði Zwartkruis. Að lokum spurðum við hann hvort hann þekkti til Asgeirs Sigurvinssonar f Belgíu. — Að sjálfsó'gðu. sagði hollenski ein valdurinn. — Sigurvinsson er stórt nafn f Belgfu, hann er „Evrópuklassi". - áij Stór stund — JÚ, þakka þér fyrir, þetta var stór stund fyrir mig eftir að hafa verið í meistaraflokki í 10 ár, sagði Dýri Guðmundsson, þegar undirritaður óskaði honum til hamingju með fyrsta landsleikinn á sunnudaginn. Dýri stóð fyrir sínu og var einn bezti maður íslenzka liðs- ins í leiknum gegn Banda- ríkjamönnum. Fjórir leik- menn spiluðu þarna sinn fyrsta landsleik og það er ekki á hverjum degi, sem svo margir nýliðar koma í landslið í einu. — Ég var 16 ára þegar ég byrjaði með FH í meistaraflokki og vissu- lega er ákveðnu markmiði náð með að komast í landslið, sagði Dýri. — Það hefði þó verið enn skemmtilegra ef við hefð- um unnið þessa kalla. Þeir létu boltann ganga mjög vel og það var erfitt að spila á móti þeim. Samt sem áður áttum við að vinna þá 3 eða 4:0, sagði Dýri. • Hart barist í vítateigi Bandaríl Agnarsson, Pétur Pétursson er að Textii Ágúst I. Jónsson Myndin Ragnar Axelsson og Kristján Einarsson. VONANDI VERÐUR Á JAFNTEFLUM LA 0:0 á móti Bandaríkjamönnum á sui þar sem ísland átti fjölda góðra m ÍSLENZKU landHÍiðsmönnunum í knattspyrnu var fyrirmuna bandaríska markið í landsleik þjóðanna á sunnudaginn. I>rátt fyrii fyrri hálfleiknum var ekkert mark skorað og lauk þessum cnattspyrnu með 0<0 jafntcfli. Annar landslcikurinn í ár og annai tessari markatölu. Vonandi verða þessi úrslit uppi á teningnun sland á eftir að leika á keppnistímabilinu, gegn stórliðui A-Þýzkalands. • Róbert Agnarsson, einn nýlið- anna á fullri ferð. í leikinn á sunnudaginn vantaði miklu meiri baráttu og kraft og þann neista, sem gefur mörk. Hins vegar var spil íslenzku leikmann- anna úti á vellinum lipurt, en ekki árangursríkt að þessu sinni. Um bandaríska liðið er það að segja að þar eru á ferðinni spilarar, sem flestir hverjir hafa góða tækni og hraða. Þá vantar þó enn töluvert af því, sem gerir lið sterkt, eru of lengi að hlutunum og leikur þeirra var á tíðum illa skipulagður þegar kom upp að vítateig andstæðings- ins. Undirrituðum segir svo hugur að Bandaríkjamennirnir sjái stór- ar tölur í einhverjum þeim leikja, sem þeir spila í Evrópuferðinni, sem hófst hér á landi. Ef litið er í minnisbókina kemur í ljós að ísland átti þrjú upplögð marktækifæri á þremur mínútum í byrjun leiksins. Á 5. mínútu átti Pétur Pétursson skot' hliðarnetið eftir laglegt spil. Mínútu síðar braust Guðmundur Þorbjörnsson í gegn vinstra megin og sendi síðan fastan bolta út í vítateiginn. Þar átti Janus Guðlaugsson alla mögu- leika á að afgreiða knöttinn í netið, en hitti ekki boltann í dauðafæri. Enn leið mínúta og þá var Atli Eðvaldssaa kominn í færi, en skaut framhjá úr dauðafæri. Eftir þetta róaðist leikurinn og íslenzku sóknarmennirnir létu óþarflega oft góma sig rangstæða, en þeirri leikaðferð beittu Banda- ríkjamennirnir með ágætum ár- angri í leiknum. Á 29. mínútu hálfleiksins lék Pétur upp með endamörkunum og lagði knöttinn síðan á höfuð Guðmundar Þor- björnssonar í markteignum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.