Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Stórveldin tvö hrepptu 25 af 40 gullverðlaunum Roy Mitchell, Bretlandi 7.88 m Martti Vainio, Finnlandi 13.29,70 m Áke Fransson, Svíþjóo 7,65 m Nick Kose, Bretlandi 13.32,80 m Enn Sellik, Sovétr. 13.35.80 m SOVÉTRÍKIN og Austur-Þýzkaland voru í miklum sérflokki á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum, sem lauk á sunnudag. Þessar tvær þjóðir hrepptu 25 af þeim 40 gullpeningum, sem um var keppt. ítalinn Piero Mennea var sá eini á mótinu, sem náði í tvenn gullverðlaun og á þann hátt var hann maður mótsins. Óvænt úrslit urðu í mörgum greinum og ljóst er að ný kynslóð kemur til með að standa á efsta þrepi verðlaunapallsins á Olympíuleikunum í Moskvu eftir tvö ár. Valery Borzov, Brendan Foster, Grazyna Rabsytyn og Faina Melnik komu til ntótsins sem stórar stjörnur, en héldu heim- leiðis án þess að fá nokkur verðlaun. Fimm heimsmethafar og fjöldinn allur af meisturum frá síðustu Ólympíuleikum máttu láta í minni pokann á þessu Evrópumeistaramóti. Veðrið spil- aði inn í og margir lýstu því yfir að veðurguðirnir hefðu verið í aðalhlutverki á mótinu, en síð- asta vika mun hafa verið sú kaldasta í Prag í heila öld. Þrjú heimsmet voru sett á mótinu og í öll skiptin voru austur evrópskar stúlkur þar að verki. Bardauskine stökk 7.09 í langstökkinu, en hún hefur ein kvenna stokkið yfir 7 metra í greininni. í 400 metra hlaupi varð Marita Koch frá A-Þýzka- landi fyrst kvenna til að hlaupa undir 49 sekúndum, en hún vann úrslitahlaupið á 48.54. í 400 metra grindahlaupi sigraði Tatjana Zelencova á 54.89 og fimm stúlkur hlupu á betri tíma en gamia heimsmetið. Loks jafn- aði Simeoni heimsmet sitt í hástökki er hún stökk 2.01 m. AÐEINS EIN GULLVERÐLAUN TIL FRAKKA Frakkinn Jacques Rousseau tryggði þjóð sinni gullverðlaunin í langstökki á laugardaginn og voru það einu gullverðlaunin, sem Frakkar hlutu á Evrópumeistara- mótinu. Rousseau stökk fyrst 8.11 m., þá 8.15 og loks 8.18 í þriðja stökki; það dugði honum til sigurs og hann stökk ekki fleiri stökk. Evrópumethafinn Nenad Stekic frá Júgóslavíu varð annar með 8.12 m og enn mistókst honum að sigra í stórmóti. Hann á bezt 8.45 m. Jacques Rousseau, Frakklandi 8.18 m Nenad Stekic. JúKóslavíu 8,12 m Vladimar Cepelev. Sovétr. 8.01 m Gregorz Cybulski, Póllandi 7.% m Joachin Versehl. V-Þýzkalandi 7,89 m Valeri Podluzny, Sovétr. 7,89 ÍTALIR FENGU GULL í LANGHLAUPI í FYRSTA SKIPTI____________ Venanzio Ortiz, 23 ára gamall nemi í skógrækt, byrjaði fyrir nokkrum árum afskipti af íþrótt- um og ætlaði sér frama sem skíðagöngumaður. Fljótlega kom þó í ljós að kappinn hafði mikla hæfileika sem langhlaupari, hann skipti yfir og hefur örugglega ekki ástæðu til að sjá eftir því. Hann hreppti silfurverðlaun í 10 þúsund metra hlaupinu og á laugardaginn bætti hann við gullpeningi í 5 kílómetrunum. Ortiz kom sjálfum sér og 45 þúsund áhorfendum í Prag á óvart í hlaupinu er hann stakk sér á síðustu metrunum á milli forystusauðanna Ryffel frá Sviss og Fedotkin frá Sovétríkjun- um og náði fyrsta sætinu. Þetta yar í fyrsta skipti á Evrópumóti að ítala tekst að sigra í langhlaupi. Langhlaupin á þessu Evrópu- móti buðu upp á skemmtileg úrslit og mikla spennu. Stórar stjörnur eins og Bretarnir Foster og Coe fóru slyppir og snauðir frá keppn- inni, en nýjar stjörnur eins og Ortiz og Finninn Vainio skutu upp kollinum. Vainio, sem sigraði í 10 þúsund metra hlaupinu, varð sjötti í 5 km og þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir tókst honum ekki að komast fram úr aðalhópnum er komið var út úr síðustu beygjunni. 10 kílómetra hlaupið var mjög „taktískt" hlaup og þeir sem taldir voru eiga möguleika á verðlaunum héldu hópinn allan tímann, um leið og einhver spretti úr spori til að ná forystu fylgdi hópurinn á eftir og það var ekki fyrr en á síðustu metrunum að raknaði úr. Venazio Ortiz. ítalfu 13.28.50 m Markus Ryífel, Sviss 13.28,60 m Alexander Fedotkin, Sovétr. 13.28,60 m John Treacy, írlandi 13.28,80 m Iiie Floriou. Kúmeníu 13.29,30 m FRABÆR ENDASPRETTUR SKÓP NÝTT HEIMSMET Gífurlegur endasprettur rúss- nesku stúlkunnar Tatyönu Zelen- cova sneiddi nærri hálfa sekúndu af hennar eigin heimsmeti í 400 metra grindahlaupi. Zelencova fékk tímann 54,89 sek. og bætti tveggja vikna gamalt met sitt um 0.42 sek. Hollmann frá V-Þýzka- landi var einnig undir gamla heimsmetinu og hafði lengi vel forystu, en hún átti ekkert svar við stórkostlegum endaspretti hinnar 30 ára gömlu kraftmiklu stúlku. Sek. Tatyana Zelenvoca, Sovétr. 54,89 Silvia Hollmann. V-Þýzkal. 55,14 Karin Kossley, A-Þýzkal. 55,36 Brigitte Koehn, A-Þýzkal. 55,46 Krystine Kacoercsyk, Pollandi 55,55 Anita Weiss, A-Þýzkal. 55,63 Ingrid Barkane, Sovetr. 55,97 Genowefa, Blaszak. Póllandi 57,92 FJÓRIR SENTIMETRAR MILLI GULLS OG SILFURS • Austur Þjóðverjinn Udo Beyer er ekki árennilegur á þessari mynd, en hann sigraði eins og við var búist glæsilega í kúluvarpinu í Prag. Uri Sedykh bætti Evrópumeist- aratitli í sleggjukasti í saf n sitt, en hann sigraði einnig á Ólympíuleik- unum í Montreal fyrir tveimur árum. Hann átti tvö köst nákvæm- lega jafn löng, það fyrsta og það síðasta, 77,28 m. Steuk frá A-Þýzkalandi var aðeins 4 cm að baki honum en heimsmethafinn fyrrverandi, Riehm frá V-Þýzka- landi, náði aðeins þriðja sætinu að þessu sinni. Yuri Dedykh, Sovétr. 77,28 m Roland Steuk. A-Þýzkai. 77,24 m Karl-Hans Riehm, V-Þýzkal. 77,02 m Detlef Gerstenberg, V-Þýzkal. 76,71 m Manfred Hunlng, V-Þýzkal. 76,46 m Boris Zaihuk, Sovétr. 75.62 m Edorado Podberscek, ítalfu 73,02 m Gianopolo Urlando, ítalíu 72,62 m NAKVÆMLEGA SAMA RÖÐ ÞEGAR HLAUPIÐ VAR ENDURTEKIÐ Jóhanna Klier frá A-Þýzkalandi sigraði í 100 m grindahlaupi á laugardaginn, en endurtaka varð hlaupið, sem upphaflega fór fram á föstudaginn. Þá hafði pólski heimsmethafinn Rabsztyn verið dæmdur úr leik og ákveðið var að hlaupið skyldi fara fram á ný. Þá varð röð stúlkanna nákvæmlega sú sama og í fyrra skiptið. sek. 12,62 12,67 12,73 12,86 12,98 13,09 13,17 Jóhanna Klier, A-Þýzkal. Tatjana Animimova, Sovétr. Gudrun Berend, A-Þýzkal. Nina MorKiilina. Sovétr. Lucyana Langer, Pollandi, Annerose Fiedler, A-Þýzkal. Elzbieta Rabsztyn, Póllandi Rut Fuchs var hin sterka í spjótkastinu á EM í Prag. RÚSSNESKI „POPPARINN" NÁLÆGT HEIMSMETINU Úrslitin í hástökkskeppninni á laugardaginn voru meðal þess stórkostlegasta, sem áhorfendur urðu vitni að á EM í Prag. Fyrst var mikil barátta um gullverð- launin, en þegar Sovétmanninum Yaschenko hafði tekizt að fara yfir 2,30 m og tryggja sér gullið hófst ekki minni barátta. Sovétmaður- inn ungi, sem þykir einna helzt minna á vestrænan poppara í útliti, gerði heiðarlegar tilraunir við nýtt heimsmet, en þrívegis felldi hann rána naumlega í 2,35 metra hæð. Sjálfur á Yashenko heimsmetið 2,34. Áhorfendur fylgdust spenntir með þessum tilraunum og allt annað, sem var að gerast á vellinum féll í skuggann. Vladimar Yaschenko, Sovétr. 2.30 m Aleksander Grigoriev, Sovétr. 2,28 m Kolf Beilschmidt, AÞýzkal. 2,28 m Henry Lauterbach, A-Þýzkal. 2,26 m Carlo Trenhardt, V-Þýzkal. 2,21 m Jacek Wzola, Póllandi 2,21 m Andre Schneider, V-Þýzkal. 2,21 m Josef Hrahal. Tékkósl. 2,18 m SPANVERJAR FENGU GULL í FYRSTA ________SKIPTI Á EM________ Jorge Lopart gaf Spánverjum gullverðlaun á laugardaginn er hann sigraði í 50 kílómetra göngunni. Það er ekki á hverjum degi sem við segjum frá úrslitum í göngukeppni, en við gerum þó undantekningu að þessu sinni. Gullið hans Loparts var nefnilega fyrsta gullið sem Spánverjar hafa fengið á Evrópumeistaramóti í frjálsum íþróttum. Spánverjinn gekk mjög rösklega og náði forystu þegar 5 kílómetrar voru eftir. Eftir það varð honum ekki ógnað. Finninn Reuma Salonen reimaði ekki skó sína fyrir þessa keppni, hann var álitinn sigurstrangleg- astur en keppnisdaginn var hann með mikinn hita og gat ekki tekið þátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.