Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttarsambands bænda: "Lét svo hátt í andstæðingunum að stjórnvöld heyktust á að breyta framleiðsluráðslögunum að sinni A AÐALFUNDI Stéttarfé- lags bænda, sem haldin var á Akureyri í fyrri viku, flutti Gunnar Guðbjarts- son formaður Stéttarsam- bandsins yfirlitsræðu um störf sambandsins á sl. ári, afkomu bænda, sölu og framleiðslumál landbúnað- arins og verður hér á eftir gerð grein fyrir helstu atriðum úr ræðu Gunnars. Eini atvinnuvegurinn sem greiöir söluskatt af vélum og tækjum Gunnar Guðbjartsson geröi í upphafi ræðu sinnar grein fyrir afdrifum þeirra samþykkta, seni síðasti aðalfundur sambandsins á Eiðum gerði og kom þar m.a. fram að tollar á vélum og tækjum til landbúnaðar hefðu verið lækkaðir við breytingu á tollalögum á Alþingi sl. vor en þessi lækkun hefði þó ekki náð til allra tækja og einnig hefðu varahlutir ekki fylgt með í þessari breytingu. Tollur á þessu ári er yfirleitt 4% á landbúnaðarvélum en lækkar í 2% við áramót. Söluskattur stendur óbreyttur 20% af verði vélanna og sagði Gunnar að landbúnaðurinn væri eini atvinnuvegurinn, sem greiddi söluskatt af öllum vélum og tækjum. í ræðu sinni greindi Gunnar frá könnun, sem síðasti aðalfundur samþykkti að óska eftir, á því að greiða niður aðföng til landbúnað- arins í samanburði við að greiða niður vörur á sölustigi en Björn Stefánsson búnaðarhagfræðingur vann að þessari könnun fyrir Stéttarsambandið og sagði Gunn- ar að niðurstöður hans væru í stuttu máli þessar: Staðfest er sú skoðun sem áður hefur komið fram frá hendi stjórnvalda að lækkun vísitölu framfærslukostnaðar yrði dýrari ef greitt yrði niður verð áburðar, fóðurbætis og vextir af stofnlán- um en með því fyrirkomulagi sem nú er að greiða niður verð neysluvörunnar. Hætta er á að niðurgreiðslur á kostnaðarliðum ýttu undir óarðbæra framleiðslu- aukningu. Til þess að draga úr þeirri hættu mætti skammta það magn, sem einstakir framleiðend- ur ættu kost á með níðurgreiddu verði. Hættan yrði minnst ef niðurgreiðslur til einstakra fram- leiðenda væru óháðar því hvað viðkomandi framleiðandi kæmi til með að nota af þeim framleiðslu- þáttum sem um er að ræða. Ef þeirri hugsun er fylgt út í æsar sýnist bestur árangur nást með því að greiða ekki niður kostnaðarliði heldur veita einstökum framleið- endum veröuppbót fyrir takmark- að magn framleiðsiu sinnar. Ekkert fé til jarðakaupalána í ár Um lánamál landbúnaðarins sagði Gunnar að flytja mætti iangt mál en árangur af óskum um lagfæringar á rekstrar- og afurða- lánum bænda hefði orðið næsta rýr, einna helst sá að afurðalánin hefðu fylgt verðlaginu öllu betur þetta árið en áður fram til vors, en síðan hefði skort á það varðandi mjólkurvörurnar. Aðra sögu væri að segja uro rekstrarlánin, þau hefðu ekki fyigt verðlaginu heldur hefðu þau rýrnað hlutfallslega miðað við sj^iasta ár. Almenn útlán Stofnlánadeildar munu að sögn Gunnars væntan- iega dragast saman í krónutölu á þessu ári miðað við fyrra ár og var deildin knúin af fjárskorti til að synja fjölda lánsumsókna frá bændum og vinnslustöðvum þeirra. I lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar, sem afgreidd var á Alþingi með fjárlögum í vetur, var gert ráð fyrir sömu fjárhæð lána hjá Stofnlánadeild eins og 8.1. ár. Kn nú eru horfur þær, að stórlega muni vanta upp á að svo verði, auk þess sem ekkert fé er til að lána til jarðakaupa á þessu ári. Þó varð stjórn Stofnlánadeildarinnar við þeim kröfum stjórnvalda að hækka um 3% vexti af öllum lánum veittum eftir mitt ár 1974 og eykur það tekjur deildarinnar á árinu um ca. 120 milljónir króna. Þá var verðtrygging almennra lána aukin úr 25% hvers láns í 33%. Þær nýju lánsumsóknir, sem teknar voru til greina, voru einkum lán til hlöðubýgginga og nokkuð af skepnuhúsum við áður byggðar heygeymslur, auk véla og íbúðalána. En vélalánin eru tak- mörkuð við 350 dráttarvélar alls og bundin takmörkunum um véla- fjölda á býli eins og undanfarin ár. Engum nýjum umsóknum vegna vinnslustöðva var sinnt að þessu sinni. Lán Lífeyrissjóðs bænda til landbúnaðarins minnka á þessu ári hlutfallslega, vegna þess að hann hefur tekið á sig auknar lífeyrisgreiðslur og skyldulán hans aukast eins og annarra lífeyris- sjóða. Hann lánar þó 1,4 millj. til hvers sjóðfélags er byrjar bygg- ingu íbúðarhúss á þessu ári, enda uppfylli hann er skilyrði um lágmarksréttindi. Einnig lánar sjóðurinn bústofnskaupalán til kaupa á 175 ám eða 9 kúm á skattmatsverði því er nú gildir. Ymsir menn sem létu hæst höfðu ekki hugsað málió til enda Þessu næst vék Gunnar að því starfi, sem unnið hefur verið á vegum Stéttarsambandsins að undirbúningi skipulagsbreytinga til að mæta þeim vanda, sem nú er við að fást í framleiðslu- og markaðsmálunum og gerði grein fyrir tillögu aukafundar sam- bandsins í þeim efnum en hann var haldinn í nóvember sl. Að loknum fundinum hefði verið óskað eftir því við landbúnaðar- ráðherra og ríkisstjórn að tillögur fundarins næðu fram að ganga en fljótlega eftir fundinn hefðu hafist fundahöld meðal bænda og allvíða hefðu komið frarn mótmæli gegn samþykktum aukafundarins og einkum þó tillögunni um heimild til töku fóðurbætisgjalds en ekki voru þó nærri allir bændafundirn- ir neikvæðir í þessu efni. „Það komu margar tillögur sem studdu samþykktir aukafundarins," sagði Gunnar, „en það lét svo hátt í andstæðingunum að stjórnvöldin heyktust á að breyta framleiðslu- ráðslögunum að þessu sinni. Málið var því stöðvað. Augljóst var að ýmsir menn, sem hæst lét í, höfðu ekki hugsað málið til enda, eða gert sér Ijóst hvað við tæki, ef ekkert yrði gert til að hamla gegn vaxandi framleiðslu og engir nýir möguleikar opnuðust." Niðurgreiðshir aldrei jafn lágt hlutfail af smjörveroinu Varðandi þíu skilyrði, sem aukafundurinn setti fyrir fram- gangi samþykkta sinna um heim- ildir til kvótakefis og fóðurbætis- skatts sagði Gunnar að nokkuð hefði verið komið til móts við þau nema hvað söluskattur af búvör- um hefði ekki enn fengist felldur niður, þó hefði því verið mætt með auknum niðurgreiðslum, sem aftur hefði kallað á aukna sölu á fyrri hluta þessa árs. Gunnar rakti nokkuð gang smjörútsölunnar, sagði að á henni hefðu verið seld 853 tonn en upphaflega hefði verið ætlunin að selja með þessum hætti 500 tonn. Nú væri aðstaðan sú að hlutfall niðurgreiðslna af smjör- verðinu hefði aldrei fyrr verið jafn lágt. . I yfirlitsræðu sinni greindi Gunnar frá fjölmörgu, sem stjórn qg starfsmenn sambandsins, þeir Árni Jónasson og Hákon Sigur- grímsson hefðu unnið að á sl. ári. Vék Gunnar m.a. að setu sinni í verðbólgunefnd og því séráliti, sem hann hefði þar látið koma fram sem fulltrúi Stéttarsambandsins og áður hefur birst. Einnig vék hann að þeim umræðum, sem fulltrúar sambandsins hafa átt við fulltrúa stjórnmálaflokkanna eftir síðustu kosningar en í þeim umræðum hefur einkum verið rætt um 11 liði og eru meðal þeirra tillögur um breytt samningsform sem tryggi betri hlut bænda í samanburði við aðrar stéttir, skipulagsaðgerðir til stjórnunar framleiðslu íb» útflutningsbætur verði tryggðar. Kjötsalan hefur aukist um 8,08% frá 1.9. 1977 I yfirliti Gunnars yfir fram- leiðslu og sölu búvara kom m.a. fram að innvegið kjöt til slátur- húsanna á sl. hausti varð 0,15% minna en haustið 1976 en að viðbættum birgðum frá fyrri sláturtíð voru alls til sölumeðferð- ar á verðlagsárinu 15.944 tonn af kindakjöti og nam innanlandssal- an á tímabilinu 1.9 1977 til 1.8. 1978 8,611 tonnum og hefur aukist um 8,08% frá sama tímabili 1976—1977. Útflutningur kinda- kjöts hefur nú orðið 4,679 tonn á móti 5,122 tonnum á sama tímabili fyrra verðlagsárs og er gert ráð fyrir að birgðir af kindakjöti verði í haust nokkru minni en í fyrra. Slátrun nautgripa það sem af er þessu ári hefur orðið nokkru meiri en á fyrra ári og talið er að komið hafi 456 tonn af kjöti á móti 433 tonnum 1977. Skortur hefur verið á nautakjöti á markaðnum. Birgð- ir 1.8. voru 157,6 tonn á móti 357 tonnum árið 1977. Sérstakur skortur hefur verið á öllu vinnslu- kjöti bæði af nautgripum og sauðfé og má ætla að það hafi verkað til aukinnar sölu dilka- kjöts. Mjólkurframleiðsla varð 6,2% meiri s.l. ár en 1976 og varð hin mesta sem um getur. Aftur á móti varð samdráttur í sölu nýmjólkur 4,3% til víðbótar samdrætti 1976 sem var álíka mikill. Einnig dróst rjómasala saman um 2,1%, skyr- sala um 6,7% og smjörsala un< 20,5%:. Sala á ostum jókst lítils- háttar. Það sem af er þessu ári hefur mjólkurframleiðsla aukist um 2,66% fram til 1.8. Enn hefur sala nýmjólkur dregist saman og er samdrátturinn á fyrstu 7 mánuðum þessa árs 2,66%. Hins vegar hefur sala aukist á rjóma eftir verðlækkun hans í desember s.l. og er aukningin 5,59%. Skyr- sala heldur áfram að dragast saman. Smjörsalan jókst verulega á útsölutímabilinu en hefur orðið lítil síðan útsölunni lauk. Birgðir af ostum og smjöri aldrei meiri Gunnar sagði að birgðir af ostum væru nú talsvert meiri en í fyrra á sama tíma og smjör- birgðir meiri en nokkru sinni fyrr á þessum árstíma. Nauðsynlegt væri að minnka mjólkurvöru- birgðirnar til að losa fé mjólkur- samlaganna og bankanna, sem bundið er í birgðum. 1. ágúst s.l. hefðu birgðir smjörs verið 1.065 tonn og áætlað væri að þær yrðu 1300 tonn um þessi mánaðamót og ostabirgðir eru nú 1.196 tonn og hafa aldrei orðið meiri. Konur fá brátt sömu laun og bóndinn I þeim kafla ræðu sinnar er Gunnar fjallaði um verðlagsmálin sagði hann að við haustverðlagn- ingu 1977 hefði ekki náðst sam- komulag innan sexmannanefndar, í þeim viðræðum lögðu fulltrúar framleiðenda áherzlu á margvís- legar leiðréttingar frá fyrra verðlagsgrundvelli og var megin- áherzla lögð á leiðréttingu fjár- magnsþátta grundvallarins, lagt var 'til að bóndinn fengi 312 stundir í helgidagagreiðslu vegna viðveruskyldu og að húsfreyja fengi sömu laun og bóndinn. Þegar ekki náðist samkomulag innan sexmannanefndarinnar var verð- lagningunni vísað til yfirnefndar og féll úrskurður hennar á þann veg að tillógum framleiðenda um fjármagnskostnað og launaleið- réttingar var að mestu synjað. Frá 1. 9. 1977 hefur verðlags- grundvöllur landbúnaðarins hækkað til og með 31. ágúst um 47,5%. Undirbúningur undir haustverðlagninguna nú hefði hafist á venjulegum tíma en hefði nú stöðvast vegna óvissu um kaupgjaldsmál en samt hefði náðst samkomulag um fjölmörg atriði til leiðréttingar á grundvellinum innan sexmannanefndar, s.s. hækkun fjármagnskostnaðar og viðurkennt væri nú að konur ættu að fá sömu laun og bóndinn. Tekjuaukningin 79% hjá kúabændum en 44,9% hjá fjárbændum Gunnar vék að niðurstöðum búreikninga fyrir árið 1977 og sagði að þeir sýndu að á búreikningabúunum hefði meðal- talstekjuaukning frá árinu 1976 orðið um 65% á fjölskyldulaunum og vöxtum af eigin fé. Þetta skiptist þó misjafnt niður á búin eftir samsetningu þeirra og þannig sýndu kúabúin 79% aukningu þessara tekna, blönduðu búin 63,2% og fjárbúin 44,9%. Varðandi skýringar á þessu sagði Gunnar að þeirra væri m.a. að leita í því að afurðaaukning hefði orðið í naut- gripahluta búanna en ekki hjá sauðfjárbúunum og þá hefði hag- stætt tíðarfar sunnan og vestan- lands 1977 komið mjólkurfram- leiðendum til góða auk lágs kjarnfóðursverðs á árinu. Hækkaðir vextir hefðu komið verr niður á sauðfjárbúunum vegna tregari sölu og lengri veltutíma. Þá gat Gunnar um að sam- kvæmt sérúttaki Hagstofu íslands hefðu nettótekjur 60 búa er í úrtakið koma aukist frá árinu 1976 urn 77,3%. Sagði Gunnar að þarna væri stuðst við skattframtöl og athugun hefði sýnt að þau væru stórlega gölluð og hann sagðist vilja skora á bændur að reka af sér það óorð, sem á þeim lægi fyrir óvönduð skattframtöl. Þeir ættu sjálfir mikið undir því að taka mætti mark á þeim og þeir, sem að hagsmunamálum þeirra vinna, verða að geta treyst því, sagði Gunnar að þeir séu með réttar upplýsingar í höndunum, þegar um úrtak skattskýrslna er að ræða. Forsendan er að árangur náist í baráttu við verðbólguna Að síðustu vék Gunnar að þeirri spurningu hvað væri framundan og sagði: „Erfitt er að spá um framtíðina. Ýmislegt er þó ljóst. íslenskur landbúnaður býr yfir möguleikum til mikillar framleiðsluaukningar með aukinni og bættri ræktun og aukinni tækni, þó svo að fólki við bústörf fækki nokkuð. Hitt er líka ljóst að innlendi markaðurinn tekur ekki við miklu viðbótar- magni búvara, þó svo að verð varanna verði lækkað nokkuð með niðurgreiðslum. Þó er víst að sala sumra vöruflokka svo sem smjörs- ins, er mjög undir verðlalaginu komin. Því ber að fagna því, ef reynist fært að auka niðurgreiðsl- ur. En það má ekki vera stundar- fyrirbæri, það verður að koma niðurgreiðslunum í það horf að þær verði ákveðið hlutfall af heildarverðinu hverju sinni, þá fyrst fá þær verulegt gildi fyrir landbúnaðinn. Þess er vænst að ný ríkisstjórn taki á helstu vandamálum land- búnaðarins í samráði við félags- samtök bænda. Reynt verði að komast út úr þeim tímabundna vanda sem nú er í sölumálum með því að stöðva framleiðsluaukningu um sinn í hefðbundnu búgreinun- um og með leit að nýjum og betri mörkuðum, sem nú er unnið að ,verði hluti vandans leystur. Markmiðið hlýtur að vera að halda öllu landinu í byggð, en til þess að svo geti orðið er þörf á að skapa fleiri atvinnutækifæri í sveitunum og leysa félagsleg vandamál svo sem að koma á afleysingaþjónustu við bændur og konur þeirra. Nú hafa bændur fengið gott heyskaparsumar um meginhluta landsins og hafa yfirleitt úrvals hey. Því er ástæða til að draga úr notkun erlends fóðurbætis og sjá hvort ekki er unnt að ná aukinni hagkvæmni í búrekstrinum með því móti. Notkun íslensks fóðurs ætti að vera eitt af meginmark- miðum íslenskrar landbúnaðar- stefnu á næstu árum. Við skulum vona að takast megi að draga úr verðbólgunni, sem hefur verið hinn illi andi fyrir þróun landbúnaðarins eins og reyndar annarra atvinnuvega þjóðarinnar. Um leið og úr verðbólgunni dregur ætti að verða auðveldara að leysa rekstrarfjár- vanda atvinnuveganna og sölu- fyrirtækja þeirra. Heill og framtíðarmöguleikar þeirra eru að verulegu leyti undir því komnir að árangur náist í baráttunni við verðbólguna. Ég veit að ekki stendur á bændum að taka þátt í þeirri baráttu," sagði Gunnar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.