Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 31 Réttardagar í 40 réttum HÉR fer á eftir skrá yfir réttardaga víða um land á næst- unni, en fyrstu sauðfjárréttir hefjast um næstu helgii september Auökúlurétt laugard. 16. Brekkurétt mánud. 11. Fellsendarétt mánud. 25. Fljótstungurétt mánud. 11. Gillastaðarétt mánud. 25. Gjábakkarétt mánud. 18. Hafravatnsrétt sunnud. 17. Hraunsrétt í Aðaldal miðvikud. 13. Hrunamannarétt " fimmtud. 14. Hrútatungurétt mánud. 11. Kaldárrétt sunnud. 17. Kjósarrétt þriðjud. 19. Klausturhólarétt miðvikud. 20. Kollafjarðarrétt þriðjud. 19. Landrétt (Rang.) föstud. 22. Laugarvatnsrétt þriðjud. 19. Miðfjarðarrétt mánud. 11. Mælifellsrétt miðvikud. 13. Oddsstaðarétt miðvikud. 13. Rauðsgilsrétt föstud. 15. Reynistaðarrétt mánud. 18. Silfrastaða- rétt (Skag.) mánud. 18. Skaftholtsrétt fimmtud. 14. Skeiðarétt föstud. 15. Skrapatungurétt sunnud. 17. Stafnsrétt fimmtud. 14. Svarthamarsrétt miðvikud. 20. Svignaskarðsrétt miðvikud. 13. Tjarnarrétt í Kelduhverfi þriðjud. 12. Tungnarétt miðvikud. 13. Undirfellsrétt laugard. 16. Valdarásrétt föstud. 15. Víðidals- tungurétt laugard. 16. Þverárrétt miðvikud. 13. Ölfusrétt föstud. 21. Skákeinvígið: Hvorugur yrti á hinn Goldstucker. Ræðir um stöðu rithöf- unda í Tékkóslóvakíu Baguio, Fillippseyjum 4. ágúst — Reuter HEIMSMEISTARINN í skák, Anatoly Karpov, og áskorandinn, Viktor Korchnoi, snæddu í dag saman kvöldverð, sem haldinn var til heiðurs forsetafrúnni Imelda Marcos, án þess þó að yrða nokkurn tíma hvor á annan. Þeir hlógu og gerðu að gamni sínu við aðra gesti og á stundum voru þeir í sama gestahópnum, en þá gættu þeir þess vandlega að beina ekki orðum sínum hvor til annars. Þegar að forsetafrúin sá sér ekki fært að mæta í kvöld- verðarboðið, varð að færa stóla þeirra Karpovs og Korchnois nær hvor öðrum og sátu þeir við borðið með aðeins gestgjafann, Justice Ramon Gaviola formann filípp- eyska skáksambandsins, á milli sín. Á laugardag var 18. skák þeirra tefld, en hún fór tvisvar í bið, áður en henni lauk á sunnudag með jafntefli. Korchnoi tefldi án dökku sólgleraugnanna sinna, en það varð að samkomulagi hjá þéim að sovézki dularsálfræðingurinn Vladimir Sukhar, yrði færður aftar í áhorfendasalinn, ef Korch- noi tæki gleraugun ofan. RITHÖFUNDASAMBAND ís- lands heldur fund með prófessor Goldstiick í hliðarsal Þjóðeik- hússkjallarans á morgun klukk- an 20.30. Hann var formaður Rithöfundasambands Tékkóslóvakíu árið 1968 og er nú landflótta prófessor í saman- burðarbókmenntum í Sussex á Englandi. Á fundinum mun Goldstíick segja frá reynslu sinni og annarra rithöfunda þá örlagaríku daga er Kreisky kallar Begin nýlenduvörukaupmann Vín, 4. september. Reuter. STJÓRNMÁLASAMBAND Austurríkis og Israel beið nokk- urn hnekki í dag, er dagblað í Austurríki hafði það eftir kanzlaranum Bruno Kreisky, að Menachem Begin, forsætisráð- herra ísraels, væri „pólitískur nýlenduvörukaupmaður, sem réði ríkjum í lögregluríki". Israelski sendiherrann, Yaacov Doron, gekk á fund utanríkisráð- herrans Willibald Pahr og endur- tók hörð mótmæli, sem ísraelska utanríkisráðuneytið lét frá sér fara í gær. En talsmaður sendi- ráðsins kvað það „algjöra dellu" að ísraelsstjórn ætlaði að slíta stjórnmálasambandi sínu við Austurríki. Talsmaður austurríska utan- ríkisráðuneytisins sagði að Pahr hefði sagt Doron þá skýringu Kreiskys, að orð þessi hefðu verið tekin úr samhengi við annað og þar að auki hefði ekki verið ætlazt til þess að þau yrðu birt. Enn róst- ur í Iran Teheran, 4 september — Reuter FJÓRIR menn létu lífið í átökum lögreglu og mótmælenda í borg- inni Ilam í Vestur-íran í dag og hafa þá 15 manns látið lífið á sfðustu fimm dögunum í óeirðum sem spunnizt hafa út frá mótmæl- um gegn stjórninni í íran. Tveir þeirra sem létust í dag voru lógreglumenn, en hinir mótmælendur. Ramada föstumánuði lauk í dag og var af þvi tilefni fjölmenni á götum úti í borgum íran við bænagjörð og hátíðahöld. Á einu torgi í Teheran komu nokkrar göngur saman og var talið að þar hefðu verið um '/2 milljón manns samankomin í dag. Fyrirfram var reiknað með því að óeirðaseggir færðu sér í nyt ástandið á lokadegi Ramada og létu til skarar skríða, og varaði lögregla því almenning við. Róstu- samt hefur verið að undanförnu í landinu og á laugardag voru fjórir Steig ofan í hver við ljósmyndun ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar náði í gær í svissneskan ferða- mann til Hveravalla, en maður- inn hafði stigið ofan í heitan hver og brennzt á fæti. Maðurinn var að ljósmynda og gekk aftur á bak með fyrrgreindum afleiðingum. Hann brenndist aðeins upp fyrir b'kla. bankar og barnaskóli brenndir til grunna í Teheran. Þessi síðustu læti stóðu fram á sunnudagsmorgun og varð lögregl- an að nota táragas til að dreifa mannfjöldanum sem æpti ókvæð- isorð að stjórnvöldum. Til róstu- samra mótmæla kom einnig á laugardag í ýmsum borgum og bæjum landsins og opinberar eignir og einkaeignir skemmdar. Mótmælin beinast fyrst og fremst gegn stjórnvöldum og fara mót- mælendur fram á meira frelsi og að trúarbókstafurinn verði virtur. Formanna- ráðstefna BSRB: Lýst ábyrgð á hendur þeim sem magna verðbólgu Á formannaráðstefnu BSRB í fyrradag var sérstök ályktun samþykkt vegna verðlagningar á innfluttri vöru og er ályktunin svohljóðandi: „Formannaráð- stefna BSRB lýsir ábyrgð á hendur þeim, sem hafa magnað verðbólgu í landinu með þeirri tilhögun á verðlagningu innfluttrar vöru, sem verðlagsstjóri hefur upplýst eftir rannsókn erlendis." ^&SSí Varsjárbandalagið réðst inn í Tékkóslóvakíu og hvernig staða rithöfunda í landinu er nú. Þá mun hann svara spurningum fundar- manna. Ópíumtöfl- um stolið Siglufirði, 2. september. BROTIZT var um borð í loðnubát- inn Gjafar frá Vestmannaeyjum, sem liggur í Siglufjarðarhöfn í nótt. Lyfjakista bátsins var brotin upp og margskonar lyfjum stolið, þar á meðal ópíumtöflum. Þjófun- um yfirsást hinsvegar stórir skammtar af morfíni. Skipsverjar á Gjafari höfðu brugðið sér á dansleik inn í Fljót og þegar þeir komu aftur, hafði verið brotizt um borð. — mj. Spánn og EBE ræða fiskveiði Brtissel, 4. september — AP SPÆNSKI sendiherrann Rai- mundo Hassols ræddi í dag við stjórnarnefnd Efnahagsbanda- lagsins um dagskrá viðræðna EBE og Spánar um fiskveiðimál er væntanlega hef jast á morgun. Samskipti Spánar og EBE hafa verið stirð á sviði fiskveiði og tilgangur viðræðnanna er gerð varanlegs samnings um fiskveiðar. Undirbúningsviðræður um tæknileg atriði hefjast á morgun og gert er ráð fyrir ráðherrafundi 14. september. Um 130 spænsk skip veiða á miðum EBE sam- kvæmt sérstökum heimildum. EBE kveðst vænta verulegra tilslakana frá Spánverjum í við- ræðunum. Spænska stjórnin skipaði fiski- mönnum sínum að veiða ekki á miðum EBE 22. ágúst og óttaðist háar sektir bandalagsins. —;---------» » » Hjón féllu í gjótu við Eldvatn HJÓN, sem voru á göngu við Eldvatn s.l. sunnudag, urðu fyrir því slysi að falla ofan í gjótu sem var tveggja metra djúp. Slösuðust þau allmikið. þrjú rif brotnuðu í manninum og hann marðist illa og kona hans handleggsbrotnaði og tognaði á hálsi. Er ástæða til þess að vara fólk við umhverfinu á þessu svæði því mikið af gjótum leynist í hrauninu þannig að fólk þarf að gæta ýtrustu varúðar á göngu um svæðið. Rétt spor í rétta átt, sporin íTorgiðt Mynd 1 Stæröir 28—34 35—40 41—46 Verö 6.500.- 7.900.- 8.900.- Póstsendum um land allt. Mynd 2 28—34 35—41 42—46 7.600-8.900-9.900- Mynd 3 35—46 12.900- Mynd 4 41—46 12.750- Austurstræti 10 sími: 27211 \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.