Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 15 Bankamenn uggandi vegna vaxandi sjátfvirkni MBL. HEFUR borist eftiríarandi fréttatilkynning frá þingi nor- rænna bankamanna, sem haldið var í Reykjavík dagana 28.8—1.9. sl. Þróun, sem stefnir að aukinni sjálfvirkni bankakerfisins, á sér nú stað um allan heim. Samkvæmt bandarískum könnunum, þá er hægt að gera um 80% eða meira, af allri bankastarfsemi, sjálfvirka, Einar Júlíusson: Vandamál landbún- aðarins Vandamál landbúnaðarins þekkja allir, offramleiðslan, of- beitin, vinnuþrælkunin, niður- greiðslurnar, umbæturnar, styrk- irnir, skattarnir o.s.frv., o.s.frv. Þarf ekki að gera þau vandamál að umræðu hér heldur má snúa sér beint að lausninni, þ.e. lausninni sem enginn vill. Því ekki að borga hverjum bónda sömu fjárupphæð, segjum krónur X, fyrir að vera bóndi og ákveðna fjárupphæð, segjum krón- ur Y fyrir hverja framleiðsluein- ingu, sem þeir selja og neytendur verða fyrir að greiða. Þá er bara eftir að finna X og Y, en það geta vísindamenn á rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins auðveldlega gert. Þeir eru þaulvanir að reikna út X og Y. En verður nú nokkur ánægður með slíka lausn? Að sjálfsögðu ekki. Landbúnaðarráðherra kemur vafalaust til með að sleppa sér alveg, ef hann fær ekki að ráða hvað er X og hvað er Y. Hann þarf jú að taka tillit til annarra en vísindamannanna, nefnilega kjós- endanna. Gamli vinnulúni, ókröfu- harði bóndinn sem treystir sér ekki lengur til að hafa nein húsdýr verður óánægður því að hann getur ef til vill rétt dregið fram lífið á X einu saman og ígrundar jafnvel að bregða búi og fara heldur á elliheimilið í Reykjavík. Ungi harðduglegi verksmiðjubónd- inn sem meðhöndlar skepnur eins og skepnur og gerir ekki kröfur nema til sín og sinna verður hundóánægður því að hann getur kannski ekki framleitt hverja einingu fyrir krónur Y og neyðist jafnvel til að fækka skepnum sínum eða fara á sjóinn. Bændur verða óánægðir með kaup annarra í landinu og hinir verða óánægðir með kjör bændanna. Já, vísindamönnunum verður ekki skotaskuld úr því að reikna út X og Y svo að öllum mislíki. Kannski er betra að láta pólitíkus- ana ráða og leysa vandamál landbúnaðarins svo að öllum líki, sérstaklega kjósendunum. Kannski er bara best að leggja niður Rannsóknarstofnun land- búnaðarins? Þetta hlýtur að vera vitlausa lausnin. ^^ ^O^ AUGLYSING ATEIK NISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 Þetta kom fram á þingi norrænna bankamanna (NBU), sem haldið var í Reykjavík dagana 28.8—1.9. Um 80 fulltrúar frá norrænu bankasamböndunum, með um 120.000 félagsmenn á bak við sig, ræddu þróun tæknimála og vinnu- umhverfi bankastarfsmanna á þessu þingi. Kosinn var nýr forseti, eftir Carl Platou frá norska samban- dinu, sem hafnaði endurkjöri, og fyrir valinu varð Birte Roll Holm, en hún er formaður danska bankamannasambandsins í Kaup- mannahöfn. Hún er 36 ára gömul og hún hefur unnið í banka síðan árið 1959, en hún varð formaður danska bankamannasambandsins árið 1975. — Tækniþróunin á sviði banka- mála hefur hingað til átt sér stað í samræmi við óskir atvinnurek- enda og tölvuframleiðenda, segir Birte Roll Holm. Samtök launþeg- anna hafa haft mjög takmörkuð áhrif á þessa þróun, ef nokkra. Til þess að ráða bót á þessum vandamálum, sem eru þessari þróun samfara, þá verða að nást samningar, sem tryggja starfs- fólkinu rétt til þátttöku í stjórn bankanna, meðákvörðunarréttur launþegum til handa. Þingið veitti stjórn norræna bankamannasambandsins umboð til þess að semja sér stefnuskrá, sem á að grundvallast á þeim umræðum, sem fóru fram á þinginu í Reykjavík. Birte Roll llolm. nýkjörinn for- seti Norræna bankamannasam- bandsins. Annað aðalmál þingsins var vinnuumhverfi og öryggismál. Sambandið lýsti yfir stuðningi sínum við kröfur finnskra og íslenskra bankamanna um vinnu- umhverfislöggjöf, sem þegar er til á hinum Norðurlöndunum. Þessi stuðningsyfirlýsing sambandsins byggir á þeirri staðreynd, að norræna ráðherranefndin hefur samþykkt drög að samnorrænni vinnuumhverfislöggjöf árið 1977. Eitt af mikilvægustu öryggis- máluni bankamanna er vernd gegn bankaræningjum. Fjöldi banka- rána fer stöðugt vaxandi í Svíþjóð og Danmörku. Árið 1977 voru framin meira en 150 banka- og póstrán í Svíþjóð. Þingið áleit það mikilvægt að koma á betri samvinnu á milli bankanna, lögreglunnar og laun- þegasamtaka bankamanna, bæði hvað varðar staðbundna samvinnu og einnig milli landa. Bankastarfs- menn verða að fá afgerandi ákvörðunarrétt varðandi skipu- lagningu öryggismála innan bank- anna. I ályktun þingsins er einnig talað um aukningu rannsóknar- starfa á sviði félagssálfræðilegs atvinnuumhverfis (psykosociala arbetsmiljöomradet). Þingið samþykkti einnig stefnu- skrá varðandi meðákvörðunarrétt, vinnutíma og öryggismál banka- manna. átjantonn íeinutaki Á hverjum þríðjudegi lyftir Boeing 727 sér af heimavelli, lendir í Kaupmannahöfn, losar og lestar frakt og er aftur hér heima fáeinum klukku- stundum síðar. Þannig flytjum við stórar fraktsendingar yfir hafið á nútímavísu. Allt að 18 tonn- um íeinu. Frá 1. október fara vélarnar tvær slíkar ferðir í viku, til Kaupmannahafnar. Er þetta ekki þjónusta sem hentar þér? flugfélag LOFTLEIDÍR ISLANDS Uítafrakt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.