Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 33 isverslun verður óhjákvæmilega að eiga vörulager í verslun sinni upp á svo og svo margar milljónir og sem flestar vörutegundir, þar sem ekki er í annað hús að venda til verslunar í næsta nágrenni. Margar vörutegundirnar seljast mjög hægt, en verða þó að vera til, það bindur vaxtalausar fjárhæðir í óhæfilega langan tíma. Og þá vaknar stóra spurningin. Hvar fæst rekstrarfé fyrir þessa smá- söluverslun. Þar eru hreinar línur akkúrat hvergi. Svipað mun vera hjá heildsöluverslunum og þar af leiðandi eiga þær erfitt með að lána til smásala svo nokkru nemi. Vörulán smásöluverslana til báta og skipa í sjávarplássum skapar versluninni örðugleika, en eru óhjákvæmilegir. Þyrfti nauðsyn- lega að fást greitt hálfsmánaðar- lega. Sé ég ekki að þetta geti breyst til bóta í framtíðinni, nema því aðeins að peningastofnanir sjái sér fært að veita verslunum og þá sérstaklega í dreifbýlinu sæmi- lega hagstæð rekstrarlán. Eins og nú er getur þessi rekstur kannski skrimt með hagsýni, hirðusemi og þrotlausri vinnu." — Hvernig má það vera að hægt sé að reka sérverslun sem þessa á ekki fjölmennara verslun- arsvæði? „Því er fljótsvarað. Það er algerlega vonlaust. Ég þykist hafa vandaðar, fallegar vörur í falleg- um húsakynnum og verðlag hag- stætt fyrir kaupandann. Það vantar einfaldlega fleira fólk og fjörugra athafnalíf í byggðarlag- ið.“ Kona í karlasamfélagi Ofanvert við byggingarnar á hafnarsvæðinu rís Háarif, fagur- lega mynduð hæð, þar hefir myndast nýtísku býggðarkjarni, sem teygir sig í áttina til Hellis- sands. Vegurinn milli staðanna er fjölfarinn og sætir það undrun að ekki skuli vegamálayfirvöld hafa séð sóma sinn í því að ieggja varanlegt slitlag á hann. A sumrum er hann hulinn rykmekki sem aldrei verður hlé á vegna umferðarinnar, þ.e.a.s. ef sól skín á okkar votviðrasama Vesturlandi. Á síðustu árum hefir jafnréttis- barátta kvenna farið eins og eldur um sinu og auðvitað hefir áhrif- anna gætt vestur á Snæfellsnesi. Kristján Guðmundsson, hrepp- stjóri og fiskverkandi. Það kom greinilega í ljós við sveitarstjórnakosningarn r í vor, en þá skipaði fjöldi kvenna sæti á framboðslistum í hreppnum. Ein kona náði kjöri sem aðalfulltrúi, sú hin fyrsta sem setið hefir í hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis. Þess vegna er forvitnilegt að líta inn til hennar og leggja fyrir hana eina eða tvær spurning- ar. Hún heitir Elín Jóhannsdóttir og auk þess að vera húsmóðir, kennir hún við Grunnskólann á Hellissandi. Það reynist erfitt að komast að húsi skólastjórafrúar- innar, því að stórvirk tæki eru að rífa upp götuna, það er sem sé verið að leggja holræsalögn, en holræsalögn er mjög skammt á veg komin í þorpinu. Elín tekur okkur brosandi en þó kankvís á svip. Kaffi er drukkið og rabbað um dagsins annir í litlu sjávarþorpi. Og að lokum er hún beðin að svara alvöruspurningu. — Var það einhver ákveðinn málaflokkur hreppsmála sem hvatti þig til þess að gefa kost á þér í framboð í vor, eða jafnréttis- barátta konunnar til áhrifa á almern málefni byggðarlagsins? „Það sem hvatti mig til að taka þátt í kosningunum í vor, var vilji minn fyrir að stuðla að framförum í byggðarlaginu, þar sem ég tel að við höfum dregist óeðlilega mikið aftur úr í sambandi við flestar framkvæmdir, einkum í ýmsum félagslegum verkefnum, og því vildi ég reyna að leggja lið eftir megni. Það gleður mig mjög að finna hve margir sýna áhuga fyrir framgangi mála í byggðarlagi okkar í dag. Konur verða aldrei metnar til jafns á við karla, nema þær skipi sér á bekk með körlum og séu tilbúnar að vinna á sama hátt og þeir í þessu karlasamfélagi." Staða iönaðarvara slæm Eftir að hafa notið gestrisni Elínar hreppsnefndarmanns, ökum við fram hjá skólanum, gömlu lágreistu húsi, en rétt við hlið hans kíkir upp á yfirborðið geysivíðfeðmur grunnur, þetta er undirstaða hins nýja Grunnskóla á Hellissandi, sem verður væntan- lega verkefni nýkjörinnar hrepps- nefndar að byggja ofan á og þrýsta á fjárveitingavaldið fyrir sunnan til og sýna greiðvikni. Við ökum líka eftir nýjum. ófullgerðum vegi og við þennan veg stendur reisu- Kristján Alfonsson byggingar fulltrúi. Félagsheiitiilið Röst. ; 4 v legt hús Pósts og síma, sem senn verður tekið í notkun, eftir að hafa búið við hin ömurlegustu skilyrði frá upphafi þeirrar stofnunar hér. Þá flýgur í hug manns þáttur iðnaðarmanna í þróunarsögu stað- arins. Það er því kjörið að reyna að ná tali af Kristjáni Alfonssyni húsasmíðameistara og byggingar- fulltrúa, hann vann það meðal annars sér til frægðar á s.l. vori að bera einn fram lista við hrepps- nefndarkosningarnar. Kristján náði reyndar ekki kjöri, en lét það lítt á sig fá. Kristján er ómyrkur í máli og segir gjarnan skoðanir sínar umbúðalaust. Er við náum fundi hans, er hann spurður hver sé staða iðnaðarmanna í hreppn- um og hvað þurfi að gera til að skapa þessári stétt manna lífvæn- leg atvinnuskilyrði. „Það væri nær að láta í ljós álit sitt á stöðu sveitarfélagsins en stöðu iðnaðarmanna, því að hún grundvallast á því hvernig þróun mála í sveitarfélaginu er háttað. Staða iðnaðarmanna hér er slæm eins og nú er, þótt hún hafi aldrei verið góð, en á sl. 4 árum hefur verið nokkuð samfelld vinna, en hér starfa ekki svo margir við iðnaðarstörf. Áhuga vantar hjá ungu fólki til að nema iðn og virðast sumir meistarar hér ekki hafa áhuga á því að taka menn í iðnnám. Það má t.d. benda á að hér vantar bæði faglærða múrara og málara og hafa þessi störf verið unnin meira og minna af iðnaðar- mönnum annars staðar frá. Þar sem sú staða er komin upp að lítið virðist vera framundan að gera þarf þessi stétt manna að leita sér starfa annars staðar. En það sem veldur þessu er að fólk flyst úr byggðarlaginu og fáir koma í staðinn, nóg virðist vera af húsum til sölu og leigu. Margir láta það í ljós að þeir vilja fara ef það gæti losnað við húsnæði sitt. Sveitarfélagið lætur byggja tilbúin timburhús og skapar með því öðrum stöðum atvinnu, að undir- lagi Húsnæðismálastofnunar rík- isins, án þess að iðnaðarmönnum í viðkomandi sveitarfélögum sé gefinn kostur á að byggja hús úr varanlegu efni, en nóg er af steypuefni í landi okkar sveitarfé- lags. En samkvæmt kostnaðar- verði þeirra húsa eins og það varð, virðist vera möguleiki fyrir iðnað- armenn hér að byggja þessi hús fyrir minna verð. Þá væri hægt að Gunnar Már Kristófersson, for- maður Albýðusambands Vesturl. segja að byggðastefna sem menn gaspra svo mikið um, hefur ekki verið hjá okkur í reynd. Ríkið og sveitarfélagið hafa boðið út verk, og eru aðkomuverktakar af Stór-Reykjavíkursvæðinu látnir hafa þau, þetta gerir það að verkum ásamt fleiru, að iðnaðar- menn eiga erfitt með að koma undir sig fótunum á svona smá- stöðum. Ég lít svo á að ríkisvaldið og sveitarstjórnarmenn vinni ljóst að því á þessum smástöðum að það geti ekki skapast þjónustuiðnaður, þar sem unnið er á móti hagsmun- um iðnaðarmanna. Ef allt væri eðlilegt gæti þróast hér ýmis iðnaður. T.d. vantar tilfinnanlega aðstöðu til viðgerða fyrir bátaflotann, vélsmiðju o.fl. Svo mætti koma á einhvers konar léttum iðnaði til að skapa fjöl- breyttara atvinnulíf en nú er, en það virðist allt eiga að snúast um fisk og fiskverkun." Gott atvinnulíf grundvallar- atriöi byggðaÞróunar Ekki má yfirgefa þessa vinalegu byggð undir jöklinum okkar fagra og orkuríka, án þess að komið sé við á Gufuskálum, þeim fornfræga og söguríka stað. Fyrir um það bil 20 árum var reist þarna Lór- an-fjarskiptastöð, og ber þar hæst mastrið háa, rúmlega 400 metra hátt. Ekki verður hér fjallað um Lóranstöðina né tilgang hennar. Það er hins vegar ákveðinn tilgangur með ferðinni að Gufu- skálum. Þar vinnur sem vélstjóri Gunnar Már Kristófersson, sem er m.a. form. verkalýðsfélagsins á staðnum, formaður Alþýðusam- bands Vesturlands og varaþing- maður Alþýðuflokksins í Vest- urlandskjördæmi og á því trúlega eftir að setjast inn á þá virðulegu stofnun. Það er því ekki úr vegi að spyrja Gunnar, hvað hann teldi sig geta áunnið fyrir byggðarlagið, ef hann ætti þess kost að láta áhrifa sinna gæta í þingsölunum. „Það hefir alla tíð verið skoðun mín, að þeir sem sitja á þingi, eigi ekki að vera fulltrúar neinna sérstakra byggðarlaga innan síns kjördæmis, heldur beri þeim í einu og öllu á líta á sig sem fulltrúa kjördæmisins sem heildar. Eigi ég eftir að taka sæti á þingi, mun ég halda mig við þá skoðun mína. Hins vegar er það rétt, að ég hefi nær alla mína ævi átt heima hér og ávallt haft áhuga á Elín Jóhannsdóttir hreppsnefnd- armaður. málefnum byggðarlagsins, ég tel mig því hafa nokkuð góða þekk- ingu á þeim. Hvar sem þau ber á góma og ég er viðstaddur, vonast ég til að þetta byggðarlag fái að njóta þeirrar þekkingar. En sem sagt, ég hefi ekki í hyggju að gerast sérstakur baráttumaður eins eða annars byggðarlags, þó svo færi, að ég dytti inn á þing í nokkra daga.“ — Hvernig líst þér á atvinnu- ástandið í hreppnum nú og í næstu framtíð? „Það er grundvallarskilyrði til að eðlileg þróun geti átt sér stað í byggðarlaginu, að atvinnuástand sé gott. Því miður hefir ekki verið svo undanfarin ár og ekki er að sjá í dag, að um neina verulega breytingu verði að ræða þar á nú alveg á næstunni. Eins og þú veist, þá byggist atvinnulíf hér nær eingöngu á fiskveiðum og fisk- vinnslu. Það sem hefir háð fisk- vinnslunni hér að undanförnu, er að mínu mati, að hráefnisöflunin er ekki nógu jöfn og úr því er nauðsynlegt að bæta til að jöfn og góð atvinna sé allt árið, ég hygg að það verði helst gert með því að skuttogari komi á staðinn. Heyrst hefir að nokkrir atvinnu- rekendur hér hafi áhuga á að kaupa togara og fagna ég þeim áhuga og vona að hann leiði til þess að svo verði. Atvinnumál hafa verið mikið til umræðu hér undanfarin misseri og flestir gera sér orðið gren fyrir því að sú atvinnuuppbygging sem hér hefir þróast síðustu 20 árin, hefir ekki leitt af sér það atvinnuöryggi sem nauðsynlegt er. Það er von mín að þessar umræður verði til þess að atvinnumál hér verði tekin til endurskoðunar og stefnt verði ákveðið að því að skapa fullt atvinnuöryggi allt árið. En það er, eins og ég sagði í upphafi, grundvallarskilyrðið til að hér geti orðið eðlileg vaxtarþróun byggðar- lagsins.“ Afþreyingin líka nauðsynleg Það er orðið áliðið, hauströkkrið hnígur að hlýtt og hljóðlega, við ökum gegnum hrauntaglið sem skilur að Gufuskálabyggð og Hellissand. Rétt ofan þjóðvegarins við Hellissand dregur að sér athyglina nýreistur torfbær. Hann stendur í Sjómannagarði sjó- mannadagsráðs, skemmtileg uppákoma mitt í öld steins og stáls. Skammt frá þessari snyrti- legu sjóbúð stendur stytta Ragnars Kjartanssonar, Jöklarar, tilkomumikil sjón í kvöldhúminu. Niður við Röst er ys og þys, unglingarnir hópast að, ýmist gangandi, akandi á blikkbeljunum sínum, eða þá tætast áfram á gargandi skellinöðrum. Það er bíó í kvöld. Það er því rétt að enda þessa heimsreisu um heimabyggð-. ina sina með því að heilsa upp á hann Haffa, eða Hafstein Jónsson, sem bæði er nú sýningarmaður og húsvörður í þessu gleðinnar húsi. Það er vonlaust að yrða á þennan mann meðan hann er að koma sýningunni af stað, hann væri til með að stíga ofan á mann. Loks styður hann á hina og þessa takka, sem virka trúlega á lífæðakerfi hússins. Þá stynjum við upp spurningunum. — Hvað er langt síðan fastar kvikmyndasýningar hófust hér í Röst? „Þær hófust 11. júni 1966.“ — Þeir eru þá orðnir nokkrir metrarnir sem runnið hafa í gegnum kvikmyndavélarnar hjá þér? „Já, ég gæti trúað að það væri eitthvað á sjöttu milljón. — Telurðu kvikmyndasýningar heyra til menningarlegrar starf- semi? „Að efast um að svo sé, er ekki til umræðu, en svo er líka hitt, sem ekki er minna um vert, það er afþreyingin, fólk sem að lifir og hrærist í fiski árið út og árið inn, verður að hafa einhverja afþrey- ingu, og þar gegnir kvikmyndin mjög stóru hlutverki. — — Kristinn Kristjánsson, , .fréttaritari Mbl. á Ilellissandi. Jóhannes Jóhannesson kaupmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.