Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Eyjólfur Friðgeirsson, fiskifræðingur: Laxeldi í sjó Laxeldi í sjó er orðin þróuð atvinnugrein í Noregi. I nokkur hundruð laxeldisstöðvum eru nú framleidd þar 5—6000 tonn af laxi árlega. Stærstu laxeldisstöðvarnar í Noregi framleiða 3—400 tonn af laxi árlega, en það er meira en öll árleg laxveiði íslendinga bæði neta og stangarveiði. Sennilegast hafa laxveiðar í sjó bæði Norðmanna sjálfra og annarra verið mesti hvatinn að þróun laxeldisins. Laxveiðar í sjó leiddu í ljós að hér var um dýra og vel seljanlega vöru að ræða, en hvortveggja er fors- enda fyrir því að eldi borgi sig. Fyrst í stað notuðu Norðmenn við laxeldið bæði ýmiskonar flot- girðingar og flotkvíar, en einnig að ná söluhæfri stærð lax í S-Noregi með 18—20 mánaða eldi tekur sambærilegt eldi í N-Noregi 25—30 mánuði. Það er orðið augljóst að sjávareldi lax er vel framkvæmanlegt í Noröur Noregi, en rekstrargrundvóilur stöðva þar er annar og ekki eins góður og í Suður-Noregi vegna langs eldis- tíma. Góð fjárhagsútkoma á stöðv- um í N-Noregi byggist á hagræð- ingu og nýtni til að halda niðri kostnaði við reksturinn. Stofnun fiskeldisstöðva í Noregi er háð leyfi sjávarútvegsráðu- neytisins, sem þessi atvinnugrein heyrir undir, og fá færri leyfi en vilja. Að fengnu leyfi til stöðvar- stofnunar fæst ríflegur fjárhags- *mA~, \i}iA.- '?!*., ker og þrær á landi, sem sjó var dælt í. Notkun kerja og þróa á landi hefur lagst niður þar sem hún þykir of dýr og fyrirhafnar- mikil samanborið við flotkvíarnar. Ýmsar gerðir af flotkvíum voru reyndar í upphafi í Noregi t.d. allskonar tré- og járngrindur sem var haldið uppi með belgjum eða einhverju öðru floti. Það sem hefur reynst langt best og er mest notað í dag eru hringir úr plóströrum (samskonar og Reykja- lundar vatnsrör). Hringurinn sem er oftast 12.5—15 metrar í þver- mál er gerður ýmis úr tveim 4"—5" rörum eða einu 8"—12" röri. Plaströrin eru gjarnan fyllt með frauðplasti til að koma í veg fyrir að þau slökkvi þó að gat komi á þau. Um rörin eru festar flatjárns- baulur 6—8 mm x 75—100 mm og ná þær utan um rörið eða rórin og 80—90 sm upp fyrir þau. Þar ofan á er soðinn hringur úr 1"—2" galvaniseraðri pípu. Neðan á plaströrshringinn er síðan hengd- ur poki úr loðnu eða síldarnót og hann festur með vír eða einhverju svipuðu efni við baulurnar. Flestar eldisstöðvarnar eru sunnarlega í Noregi, þar sem hitastig sjávar er hagstæðast fyrir eldi, en mikið af stöðvum og þar á meðal sumar stærstu stöðvarnar eru dreifðar norður með allri ströndinni alveg norður á Finn- mörku. Upphaflega voru flestir lítið trúaðir á að hægt væri að stunda laxeldi norður undir Tromsö hvað þá norðar. Braut- ryðjendur eldis nyrst í Noregi kvarta t.d. yfir því að lítill styrkur hafi verið af sérfræðingum til að byrja með og að þeir hafi talið af og frá að þetta tækist og latt óspart framkvæmda. Mestu erfiðleikarnir nyrst í Noregi reyndust vera vetrarkuld- inn í sjónum. Fiskurinn hætti að éta og honum fór aftur, auk þess átti hann það til að ofkælast og drepast af kulda. Á síðustu árum hafa fundist ráð til að glíma við vetrarkuldann svo hann er ekki lengur eins alvarlegt vandamál og í upphafi. Eins og ég kem að síðar ræður hitastig sjávar mjög miklu um vaxtarhraða laxins. Mismunur á hitastigi í N- og S-Noregi veldur því t.d. að á sama tíma og hægt er stuðningur til uppbyggingar frá norska ríkinu. Eldisstöðvaeigendur í Noregi hafa styrkt verulega stöðu sína undanfarið t.d. með tímaritsút- gáfu og stofnun sölusamtaka. Aðalvandamál laxeldis í Noregi í dag er eldisseiðaskortur og sér ekki fyrir endann á því máli hjá þeim. Margir íslendingar hafa fylgst af áhuga með þróun laxeldis í Noregi undanfarin ár og velt því fyrir sér hvað hægt væri að gera á þessu sviði hér heima. Hluta af þeirri spurningu leitast ég við að svara hér á eftir. Ýmsar tilraunir til sjávareldis lax hafa verið gerðar hér og eru ennfremur í gangi. Veiðimála- stofnunin gerði fyrir nokkrum árum eldistilraun í sjávarlóni í Kollafirði. Þeirri tilraun sem var lítil í sniðum var ekki fylgt eftir og úr henni fékkst engin niður- staða mér vitanlega. Fiskifélag íslands hefur sýnt málinu nokkurn áhuga og ráði t.d. fyrir nokkrum árum til sín fiskifræðing Ingimar Jóhannsson til að gera tilraunir og vera mönnum til leiðbeiningar á sviði sjávareldis. Ingimar hefur gert tilraunir með flotkvíareldi bæði í Hvalfirði og Kirkjuvogi á Reykjanesi. Hann er núna að hjálpa Keldhverfingum að setja upp flotkvíar til tilraunaeldis í Lónunum í Axarfirði, og er einnig með kví á Kirkjuvogi. Engin endanleg niðurstaða hefur fengist í þessum tilraunum fram að þessu önnur en sú að bæði í Hvalfirði og Kirkjuvogi hefur laxinn vaxið bærilega vel, að sögn Ingimars. Tilraun með flotkví ér í gangi í Garðatjörn á Álftanesi. Eldi h.f. í Grindavík, sem reist hefur 3 steyptar tjarnir að Húsatóftum við Grindavík, hefur orðið að stöðva framkvæmdir og hefur enn ekki getað hafið raunverulegt eldi vegna rafmagnsleysis og skorts á lánafyrirgreiðslu. Eldi h.f. er nú með 20—25000 seiði í eldi og verða þau sennilegast seld i haust laxeldisstöðvum í Noregi. Framtíð þess fyrirtækis er mjög óljós fyrr en þangað fæst rafmagn og einhverjar lánveitingar. Lang merkilegasta og alvarleg- asta laxeldistilraun, sem gerð hefur verið hérlendis, er tilraun sem nýlega lauk í Fáskrúðsfirði. Tilraunin var gerð að norskri fyrirmynd og hófst 1975. Notaðar voru kvíar úr trégrindum svipuð- um og algengar voru fyrstu árin í Noregi. Fyrstu 3300 seiðin sem sleppt var í kvíar drápust vegna mistaka. Fáskrúðsfirðingar gáfust ekki upp, en keyptu strax aftur seiði og slepptu þeim í júní 1975. Tilraunin gekk ekki slysalaust sem von var m.a. tapaðist heill árgang- ur frá 1976 og mikið af stórum fiski, þegar kví brotnaði í stórviðri í vetur. Þessi tilraun er stórmerki- leg fyrir það, að með henni hefur verið sýnt fram á, að laxeldi er framkvæmanlegt við það hitastig, sem er á fjórðum austanlands og þar af leiðandi víðar umhverfis land eins og ég kem að síðar. Tilraunin er einnig merkileg fyrir það, að við hana hafa komið fram ýmis vandamál laxeldis í sjó hér við land og því safnast dýrmæt reynsla, sem kemur til góða í framtíðinni. Eftir því sem ég kemst næst, hefur vöxtur stærsta laxins í Fáskrúðsfirði verið svipað- ur því, sem ég hef reiknað út fyrir Raufarhöfn og Papey (sjá mynd 1 og töflu 2). Fiskurinn hefur verið í eldi á fjórða ár. Stærð stærsta fisksins var svipuð og jafngamals lax í N-Noregi. Ástæðan fyrir því að ekki náði allur fiskurinn fullri stærð var sú, að honum var ekki gefið nóg og nógu oft, meðan vaxtarskilyrðin voru best. Fá- skrúðsfirðingunum varð þetta ljóst undir lok tilraunarinnar. Með nógu stífri fóðrun hefði mestur hluti fisksins náð stærð stærsta fisksins. Fiskinum var slátrað í sumar m.a. vegna þess að hann var að verða kynþroska. Að meðaltali vóg laxinn 7 pund en þeir stærstu vógu um 11 pund. Fjárhagsleg reynsla tilraunar- innar á Fáskrúðsfirði er eins og í N-Noregi, en þar er ljóst, að svona langur eldistími krefst þess, að annaðhvort sé stöðin það stór, að I I J u £ SS Ilifí 3400 3200 Mynd 1. III II / 3000 III / 2800 1 / 2600 ///// / 2400 jy/m / 2200 >—~^//// / 2000 ^^^ /// 1 1800 1600 1400 1200 1000 800 600 400 200 1 <V 3. ár *— 'e *~ . o. *^ > <n " -5 -3 a « Jt o S 2-3-3<</>OZO í í i i 1 1 I 2 1 £ fi 3 ™ u. Z < Z 4 4 < V) O Z D 11ili i1i II 1 -> u. Z < 2 ~> -> < ,J) O Z C D s s. hún geti borið kostnað af útgerð báts og mannafla til fóðrunarinn- ar eða að stóðin sé minni og svo haganlega fyrirkomið að fóðrun sé fyrirhafnar- og kostnaðarlítil, kvíarnar séu t.d. í námunda við fiskvinnsluhús, sem á og rekur þær og/eða að kvíarnar séu við flotbryggju, sem hægt er að komast út á frá landi með fóður. Mér skilst að framtíð þessarar tilraunar sé óvís og er slæmt til þess að vita, ef henni yrði hætt við svo búið. Mér fyndist eðlilegt að sjávarútvegsráðuneytið tæki af skarið og hvetti og styrkti áfram- hald þessarar tilraunar og stuðlaði með því að þróun þessarar greinar sjávarútvegs hér á landi. - O — " Til kónnunar á möguleikum laxeldis í sjó hér við land hef ég reiknað út hugsanlegan vaxtar- hraða lax við hitastig nokkurra staða við landið. Á mynd 1. og tóflu 2. sýni ég niðurstöður þessara útreikninga á 12 stöðum við landið miðað við meðalhita hvers mánaðar á þessum stöðum. Ég hef valið að nota meðaltal yfirbofðshita sjávar árin 1931—1960 þar sem það er til, en það er við Vestmannaeyjar, Grindavík, Reykjavík, Stykkis- hólm, Suðureyri, Kjörvog, Raufar- höfn og Teigarhorn. Við Grímsey, Fagradal og Papey nota ég hita áranna 1931-1950. Hitinn er tekinn upp úr riti Veðurstofunnar „Veðráttunni". Hita sjávar í Sæ- dýrasafninu í Vestmannaeyjum mældi ég sjálfur á árunum 1974—1976 og var hann stöðugt sá sami 7.2°. Meðaltal hita 1931—1960 er valið vegna þess að frá 1965 og fram á áttugasta áratuginn voru flest árin kaldari en meðaltal 1931 -1960. Nokkur síðustu ár hafa svo aftur verið hlýrri. í „Veðráttunni" segir að hitastig 9 af 11 árum 1965—1975 hafi verið 0.4° til 2° undir meðalhita, en 2 árin svipuð meðalhita áranna 1931—1960. Meðalhiti hvers mánaðar, sem notaður er við útreikninga vaxtar- hraðans er tilfærður í töflu 1 og skýrir hún sig sjálf. Tafla 2 sýnir útreiknaðan þunga fisksins í hverjum mánuði. Á mynd 1 eru línurit yfir vöxt fisksins á hverjum stað. Línuritin eru samhljóða gildum töflu 2. Mynd 2 sýnir línurit af þyngdar- aukningu fisks í hverjum mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.