Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 5 huðio S\e<ór»sson .ötus Pó's40*' Pött UóHssoó ÍSLANDSKIUKKAN Eftit HalldóT lowess GULLNA Eftir Oovlö uM6* u TönHst tX -M Verðlag á íslandi svipað og á hinum N orðurlöndunum Heildamiðurstöður könnunar sem Verzlun- arráð og stórkaupmenn hafa látið gera Frá blaðamannafundinum með fulltrúum Verzlunarráðs íslands og Félags íslenzkra stórkaupmanna. VERZLUNARRÁÐ íslands og Fé- lag íslenzkra stórkaupmanna hafa látið gera könnun á útsöluverði nokkurra innfluttra neyzluvara í Reykjavík, Ósló, Malmö og Kaup- mannahöfn ásamt hlutdeild ríkis- ins í útsöluverði þeirra. Könnun þessi, sem gerð er i framhaldi af könnun verðlagsstjóra, fór fram dagana 4.-8. september. Á blaðamannafundi sem ofan- greind félög héldu í gær kynntu þau þessa könnun. Heildarniðurstöður sýna að útsöluverð er svipað hér og á hinum Norðurlöndunum og er það lægra hér en í Noregi. í Svíþjóð er vöruverðið lægst. Til þess að könnunin yrði sem hlutlausust kváðu fulltrúar Verzl- unarráðs og stórkaupmanna að samþykkt hefði verið að fá fyrir- tækið Hagvang til þess að annast gerð þessarar könnunar og lögðu þeir fram síðastliðinn þriðjudag skýrslu sína sem síðan var kynnt í gær. Könnun þessi sem um ræðir er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða könnun á útsöluverði nokk- urra vörutegunda og hins vegar á álögum ríkisins. Könnunin nær til 30 vörutegunda en Hagvangsmenn töldu það magn í minna lagi en kváðust ekki hafa getað haft það stærra vegna tímaþrengdar. í skýrslunni sem Hagvangur kynnti í gær er undirstrikað að líta beri á könnunina sem vísbendingu um verðlag og varast beri að draga of víðtækar ályktanir af henni. Vöru- merkin sem könnuð voru eru ekki gefin upp opinberlega þar Sem Verzlunarráðið og Félag íslenzkra stórkaupmanna töldu það ekki rétt en hins vegar kom það fram á fundinum að fagmenn geta fengið upplýsingar um merkin. Ef litið er á skýrsluna kemur í ljós að er um hreinlætis- og snyrtivörur, salerni og hjólbarða er að ræða er vöruverð lægst á Islandi. Hins vegar er vöruverð hæst hér á landi er um er að ræða rafmagnsáhöld, leirtau, penna og bifreiðar. Matvæli eru áberandi hæst í Noregi. Hvað val á vöruflokkum snerti var það í höndum Hagvangs og kváðust forsvársmenn fyrirtækis- ins hafa valið af handahófi úr verzlunarskýrslum en þó þannig að sem breiðast yfirlit fengist. Er unnið var úr þessari könnun á útsöluverðinu var í fyrsta lagi reiknað út meðalverð á viðkomandi vörutegund í hverju landi væri verð kannað í fleiri en einni verzlun. Niðurstöður voru síðan reiknaðar yfir í íslenzkar krónur á genginu frá 24. ágúst s.l. Þar næst var fundin vísitala fyrir hverja tegund. Lægsta vöruverð hverrar vöruteg- undar fékk töluna 100 og var reiknað út frá því. Síðan var meðalvísitalan reiknuð fyrir hvern vöruflokk í hverju landi. Verðlags- hlutfallið var fundið með því að setja töluna 100 á Svíþjóð og reikna síðan út frá því. Sem skýringu á verðsveiflunni á milli landanna er bent á í skýrsl- unni að bak við þær kunni að liggja mismunandi álagning, mismunur á flutningskostnaði og ólík tolla- stefna og verðlagsstefna vegna aðildar ríkjanna að mismunandi tollabandalögum. Einnig er bent á að hafa í huga að einstakir vöruflokkar vegi mismunandi þungt í útreikningi verðlagsvísitölu og líta beri með varúð á niðurstöð- ur könnunarinnar hvað varðar vöruflokkinn „föt“ vegna þess að fáar vörutegundir reyndust sam- bærilegar. Að lokum benda Hag- vangsmenn á að í sambandi við rafmagnstækin er yfirleitt gefið upp hærra vöruverð í búðarglugg- um hér á landi en varan í raun KÖNNUN Á ÁLÖGUM RÍKISINS Á EINSTAKA VÖRU- FLOKKA í PRÓSENTUM AF ÚTSÖLUVERÐI VÖRUTEG- UNDA HVERS VÖRUFLOKKS. VERÐKÖNNUN NOKKURRA NEYSLUVARA 4.-8. SEPT. SVfÞJÓÐ=100. Vöruflokkur ísland M Danmörk M Noreinir M Svíþjóð M Matvæli 27.4 8 19.8 8 17.7 8 17.1 8 Hreinlætis- ok snyrtivörur 25.7 5 16.8 4 16.6 5 17.1 4 Föt 25.5 3 16.8 1 18.3 3 17.1 2 RafmaKnstæki i>K áhöld 34.6 5 20.1 5 16.8 5 17.1 5 LeikfönK 23.0 1 16.8 1 16.6 1 17.1 1 Leirtau 49.6 1 16.8 ] 16.6 1 17.1 1 Harnavaycnar 42.4 1 16.8 1 20.1 1 17.1 1 Pennar 38.1 1 16.8 1 16.6 1 18.6 1 Salerni 50.8 1 16.8 1 17.1 1 Hjólbarðar 44.9 1 16.8 1 18.3 1 20.8 1 Bifreiðar 58.9 1 58.9 1 42.5 1 25.8 1 M=Fjöldi viirumerkja. Vöruflokkur ísland M Danmörk M NoreKur M Svíþjóð M Matvæli 109.6 8 109.7 8 122.8 8 100.0 8 Hreinlætis- ok snyrtivörur 82.2 6 110.6 5 117.2 6 100.0 5 Föt 100.5 4 99.8 2 98.6 4 100.0 3 RafmaKnstæki ok áhöld 121.3 5 99.3 5 96.3 5 100.0 5 LeikfönK 113.2 1 80.8 1 108.6 i 100.0 1 Leirtau 245.6 1 164.7 1 168.5 1 100.0 1 BarnavaKnar 155.6 1 166.9 1 115.8 1 100.0 1 Pennar 122.8 1 121.1 1 106.5 1 100.0 1 Salerni 60.5 1 72.2 1 100.0 1 Hjólbarðar 85.3 1 97.5 1 116.0 1 100.0 1 Bifreiðar 151.4 1 116.3 1 128.5 1 100.0 1 Meðaltali 108.6 107.8 27 112.0 29 100.0 28 M=Fjöldi vörumerkja. kostar og getur munað 10—15% en það fer eftir greiðslugetu neytand- ans og samkeppnisaðstæðum á markaðnum. Í þeim hluta skýrslunnar er fjallar um könnun á álögum ríkisins er hæsta prósentutalan á Islandi. Á einum stað standa Danir jafnfætis' okkur og er það í sambandi við bifreiðar. Hlutfall álagðra gjalda var fundið af útsöluverði og er hlut- deild ríkisins, þ.e. tollur, vörugjald, og söluskattur reiknuð sem hlutfall af útsöluverði hverrar vörutegund- ar. Þar sem Hagvangsmönnum tókst ekki að afla sér upplýsinga til þessar útreikninga frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð varð að nokkru leyti að áætla álögur ríkisins á nokkrum vörutegundum þeirra landa. Bent er á í skýrslunni í sambandi við báða liði könnunarinnar að ekki tókst að fá uppgefið vörugjald í Noregi og Svíþjóð og enn fremur er verðlag á rafmagnstækjum í Dan- mörku birt án vörugjalds. 2af öndvegisverkum íslenskrar leikritunar — eru nú aftur fáaiileg á hljómplötum Gullna hliðið eftir Davíö Stefánsson Leikstjóri: Lárus Pálsson Tónlist: Páll ísólfsson Islandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness Leikstjóri: Lárus Pálsson Á þessum upptökum af verkum tveggja af höfuöskáldum íslenskrar tungu koma fram margir af vinsælustu leikurum þjóöarinnar fyrr og síöar. Meö þessum hljómplötum fylgja vandaöir bæklingar meö upplýsingum um verkin, leikstjóra, leikara og höfundana. Einnig eru upplýsingar á ensku. AlKílÁSINfiASÍMINN ER: 22480 JHoveimblntiib Heildsölubirgðir fyrirliggjandi. Verk pessi eru fáanleg í hljómplötuverzlunum um land allt. FALKINN Suöuriandsbraut 8, Laugavegi 24, Vesturveri, sínni 84670, sími 18670, sími 12110.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.