Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 37 Við útreikninga vaxtarhraða er gengið út frá því til einföldunar að beint samband sé á milli vaxtar og hita þannig að vöxtur sé enginn við 0°C en 0.75% —1.5% á dag við 12°C eftir þunga fisksins, og síðan hlutfallslega milli 0° og 12°. Prósentugildin eru 1.5% fyrir fisk innan við 500 grömm, 1.25% fyrir fisk 500—750 grömm, 1.0% fyrir fisk 750—1500 grömm og 0.75% fyrir fisk þyngri en 1500 grömm. Ég reikna allstaðar með að fiskurinn sé 50 grömm við upphaf eldis og miða síðan við að eldi ljúki, þegar fiskurinn hefur náð 3500 gramma þyngd. Laxinn verður varla markaðsvara fyrr en hann hefur náð 2500 gramma þyngd, en eftir að þeim þunga er náð, er hann fljótur að bæta við sig hverju kílói og 3500 gramma þungur lax er sæmilega góð söluvara. En snúum okkur nú að línurit- unum yfir vöxt laxins. Á mynd 1. er augljóst að línuritin skiptast í 3 hópa. í fyi-sta hópnum eru línurit fyrir Vestmannaeyjar, Sædýra- safnið í Vestmannaeyjum, Grinda- vík og Reykjavík. í öðrum hópnum eru línurit Stykkishólms, Suður- eyrar, Kjörvogs, Grímseyjar,' Raufarhafnar, Papeyjar og Teig- arhorns. í þriðja hópnum er Fagridalur í Vqpnafirði einn. I fyrsta hópnum eru stöðvar við Suðurströndina og Faxaflóa auk Sædýrasafnsins í Vestmannaeyj- um. Vöxtur fisks á þessum stöðum er ör og 3500 gramma þungi næst á öðru ári. Af þessum línuritum er greinilegt að vaxtarskilyrði fyrir eldislax eru væntanlega mjög góð við Suðurströndina og á Faxaflóa og fyllilega sambærileg við bestu skilyrði í Noregi. Vandamálið er, að mjög erfitt verður að koma flotkvíum fyrir á óllu þessu svæðim nema þá helst að hægt 700 600 500 400 Grömm 300 200 100 u.5<S44<e/>ozo3 væri að finna einhverja staði á Faxaflóa. Ef við ætlum að nota okkur hlýja sjóinn við Suður- ströndina til laxeldis, erum við neyddir til að fara aðrar leiðir en Norðmenn hafa farið. Til greina kemur t.d. dæling í ker á landi. Norðmenn hættu við þá aðferð fljótlega eins og ég gat um áður. Dæling er dýr og fyrirhafnarsöm og ástæðulaust var fyrir Norð- menn að þróa þá tækni og nota hana, þar sem skilyrði fyrir kvíareldi eru sérlega góð hjá þeim. Viðbrögð Norðmanna sýna alls ekki endilega að eldi með dælingu gæti ekki borgað sig. Eldi h/f í Grindavík fyrirhugar t.d. að nota eingöngu sjó, sem verður dælt úr borholum. Kostnaðarútreikningar hafa sýnt að dælikostnaðurinn er vel innan viðráðanlegra marka. Víða við Suðurströndina væri vel hægt að hugsa sér að koma mætti við vindaflstöðvum til dælingar með rafmagn sem varaafl. Ekki er ósennilegt að hægt væri að finna aðrar aðferðir til laxeldis við Suðurströndina en fastar kvíar eða dælingu t.d. búr sem yrði sökkt eða færanlegar flotkvíar, sem hægt væri að fara með í var eða verja áföllum í stórviðrum með hjálp skipa. Hitastig og þar af leiðandi vöxtur lax er ekki eins hagstætt á Faxaflóa eins og við Suðurströnd- ina en þó má vænta þar mjög góðs árangurs og sláturhæfs fisks á öðru ári. Það sem Flóinn hefur fram yfir Suðurströndina er, að þar er von til þess að finna eitthvert skjól fyrir flotkvíar. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru margir staðir, sem vel mætti hugsa sér að hafa flotkvíar, en saurgerlamengun gerir þetta svæði víðast óhæft til eldis sem er jú matvælaframleiðsla. Hvalfjörð- ur, Borgarfjörður og álarnir út af Mýrum koma einnig til greina. I öðrum hópi línurita eru allar stöðvar frá Snæfellsnesi norður fyrir land að Stokksnesi að undan- tekinni stöðinni Fagradal á Vopnafirði. Útreikningarnir sýna, að á óllum þessum stöðvum ætti að vera hægt að ná 3500 gramma þunga á þriðja ári. Mér finnst merkilegast hvað lítill munur er á öllum þessum 7 stöðvum, en það sýnir að vænta má áþekks árang- urs á öllu svæðinu frá Snæfells- nesi að Stokksnesi. Fáskrúðsfjörð- ur er hluti af þessu svæði og ég álít að hinn jákvæði árangur sem fékkst af tilrauninni þar sýni: í fyrsta lagi, að þessir útreikningar yfir vaxtarhraða séu ekki svo fjarri lagi og auk þess sanni tilraunin, að á óllu svæðinu frá Snæfellsnesi að Stokksnesi, sé hægt að stunda laxeldi í sjó með bærilegum árangri. Á þessum línuritum vil ég sérstaklega benda á, að þar kemur skýrt fram, að meginorsök þess hvað eldistíminn er langur (á þriðja ár samanborið við á annað ár fyrir sunnan land) er lágt hitastig að vetrinum sem hægir vöxtinn mjóg mikið. Allar úrbætur sem miðuðu að því að hækka hitann að vetrinum, myndu því fyrst og fremst virka til styttingar eldistímans. Á töflu 2. sést, að í desember á fyrsta eldisári er laxinn á Stykkishólmi 425 grömm, en á öllum öðrum stöðvum norðan og austan milli 300 og 400 grömm. Það skiptir auðvitað miklu máli, hvað fiskur- inn er stór þegar hlýnar að vori annars eldisárs upp á vöxtinn yfir sumarið. 1000 laxar 400 gramma þurfa ekki nema hámark 40 teningsmetra vatnsrými. Það er því ekkert stórfyrirtæki að taka laxinn eftir fyrsta sumareldið í ker á landi, ef möguleiki er á einhverjum ódýrum varma til upphitunar eldisvatnsins yfir köldustu mánuðina. Annar mögu- leiki er að byrja eldi með stærra seiði, en ég reikna með. Ég álít að mjög sennilega væri hægt að ná sláturhæfum fiski á öðru ári á þessu svæði með ýmsum svona aðgerðum. Frá Stykkishólmi að Teigarhorni er allsstaðar hætta á því að hitastig yfirborðsins fari niður fyrir frostmark í jan- úar—mars og einstaka sinnum í apríl. Við það skapast vandamál en eins og ég gat um áður hafa Norðmenn þegar nokkra reynslu í að fást við þann vanda og auk þess verður eflaust hægt að grípa til ýmissa staðbundinna ráða gegn þeim vanda. í þriðja hópnum er aðeins ein stöð Fagridalur á Vopnafirði. Ég held að þessi stöð sýni ekki rétta mynd af hitastiginu á Vopnafirði heldur sé stöðin kæld af ferskvatni frá ánum í Vopnafirði. Ég tilfærði þessa stöð til þess að sýna hvað gerist ef hitastig 7 stöðvanna N- og A-lands lækkar t.d. í 1 til 2 ár. I þessu tilfelli gerist ekki annað en það, að 3500 gramma þungi fisksins næst ekki fyrr en á fjórða ári. Reynslan í Noregi sýnir að eldi er framkvæmanlegt við þó nokkuð lágt hitastig, en það tekur þá langan tíma. Áður en ég lýk þessu ætla ég að víkja nokkrum orðum að rekstrar- hlið kvíareldis. Ég reikna dæmið út fyrir 10.000 seiði í eldi. Reikna má með að kví 15 metrar að þvermáli kosti: Tvö 5" plaströr 320.000 og annað 130.000 samtals 450.000, eitt 8" plaströr 350.000 og annað 150.000 samtals 500.000,12" plaströr 700.000 og annað 150.000 samtals 850.000. I eina kví af þessari stærð þarf um 95 metra af plaströrum en þau eru lang dýrasti hluti hennar. í einni kví rúmast: 10.000 allt að 400 gramma fiskar, 5000 400—800 gramma fiskar, 2.500 800-1600 gramma fiskar, 1250 1600-3500 gramma fiskar og 1000 4000 gramma fiskar. Þetta þýðir að fyrir 10.000 fiska í þriggja ára eldi þarf: 1 kví fyrsta árið, 5 kvíar annað árið og 10 kvíar þriðja árið auk t.d. 4 kvía til vara. I stöðugu eldi 10.000 fiska þarf því 20 kvíar. Kvíarnar kosta því allar 9.000.000, 10.000.000 eða 17.000.000. Auk þess þarf til eldis fasta bryggju, flotabryggju eða bát og aðstöðu í landi. Líkast til myndi það kosta svipað og aliar kvíarnar. Reksturskostnaður er aðallega við laun, seiði og fóður. Laun eins manns og 10.000 seiði kosta eflaust svipað 3—5.000.000 á ári. Fóður- dæmið er auðveldast að reikna út með því að áætla að til framleiðslu eins kílós af laxi þurfi 10 kíló af fóðri, það er nokkuð hátt reiknað, en er þó raunhæft til að byrja með þar sem það nær þá yfir rýrnun og það sem ekki nýtist við gjöf. Til að fá 10.000 3.5 kííóa laxa þarf því 350 tonn af fóðri. Með kostnaði má reikna með að fóðurkílóið kosti minnst 20 krónur. Fóðurkostnaður á ári er því vægt reiknað 7.000.000. Erfitt er að gera sér grein fyrir söluverði á laxi en 1000—15000 kr. er sjálfsagt hægt að reikna með. Mér er tjáð að besta útkoman í Noregi sé hjá þeim fyrirtækjum sem hafa reykofna og reykja laxinn sjálf. Norskur kunningi minn sagði mér í fyrra, að hann hefði tekið eftir því að þeim stöðvum þar sem reglusemi og snyrtimennska væri ríkjandi, væri útkoman best. E.F. Utsala Bútasala Utsala Gluggatjaldaefni frá 690- áöur 1200- Stórisefni frá 400- áöur 700- Baöhandklæöi kr. 1400- áöur.2200.- Handklæöi kr. 550- áöur 875- - Baömullarefni í kjóla og pils kr. 700- áöur 1.190.-. Rifflaö Flauel frá kr. 500.- áöur 1.1)56.- Margar geröir af buxnaefnum ásmt mörgu fleiru. Komið og gerið góð kaup Stórkostlegt úrval 0m1gl'gtÍM9tt&ií*Í€0 sf r m Iðnaðarhusinu simi 22235.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.