Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Bifreið þremenninKanna eftir veltuna á 12. timanum í gærkvöldi. Ljósmynd Mbl. Emilía. 40 þús. nem- endur á grunn- skólastigi Þrír sluppu ómeidd- ALLS munu 42037 börn ’ og unglingar stunda nám á forskóla og grunnskólastigi í 1.—9. bekk í skólum landsins f vetur. en þar er um nokkra fækkun að ræða frá því í fyrra og reyndar hefur þróunin verið sú í nokkur ár. Hins vegar er nú að vaxa úr grasi kynslóð sem snýr þessari þróun við í starfi skólanna og mun auka hlutfallið á ný. I Grunhskólum Reykjavíkur eru 12134 nemendur en með börnum í forskóla eru nemendur alls 13319. í Reykjanesumdæmi eru alls 10179 nemendur, 2883 á Vesturlandi, 1848 á Vestfjörðum, 2012 á Norðurlandi vestra, 5073 á Norðurlandi eystra, 2506 á Austurlandi, 3835 á Suðurlandi og í einkaskólum eru 832 nemendur. ir úr gjörónýtum bíl FÍATBIFREIÐ, sem var ekið með oísahraða eftir Norðurfelli í Breiðholti í gærkvöldi, endastakkst og valt nokkrar veltur eftir að ökumaðurinn missti stjórn á henni. Gjöreyðilagðist bíllinn eins og sést á myndinni, en þrír ungir menn sem í honum voru, sluppu ómeiddir. Tveir þeirra voru meðvitundar- lausir þegar lögreglan og sjúkra- bílar komu á vettvang en þegar komið var með þá á Slysadeild Borgarspítalans fóru þeir að rakna úr vímunni, því allir munu piltarn- ir hafa verið ölvaðir í bílnum. Bíllinn stöðvaðist langt utan vegar, en skór piltanna og fleira úr bílnum dreifðist á tugi metra. Einn piltanna var iátinn liggja á Slysadeildinni í nótt til þess að láta renna af honum. 15% gengisfelling álag á ferðag jaldeyri? BANKASTJÓRN Seðla banka íslands ákvað í gær, að höfðu samráði við bankaráð, 15% lækkun á gengi íslenzkrar krónu gagnvart Bandaríkjadoll* ar og mun gengi annarra gjaldmiðla breytast 1 sam* ræmi við það. Þessi lækkun þýðir 17,6% hækkun er- lends gjaldeyris og lætur nærri að hver dollar komi til með að kosta um 306 krónur, þegar gengis* skráning hefst á ný. í fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands, sem send var út í gær segir, að ríkisstjórnin hafi sam- þykkt gengisbreytinguna, enda sé hún í samræmi við samstarfssamning hennar. Með gengisbreytingunni sé stefnt að því að tryggja viðunandi rekstrarstöðu helztu greina útflutnings- atvinnuveganna, en mörg fyrirtæki hafi að undan- förnu hætt starfrækslu vegna erfiðrar afkomu. Nýtt gengi krónunnar verður skráð og gjaldeyris- viðskipti hafin, strax og sett hafa verið bráða- birgðalög um tollmeðferð, gengismunasjóðs o.fl. 1 Jóhanna Sigurðardóttir alþm.: Fengum ioforð tveggja framsóknar- manna og eins alþýðubandalagsmanns - fyrir því að efnahagsstefna Alþýðuflokksins yrði samþykkt „Fulltrúar okkar sögðu á flokksstjdrnarfundinum að þcir hefðu genjiið frá málinu við fulltrúa Framsóknarflokks og Alþýðubandalags og fengið loforð hjá tveimur framsóknar mönnum og einum alþýðu- bandalagsmanni um að þessi atriði yrðu bókuð sem sam- þykkt rikisstjórnarinnar á hennar fyrsta fundi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður Alþýðuflokks- ins í samtali við Mbl. í gær er Mbl. spurði hana um fyrirvara þann varðandi efnahagsmáiin, sem hún setti á flokksstjórnar- fundinum i sfðustu viku og Arni Gunnarsson, sem einnig hafði fyrirvara varðandi efna- hagsmálin talaði í samtali við Mbl. í gær líka um slíkt Ioforð. Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins sagði hins vegar í samtali, sem birtist í sunnudagsblaði Mbl., að alþýðuflokksmenn hefðu engin fyrirheit um það að efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar yrði „eitthvað sveigð að þeirra vilja“, þegar í ríkisstjórnina kæmi. Bæði Arni og Jóhanna lýstu furðu sinni á þessari yfirlýsingu Lúðvíks. Mbl. hafði í gær samband við Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra og Karl Steinar Guðna- son aiþingismann en þeir voru Árni Jóhanna Gunnarsson SiifurAardóttir í undirnefnd Alþýðuflokksins sem fjallaði um efnahagsmál í stjórnarmyndunarviðræðunum. Kjartan sem gerði grein fyrir efnahagsmálunum á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins, kvaðst ekki hafa „aðstöðu til að ræða þetta mál að sinni“ og Karl sagðist ekki vilja „gcra þetta að fjölmiðlamáli sem stendur". „Minn fyrirvari var á þá leið að sá efnahagspakki, sem þeir Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason höfðu lagt fram yrði viðurkenndur á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar sem stefna hennar í efnahagsmálum fyrir næsta ár“, sagði Jóhanna Sigurðardóttir í samtalinu við Mbl. í gær. „Frá þessum atriðum vannst ekki tími til að ganga í stjórnar- myndunarviðræðunum, en full- trúar okkar sögðu á flokks- stjórnarfundinum að þeir hefðu gengið frá málinu við fulltrúa framsóknarflokks og alþýðu- bandalags og fengið loforð hjá tveimur framsóknarmönnum og einum alþýðubandalagsmanni um að þessi atriði yrðu bókuð sem samþykkt ríkisstjórnarinn- ar á hennar fyrsta fundi. Annars sagði ég á flokks- stjórnarfundinum að þessi væri minn fyrirvari varðandi efna- hagsmálin, en ef meirihlutinn samþykkti að fara í ríkisstjórn þá myndi ég styðja hana en samt telja mig óbundnari", sagði Jóhanna. „Við kröfðumst þess að ákveðin atriði varðandi efna- hagsmálin yrðu sett inn í samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Þessi atriði voru borin undir fulltrúa framsókn- arflokks og alþýðubandalags í viðræðunefndinni og okkur var tjáð á flokksstjórnarfundinum að fengizt hefði loforð fyrir því að þessi atriði yrðu bókuð sem samþykkt ríkisstjórnarinnar á einum hennar fyrstu fundum. Fyrirvari minn var um þetta og aðeins á þessari forsendu get ég fellt mig við stjórnarsamstarf- ið“, sagði Árni Gunnarsson „Ég verð ekki stuðningsmaður efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar án þessarar endurskoðun- ar“, sagði Árni. Hann kvaðst leggja mest upp úr ákvæði um endurskoðun á vísitölunni fyrir 1. desember. „Ég tel að breyting- ar á vísitölunni sem síðan gætu leitt til þjóðhagsvísitölu séu algjör undirstaða þess að eitt- hvert vit verði í efnahagsstefn- unni á næsta ári“. I Lúðvtk Jósepsson formaður Alþýðubandalagains: Jþýðuflokkurinn hefur eng- jjn fyrirheit um breytingar á [efnahagsstefnu stjórnarmni _ÞAÐ ER alranjft ad Al- I ar veröur sú sama sem í I Alþýðubandalagið gengur til j þýöullokkmiii haíl verið | samfltarísyflrlýsingunnl I ^r»r stjórnar sem rík.satjórn-f lar með það afmarkaða verkefni að 1 Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, sem jafnframt er banka- málaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að búizt væri við því að bráðabirgðalög um ráðstöfun gengismunar verði til- búin í dag og kvað hann menn gera sér vonir um að gengisskráning gæti þá hafizt á miðvikudag. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu áður var gert ráð fyrir því í efnahagsráðstöfunum stjórnarflokkanna, að gjaldeyrir til ferðamanna yrði tvöfaldaður, en 20% álag sett á viðbótina. Svavar Gestsson kvað þessi mál öll i athugun og endanlega ákvörðun sagði hann ekki liggja fyrir enn. Hann kvað ýmis atriði þar til umræðu og kæmi þar m.a. einnig til greina að hafa allan ferða- mannagjaldeyri 10% hærri, en engin slík ákvörðun hefði verið tekin. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær voru mikil fundarhöld vegna tilhögunar gengismála í gær og var þar m.a. fjallað um ferðamannagjaldeyri. Hugsun alþýðubandalagsmanna á bak við 20% álag á helming tvöfalds gjaldeyrisskammts var að skattleggja sérstaklega umfram- eyðslu, en bankamenn töldu vand- kvæði mikil á slíkri tvöfaldri gengisskráningu, sem m.a. gerði afgreiðslu alla mun seinvirkari. Þá hefur verið rætt um ákveðna prósentu á umframgjaldeyri, en sala venjulegrar yfirfærslu fari fram á skráðu gengi eins og áður. Ef niðurstaðan yrði sú, að 20% yrðu á helming tvöfaldrar yfir- greiðslu yrði hækkun erlends gjaldeyris, sem félli innan þessa 20% álags 41,12%, en verði 10% reglan ofan á á allan ferðamanna- gjaldeyri yrði hækkun erlends gjaldeyris til ferðamanna 29,36%. Dollarinn myndi þá í fyrra tilfell- inu fara upp í 367 krónur, en í síðara tilfellinu rúmlega 336 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.