Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 Bragi Guðbrandsson, félagsfræðingur: Hiáfræði og ljúgfræði Að undanförnu hafa birst í Morgunblaðinu nokkrar greinar eftir Hannes H. Gissurarson undir fyrirsögninni „Háskóli Islands: rannsóknarstofnun eða róttækl- ingahreiður.“ Þær þrjár greinar, sem séð hafa dagsins ljós, þegar þetta er ritað, hafa að geyma ofstækisfullar árásir á þrjá kenn- ara við Háskóla íslands: Pál Skúlason, prófessor við Heim- spekideild, Hjalta Kristgeirsson og Gísla Pálsson, en þeir síðar- nefndu eru báðir stundakennarar við Félagsvísindadeild. Efnislega eru greinar Hannesar ekki þess virði að þeim sé andmælt, eins og Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Háskólans, hefur réttilega bent á í grein sinni, „Níðskrif" (Mbl. 22. sept). þar sem hann gerir góða grein fyrir þeirri rökleysu sem einkenna skrif Hannesar og þeim blekkingarbrögðum sem hann beitir til að sverta mannorð þeirra sem hann skrifar um. Enda þótt ég telji skrif Hannesar almennt vera markleysu og ekki svaraverð, get ég þó ekki stillt mig um að taka penna í hönd og gera nokkrar athugasemdir við greinina „Aróð- ur í nafni vísindanna", þar sem Hannes ræðst að Gísla Pálssyni og bók hans Samfélagsfræði. Ástæð- an er fyrst og fremst sú, að Morgunblaðið hefur séð tilefni til að velta sér upp úr þessum níðskrifum Hannesar um Gísla og hjáfræðilegri umfjöllun Hannesar á bókinni „Samfélagsfræði" (Stak- steinar, 20. sept.). Er leitt til þess að vita, að einn áhrifamesti fjölmiðill landsins geri sig sekan um slíka vanvirðu. Grein Hannesar er skrifuð undir fræðilegu yfirskini. En verklag áróðursmeistarans leynir sér þó ekki. Greinin úir og grúir af ^beinum ósannindum, hálfsannleik og mistúlkunum. Umfjöllun Hann- esar er meðvituð skæling á bók Gísla, „Samfélagsfræði". Ég mun færa rök fyrir þvíTiér á eftir. En hún er einnig persónuníð. Hannes brigslar Gísla um þekkingarskort og skilningsskort á fræðigrein sinni, segir, að hugsun hans sé goðsagnaleg, bendlar hann við stalinisma og dylgjar að því, að hann hafi í frammi áróður í kennslustundum, o.s.frv. Er úrelt kenning Marx notuð í bók Gísla? Eitt meginmarkmið Hannesar er að gefa það í skyn, að bók Gísla sé marxískt áróðursrit. Hann ritar: „Bók Gísla hefst á því að vitnað er til Karls Marx, og er hún öll í anda þessa þýzka heimspek- ings. Henni er að minnsta kosti ætlað að vera það, þó að bókahöf- undurinn komi vjða upp um það, að hann þekki ekki mjög vel til kenninga Marx.“ Ef lesandinn íhugar, hvað Hannes segir hér, blasir rökleysið og mótsögnin við. Hvernig í ósköpunum getur maður, sem „ekki þekkir mjög vel til kenninga Marx“, skrifað heila bók, sem er „öll í anda þessa þýzka heimspekings"?! (undirstrikun mín, B.G.). Þessi rökleysa stafar af því, að hér er Hannes að fara með ósannindi. Það eina rétta í ofan- greindri tilvitnun, er, að bókin hefst á því, að vitnað er í skrif Marx. En merkir það, að Gísli sé með því að koma að marxískum áróðri? Það fer auðvitað eftir þeim boðskap, sem þessi tilvitnun flyt- ur. Hún er svohljóðandi: „Maður- inn er ekki einungis félagslegt dýr, hann er dyr, sem þroskast ekki sem einstaklingur, nema í samfé- lagi.“ HVaba þjóðfélagsfræðingur gæti ekki skrifað undir þetta? Af hverju birtir Hannes, sem er óspar á að vitna í rit, ekki þessa tilvitnun? Kann það að vera vegna þess, að Hannes veit, að lesendur Morgunblaðsins tengja nafn Marx við ákveðna stjórnmálaafstöðu, sem fæstir þeirra aðhyllast, en án þess að þekkja til fræðimennsku Marx, sem almennt er viðurkennd af þeim, sem láta sig þjóðfélags- fræði einhverju varða? Hvernig rökstyður Hannes þá fullyrðingu, að bókin sé „öll í anda Marx“? Greinilegt er, að Hannes getur það ekki, þrátt fyrir broslega tilburði í þá áttina. Svo er mál með vexti. að aðeins er tvisvar vikið að Marx í allri bókinni (bls. 13 og 82). Ég hef, að ofan, greint frá fyrra tilvikinu. I þvi síðara beitir Gísli aðferð Marx til þess að útskýra muninn á höfuðmarkmið- um framleiðslunnar í þjóðfélögum sjálfsþurftarbúskapar annars veg- ar og í þjóðfélögum, þar sem markaðshagkerfi er ríkjandi hins vegar. Sú aðferð byggist á því, að gerður er skýr greinarmunur á „framleiðslu til neyzlu" og „fram- leiðslu til skipta". I þjóðfélagi sjálfsþurftarbúskaparins er fram- leiðsjueiningin heimilið og fram- leiðslan miðar fyrst og fremst að því að fullnægja brýnustu þörfum einstaklinganna, svo sem fæði og klæði. Frá sjónarhóli sjálfsþurft- arbóndans miðast því framleiðslan við neyslu og leggur hann því höfuðáherslu á notagildi fram- leiðsluafurða. I markaðsbúskap er þessu öðru vísi varið. Framleiðslu- einingin er þá fyrirtækið sem framleiðir vöru, sem síðan er seld á markaði. Framleiðsluafurðin hefur því ekki aðeins notagildi, eins og hún sé rétt í framhalds- skólakennslu." Hannes nefnir ekki hvar í bók sinni Gísli noti „vinnuverðgildiskenningu Marx". enda engin furða. því hvergi er um neina vinnuverð- gildiskenningu fjallað. né heldur vikið að því hvaða þættir það eru. sem ákvarða verð vöru! Tilraun Hannesar til að sýna fram á þetta er því hjákátlegt skrök. En hún er einnig hjáfræðileg vegna þess, að Hannes talar um „vinnuverðgildis- kenningu Marx“, sem hvergi er til nema í heilabúinu á Hannesi. A.m.k. hefur Marx aldrei sett fram neina kenningu þess efnis að „verðgildi" vöru færi eftir „því vinnuafli, sem notað væri til að framleiða hana“. Marx kennir, að vara hafi skiptigildi, en jafnar því alls ekki við verð vöru (sbr. Capitai. Vol. I, fyrsti hluti og Vol. III, kafli 10). Hins vegar er kannski ástæða til að benda á, að ýmsir félagsvísindamenn, t.a.m. Karl Popper, hafa haldið fram þeirri skoðun, að hugtakið skipti- gildi sé lélegur gjaldmiðill í fræðilegri umræðu, ef ekki er mögulegt að samsama það markaðsverði vöru. Það er kannski þetta, sem þvælist fyrir Hannesi. En Popper réttlætir á engan hátt tilraun Hannesar til að búa til „vinnuverðgildiskenningu" og kenna hana við Marx. Þvert á móti þá er Popper þeirrar skoðunar, að það hreinlega vanti í greiningu Marx kenningu um verðmyndun vöru og að Marx hafi fyllilega gert sér grein fyrir því (sjá Open Society and its Enemies Vol. II, bls 175). Þá er rétt að geta þess, að túlkun Poppers á Marx er ekki almennt viðurkennd af þjóðfélagsfræðing- um, sem rétt. Um þetta er enn deilt (sjá gagnrýni á Popper t.d. Mattick: Marx and Keynes ‘69, M. Cornforth: The Open Philosophy and the Open Society ‘68, Mandel: Marxist Economic Theory ‘62, Rubin: Essays on Marx Theory of value ‘72). Eins og ég hef sýnt fram á, er enginn fótur fyrir þeirri fullyrð- ingu Hannesar, að Samfélagsfræði Gísla sé „öll í anda Marx“ og að í henni sé „úrelt kenning Marx notuð“. Með þessu er ég alls ekki að halda því fram, að Gísli hafi ekki orðið fyrir neinum áhrifum frá kenningum Karls Marx. Það hafa flestir þjóðfélagsfræðingar orðið. I.M. Zeitlin, prófessor við Háskólann í Indíana í Banda- ríkjunum, hefur haldið því fram, að félagsvísindin hafi þróast á grundvelli “rökræðna við draug Karls Marx“ (Ideology and the Development of Sociological Theory ‘68). Þetta er ekki sagt þeim til lasts. Þótt ýmislegt megi setja út á þessa framsetningu Zeitlins, er hún til marks um þau áhrif, sem hugsun Marx hefur haft á nútíma félagsfræði. Gísla Páls- syni bar því sk.vlda til að kynna hugmyndir Marx í bók sinni. Það gerir hann eins og fræðimanni sæmir. Árásir Hannesar vegna þessa minna því frekar á galdraof- sóknir miðalda en fræðilega gagn- rýni. Hannes og Snorri goði í bók sinni gagnrýnir Gísli ýmsa hleypidóma, sem ætlað er að skýra hungur og fátækt í þróunarlönd- um með tilvísun til leti, mennt- unarskorts eða hjátrúar. Gisli bendir á, að sé betur að gáð, eigi misskipting auðs í heiminum, og þar með hinn geigvænlegi fæðu- skortur sem hrjáir meirihluta mannkyns, rætur að rekja til „alþjóðlegrar efnahagsskipunar, sem vestræn iðnríki hafa mótað undanfarnar aldir“. Ennfremur leggur Gísli á það áherslu, að „til þess að skilja kjör og aðstæður manna í þróunarlöndunum, verð- um við því bæði að gefa gaum að þeirri sögulegu þróun, sem átt hefur sér stað frá upphafi ný- lendutímans og þeirri efnahags- skipan, sem nú er við lýði í heiminum". Hannes gerir eftirfar- andi athugasemdir: „En var eng- inn fæðuskortur með öðrum þjóð- um en vestrænum fyrir daga þessarar „efnahagsskipanar"? Svo sannarlega, hann var hinn rauði þráður mannkynssögunnar. Þessi spurning mín er í rauninni sömu gerðar og spurningin fræga á Þingvöllum kristnitökuárið: „Hverju reiddust goðin ...?“ — Því að Gísli sér markaðskerfið, þar sem fáfróðir fornmenn sáu goðin reiðu, hugsun hans er goðsagnaleg en ekki vísindaleg". Hér þyrlar Hannes ryki í augu lesandans. Til þess að dylja það, að spurning hans er marklaus með öllu líkir hann henni við ein snjöllustu ummæli, sem varðveist hafa í íslenskri sögu, og gefur þar með í skyn að vit sitt sé ekki minna en vifSnorra goða, sem íslendinga- sögur lýsa sem fádæma vitmanni, um leið og hann sakar Gísla um fáfræði og fullyrðir, að hugsun hans sé goðsagnaleg!! Sjálfum- gleði Hannesar á sér fá takmörk. En hvers vegna er spurning Hannesar marklaus? Best er að sýna fram á það með einföldu dæmi, sem Hannes kann án efa að meta sjálfur. Hannes Gissurarson hefur skrifað margar blaðagrein- ar, þpr sem hann hefur gert tilraun til að rökstyðja með dæmum frá A-Evrópu, að sósíalismi leiði óhjákvæmilega til skerðingar á persónufrelsi, kúgun- ar einstaklinganna og pólitísks alræðis. Ætli Hannesi þætti það ekki bera vott um rökleysi væri honum sarað á svofelldan hátt: „En var engin skerðing á persónu- frelsi og kúgun þegna fyrir daga rússnesku byltingarinnar 1917? Svo sannarlega. Skerðing á per- sónufrelsi og kúgun var hinn rauði þráður mannkynssögunnar? ! Athugasemdir við skrif Hannesar Gissurarsonar um Gísla Pálsson og bók hans, Samfélagsfræði heldur hefur öðlast skiptigildi, sem er í formi peninga. Frá bæjardyrum athafnamannsins séð, er markmið framleiðslunnar, við slíkar aðstæður, ekki neysla, heldur það, að framleiðslan skili af sér gróða. Hannes færir ekki fram nein rök gegn þessari umfjöllun Gísla, enda er, mér vitanlega, ekki um það ágreiningur á meðal félagsvísindamanna, að markmið athafnamanna í samfélagi, sem byggir á markaðshagkerfi, sé gróði. Þannig ritar Ólafur Björns- son, í bók sinni „Hagfræði", en rit hans eru Hannesi greinilega álíka heilög og Opinberunarbækurnar trúarofstækismanninum,: „í kapi- talísku þjóðfélagi keppir hver einstakur atvinnurekandi að því að öðlast sem mestan hagnað, þ.e. að tekjur hans að frádregnum kostnaði verði sem mestar." (Hagfræði 1951 bls. 44). Hannés er því ekki í aðstöðu til að gagnrýna Gísla með rökum. En Hannes er sjaldan ráðalaus, frekar grípur hann til þess ráðs að segja ósatt. Hann skrifar; „Tilraun Gísla til að nota hugtök Marx... er hjákátleg. (Hvers vegna? BG) En hún er einnig hjáfræðileg, því að hann notar vinnuverðgildiskenn- ingu Marx, sem hagfræðingar hönuðu fyrir aldamótin.... En það er fullkomið hneyksli að vinnu- verðgildiskenning Marx sé notuð Hannes fullyrðir að Gísli nefni ekki þá skýringu á vandanum sem sé „skynsamlegust", enda sé „auð- veldara fyrir hann að hrekja óskynsamlegar kenningar". Hvers vegna hrekur Gisli þessar „óskyn- samlegu“ kenningar? Ekki vegna þess að það er „auðveldast“, heldur vegna þess að þær hafa haft mikil áhrif á viðhorf almennings til vandamála þróunarlandanna. Einnig hefur slíkum kenningum verið beitt í ýmsum ritum. T.d. í heftinu Atvinnusaga og þjóðar búskapur sem gefið var út af Skólarannsóknadeild mennta- málaráðuneytisins 1969 og er beinlínis ætlað að vera lesefni fyrir skóla (sjá bls. 15). Hannes segir Gísla ekki nefna þá skýringu á fátækt í þriðja heiminum sem sé skynsamlegust. Hvaða skýring er þá skynsamleg- ust ef það er ekki sú, sem Gísli nefnir? Hannes svarar því ekki á annan hátt en með því að vitna til bókar Ólafs Björnssonar, Ilagfræði. en í henni er hvergi reynt að leita skýringa á hungri og örbirgð í þróunarlöndunum. Sú tilvitnun, sem Hannes birtir, er á næst síðustu síðu í bók Ólafs, en þar er Ólafur að velta fyrir sér gjörólíku viðfangsefni þ.e. tak- mörkunum vísinda!! Mergurinn málsins er sá, að sú skýring, sem Gísli bendir á, er sú skýring, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.