Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 „Hvetur starfsmann með f jölskyldu á göt- unni að sýna stillingu" Jón Baldvin Hannibalsson skólameistari um um mæli Birgis Thorlacius I TILEFNI aí viðtali Morgun- blaðsins við ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins, Birgi Thorlacius, s.l. sunnudag hafði blaðið samband við Jón Baldvin Hannibalsson skóla- meistara á ísafirði og innti álits hans á ummælum Birgis. Jón Baldvin sagðii „Mér finnst það satt að segja vafa- söm smekkvísi hjá ráðuneytis- stjóranum að nota tækifærið í fjölmiðlum til þess að hvetja starfsmann sinn, sem stendur á götunni með fjölskyldu og búslóð, til þess „að taka málinu með stillingu". Það má til sanns vegar færa að ráðuneytið hafi tekið málinu með óhaggan- legri stillingu tæpt hálft ár. Það er hins vegar ekki á götunni. Það á sitt Vfðishús. Ráðuneytisstjórinn segir að ráðuneytið sé enn að vinna að málinu, en það er því miður eftir dúk og disk og of seint um að fást eftir að það er opinber- lega búið að verða sér til skantmar. Ráðuneytisstjórinn segist vera þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að leysa svona stórmál með skjótum hætti — til þess þurfi bæði samþykki yfirráðu- neytisins (fjármála) og fjárveit- ingu. Það er satt að segja hlálegt að svona smámál þurfi að velkjast fyrir ráðuneytum mánuðum saman. Málið snýst nefnilega alls ekki um annálaða erf iðleika menntamálaráðuneytis við að afla fjárveitinga. Það er ekkert nýtt að menntamálaráðuneytinu verði lítt ágengt í sláttumennsk- unni. Þetta þekkjum við vel af eigin reynslu við þennan skóla sem hefur ekki fengið fjárveit- ingu til byggingarframkvæmda í þrjú ár á sama tíma og bróðurparturinn af bygginga- framlögum á menntaskólastigi hafa farið austur á firði. Þar skorti ráðherrann ekki skör- ungsskapinn. Það kemur mér því ekki á óvart að í bréfi ráðuneytisins um þetta mál, sem mér barst loksins í gærkvöldi, er mér .tilkynnt að fjárveitingarbeiðni vegna fjárlaga 1979 hafi líka verið hafnað. Ráðuneytið stend- ur því uppi í sömu sporum auralaust og ráðalaust. Þar af leiðandi mátti því ljóst vera fyrir Iöngu að það hlaut að leysa málið eftir öðrum leiðum, nefni- lega með því að leigja húsnæði. Jón Baldvin við búslóð sína ferðbúna. mSm Jón Baldvin Hannibalsson Til þess þarf það nefnilega ekkert samþykki fjármálaráðu- neytis og enga fjárveitingu, þar sem heimild til slíks er í fjárhagsáætlun skólans. Þess vegna voru engir stóralvarlegir erfiðleikar á að leysa málið með skjótum hætti, svo notað sé orðalag ráðuneytisstjórans, ef vilji var fyrir hendi. Annars er svarbréf fyrrver- andi hæstvirst menntamálaráð- herra, sem ég hef nú reyndar beðið eftir í 5 mánuði, með þeim hætti að það er virðingu þess mæta manns Vilhjálms Hjálm- arssonar ósamboðið, þar sem þar er bæði hallað réttu máli og hlaupizt undan ábyrgð. Úr því að þetta hvimleiða mál er á annað borð orðið að opinberu hneyksli mun ég biðja Morgun- blaðið að birta svar mitt til ráðuneytisins í heild. Það er ekki úr vegi að almenningur kynnist því hver er starfsað- staða þeirra manna sem gerast svo fífldjarfir að takast á hendur ábyrgðarstörf í þjónustu menntamálaráðuneytisins." Jón Hannesson, formaður launamálaráðs BHM: Biðtíminn er búinn — grípum til okkar ráða „ÉG VEIT ekki hverju Ragnar Arnalds hefur haldið fram á sínum kosn- ingafundum. Ég hef ekki elt hann um landið, en BHM bíður eftir því að sjá raunverulega hvað kemur ut úr þessu. Þessi lög eins og þau eru kynnt, a.m.k. það sem við fengum að fregna af þeim, eru öll ákaflega loðin um það, hve lengi þetta eigi að virka, hvórt þetta eigi að gilda til 1. desember og síðan taki við nýir samningar eða hvort þetta séu lög, sem eigi að gilda út samnings- tímabilið," sagði Jón Hannesson, formaður launamálaráðs BHM, er Morgunblaðið bar undir hann umsögn Ragnars Arnalds í Morgunblaðinu á sunnudag, þar sem hann sagði, að með 230 þúsund króna launaþakinu hafi hann aðeins verið að efna gefin kosningaloforð. „Það er ljóst," sagði Jón Hann- esson, „að þessi lög eru illskárri fyrir okkur en þau lög sem fyrir voru þó svo að þetta komi einhverjum okkar til góða. Hins vegar er rétt að benda á það að ef eitthvert réttlæti hefði ríkt, þá hefðum við átt að fá meira en aðrir einfaldlega vegna þess að kjaraskerðingarlög fyrri stjórnar komu verr niður á okkur en þeim, sem nú sleppa undir vísitöluþak- ið." Jón Hannesson sagði ennfrem- ur: „Ég hef fylgzt það náið með þessu að ég veit að það hefur hvorki verið almennur vilji fyrir þessari leið innan Alþýðusam- bandsins né Alþýðubandalagsins. Það er alveg út í hött og það samstarf, sem hófst 1. og 2. marz, var alltaf með því fororði að samningar alira ættu að fara í gildi. Að vísu mölduðu aðilar innan Verkamannasambands í móinn og vildu að þeirra samtök hefðu forgang. Mótmæltum við því ekki, þegar bráðabirgðalögin voru sett, en að því er okkur snertir, þá er þessi biðtími búinn. Menn bjuggust við því að þessi sameigin- lega staða launþegasamtakanna myndi nægja til þess að brjóta fyrri lög á bak aftur að fullu og síðan að úrslit kosninganna myndu líka duga. Hvorttveggja hefur brugðizt og þá verðum við einfaldlega að gripa til okkar ráða." Stefnir í met- sölu hjá Ing- ólfi Arnarsyni INGÓLFUR Arnarson skuttogari Bæjarútgerðar Reykjavíkur byrj- aði löndun í Huli í gær og landaði þá 80 lestum. Þessi afli seldist fyrir 46.268 þús. sterlingspund og er meðalverð á kíló kr. 340 miðað við hið nýja gengi. Alls er Ingólfur Arnarson með 210—215 lestir og ef þau 130 tonn, sem eru eftir f togaranum, seljast á jafnháu verði í dag og fékkst fyrir fiskinn í gær bendir ýmis- legt til þess að um metsölu verði að ræða. AUGLÝSINGASLMINN er 22480 jWoT0iinbInöií> © Málið þarf að meta í samvinnu við for- ráðamenn járnblendi- verksmiðjunnar — segir iðnaðarráðherra VEGNA ummæla Jóns Sigurðs- sonar forstjóra fsl. Járnblendi- félagsins í Morgunblaðinu f fyrradag, um að járnblendi- verksmiðjan gæti ekki staðizt sem rekstrareining ef aðeins annar ofn verksmiðjunnar yrði settur upp f bráð, hafði Morgunblaðið samband við Hjörleif Guttormsson iðnaðar- og orkuráðherra og spurði hvað hann vildi segja um þessi ummæli Jóns. Hjörleifur sagði, að þegar hann í sl. viku hefði rætt um járnblendiverksmiðjuna, þá hefði hann fyrst og fremst átt við að sem nýr ráðherra í nýrri ríkisstjórn teldi hann sér skylt, að fá yfirlit yfir stöðu þessara mála og kanná hvort æskilegt væri að gera einhverjar breyt- ingar í sambandi við fram- kvæmd verksins og rekstur verksmiðjunnar. „Ég hef ekki myndað mér neina skoðun um framkvæmda- hlið járnblendiverksmiðjunnar, en það sem kæmi til álita, ef eitthvað verður, er hvort ekki megi spara eitthvað fyrir ríkið, einnig hvort þetta mál getur ekki fallið að raforkuáætlun ríkisins, en þetta þarf allt að taka til mats og í samvinnu við forráðamenn fyrirtækisins," sagði iðnaðarráðherra. KARON skolinn Námskeiö fyrir allar konur sem vilja vera öruggar um útlit sitt og framkomu. Karon-skólinn leiöbeinir yöur um snyrtingu, líkamsburðí, fataval, hárgreiöslu, mataræöi og alla almenna framkomu. Mánudaginn 18. september hefjast almenn námskeið fyrir aldursflokkana: 16—24 ára og 25 ára og eldri. Innritun og upplýsinga í síma 38126 frá kl. 13—16 daglega Þessa viku. Hanna Frímannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.