Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 vUP MORÖJKc, IÍAFFíNU ' . ' 2______________ <T J ^__N Það Pf ekki skemmtilegt að búa í svona birgðavarðaríbúð. Flýttu þér inn úr rigningunni vina mín og farðu úr fötunum. Mormónar og kenning þeirra BRIDGE Umsjón: PM Bergsson Útsöluaði hefur verið áberandi hér í Reykjavík undanfarið og sjálfsagt hafa margir gleymt þeirri staðreynd. að ódýr innkaup eru oft dýr innkaup. Þeir sem falla fyrir freistingum í verzlun- um eru sjálfsagt einhig veikir fyrir þeim við spilaborðið. Norður gaf, allir á hættu. Norður S. 3 H. Á98652 T. ÁD73 L. Á4 Vestur S. 10965 H. D4 T. K82 L. K876 Austur S. G84 H. G103 T. G95 L. DG92 Suður S. ÁKD72 H. K7 T. 1064 L. 1053. Án þess, að andstæðingarnir skiptu ’sér af sögnum varð norður sagnhafi í sex hjörtum og austur spilaði út laufdrottningu. Það leit ekki út fyrir, að norður hefði mikla möguleika til að vinna sjnl þetta. En hann gafst ekki upp. Útspilið tók hann á hendinni með ásnum og tók á ás, kóng og drottningu í spaða en af hendinni lét hann lauf og tígul. Síðan spilaði hann fjórða spaðanum frá borðinu. Tían kom frá vestri og án hiks trompaði norður með tvistin- um. Austur var fljótur til, yfir- trompaði með þristi og spilaði laufi. Norður trompaði og tók á hjartaás og kóng en þegar báðir fylgdu var komin von til vinnings. í síðasta spaðann lét norður tígul af hendinni og þegar tígulsvíning- in tókst var slemman í höfn. Bilið milli vinnings og taps í spilinu var mjótt. Hefði austur ekki fallið fyrir freistingunni, að fá trompslag á þristinn, var útilokað að vinna spiliö. Fengi norður á tvistinn var ekkert að gera en taka á ás og kóng í hjarta eftir sem áður. Þá gæti austur trompað síðasta spaðann spilað laufi og norður þyrfti að spila tíglunum frá hendinni. Og vestur fengi sigurslag varnarinnar á tígulkónginn. COSPER 777X COSPER og svo vantar bara andlitsmynd! Meðlimur í Kirkju Jesú Krists af síðari daga heilögum hefur ritað eftirfarandi: „I margra augum hefur mor- mónatrúin táknað aðeins eitt: fjölkvæni. Um það hafa verið sagðar svæsnar sögur í öllum heimshlutum. Slíkar sögur voru mjög vinsælar um eitt skeið, en slík skrif hafa að kalla horfið með öllu þegar menn hafa fræðst um staðreyndirnar. Sannleikur málsins er þessi: Því er haldið fram að mormónatrúin sé endurreisn verka Guðs á öllum tímum fagnaðarboðskaparins. Gamla testamentið kennir að öldungarnir — þeir menn sem Guð hafði velþóknum á fyrr á tímum — hafi átt fleiri en eina konu með guðlegu samþykki. Við þróun kirkjunnar á nítjándu öld var það opinberað leiðtoga hennar að slíkir hjúskaparhættir skyldu teknir upp á ný. Boðun þessarar kenningar var mikið áfall. Skömmu eftir að Brigham Young frétti um þessa kenningu sá hann líkfylgd fara um götu og á hann þá að hafa sagt, að heldur vildi hann láta grafa sig í stað þess, sem í kistunni var, en að þurfa að gangast inn á þessa kenningu. En þrátt fyrir þetta samþykktu leiðtogar kirkjunnar hana sem boðorð Guðs. Það var þó ekki auðvelt. Þeim einum sem voru staðfastir og höfðu fært sönnur á að þeir væru færir um að sjá fleiri en einni fjölskyldu farborða var heimilað fjölkvæni. Það gerðist aldrei að meira en 3% fjölskyldna innan kirkjunnar iðkuðu fjöl- kvæni. Sá háttur var talinn trúarlegs eðlis einvörðungu. Síðla á níunda tug síðustu aldar sam- þykkti Bandaríkjaþing ýmis lög sem bönnuðu þennan sið og þegar hæstiréttur kvað upp þann úr- skurð að lögin brytu ekki í bága við stjórnarskrána tilkynnti kirkj- an að hún væri fús til að beygja sig í þessu efni. Hún hefði ekki verið sjálfri sér samkvæm ella því að ein undirstöðukenning hennar er nauðsyn þess að menn hlýði landslögum. Þetta gerðist 1890. Síðan hafa embættismenn kirkj- unnar ekki framkvæmt slíkar vígslur og þeir einstaklingar sem stofnað hafa til þess háttar hjúskapar hafa verið settir út af sakramentinu. En vegna þess að röngum upplýsingum hefur verið dreift af kappi hafa margar hlægilegar firrur um þetta atriði reynst furðu lífseigar. Þær hafa villt mönnum sýn að því er snertir hina raunverulegu hjúskapar- kenningu Síðari daga heilagra. I guðfræði mormóna er hjóna- bandið heilagur samningur sem gerður er að guðlegum fyrirmæl- um. Samkvæmt valdi prestsdæm- isins eru karl og kona ekki aðeins gefin saman í þessu lífi sem lögleg hjón heldur og um alla eilífð. Þær hjónavígslur fara aðeins fram í helgum musterum en þau eru einungis 17 talsins í notkun hjá kirkjunni nú og ekki framkvæmd- ar nema af sárafáum mönnum sem hlotið hafa umboð til þess. Biskup- Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 77 skýrði frá því. að það verkefni sem honum var falið hefði ekki borið neinn árangur. gafst ('hrister upp og sendi hina þreyttu samkundu heim til sín. En hann lét ekki hjá liða að segja við þau nokkur aðviirun- arorð. — Þið skuluð engum treysta. Látiö það ógert að drekka annað en vatn úr krana. Erk. þú fylgir Niinnu Kiisju heim. — Vatn. sagði frú Ivarsen í sjiiunda himnni. — Það er ég viss um. að ég stend við kranann f alla nótt og svelgi í mig í Iftratali. Meira að segja Norell for- stjóri leit út fyrir að vera ekki fráhitinn vatnssopa eftir þess- ar erfiðu stundir á heimili K lemenssonar veitingastjóra. I eldhúsinu smurði llelena Wijk hrauð og tók fram iilkrús- ir þó að áliðið væri orðið. — Ileyrðu sagði hún. þú hefur ta*lt mig til að taka þátt í óliiglegu athæfi. í íhúð Judith- ar? — Það var ekki meiningin að Berggren blandaði þér í málið. — Ég hleypti honum inn í fhúðina. Samkva'mt skipun frá þér. Og þá fannst mér cins gott. að ég hjáipaði honum við þessa húsrannsókn eins og hann kallaói þetta atha fi sitt. En ég veit honum fiiður þfnum mundi stórlega mislfka þessar aðfarir. Ilún var hvítha'rð og ósköp miigur Og veikluleg og hann iðraðist þess að hafa lagt þetta á hana. — Þú verður að fyrirgefa mér. Þú a'ttir reyndar að vera komin í rúmið fyrir liingu. — Við fundum ekki eitrið, sagði hún. — Nei. sagði hann daufloga. — Hvar sem það er þá heíur sjálfsagt verið reynt að finna því góðan felustað. Skárra væri Ifka annað. Þegar frú Wijk hafði einnig hellt kaffi í bolla hjá þeim spurði hún> — Ilvenær rennur tfminn út? Er það á þeim sólarhring sem nú er að byrja? Klukkan átta í kviild eða hvenær...? — Sá tími sem líða skal unz gla'purinn fyrnist á að reikna frá og með deginum eftir að morðið var framið. Morðdagur inn sjálfur telst ekki með. — Það þýðir sem sagt að morð sem er framið hinn fi. nóvember 1950. fyrnist 7. nóv- ember í ár. — Já. sagði Christor og andvarpaði. — Morðingjann er unnt að handtaka og leiða fyrir rétt fram til miðna-ttis þess dags sem nú er hafinn. En ekki longur. — Þá eru aðcins tuttugu og þrír klukkutfmar til stefnu. sagði Ilelena Wijk. — ()g ef hann sleppur fyrir horn, hvað þá? — Þá er málið úr sögunni. Því að það er nauðsynlegt að tilræðismaðurinn sé handtek- inn eða ákæra borin fram á hendur honum fyrir dómstóli áður en málið fyrnist. — Og ef viðkomandi persóna va-ri ekki að staðnum. va'ri þá hu'gt að bera fram kæru? — Nei, það er ekki gerlegt. En... — En hvað...? — Sú persóna sem við tölum um mun sjálfsagt ekki rcyna að fara í felur. sagði lögreglufor- inginn rólega og með furðu- mikilli sannfæringu í rómnum.' Það bar lítið til tfðinda fram eftir fimmtudeginum. Nóvem- berveðrið var milt, grátt og rakt og vísarnir á kirkjuklukk- unni tifuðu miskunnarlaust áfram og Ilelena Eijk var orðin ákaflega óstyrk vegna þess að ekkert gerðist. Ilún hringdi með jöfnu milli- bili til Stokkhólms en Camilla svaraði ekki og Christer sem gekk fram og aftur um húsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.