Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 19 Frá þingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Utanríkismálanefndin undir forsætisráðherra: Leiðir af eðli málsins - segir Sighvatur Björgvinsson Kemur mér á óvart - segir Árni Gunnarsson 11. landsþing sveitarfélaga: „Auka ber vald sveitarfélaganna" - segir Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra ELLEFTA landsþing Sam~ inn kreppir að hjá íbúum sínum en bands íslenzkra SVeÍtarfé- ríkisvaldið. Auk þess leiðir þetta til valddreifingar og aukins lýð- ræðis í þjóðfélaginu og að því keppum við að sjálfsögðu öll. ríkis- laga stendur yfir í Reykja- vík um þessar mundir. Það hóf st í gær og mun standa í þrjá daga. Magnús H. Magnússon félagsmálaráð- herra flutti ávarp við setn- ingu þingsins og jafnframt Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar. Þá flutti formaður sambandsins, Páll Líndal, ræðu og jafn- framt flutti hann fram- söguræðu um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarf élaga. Þá flutti Sigurbjörn Þor- björnsson ríkisskattstjóri framsöguræðu um stað- greiðslu opinberra gjalda. í dag flytur formaður danskra sveitarfélaga erindi um nýskipan sveitarmála og einnig verða nefnd- arálit afgreidd í dag. í ræðu félagsmálaráðherra í gær sagði hann m.a.: „Mín skoðun er sú, að sum þeirra verkefna, sem ríkisvaldið hefur nú með höndum, eitt eða í samvinnu við sveitarfé- lögin, eigi að ganga til sveitarfé- laganna sjálfra eða samtaka þeirra og auðvitað þarf að sjá sveitarfélögunum fyrir tekjustofn- um í samræmi við það. Stjórnir sveitarfélaga vita í flestum tilfellum betur hvar skór- Verstu hindranir þessarar þró- unar er hinn mikli stærðar- og aðstöðumunur sveitafélaganna og hinn mikli munur á fjárhagslegri getu þeirra. Allt eru þetta sann- indi, sem ykkur öllum eru ljós og sem þið hafið ígrundað og haldið áfram að ígrunda. Um þessi mál segir svo í starfsyfirlýsingu núverandi stjórnar: „Haldið verði áfram athugun á verkefnaskiptingu ríkis og sveitar- félaga og fengin niðurstaða svo fljótt sem kostur er." Ég lofa ykkur fullri samvinnu í þessum efnum, sem öðrum. „Þótt ekki sé sérstaklega getið um það í starfsyfirlýsingu núver- andi ríkisstjórnar þá held ég að fullyrða megi, að allir aðilar stjórnarinnar séu sammála um að koma því kerfi á sem allra fyrst." Tómas Árnason biður um frí frá Framkvæmdastofnun TÓMAS Árnason fjármálaráð- herra hefur ritað stjórn Fram- kvæmdastofnúnar ríkisins bréf og farið þess á leit við hana, að fá leyfi frá störfum um óákveð- inn tíma, en Tómas hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra við Framkvæmdastofnun ríkisins frá árinu 1973. Þá hefur Morgunblaðið fregnað að Alþýðubandalagið hafi nú mik- inn áhuga á, að fá framkvæmda- stjóra við Framkvæmdastofnun og er helzt rætt um Guðmund Vigfússon í því sambandi, en hann gegndi störfum fram- kvæmdastjóra við stofnunina um hríð. Þá fregnaði Mbl. að Alþýðuflokkurinn ætti að fá stjórnarformann Framkvæmda- stofnunar. Ekki hefur tekizt að ná tali af Sverri Hermannssyni fram- kvæmdastjóra og spyrja hvort hann hugsi sér að gegna störfum framkvæmdastjóra áfram. NEFND sú sem ríkisstjórnin ætlar að skipa varðandi utan- ríkis- og öryggismál kom mjög við sögu á síðasta spretti stjórnarmyndunar. Tveir þmg- menn Alþýðuflokksins, Árni Gunnarsson og Jóhanna Sig- urðardóttir, settu það skilyrði fyrir samþykkt sinni á sam starfsyfirlýsingunni að formaður nefndarinnar yrði ekki alþýðubandalagsmaður. Mbl. snéri sér í gær til þeirra tveggja og einnig Eiðs Guðna- sonar og Sighvats Björgvins- sonar og spurði hvort það hefði komið þeim á óvart að nefndin félli undir forsætisráðherra. Svör þingmannanna fara hér á eftir. „Það leiðir af eðli málsins að þessi nefnd heyri undir for- sætisráðherra", sagði Sighvatur Björgvinsson. „Mér finnst hins vegar ekki koma til greina að formaður hennar verði úr Alþýðubanda- laginu." Mbl. spurði Sighvat hvort hann felldi sig við fram- sóknarmann í formannsstöðuna. „Já, ég treysti til dæmis frá- farandi utanríkisráðherra ágæt- lega til formennsku nefndarinn- ar," svaraði Sighvatur. „Það kemur mér á óvart að þessi utanríkismálanefnd heyri undir forsætisráðherra", sagði Árni Gunnarsson. „Ég stóð í þeirri trú að hún félli undir utanríkismálaráðuneytið eðli málsins samkvæmt." „Það er ljóst að nefnd, sem ríkisstjórnin skipar, heyrir að forminu til undir forsætisráð- herra", sagði Eiður Guðnason. „Hitt er svo aftur að mér finnst eðlilegra, að utanríkisráðherra hafi verulega hönd í bagga með því hver verður formaður þessarar nefndar. Ég er algjörlega andvígur því að formaðurinn verði frá Alþýðubandalaginu eins og minn fyrirvari sagði, en hins vegar tel ég það ekki frágangs- sök, þótt framsóknarmaður verði formaður þessarar nefndar". „Ég vildi að frá formennsku nefndarinnar yrði gengið áður en samstarfsyfirlýsingin yrði endanleg", sagði Jóhanna Sig- urðardóttir. „I sjálfu sér fellst ég á að þessi nefnd heyri undir for- sætisráðherra enda þótt mér hefði þótt eðlilegra að hún félli undir embætti utanríkisráð- herra. Ég setti þann fyrirvara að ég gæti ekki sætt mig við alþýðubandalagsmann sem formann nefndarinnar". Mbl. spurði Jóhönnu hvort hún sætti sig við að framsóknarmaður yrði formaður nefndarinnar: „Ég hugsa að ég gæti sætt mig við það", svaraði Jóhanna. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU GREIDSIAN1979 Sýnirl80hand- málaða hluti LISTAKONAN Auður Guð- mundsdóttir sýnir um þessar mundir 180 listaverk að Skóla- vbrðustíg 43. Uppistaðan í verk- um Auðar er handmálað gler og málaðir steinar og fjb'rugrjót. Einnig er hún með eitthvað af máluðum trébrettum. Þetta er í fyrsta sinn sem Auður heldur slíka sýningu en 1965 hélt hún sýningu á vatnslitamyndum. Sýningin verður opin alla daga til 10. september frá 14.00—22.00. Fatadeildirnar og tiskusýningamar á FÖT '78 Laugardalshöllinni eiga vafalaust eftir að koma öllum rækilega á óvart. Tískusýningamar hefjast kl. 18 og kl. 21 á virkum dögum, en um helgar hefjast þær kl. 15:30. Auk tískusýninga sýna félagar úr Hár- greiðslumeistarafélagi Islands nýjungar í greiðslu. FÖT 78 er opin daglega kl. 17—22, en kl. 14—22 um helgar. Aðgöngumiðar kosta kr. 700 (fullorðnir) og kr. 300 (börn). STÓRGLÆSILEG SÝNING 1—10. septemberl978. ÍSIENSK FÖT7B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.