Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 31 með mikla þekkingu á háttum hennar og högum. Héðinn hefur af sínu heimahlaði á Fjöllum með hjálp sjónauka gert athyglisverða talningu í 29 vor. íbúðúðarhúsin á Fjöllum standa nokkuð hátt. Þaðan sér yfir allstórt heiðar- og fjallendi frá norðaustri til suðvest- urs. Svæðið sem yfir sér er valið varpland fyrir rjúpur, enda er í landi Fjalla eitt mesta og bezta rjúpnaland í Þingeyjarsýslum. Héðinn hefur talið maka rjúpn- anna á nefndu svæði um varptím- ann, karrana. Á varptímanum heldur karrinn vörð um hreiðrið, situr lon og don á kletti eða öðrum hávaða nálægt því. Hann heldur að mestu sínum hvíta lit, meðan hann er í varðstöðu, þess vegna sést hann langar leiðir í góðum sjónauka. Niðurstaða talningar Héðins Ólafssonar er sem hér segir: Vorið 1950 sáust 20 karrar vorið 1951 sáust 26 karrar vorið 1952 sáust 28 karrar vorið 1953 sáust 34 karrar vorið 1954 sáust 39 karrar vorið 1955 sáust 46 karrar vorið 1956 sáust 43 karrar vorið 1957 sáust 39 karrar vorið 1958 sáust 36 karrar vorið 1959 sáust 29 karrar vorið 1960 sáust 25 karrar vorið 1961 sáust 20 karrar vorið 1962 sáust 17 karrar vorið 1963 sáust 17 karrar vorið 1964 sáust 18 karrar vorið 1965 sáust 19 karrar vorið 1966 sáust 21 karri vorið 1967 sáust 12 karrar vorið 1968 sáust 9 karrar vorið 1969 sáust 9 karrar vorið 1970 sáust 6 karrar vorið 1971 sáust 7 karrar vorið 1972 sáust 6 karrar vorið 1973 sáust 8 karrar vorið 1974 sáust 5 karrar vorið 1975 sáust 0 karrar vorið 1976 sáust 2 karrar vorið 1977 sáust 3 karrar vorið 1978 sáust 1 karri Að sjálfsögðu taldi Héðinn karrana oftsinnis á hverju vori og jafnan í góðu sýni. Þessi merkilega athugun þarf ekki skýringar við, hér eru tölur sem tala. Á 24 árum (1955—1978) fækkar varphjónum úr 46 í ein. Slæm veðrátta á varptíð getur haft áhrif á afkom- una það vor. Líkur eru til, að fækkun varphjóna frá 1966 til vorsins 1967 úr 21 í 12 stafi að einhverju leyti frá umræddu óveðri fyrra vorið, en með hliðsjón af tölunum frá árunum síðan er ekki ástæða til að gera mikið veður út af því tapi, en það mun einmitt hafa verið í Þingeyjarsýslum, sem umrætt tveggja daga slagveður var einna verst. Dæmið frá Fjöllum bendir til, að orsaka eyðileggingar rjúpnastofnsins sé annars staðar að leita. Síðustu fjögur til fimm haustin hafa fjárleitarmenn í Þingeyjar- sýslum yfirleitt sömu fréttir að segja, það sést varla rjúpa á heiðunum. Stundum hægt að telja á fingrum sér þær rjúpur, sem heill leitarflokkur hefur veður af. Af öðrum svæðum landsins berast samhljóða fréttir. Óhræsið Ein er upp tilfjalla yli húsafjcer, út um hamrahjalla, hvit med lofmar tœr, bryzt í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, d sér ekkert hreysi, útibarin rjúpa. Valur er á veiðum, vargur tfuglahjörö, veifar vœngjum breidum vofir yfirjörd, otar augum skjótum yfir hlíð og litur kind, sem köldumfótum krafsar snjó og bítur. Rjúpa ræður að lyngi, raun er létt um sinn, skýzt í skafrenningi skjót í krafsturinn, tínir, mjöllu mærri mola, sem af borði hrjóta kindfrd kœrri, kvakar þakkarorði. Valur í vígahug varpar sér d teig, eins ogfiskifluga fyrst úr löngum sveig hnitar hringa marga, Hnifill er ad bíta. Nú er bágt til bjarga, blessuö rjiípan hvíta. Elting itl er hafin yfir skyggir él Rjúpan vanda vafin veit sér búið hel. Eins og dlmur gjalli, örskot veginn mœli fleygist hún úrfjalli að fd sér eitthvert hceli. Mædd d manna bezta miskunn loks hún flaug. ínn um gluggann gesta guðs í nafni smaug. Úti garmar geltu. Gólið hrein í valnum. Kastar hún sér í keltu konunnar í dalnum. Gæða-konan góða grípurfegin við dýrið dauðamóða, dregur hdls úr lið, plokkar, pils upp brýtur, potl d hlóðir setur, segir happ þeim hlýtur og horaðá rjúpu étur. Jónas Hallgrímsson. Með hliðsjón af uinmælum mínum um rjúpnamergðina á mínum æskudögum, upp úr síð- ustu aldamótum, vil ég benda á, að talning Héðins Ölafssonar af hlaðinu á Fjöllum hefst ekki fyrr en að afstöðnum flótta íslenzku rjúpunnar til annarra landa. Það sem Héðinn lítur yfir við upphaf sinnar talningar er því dreifing rjúpnaþjóðarinnar, sem eftir sat, þegar „breiðurnar" flugu til Græn- lands, Finnmerkur eða eitthvað annað. Telja má sennilegt, að víða á landinu kunni tilveru rjúpunnar að hafa hnignað álíka og varð á Fjöllum 24 síðustu árin. Þó ekkert verði um þetta fullyrt er óhætt að slá því föstu, að alvara er á ferðum í þessum efnum og tvímælalaust tímabært að gera sér grein fyrir því, að um tvennt er að velja, aldauða rjúpnastofnsins á Islandi eða myndarlega uppbyggingu hans, í sambandi við alfriðun rjúpunnar, þar er enginn milliveg- ur. Stytting veiðitíma frestar aðeins eyðingunni eins og komið er, en kemur ekki í veg fyrir hana. Ekki þarf að fara í grafgötur um það, að krafa um alfriðun rjúpunn- ar mætir andstöðu. Meirihluti þjóðarinnar er ófróður um stöðu hennar og er það mikið mein. Það má búast við, að einhverjir reki upp ramakvein: „Á að banna þjóðinni að hafa rjúpur á jóla- borði?" Slíkt bann er skammt undan hvort sem er. Aðrir munu hreinlega andmæla staðreyndum og telja þær áróður. Þeir kynnu að halda því fram, að talning rjúp- unnar á landinu öilu væri sú eina staðreynd, sem tákandi væri mark á. En slík talning væri lítt hugsanleg og mundi í hæsta lagi styðja þær staðreyndir, sem þegar eru fyrir hendi, án þess þó að sanna þær. Sárast mun þeim þó svíða, sem bera veiðigleði í blóðinu og lengur eða skemur hafa svalað henni á þessu hrjáða dýri. Þessir menn ættu raunar að vera manna fróðastir um stöðu rjúpunnar nú, en ekki er líklegt, að þeim dugi það öllum, til þess að sætta sig við orðinn hlut. Og ástríðuna verður að virða þeim til vorkunar. Þessar línur hafa tilgang. Þær eiga að undirstrika neyðarkall, sem til er ætlast, að beri árangur. Hvort sá tilgangur næst er svo önnur saga. Það er ekki kallað á neina kyrrstöðuvernd, heldur stór- fenglega aukningu á æðsta sviði náttúruverðmæta, á sjálfu lífs- sviðinu. Ég heiti á alla góða menn að taka undir neyðarkall Theodórs Gunnlaugssonar þegar í stað! Hinn 15. október er skammt undan. Látum þann dag verða síðasta blóðdaginn í óbyggðum landsins. Alþingi tekur til starfa um líkt leyti. Samtímis hinum ljóta leik upp til heiða og fjalla fari fram alvöruleikur við Austur- völl. Þar verði búið svo um hnútana, að blóðbaðið 1978 verði hið síðasta fyrir langa tíð. Það þarf ekkert formlegt vafst- ur að viðhafa í þessu máli svo sem álit embættismanna, sérfræðinga, félagssamtaka eða pólitíkusa, það þarf einu sinni ekki að setja nefnd í málið. Landbúnaðarnefndir Al- þingis semji friðunarlög rjúpunn- ar og beri þau fram til sigurs. Ég er bjartsýnn á skilning og viðbrögð Alþingis í friðunarmál- inu. Andróður mun lítil áhrif hafa á þeim vettvangi. Björgun ómetan- legra verðmæta á elleftu stundu, hlýtur að verða hafin yfir flokka- pólitík. 16.9 1978 Ungir menn íSÚM Þrír ungir listamenn sýndu í Galleri .SUM fyrir nokkru. Það er eins með þetta skrif mitt sem önnur þessa dagana: það er síðbúið. Samt finnst mér ástæða til að minnast á þessa sýn- ingu,27 því meðal annars, að ég er ekki viss um, að þessir ungu menn hafi sýnt verk sín opin- berlega hér áður, að undanskild- um Arna Ingóifssyni, en það má vera rangt hjá mér, og ef svo er, hið ég þá það vel að virða við mig. Þessir ungu menn heita: Ilannes Lárusson. og mun hann hafa verið við nám í Canada, en það er sjaldgæft, að íslenskir myndiistarnemar leiti sér fanga þar um slóðir. Arni Ingólfsson heitir sá annar og sýndi hann nokkur verk sín á Suðurgötu 7 í ágúst. Sá þriðji er ívar Val- geirsson. og veit ég ekki deili á honum. Verk þessara ungu manna fara ekki illa saman, þau eru skyld að uppruna, og hér er það nýlistin svokallaða, sem er til meðferðar. Þarna kemur ljós- Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON myndavélin mikið við sögu og það, sent á engelsku heitir Videotype, en það hefur verið nokkuð notað til tjáningar nú á seinustu árum. Á gólfi liggur viður í mismunandi ástandi, og ég á nú dálítið erfitt með að tengja það skúlptúr. Langar myndræmur af gróðri, klöppum og grjóti eru gerðar með ljós- myndatækni og verkið kallað „Milli fjalls og fjöru“. Sérkenni- iegt og að mínum dómi hug- myndaríkt verk, sem gerir sitt á þessari sýningu. Það er ekkert áhlaupamál að gera upp á milli verka þessara ungu manna. Þeir eru allir á kafi í Konseptional- BADJBEAMS - isma, og í góðri trú halda þeir sig ábyggilega framúrstefnu- menn. Sagan er bara sú, að þessi stíll eða réttara sagt hugmynd, er orðin svo algeng, að hún verður hvergi flokkuð undir annað en það, sem í eina tíð var kallað Akademí-list. Þetta hug- tak hefur ekki haft sérlega skemmtilega eða jákvæða nierk- ingu í orðaforða myndlistar- ntanna á þessari öld, þótt hugtakið hafi eitt sinn verið konunglegt og skriðið fyrir því af fyrirmönnum. Það eru því engin gleðitíðindi, að nú skuli þetta orð vera notað í erlendum blöðum um það sem þeir i Amsterdam og Reykjavík kalla Avante-garde og Framúrstefnu. Svona er nú tuttugusta öldin snögg í snún- ingum, maður er ekki fyrr búinn að koma frá sér verki en það er orðið úreit og annað endurbætt og fullkomnara komið á mark- aðinn. Svona er það með bifreið- arnar og svona gengur það til í listinni. Það mætti ef til vill segja með sanni, að hraðinn væri mesti vágestur listarinnar í nútímanum. Engin hefur við að vera frumlegur, og allt fellur i skuggann, áður en aftur er orðið bjart fyrir dyrum. Eg hafði nú samt svolítið gaman að þessari sýningu í SÚM, og hún er látlaus og fer ekki mikið fyrir henni. Þarna eru engin breið spjót, en það litla, sent til sýnis er nær tilgangi sínum. Valtýr Pétursson. m 2Utrar YSA ómissandi í sláturtíðinni Næringarefni matar nýtast betur í súrmat en nýjum eöa frystum mat, enda er súrmatur auömeltari. Súrmatar ættum viö því aö neyta allt áriö, en ekki einungis sem veizlumatar á þorranum. Súrsum í skyrmysu og geymum matinn á köldum staö, en súrinn má ekki frjósa. Kjöt og slátur á aö sjóöa vel (ekki ”hálfsjóöa“) og kæla alveg áöur eh þaö er sett í mysuna. Ath. Súrsið ekki, og geymið ekki sýru i galvaniseruðum ílátum MJOLKURSAMSALAN í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.