Morgunblaðið - 05.09.1978, Síða 24

Morgunblaðið - 05.09.1978, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 25 Hollenski einvald- urinn var hrifinn af íslenzka landsliðinu — þETTA íslenzka liðv sem ég sá hér í dag er gott lið. sem hafa hugmyndir. Island átti að skora 2—3 mörk Sá sem mælir þessi orð ætti að kruis bókar örugglega ýmislegt hjá sér í leiknum á miðvikudag- inn. Ilann sagði að bandaríska liðið hcíði komið sér á óvart, en ,viðurkenndi að hann þekkti ekki mikið til knattspyrnunnar vestan haís. — Ég veit þó ekki hvað hefði gerzt ef ísland hefði skorað mark f upphafi leiksins, það hefði getað verið byrjun á stórsigri, sagði Zwartkruis. — Það er enginn leikur auð- veldur í knattspyrnu og ég kvíði leiknum við ísland í Njimegen í næsta mánuði eins og hverju öðru vita hvað hann er að segja, sjálfur Zwartkruis einvaldur hollenska landsliðsins í knatt- spyrnu, silfurliðs tveggja síðustu heimsmeistaramóta. Hann kom gagngert til íslands til að sjá landann leika á móti Bandaríkja- mönnum á sunnudaginn og síðan leik íslands og Póllands á mið- vlkudaginn. Sá leikur er liður í Evrópukeppninni í knattspyrnu og leika Hollendingar í sama riðli og hinar tvær þjoðirnar. íslend- ingar eiga að leika við Holland 4. október næstkomandi og Zwart- Lið sem leikur skapandi knattspyrnu og í því eru strákar, í leiknum og átti skilið að sigra. verkefni. Við þurfum helzt að um. Ég reikna ekki með að vinna þann leik með miklum mun, en minnumst þess enn er við sluppum naumlega fyrir horn á Laugardalsvellinum fyrir tveim- ur árum er við unnum liO. íslenzk knattspyrna er í stöðugri sókn og eftir tvö ár verður lið ykkar mjög gott. Leikmenn ykkar númer 9, 10, 3 og markvörðurinn (Pétur, Guðmundur. Karl og Þorsteinn) fannst mér beztir í dag, skemmti- legir leikmenn. en liðið í heikl leikur nútímalega knattspyrnu. — Um hollenska liðið er það að segja að það stendur á tímamót- um. leikmenn eins og Rep, Rensen- brink, Joengbloed og Suurbier verði með á móti íslandi. Ég þarf að yngja liðið upp og geri það skref fyrir skref næstu 4 árin fram að næstu heimsmeistara- keppni, sagði Zwartkruis. Að lokum spurðum við hann hvort hann þekkti til Ásgeirs Sigurvinssonar í Belgíu. — Að sjáHsögðu, sagði hollenski ein- valdurinn. — Sigurvinsson er stórt nafn í Belgfu, hann er „Evrópuklassi“. - áij Stór stund — JÚ, þakka þér fyrir, þetta var stór stund fyrir mig eftir að hafa verið í meistaraflokki í 10 ár, sagði Dýri Guðmundsson, þegar undirritaður óskaði honum til hamingju með fyrsta landsleikinn á sunnudaginn. Dýri stóð fyrir sínu og var einn bezti maður íslenzka liðs- ins í leiknum gegn Banda- ríkjamönnum. Fjórir leik- menn spiluðu þarna sinn fyrsta landsleik og það er ekki á hverjum degi, sem svo margir nýliðar koma í landslið í einu. — Ég var 16 ára þegar ég byrjaði með FH í meistaraflokki og vissu- lega er ákveðnu markmiði náð með að komast í landslið, sagði Dýri. — Það hefði þó verið enn skemmtilegra ef við hefð- um unnið þessa kalla. Þeir létu boltann ganga mjög vel og það var erfitt að spila á móti þeim. Samt sem áður áttum við að vinna þá 3 eða 4:0, sagði Dýri. v ■„ "í? ' „ ", ,/,, ' ' ' • Hart barist í vítateigi Bandaríkjamanna og að þessu sinni var dæmt á Róbert Agnarsson, Pétur Pétursson er að baki honum. Texti: Ágúst I. Jónsson Myndiri Ragnar Axelsson og Kristján Einarsson. • Karl Þórðarson leikur á tvo bandarfsku leikmannanna. Fyrstur til að leikaíöllum landsliðum SIGURÐUR Björgvinsson lék sinn fyrsta landsleik á sunnudaginn, en þessi 19 ára piltur kom inn á þegar um 15 mfnútur voru eftir af leiknum gegn Bandarfkjamönnum. Sigurður hefur þá fyrstur manna orðið til þess að leika með öllum landsliðura íslands f knattspyrnu, drengjalandsliði, unglingalandsliði, iiði 21 árs og yngri og nú a-landsliðinu. Það var stór dagur hjá Sigurði á sunnudaginn og reyndar helgin sem slík, því á föstudaginn tók hann við íslandshikarnum, sem fyrirliði 2. fiokks ÍBK. Sigurður Björgvinsson er fjölhæfur fþróttamaður, því að í vetur lék hann með ungiingalandsliðinu f handknattleik. — Það var alls ekki erfitt að koma inn f landsliðshópinn núna, sagði Sigurður. — Þetta eru fínir strákar og við þekkjum hver annan orðið vel úr leikjunum f 1. deildinni. Ég var alveg laus við taugaveiklun þegar ég kom inn á. Vissi að ég gæti litlu breytt á þeim stutta tíma sem eftir var. — 4|j VONANDI VERÐUR AFRAMHALD Á JAFNTEFLUM LANDSLIÐSINS - 0:0 á móti Bandaríkjamönnum á sunnudag í ieik þar sem ísiand átti fjöida góðra marktækifæra ÍSLENZKU landsliðsmönnunum í knattspyrnu var fyrirmunað að koma knettinum í bandaríska markið í landsleik þjóðanna á sunnudaginn. Þrátt fyrir mýmörg tækifæri landans fyrri hálfleiknum var ekkert mark skorað og lauk þessum IÓ4. landsleik íslands í cnattspyrnu með 0«0 jafntefli. Annar landsleikurinn i ár og annar leikurinn, sem endar með æssari markatölu. Vonandi verða þessi úrslit uppi á teningnum í þeim landsleikjum sem sland á eftir að leika á keppnistímabilinu, gegn stórliðum Péliands, Hollands og AÞýzkalands. • Róbert Agnarsson, einn nýlið- anna á fuliri ferð. í leikinn á sunnudaginn vantaði miklu meiri baráttu og kraft og þann neista, sem gefur mörk. Hins vegar var spil íslenzku leikmann- anna úti á vellinum lipurt, en ekki árangursríkt að þessu sinni. Um bandaríska liðið er það að segja að þar eru á ferðinni spilarar, sem flestir hverjir hafa góða tækni og hraða. Þá vantar þó enn töluvert af því, sem gerir lið sterkt, eru of lengi að hlutunum og leikur þeirra var á tíðum illa skipulagður þegar kom upp að vítateig andstæðings- ins. Undirrituðum segir svo hugur að Bandaríkjamennirnir sjái stór- ar tölur í einhverjum þeim leikja, sem þeir spila í Evrópuferðinni, sem hófst hér á landi. Ef litið er í minnisbókina kemur í ljós að Island átti þrjú upplögð marktækifæri á þremur mínútum í byrjun leiksins. Á 5. mínútu átti Pétur Pétursson skot' hliðarnetið eftir laglegt spil. Minútu síðar braust Guðmundur Þorbjörnsson í gegn vinstra megin og sendi síðan fastan bolta út í vítateiginn. Þar átti Janus Guðlaugsson alla mögu- leika á að afgreiða knöttinn í netið, en hitti ekki boltann í dauðafæri. Enn leið mínúta og þá var Atli Eðvaldsso* kominn í færi, en skaut framhjá úr dauðafæri. Eftir þetta róaðist leikurinn og íslenzku sóknarmennirnir Iétu óþarflega oft góma sig rangstæða, en þeirri leikaðferð beittu Banda- ríkjamennirnir með ágætum ár- angri í leiknum. Á 29. mínútu hálfleiksins lék Pétur upp með endamörkunum og lagði knöttinn síðan á höfuð Guðmundar Þor- björnssonar í markteignum. Guðmundur stóð þó illa og koll- spyrna hans fór í síðu bandaríska markmannsins, þannig að ekkert varð úr þessu bezta tækifæri' leiksins. Karl Þórðarson átti síðasta orðið í fyrri hálfleiknum er hann náði knettinum óvænt við vítateig, en markvörðurinn varði mjög vel frá Karli. I seinni hálfleiknum róaðist leikurinn enn og var hann þó aldrei sérlega líflegur í fyrri hálfleiknum. Janus komst í færi á 3. mínútu en skaut framhjá eftir sendingu Guðmundar ÞyBrbjörns- sonar. Markvörðurinn tfandaríski varði vel frá Atla á 11. mínútu og Bandaríkjamennirnir voru nálægt því að skora á 25. mínútu hálf- leiksins er Liveric átti þrumuskot í þverslá af nokkru færi. Janus Guðlaugsson átti svipað skot á 29. mínútu, en bandaríski markvörð- urinn varði negluskot hans í horn. Bandaríkjamennirnir komu meira og meira með í leikinn eftir því sem leið á hann, en mest var um að knötturinn dveldi á miðju vallarins. Áhorfendur týndust af vellinum áður en leiknum lauk og þegar flautað var til leiksloka voru það fáir sem klöppuðu leikmönn- um lof í lófa þó svo að jafntefli yrði. Beztir í íslenzka liðinu á sunnu- daginn voru Pétur Pétursson í fyrri hálfleik, Guðmundur Þor- björnsson, sem barðist manna bezt, Dýri Guðmundsson, sem lék þarna sinn fyrsta landsleik, og Árni Sveinsson. Menn eins og Karl, Atli, Janus, Hörður og Gísli Torfason geta allir leikið miklu ■betur. Róbert Agnarsson og Þor- steinn Bjarnason markvörður iéku þarna sinn fyrsta landsleik og sluppu báðir vel frá sínu. I seinni hálfleiknum kom fjórði nýliðinn á, Sigurður Björgvinsson og einnig Ingi Björn Albertsson. Þeir komu þó of seint inn á til að þeir gætu breytt nokkru um gang leiksins. Dómari var Rolf Haugen frá Noregi og dæmdi hann auðdæmd- an leik mjög vel. LIÐ ISLANDSi Þorsteinn Bjarnason, Císli Torfason (fyrirliAi), Árni Sveinsson, Róbert Agnarsson, Dýri Guðmundsson, Hörður Uilmarsson. Atli Eðvaidsson, Karl Þórðar son, Janus Guðlau|(sson, Pétur Pétursson, Guðmundur Þorbjörnsson, Ingi Björn Albertsson (varamaður). Sigurður Björg- vinsson (varamaður). GAMLIR KUNNINGJAR FRA ÍRLANDI í FYRSTA EVRÓPULEIKNUM Á KÚPAV0GSVELLl í KVÖLD Frá Colin McAlpin í Belfast. í kvöld leika á Kópavogsvellinum gamlir kunningjar íslendinga. lið Glentoran, sem á síðasta keppnistímabili lék gegn Val í Evrópukeppni meistaraliða og leikur nú gegn ÍBV í UEFA-keppninni. Gientoran er næststærsta lélag á Norður Irlandi og það lið þar í landi, sem hefur unnið til flestra verðlauna. En það hafa orðið allmiklar breytingar á liðinu síðan að það sló Val út úr Evrópukeppni meistaraliða í fyrra. Billy Caskey, sem var í landsliðshópnum fyrir HM-leikinn í Reykjavík, og varnarmaðurinn Victor Moreland hafa yfirgefið félagið og leika nú með Tulsa Roughnecks í Banda- ríkjunum. Þá er Alex Robson einnig horfinn á braut, en hann féll í ónáð hjá stjórn félagsins, er hann lenti í áflogum í leik og beinbraut mótherja. En það eru 11 menn í liði og enn eru kappar eins og Rab McCreery og Warren Feany með í slagnum, einnig fyrrverandi landsliðsmaður, Johnny Jamieson. Framkvæmda- stjóri liðsins er Arthur Stewart, fyrrum fyrirliði hjá Leeds og norður írskur landsliðsmaður. Þetta verður fimmtánda keppnistímabilið sem Glentoran leikur í Evrópukeppnum og eins og önnur írsk og íslensk lið, hefur liðið sjaldan komist fram úr fyrstu umferðunum. Þó brá svo við árið 1973—74, að Glentoran komst í 8 liða úrslit í Evrópukeppni bikar- hafa. En þar lauk draumnum, því að þýska stórliðið Borussia Mönchengladbach sendi þá út í kuldann með sjö mörkum gegn engu. Glentoran mun reynast ÍBV erfiður ljár í þúfu, en ef íslend- ingarnir hafa rænu á að vara sig á þeim Feany og Jamieson, gæti viðureignin orðið hin opnasta og athyglisverðasta. • Markvörður Glentoran, Denis Matthews, þykir vera meira en í meðallagi frambærilegur. Og sannarlega er hann ekki stirðbusalegur á meðfylgjandi mynd. • Johnny Jamieson t.d. er einn af þeim sem Eyjamenn verða að hafa góðar gætur á, kappinn er sagður geta skorað úr ótrúleg- ustu færum. • Nú fyrir skömmu færði ADIDAS umboðið á íslandi, Björgvin Scram, leikmönnum I. deildar liðs IBV að gjöf ADIDAS-knattspyrnuskó og mun ÍBV liðið leika í þessum skóm í dag, þegar liðið mætir n írska liðinu Glentoran í Evrópukeppni félagsliða á Kópavogsvellinum. Ljósmyndari Mbl., Sigurgeir Jónasson, var á staðnum og tók mynd af liðinu með nýju skóna sína en með liðinu á myndinni er Axel 0. Lárusson skókaupmaður í Vestmannaeyjum sem afhenti þessa góðu gjöf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.