Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 Samkomulag þarf að nást í hafréttar- málum á næsta sagði Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrrakvöldi Það er mér ánægja að taka undir heillaóskir starfsbræðra minna í tilefni af kosningu yðar sem forseta 33. allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Ég er sannfærður um að reynsla yðar og viska yðar muni stuðla að virkri forustu yðar á þessu þingi, sem er nauðsynleg ef tilætl- aður árangur á að nást. Fjöldi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna er nú orðinn 150, er við höfum boðið Solomonseyjar velkon- ar i samtökin. Þetta er mikil fjölgun frá því að 51 þjóð lögðu hornstein að þessum samtökum fyrir 33 árum á rústum hörmulegustu styrjaldar í sögu mannkynsins. Við endalok heimsvaldastefnunnar hafa næst- um 100 ný, frjáls og sjálfstæð ríki verið stofnuð og hafa þau sett sterkan svip á samtíðarsögu okkar. Við skulum ekki gleyma, að enn fleiri eiga eftir að bætast í hópinn. Þeir eru ætíð margir, sem harma og gagnrýna að Sameinuðu þjóðirn- ar, einkum allsherjarþingið, séu pólitískt sjónarspil, sem allt of mikið sé gert úr, þar sé mikið skrafað en lítið verði úr fram- kvæmdum. Jafnvel þótt við gerum okkur grein fyrir því, sem aflaga fer, verðum við ekki aðeins að svara slikri gagnrýni með því að lýsa öllu því, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa fengið framgengt, heldur einnig með því að benda á, að 30 ár eru skammur tími í æviskeiði alþjóða- stofnana. A mörgum Vesturlanda- málum er til málshátturinn „Róm var ekki byggð á einum degi.“ Hafa hin stærri menningarsamfélög eða höfuðtrúarbrögð nokkurn tíma skotið rótum og borið ávöxt á skemmri tíma en mannsöldrum? Er því hægt að ætlast til, að stærsti draumur mannkynssögunnar — Sameinuðu þjóðirnar — rætist á fáum árum? Segja má, að Sameinuðu þjóðirn- ar hafi nú slitið barnsskónum. Þá er komið að vaxtarverkjum unglings- áranna. Framundan blasir við langt tímabil, þegar við munum takast á við vandamál tilverunnar með vaxandi styrk og þroska. Þetta er að mínu áliti framtíð Sameinuðu þjóðanna. Leyfist mér að vitna í Adlai Stevenson, sem sagði: „Gerum ekki gys að veikleika þeirra, því að þar með erum við að gera gys að sjálfum okkur." Við ættum frekar að einbeita okkur að því að ná stefnumiðum stofnskrár samtakanna, og sýna fram á að við séum sameinaðar þjóðir í reynd. Herra forseti. Islendingar eru eyþjóð, sem að miklu leyti byggir afkomu sína á auðæfum hafsins. Þess vegna geri ég ráð fyrir, að það sé skiljanlegt hvers vegna við leggjum meiri áherslu á hafréttarráðstefnuna en nokkra aðra starfsemi Sameinuðu þjóðanna, að undanskilinni varð- veislu heimsfriðar og öryggis. Höfin þekja tvo þriðju hluta af yfirborði jarðar. Þó að stór svæði muni falla undir yfirráð strandríkj- anna eru eftir geysistór svæði á úthafinu og á hafsbotni, sem við vonum að staðfest verði sem sameiginleg arfleifð alls mannkyns, eins og gert er ráð fyrir í fyrstu ályktunum allsherjarþingsins, sem skilgreindu verkefni ráðstefnunnar. Ég dreg ekki í efa að frumherjar ráðstefnunnar hafi orðið fyrir vonbrigðum, jafnvel þótt mikið hafi miðað fram og enn séu miklar líkur á að samkomulag náist brátt um hafréttarsáttmála. Eigi að síður vekur hægur gangur mála á ráðstefnunni og hin flóknu deilumál þar, sem hvað eftir annað hafa komið í veg fyrir samkomulag, vissulega áhyggjur. Vegna þess, sem er í veði — alþjóðaréttur á tveimur þriðju hlutum jarðar — tel ég að nú beri að fjalla um þessi mál á hæsta pólitíska vettvangi svo að raunverulegur árangur náist af allri þeirri vinnu, sem sendiherrar okkar og sérfræðingar hafa lagt fram, svo mikilvæg sem hún er. Stjórnleysi á höfunum myndi leiða til fjölmargra átaka og stórtjóns, ekki síst fyrir fátækari þjóðir. Bráðnauðsynlegt er, að samkomulag náist á hafrétt- arráðstefnunni á næsta ári, og ættum við að leggja höfuðáherslu á það markmið. Jákvæður árangur hefur náðst á ýmsum sviðum hafréttarráðstefn- unnar. Almennt samkomulag hefur náðst um mikilsverð málefni og leitt til aðgerða, sem hefð hefur an ómótmælanlega skapast um, enda þótt samþykktur og fullgiltur sátt- máli um öll atriði réttarreglna á hafinu sé ekki fyrir hendi. I þessu sambandi mætti nefna flest atriði varðandi víðáttu landhelgi, sem mörg ríki hafa þegar sett eigin lög um. Vegna hagsmuna íslands á þessu sviði hefur land mitt hlotið að vera þar í fararbroddi síðustu 30 árin. Næsta átakið í hafréttarmálum Islendinga verður heildarlöggjöf, sem staðfestir 200 mílna efnahags- lögsögu, færir almenna lögsögu út frá 4 mílum í 12, ákveður aðgerðir um umhverfisvernd á hafinu auk þess að fjalla um skyld efni. Löggjöf þessi mun verða rædd í ríkisstjórn og á Alþingi innan skamms. Með yðar leyfi, hr. forseti, vildi ég gjarnan víkja aftur að hinni tiltölu- lega stuttu sögu Sameinuðu þjóð- anna og vekja athygli á 30 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar- innar, sem verður fyrir lok þessa þings. Yfirlýsing þessi, sem gefin var svo skömmu á- eftir stofnskránni sjálfri, er einn af stærstu áföngun- um í starfsemi Sameinuðu þjóð- anna. Á sama hátt og boðorðin 10 í kristinni trú hefur hún verið og er enn leiðarljós margra. Hún hefur verið græðslu- og áhyggjuefni þeirra, sem hafa gerst brotlegir við hana, en því miður hafa allt of margir virt hana að vettugi. Baráttan fyrir mannréttindum hefur harðnað og jafnframt hefur hún minnt okkur á allt það, sem ógert er á þessu sviði. Við vitum, að pyntingum er beitt á ýmsa vegu í tugum landa, sem aðilar eru að samtökum okkar. Við megum ekki láta baráttu linna fyrr en þessi blettur á mannkyninu hefur verið afmáður. Við vitum, að þúsundum manna hefur verið varpað í fangelsi í fjölda landa af pólitískum ástæðum, vegna þátttöku þeirra í verkalýðssamtök- um eða vegna trúarbragða, og þeim er haldið í fangelsi eða fangabúðum, án þess að koma fyrir dómstól. Þetta er óþolandi ástand. Við vitum, að kynþáttastefna og kynþáttamisrétti er ekki aðeins víða í framkvæmd heldur opinber stjórnarstefna í sumum löndum. Mikið hefúr verið um ályktanir á allsherjarþinginu um kynþáttamis- rétti, en fram að þessu hefur lítill árangur náðst. Við vitum, að önnur mannrétt- indi, borgaraleg og pólitísk, efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg, eru víða vanvirt. í tilefni af afmæli mannréttindayfirlýsingarinnar skulum við enn herða sóknina á þessu sviði. Án grundvallar mann- réttinda er ekki um að ræða raunverulegt einstaklingsfrelsi, og án einstaklingsfrelsis verður höfuð- markmiðum stofnskrár Sameinuðu þjóðanna ekki náð. Er við tölum um mannréttiidi beinist athygli okkar að suðurhluta Afríku. Þar er kynþáttastefna, misrétti og óréttlæti grundvöllur þjóðfélaga, þar sem tiltölulega fámennir hvítir minnihlutahópar kúga mikinn meirihluta íbúanna. Sameinuðu þjóðirnar ættu að efla aðgerðir sínar í þessu máli og reyna að stuðla að lausn þess og frelsi þjóðanna. Annars má búast við að þar komi til stórfelldra vopnaðra átaka. Við verðum að halda áfram að fordæma apartheidstefnu Suður- Afríku og alla kúgun og óréttlæti, sem henni fylgja. Auka verður alþjóðlegar aðgerðir og þrýsting í því skyni að afnema apartheid-kerf- ið og beina landinu inn á braut jafnréttisþjóðfélags öllum kynþátt- um til góða. Við vonum, að þróun mála í Namibíu haldi áfram á réttri braut og verði til þess að landið hljóti sjálfstæði undir meirihlutastjórn í náinni framtíð. Við vonum, að frjálsar kosningar á vegum Samein- uðu þjóðanna muni tryggja öllum aðilum, þar á meðal SWAPO, jafna möguleika. Að kosningum loknum verður að sjá fyrir verulegri fjárhagsaðstoð til uppbyggingar efnahags og þróunar í landinu. Hin mikilvæga hafnarborg Walvis Bay hlýtur að sjálfsögðu að verða hluti af Namibíu. Atburðarásin í Zimbabwe hefur nú aftur snúist til verri vegar og valdið vonbrigðum meðal allra þeirra, sem hafa bundið vonir við meirihlutastjórn í því landi. Reyna verður aftur að ná samþykki allra aðila um að afhenda meirihlutanum völdin á friðsaman hátt, en þangað til af því verður ber að halda fast við samþykktir um núverandi refsi- aðgerðir. Islenska þjóðin bjó lengi við nýlendustjórn. Við vitum af eigin reynslu, að frelsi og sjálfstæði valda ekki af sjálfu sér skyndilegum breytingum á aðstáeðum og útrýma ekki þegar í stað fátækt. En á hinn bóginn vitum við, að sjálfstæði vekur þjóðerniskennd og gefur þjóðunum nýjan og áður dulinn styrk til framfara. Ekki má færa völdin frá einni herrastétt til annarrar, né heldur mega nýjar myndir misréttis og óréttlætis koma í stað þess, sem áður var. Það er einungis með sjálfsaga, mannúð og menntun, sem kúguð þjóð getur aðlagast nýjum aðstæðum og nýrri framtíð. Þetta hefur verið okkar reynsla — og þetta hefur líka verið reynsla margra annarra nýfrjálsra ríkja, hvers á sinn hátt. Skjótfenginn auður og hraðfengin menntun geta valdið alvarlegum erfiðleikum og hættu á að sjálfsákvörðunarréttur- inn, sem okkur öllum er svo kær, tapist. Fjölþjóðafyrirtæki, lána- drottnar og jafnvel valdamiklar alþjóðastofnanir geta með leynd komið í stað hinna augljósu ný- lenduherra, sem við bjuggum við. Einstakar þjóðir verða nú á tímum að sýna hófsemd og sjálfsaga heima fyrir, ef þær gera sér vonir um að finna hið sama á alþjóðavettvangi. Hér verður hver að líta fyrst í eigin barm, nú sem endranær. I veraldarsögunni hefur lánið leikið meira við sumar þjóðir en aðrar, hver svo sem ástæðan er. Sumar búa við menntun, þekkingu, tækni, iðnað og allsnægtir, en ðrlög annarra hafa verið fólksmergð, fátækt, sjúkdómar og menntunar- skortur. I háþróuöum iðnaðarlönd- um eru allir sammála um, þó í mismunandi miklum mæli, að hinir ríku verði að láta af höndum verulegan hluta auðæfa sinna til þess að hjálpa þeim, sem eru fátækari og ekki eins lánsamir. Eim hefur þessi stefna þó ekki hlotið traust fylgi í samskiptum þjóða. Við verðum að halda áfram á þessari braut og við verðum að ná mun meiri árangri sem fyrst. Ekki ætla ég að leggja dóm á, hverjar eru hinar réttu aðferðir, bein efnahags- aðstoð, hærra hráefnaverð eða eitthvað annað. Ég vil aðeins minna á, að sé svöngum manni gefíhn fiskur, er honum gefin máltíð — en ef honum er kennt að veiða fisk, er honum tryggð lífsafkoma. Það er ekki við hæfi, að sendi- Félag vefnaðarvörukaupmanna: Verða verzlanir lokaðar árdegis eftir áramót? VEGNA versnandi afkomu smá- söluverzlana hafa miklar umræð- ur átt sér stað meðal kaupmanna um hvað sé til úrbóta, segir í fréttatilkynningu frá Kaupmannasamtökum íslands. Smásöluálagning hefur verið skert stórlega tvisvar sinnum á þessu ári, og er nú lægri en nokkru sinni fyrr. í fréttatiíkynningunni segir að verðlagsy/irvöld hafi viður- kennt í fjölmiðlum, að smásölu- álagning sé of lág hér á landi og standi verzluninni fyrir þrifum. Samt hafa engar úrbætur verið gerðar, segir í fréttatilkynning- unni. 'V Hins vegir er ljóst, að almenningur, jhér á landi óskar eftir því að \*érzlanir hafi upp á að bjóða mikiö vóruúrval og góða þjónustu. N'ú er svo komið að verzianir geta ekki með óbreyttri álagningu veitt viðskiptavinum sínum somu þjónustu og áður, og mun það m.a. koma fram í því að vöruúrval verður minna og þjón- usta lakari. Á stjórnarfundi í Félagi vefnaðarvörukaupmanna, sem haldinn var 26. september s.l., var samþykkt eftirfarandi álýkt- un: „Stjórnarfundur í Félagi vefn- aðarvörukaupmanna, haldinn 26. sept. 1978, mótmælir harðlega að verzlunarálagning hefur verið lækkuð stórlega tvisvar á árinu. Á sama tíma hefur allur tilkostn- aður aukist að miklum mun, þannig að fyrirsjáanlegur er verulegur rekstrarhalli verzlana, fáist ekki leiðréttingar á álagningarreglum. Fari svo að slíkar leiðréttingar fáist ekki, hvetur stjórnin félagsmenn ■ til samstöðu um sparnað í rekstri, sem m.a. fælist í því að stytta opnunartíma vefnaðarvöruverzl- ana, þannig að þær yrðu aðeins opnar frá klukkan 13 til 18 frá n.k, áramotum. Bent skal á að upp- sagnartími fastráðins starfsfólks er þrír mánuðir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.