Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 „Þau spyrja hvort ekki sé bráðumað komafrí hjámanniy, í kaffistofu starfsfólksins í Fiskvinnslustöð KEA í Hrísey varð allt í einu margt um manninn því það var komin pása. Klukkan var um tvö og kvenfólkið settist við borðin þar sem hver virtist eiga sitt ákveðria sæti. A borðun- um voru töskur með kaffibrúsum 0(í nestispökkum, kókflöskur, sæl- ítæti og vindlingar. Okunnug kona vakti litla athygli, en hver um sig hefur haft sitt að hugsa um því vinnudagurinn var hálfnaður og minnst sex tíma vinna eftir. Snæfellið, skuttogari Hríseyinga, var í viðgerð svo aflinn var ekki ’mikill þeása dagana og því ekki unnið til hálf ellefu á kvöldin eða um helgar. En nóg hlýtur það að vera samt að standa upp á endann og rýna í fiskinn í tíu tíma á dag og áður en haldið er heim er nauðsynlegt að þvo og þrífa fyrir morgundaginn. Þær voru ekkert áfjáðar í að tala við blm. en Áslaug Ólafsdóttir og Jóna Jóhannsdóttir tóku það þó í mál og við tókum tal saman. Eitt vakti athygli mína á meðan við röbbuð- um saman þarna í kaffistofunni eftir að allar hinar voru farnar að vinna. Verkstjórinn, ungur karl- maður, kom fjórum sinnum inn á tuttugu mínútum til þess að reka á eftir því að stúlkurnar færu að vinna. Það þótti mér undarlegt því eins og ég segi þá var enginn landburður af fiski sem vinna átti þennan daginn, því Snæfellið var í slipp. En kannski hefur hann aðeins borið þeirra hag fyrir brjósti því þarna er unnið eftir bónuskerfinu. Ég kunni ekki við að spyrja hann. Aslaug er Hríseyingur en Jóna frá Árskógssandi. Báðar eiga eitt barn og hafa í mörg ár unnið í fiski. Ég spurði þær fyrst hvort þær kysu frekar að vinna við annað en í í vegaframkvæmdir í Hrísey fara ekki stórar fjárhæðir. í salnum eru konurnar ... fyrstihúsi ef önnur atvinna byðist í eynni. „Mér finnst ágætt að vera hérna og mundi ekki leita eftir öðru nema það væri alveg eins mikið upp úr því að hafa. Vinnan erfið? Hún getur verið ósköp leiðinleg. Það liggur oft við að ég kvíði fyrir því að fara hingað niður eftir. Það er svo margt sem fylgir svona vinnu. Vöðvabólga, kuldi og annað og þess vegna er þetta erfitt." Þannig svaraði Ás- laug spurningunni. Jóna tók ekki í sama streng. „Ef unnið er samfellt í heila viku, segjum frá átta til hálfellefu, þá er maður alveg búinn að vera líkamlega og andlega. Ef annað byðist mér þá hugsaði ég ekki um launin. Þó þau væru ekki þau sömu, tæki ég samt annarri vinnu. Annars er ágætt að búa hér í Hrísey, en það er þetta með atvinnumöguleikana. Þeir eru eng- ir aðrir en fiskurinn. Ég er reyndar að hugleiða að fara til Reykjavíkur að minnsta kosti um tíma og reyna fyrir mér með atvinnu.“ Ég spurði þá um launin. „í síðustu viku var unnið frá 8—5 og voru launin um 46 þúsund krónur. Þetta fer náttúrlega eftir því hvað bónusinn er mikill, en einu sinni svo ég nefni nýlegt dæmi fór ég yfir 70 þúsund krónur á viku og þá með eftirvinnu og kannski vinnu á laugardegi," sagði Áslaug. Hvað með börnin þegar þið vinnið svona mikið? „Hér í Hrísey er mjög gott að vera með barn. Lítil umferð og litlar fjarlægðir. En það getur oft verið erfitt, þegar mamman er lítið heima. Þau verða voðalega örg á því og spyrja hyort ekki sé bráðum að koma frí hjá manni.“ Um þetta voru þær sammála. En báðar kváðust þær eiga góða að. Móðir Áslaugar passar fyrir hana, en Jóna hefur barnapíu. Hvernig eyðið þið frítímanum? „Hér er lítið um að vera um helgar,“ sagði Jóna og Áslaug bætti við: „Nú þá þvær maður þvott og þrífur til og reynir svo eftir beztu getu að slappa af því næsta vika á eftir ber mikla vinnu í skauti sér. Félagslífið? Það er bingó hálfs- mánaðarlega og spilakvöld í hverri viku. Og svo auðvitað böll af og til, bæði hér og uppi á landi“, sagði Áslaug. Aðspurð játti Jóna því, að hún hefði tekið þátt í leikstarfi hjá Kröflu, leikfélaginu, en hefði sjálf ekki verið á sviðinu. „Jú, ég hef haft mjög gaman af því.“ Þá spurði ég um jafnrétti kynjanna á vinnustað. Hvort eftirlitið væri kannski í strangara lagi? „Hér er engin kona t.d. verk- stjóri. — Það er líka einhvern veginn eins og það sé meira passað upp á okkur kvenfólkið t.d. með pásur. Það er meira fylgst með því þegar við förum frá en strákunum. Það má segja að strákarnir vinni oft meira en við t.d. þeir sem eru á tækjunum. Þeir eru oftar kallaðir út um helgar og á kvöldin," sagði Jóna. „Ég veit ekki fyrir hvað karlmennirnir eru t.d. ekki látnir „Ég vil ekki sjá ævisögu mína skrifaða” Spjallað við Guðrúnu Friðfinnsdóttur á Dalvík „Þegar ég fyrst tók til við saumaskap, var ég ákveðin í því að geta saumað brúðarfötin sjálf. Það var alltaf þannig að ef ég setti mér eitthvað takmark, þá vann ég að því öllum árum að ná því,“ sagði Guðrún Friðfinns- dóttir í byrjun samtals við blm. Guðrún er níutíu og tveggja ára gömul og annar elsti íbúinn á Dalvík. Hún er fíngerð og falleg gömul kona og af myndum af henni ungri sést að hún hefur verið einhver sú fallegasta kona sem Island hefur alið. Guðrún var í fjölda ára húsfreyja á Böggustöðum í Svarfaðardal. Hún er nú ekkja, en eiginmaður hennar var Loftur Baldvinsson og varð þeim hjónunum fjórtán barna auðið og eru tíu þeirra á lífi, en það elsta verður sjötíu ára í vetur. Á Böggustöðum var landbúnaður stundaður og jafn- framt útvegur. Menn sögðu mér það að í húsfreyjutíð Guðrúnar á bænum sem var einn sá reisulegasti í dalnum, hafi enginn sá sem sótti þau hjónin heim haldið svangur á braut. Aldrei voru þar færri í heimili en tuttugu manns. i Guðrún Friðfinnsdóttiri „Því miður má ekki alltaf segja sannleikann.. Ég sá Biblíuna við rúmstokk- inn hjá Guðrúnu og spurði hana þá hvort hún væri trúuð kona. „Jú, ég er trúuð með sjálfri mér, án nokkurra milliliða. Guð hefur hjálpað mér í mínum erfiðleikum." Þá sagði hún mér að hvern dag fletti hún upp í bókinni og læsi stuttan kafla, þó að sjónin væri farin að daprast gæti hún lesið hana vegna letursins sem er stórt. Þá spurði ég hvort hún ætti sér einhverja hugsjón. „Nei, bara trú á guð og Jesú — og á því að gefast aldrei upp. Ég hef margt fólk á minni bænaskrá og á sumum séð nokkurn árangur og engan á öðrum. En ég gefst aldrei upp. ég veit það er um að gera að gefast aldrei upp.“ Dreymir þig fyrir atburðum? „Já, en draumarnir mínir eru lengi að koma fram. Þú mátt segja með vægum orðum að maður sé draumspakur; mig hefur dreymt fyrir óorðnum hlutum.“ Sjálf hefurðu fætt 14 börn í þennan heim og átt núna 75 afkomendur. Lífið hefur verið viðburðaríkt? „Viðburðaríkt? Ég vildi ekki sjá ævisögu mína skrifaða, — ég er búin að reyna margt. Maður lifir ekki í þessum heimi til þess að allt dansi á rósum. Ég var líka svo heppin að geta miðlað nokkru til fátækra — og það var sagt að ég hefði mikinn mat. Eg átti feikilega vandaðan og góðan mann. Það er gott því það gengur í ættina. Það er mikil guðsgjöf, það fer aldrei svo að fólkið mitt sæki það ekki til hans.1*"-. Hvað hefur veitt þér mesta ánægju í lífinu? „Mesta ánægju? Það var þegar hvert barn var fætt og lagt á brjóst mitt — og svo þegar börnin komu heim með prófmiðana sína úr skóla, — því þeir voru allir fallegir. Öll börnin mín sem komust á legg fóru í skóla, — og það gekk öllum vel að læra. Það var mér svo mikil ánægja. Maður má ekki segja sannleikann því að þá er eins og maður sé að grobba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.