Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 flestir nútíma félagsvísindamenn er hafa rannsakað þetta viðfangs- efni aðhyllast. (Sbr. Dumont: Hungeren er her. ‘76, S. George: How the Other Ilalf Dies. The Real Reasons for World Hunger. ‘76, Bernstein: Underdevelopment and Development. o.fl.i. Þó niður- stöður fræðimanna renni ekki stoðum undir stjórnmálaskoðanir Hannesar Gissurarsonar, er engin ástæða fyrir Gísla til að þegja yfir þeim. Ræðst Gísli á Albert, Matthías og Morgun- blaðið í bók sinni? Ein af hinum dæmalausu ósann- indum Hannesar eru, að í bók sinni ráðist Gísli að tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Alberti Guðmundssyni og Matthíasi Bjarnasyni. Með grein- inni eru birtar myndir af þessum „fórnarlömbum“ til þess að magna áhrifin á lesandann. I myndatexta er ekki aðeins fullyrt að Gísli ráðist á Albert og Matthías, heldur einnig Morgunblaðið. Hvað er hæft í þessum fullyrðingum? Hvergi er það rökstutt í grein Hannesar að Gísli ráðist að Morgunblaðinu. Það gerir hann heldur ekki. í bók Gísla er birt mynd úr Morgunblaðinu af mót- mælafundi gegn málmblendiverk- smiðju í Hvalfirði með textanum: „Fámennur mótmælafundur". Ennfremur er birt ljósmynd úr Þjóðviljanum frá sama fundi með textanum: „Fjölmennur baráttu- fundur“. Séu þessar ljósmyndir bornar saman, segja þær mjög ólíka sögu af þessum atburði, eins og textar myndanna bera með sér. Gísli notar þessar myndir til útskýringa í öðrum kafla bókar- innar, sem ber heitið „Túlkun atburða“. í þeim kafla fjallar Gísli m.a. um það hvernig við skynjum umhverfi okkar á ólíkan hátt og hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á túlkun okkar á atburðum. Um myndirnar sjálfar fjallar Gísli ekkert, en varpar fram spurning- um til lesenda um það á hvern hátt beri að skýra, hve ólíkar myndirn- ar eru. Morgunblaðið kemur að öðru leyti ekki við sögu í bók Gísla. Það er þess vegna ekki satt, að Gísli „ráðist" á Morgunblaðið í bók sinni. Hver er rökstuðningur Hannes- ar fyrir því, að Gísli ráðist á Albert og Matthías í bók sinni? Hannes vekur athygli á umfjöllun Gísla á samhenginu á milli fræðimennsku og stjórnmála. Þar sýnir Gísli með dæmum, að oft myndast togstreita á milli fra'ðimanna og stjórnmálamanna. í fyrra dæm- inu, sem Gísli notar, vísar hann til umræðu í borgarstjórn Reykjavík- ur um tillögu þess efnis, að koma ætti á fót „athyarfi" fyrir ungl- inga, sem hafi við aðlögunar- vandamál að stríða. Bent er á, að einn borgarstjórnarmanna hafi Ijáð máls á hugmyndinni, með því skilyrði, að starfsemin yrði „ekki að neinu leyti rekin af sálfræðing- um“. Hannes hefur um þetta að segja: „Gísli á við Albeft Guðmundsson, borgarfulltrúa, þótt hann nefni ekki nafh hans í bókinni (en í kennslustundum?). En hværs vegna tók Gísli framur skoöun Alberts Gumundssonar, til dæmis, en samkennara sins i Háskölaúum, Þórsteins Gylfason- ar, sem réit í Skírni 1975, að „efast tríætti um það“ að líknar-, og þjónustustörf sálfræðinga „þjóni yfirlýstum tilgangi sínum ...“? Vegna þess að Albert var (og er) borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins?“ Svar Hannesar við eigin spurningu er rangt. Rétt svar, sem liggur í augum uppi, er: vegna þess að Albert Guðmundsson er stjórn- málamaður, en Þorsteinn Gylfa- son ekki. Ætli Hannes sé hér að rugla saman Þorsteini og Vil- mundi, bróður hans, sem er stjórnmálamaður, eða er rangtúlk- un Hannesar meðvituð? Síðara atriðið, sem Gísli nefnir til útskýringa á togstreitu stjórn- málamanna og fræðimanna, er sú umræða sem varð í kiölfar útgáfu „Svörtu skýrslunnar“ 1975. Gísli segir, að það hafi „slest upp á vinskapinn" og hafi „mat fiski- fræðinganna beðið lægri hlut fyrir mati stjórnmálamannanna, sem fóru með völdin". Hannes hefur um þetta að segja: „Gísli á við Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, þótt hann nefni ekki nafn hans í bókinni (en í kennslustundum?). En hann nefnir það ekki að meginniður- stöður Svörtu skýrslunnar voru kunnar Lúðvík Jósepssyni, sjávar- útvegsráðherra 1971 — 1974, sem faldi þær lengi. Hvers vegna tók hann ekki fremur ágreining sam- flokksmanns síns, Lúðvíks Jóseps- sonar, við hagfræðinga um vaxta- stefnu'í verðbólgu til dæmis, en Matthíasar við fiskifræðinga? Vegna þess að Matthías er þing- maður Sjálfstæðisflokksins?" Það er margt við svona grautar- gerð að athuga. I fyrsta lagi hvernig getur Hannes fullyrt að Gísli eigi við Matthías Bjarnason, þegar Gísli skrifar um „stjórn- málamenn“. Síðan hvenær var farið að tala um Matthías í fleirtölu? I öðru lagi, hvernig getur Hannes fullyrt að átt sé við Matthías, ef það er satt, sem hann segir sjálfur, að ágreiningur hafi verið á milli Lúðvíks og fiskifræð; inga? Gísli nefnir engin nöfn. I þriðja lagi, þá er spurning Hannesar marklaus og þá svarið líka. Því eins mætti spyrja: Hvers vegna nefndi Gísli ekki deilu jarðfræðinga og iðnaðarráðherra um Kröflu? Vegna þess að Gunnar Thoroddsen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins? ! En í raun- inni er óþarfi að sýna fram á þessa rökleysu Hannesar. Því aðalatriði málsins er það. að í umfjöllun sinni um fræðimennsku og stjórn- mál tekur Gísli ekki afstöðu til þess hvorir hafa rétt fyrir sér. fræðimennirnir eða stjórnmála- mennirnir. Þegar Gísli hefur nefnt dæmin, sem hér hefur verið greint frá, tekur hann eftirfarandi fram: „Hér er ekki verið að halda því fram, eins og e.t.v. mætti ætla af framansögðu, að sér- fræðingarnir eigi að ráða öllu. Blind oftrú á vísindin er jafn varhugaverð og alger afneitun á möguieikum þeirra“. (undirstrikun BG.). Af hverju sleppir Hannes þessari málsgrein úr tilvitnun sinni, þar sem Gísli áréttar, að hann sé ekki að fella neina dóma. Það er því ljóst að jafnvel þótt Gísli hefði séð ástæðu til að nefna einhvern á nafn, Albert, Matthías, Lúðvík eða einhvern annan stjórnmálamann, væri á engan hátt hægt að segja að um persónuárásir væri að ræða. í bók Gísla er sem sagt ails ekki að finna neinar árásir á Matthías eða Alhert né nokkurn annan einstakling. Fullyrðingar Hannes- ar eru því lágkúruleg ósannindi og Staksteinahöfundur ætti ekki að taka þátt í slíkri lágkúru. ítarefnið : Hannes lætur að því liggja, að þær bækur, sem Gísli nefnir í ítarefni sínu, séu valdar eftir einhverri pólitískri formúlu. Hannes ritar: „Hann nefnir sum fræðileg rit en ekki önnur". Það segir sig sjálft, að í bók, sem er rúmlega 100 blaðsíður, er ekki mögulegt að nefna öll fræðileg rit, sem kunna að tengjast viðfangs- efninu! Gísli hefur því orðið að velja og hafna. Til þess þarf eitthvert viðmið, sem skilgreinir hvað skipt- ir máli og hvað skiptir ekki máli. Gagnrýni Hannesar í vali bóka i ítarefni merkir einungis að Hann- es notar annað viðmið en Gísli. Hvort skyldi viðmið Gísla Pálsson- ar mannfélagsfræöings eða Hannesar Gissurarsonar blaða- manns vera betra þegar um val Bragi Guðbrandsson. bóka í ítarefni fyrir kennslubók í samfélagsfræðum er að ræða? Hannes gefur í .skyn að einungis rit eftir róttæklinga séu nefndar í ítarefninu. Pólitískir merkimiðar eru alltaf afstæð hugtök. Eflaust þykja Hannesi margir höfunda þeirra bóka, sem í ítarefninu eru nefndir, vera róttæklingar. Frá bæjardyrum ýmissa annarra væru þeir sennilega afturhaldsseggir. Það er því tilgangslaust að deila um þetta atriði. Hins vegar má benda á að af u.þ.b. 50 ritum, sem Gísli nefnir í ítarefninu, er ekki ein einasta bók eftir Karl Marx og aðeins ein, sem fjallar um kenn- ingar hans. Það er bók Mandels, sem Hannes vekur athygli á. Upphrópanir Hannesar vegna þess að ekki er visað til blaðagreina hans sjálfs í ítarefninu, bera aðeins vott um gott skopskyn hans. Hannes leggur mikið upp úr því hvaða útgáfufyrirtæki gefur út bækur. T.d. hefur Hannes grein sína á því að vekja athygli á því að bók Gísla sé gefin út af Máli og menningu, sem hann segir Alþýðu- bandalagsmenn reka. Hvaða máli skiptir það? Af hverju vekur Hannes ekki athygli á því að í ítarefninu er vísað til ritgerðar, sem birtist í Stefni, málgagni ungra sjálfstæðismanna? Áróður í skólum Það er útilokað að elta ólar við öll ósannindin, allar rang- túlkanirnar og allt rökleysið, sem einkenna skrif Hannesar. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Ég vona, að grein þessi megi verða til þess, að menn sjái í gegnum skrif Haíinesar. Ég hef verið stórorður, en ég held að Hannes hafi gefið tilefni til þess. Hann hefur reynt að ræna mannorði ungs fræðimanns, sem á heiður skilið fyrir það að hafa bætt úr brýnni þörf fvrir kennslubók fyrir nemendur í félagsfræði á fram- haldsskólastigi. Sem félagsfræð- ingur og kennari við menntaskóla er það mitt mat, að bók Gísla taki öðru námsefni samfélagsfræði fram í flestum efnum. Ef haft er í huga. að Gísli leggur áherslu á, að menn leggja ólíka merkingu í aðstæður sínar, að veruleikinn sé ekki einn, ef þannig má að orði komast, er sú ásökun Hannesar að bókin sé einstrengingslegt áróðursrit afar skopleg. Fyrir tæpu ári síðan reit Hannes grein íMorgunblaðið og nefndi „Að nota vitsmuni sína og siðferðisvitund“. I þeirri grein lýsir Hannes þeirri skoðun sinni að „kennsla og námsefni“ ís- lenskra skóla eigi að vera „í anda einstaklingshyggju, kristinnar trúar og kristilegrar siðaskoðunar, lýðræðisstefnu og þjóðrækni" og ennfremur, að kennsla í félagsvís- indum eigi að vera „í anda hins frjálsa hagkerfis“. Þessi markmið eru hlutleysisboðorð Hannesar. Þarf nokkurn að undra þótt Hannes láti illa? Ég vil að lokum óska Hannesi alls hins besta með von um, að hann fari að nota vitsmuni sína til einhvers annars en persónuárása, m.ö.o. að hann bæti siðferðisvitund sína. Jónasi frá Hriflu reistur minnisvarði í TILEFNI af 60 ára afmæli Samvinnuskólans að Bifröst hefur skólinn ákveðið að láta reisa varða með lágmynd af fyrsta skólastjóranum. Jónasi Jónssyni. að Ilriflu. I afmælishófi, sem haldið var að Bifröst fyrir skömmu var skýrt frá þessu og auk þess að skólanum hefðu borist nokkrar gjafir í tilefni afmælisins og voru þar á meðal myndsegulbandstæki,- ásamt ýmsuni fylgihlutum, sem Sambandsfélögin ásamt tíu sam- starfsfyrirtækjum Sambandsins gáfu skólanum. Þá gaf Iceland Seafood Corporation skólanum 90 binda bókasafn, The Harward Business Review Library, með völdum greinum um viðskiptamál- pfni Grettissaga í nýjum búningi BÓKAFORLAGIÐ Skuggsjá hefur gefið Grettissögu út í nýjum búningi og hefur Skúli Benediktsson annast útgáfuna. Skúli hefur áður séð um hlið- stæða útgáfu á Gísla sögu Súrs- sonar. Utgáfan á Grettissögu er ætluð til kennslu í skólum, en síðastlið- inn vetur lásu nemendur 8. bekkj- ar grunnskólans á ísafirði söguna, en eftir að forstöðumenn forlags- ins höfðu kynnt sér málið og rætt við kennara, töldu þeir bókina hentuga til kénnslu í fjölbrauta- og menntaskólum og jafnframt í tækni- og iðnskólum landsins. í þessari útgáfu Grettissögu eru efnisskýringar neðanmáls og mið- að við hvern kafla bókarinnar, en það auðveldar notkun hennar bæði nemendum og kennurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.