Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 200. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nýkjörinn páíi, Jóhannes Páll I, ræðir við Josef Luns, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins í Páfagarði. Jean Villot kardináli er til hægri. Sjá bls. 47. Diplómatar segja Sadat vænta þess að Frakkar beiti áhrifum sínum í Efnahagsbandalaginu til þess að styðja friðartilraunir sínar. Frakkar vilja heildarlausn með þátttöku allra deilu- aðila en ekki aðeins lausn á deilu Egypta og Israelsmanna. Þeir hafa oft lýst sig fúsa til að ábyrgjast með öðrum þjóðum lausn sem geri ísraels- mönnum kleift að búa á bak við traust landamæri og bindi enda á vandamál palestínskra flóttamanna. í New York fékk Begin sér gönguferð á Park Avenue og keypti nokkur Begin forsætisráðherra á gangi á Hernaðarráðunautur hans, Boran utanbæjarblöð þar sem blöð koma ekki út í New York vegna verkfalls. „Ég les alltaf The New York Times. Ég sakna þess í verkfallinu,“ sagði hann. Hann neitaði að ræða stjórnmál. í Jerúsalem var skýrt frá því að samtök sem kalla sig „Japanska verkamanna- og bændaflokkinn" hefðu hótað að ráðast á ísraelskan flugvöll til að spilla fyrir fundinum í Camp David ef Kozo Okamoto, sem einn komst lífs Park Avenue í New York í gær. hershöfðingi, er til vinstri. af þegar hryðjuverkamenn japanska rauða hersins réðust á Lod-flugvöll, yrði ekki Iátinn laus. Fréttir frá Líbanon herma að Sýrlendingar hafi eflt loftvarnir sínar í austurhluta landsins af ótta við árás af hálfu ísraelsmanna meðan á fundin- um stendur. Sjá bls. 46. Fjarlægðir af Rauða torginu Moskvu, 4. september. Reuter. SJÖ Bandarikjantenn efndu til afvopnunarmótmæla á Rauða torginu i dag og lögreglan tók fjóra þeirra í sína vörzlu ásamt þremur vestrænum fréttamönn- um og nokkrum erlendum skemmtiferðamönnum en sleppti þeim eftir stutta stund. Mótmælin skipulögðu samtök sem hafa bækistöð í New York og kallast Bandalag andstæðinga styrjalda (WRL). Þau áttu að fara fram á sama tíma og svipuð mótmæli við Hvíta húsið í Washington þar sem 11 voru handteknir. Mótmælafólkið í Moskvu hafði skýrt fréttamönnum fyrirfram frá fyrirætlunum sínum og breiddi út borða sem á stóð: „Sovétríkin og Bandaríkin — afvopnizt" á rúss- nesku á slaginu kl. 5. En lögreglan virtist eiga von á fólkinu. Nokkrir óeinkennisklædd- ir menn þrifu borðann af fólkinu en tveimur mótmælamönnum, sem voru sitt hvoru megin við torgið, tókst að fleygja flugmiðum þar sem skorað var á risaveldin að semja um meiriháttar af- vopnunarráðstafanir. Lögreglan veittist einnig að vestrænum fréttariturum og leiddi burtu bandarískan útvarpsfrétta- mann, vestur-þýzkan myndatöku- mann og annan bandarískan fréttamann. Lögreglan handtók einnig hóp brezkra og franskra ferðamanna sem áttu leið um torgið og hafði hirt nokkra flug- miða. Þremur mótmælamönnum var leyft að fara frá torginu eftir mótmælaaðgerðina. Leiðtogi mótmælafólksins, út- varpsmaðurinn Jerry Coffin, hringdi seinna í fréttamenn til að tilkynna að fólkið hefði verið látið laust og sagði að það hefði aðeins verið yfirheyrt á rússnesku sem það kynni ekki. Coffin hefur mikla reynslu af mótmælum og var undrandi á skjótum viðbrögðum lögreglunnar. Valery Giscard d’Estaing forseti tekur á mótUAnwar Sadat forseta í Elysee-höll. Sadat kom við í París á leið sinni til viðræðnanna í Camp David við Carter forseta og Begin forsætisráðherra. Glistrup fyrir rétti Kaupmannahöfn. 4. septembor. Reuter. SKATTSVIKAMÁL Mogens Glistrups leiðtoga Framfara- flokksins var tekið fyrir að nýju í dag og lögfræðingur hans sagði að Glistrup hygðist vísa málinu til Alþjóðamann- réttindanefndarinnar í New York og Strassborg. Borgardómstóllinn í Kaup- mannahöfn dæmdi Glistrup til að greiða sekt að upphæð 1.5 milljónir danskra króna fyrr í ár en ríkissaksóknarinn áfrýj- aði dómnum þar sem honum fannst hann of vægur. Carter er vantrúaður á árangur í Camp David Washington 4. september. Reuter AP CARTER forseti sagði í dag að það væri fjarlægur möguleiki að alger árangur næðist í viðræðum hans við Menachem Begin forsætisráðherra ísraeis og Anwar Sadat forseta Egyptalands er hefjast í Camp David en kvað enga ástæðu til að örvænta. Hann skoraði á Sadat og Begin að sýna samkomulagsvilja og sagði að sveigjanleiki væri undirstaða tilraun- anna til að finna friðsamlega lausn á deilumálunum í Miðausturlöndum. Hann kvað mikla uppörvun fólgna í „þeirri öruggu vissu að bæði Begin forsætisráðherra og Sadat forseti vildu raunverulega frið.“ „Þeir eru staðráðn- ir í að ná árangri og ég er það líka,“ sagði forsetinn. í París reyndi Sadat forseti í dag að tryggja sér stuðning Frakka fyrir fundinn í Camp David. Hann kom við í París á leið sinni til Bandaríkjanna og ræddi í nokkra klukkutíma við Valery Giscard d'Estaing forseta. Skæruliðar myrða tíu sem lifðu af flugslys Salisbury 4. sept. Rcuter. AP. SKÆRULIÐAR blökkumanna myrtu 10 manns sem komust lífs af þegar rhódesísk farþega- flugvél steyptist til jarðar á bardagasvaéði nálægt landa- mærum Zambíu f gær að því er tilkynnt var í Salisbury í dag. Skæruliðarnir skutu fólkið af örstuttu færi með rifflum af gerðinni Kalashnikov. Þrír lifðu af skothríðina og fimm aðrir sem komust lífs af í flugslysinu, voru farnir frá flakinu til að ná í hjálp. Flugvélin var af gerðinni Viscount frá flugfélagi Rhódesíu og fórst skömmu eftir flugtak. Flugvélin var að fara frá ferðamannabænum Kariba til Salisbury með 52 farþega, þar af 11 börn, og fjögurra manna áhöfn. Vélarbilun olli slysinu og að minnsta kost 18 komust lífs af. , Að minnsta kosti sex hinna myrtu voru konur. Yfirvöld segja að flugvélin hafi hrapað á svæði þar sem állt sé morandi af ljónum, hlébörðum og hryðju- verkamönnum. Skæruliðarnir rændu úr flugvélinni eftir morðin. Þau þrjú sem lifðu af skot- árásina eru karlmaður og hjón. Fjögurra ára gömul telpa var ein þeirra fimm sem fóru frá flakinu og björguðust. Þetta eru mestu fjöldamorð í skærustríði því sem hefur geis- að í Rhódesíu í sex ár síðan 13 brezkir trúboðar og börn þeirra voru myrt í trúboðsskóla í Austur-Rhódesíu 23. júní. Viscount- flugvélin hrapaði í Whamira-hæðum um 20 km suður af Karibavatni á landa- mærunum að Zambíu. Far- þegarnir voru að koma úr sumarleyfi og ætluðu til Salis- bury. Flestir þeirra voru frá Rhódesíu og Suður-Afríku en ein skozk hjón voru í flugvél- inni. Flugstjórinn sendi frá sér neyðarkall fimm mínútum eftir flugtak. „Hjálp ... við höfum misst báða vinstri hreyflana. Við hröpum." Flakið fannst ekki fyrr en 16 timum eftir slysið. Um 150 hermenn og hjálpar- sveitir fóru á vettvang. „Ég er hissa á því að það var ekki skotið á okkur i dag,“ sagði einn flugmannanna. Flóð ógna Nýju Delhi Kalkútta. 4. september. Reuter. ÓTTAZT er að mörg hundruð manns hafi farizt f miklum flóðum í Vest- urBengai og um 200.000 manns hafa verið flutt frá heimilum sinum umhverfis indversku höfuöborgina Nýju Delhi sem er í mikilli hættu. Tugir þorpa sópuðust burtu í flóðum um helgina og yfirráðherrann í Vest- ur-Bengal, Jyoti Basu segir að þetta séu einhverjar mestu náttúruhamfarir sem um geti í fylkinu og þó eru náttúru- hamfarir algengar þar. Hann kvað of snemmt að nefna tölu látinna en sagði að blaðafréttir um að 15.000 hafi farizt væru ekki réttar. Rúmlega tvær milljónir manna ! hrökkluðust frá heimilum sínum er vatn flæddi yfir 1.000 ferkílómetra svæði suður og vestur af fylkishöfuð- borginni Kalkútta og hundruð þúsunda eru ennþá einangraðir. Vatnið mældist i allt að þrír og hálfur metri. Tugum \ manna var bjargað í þyrlur af húsaþökum og trjákrónum og flugvélar ! vörpuðu vistum til þorpa sem i einangruðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.