Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 44
Uí.JASINí.ASIMIW ER; 22480 JW*rflimblnt)ií> FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 EBE ósátt við hugmyndir um frestun á afnámi tolla: Eigum á hættu að missa tolla- ívilnanir á mörkuðum í Evrópu INNAN Efnahagsbandalags Evrópu hefur verið gefið í skyn að íslendingar geti átt á hættu að missa tollaívilnanir sínar á útfluttum iðnaðarvörum. sjávarafurðum og ísfiski í EBE-löndum samkvæmt samningi EBE og íslands verði ekki af hálfu íslands staðið við ákvæði samningsins um afnám tolla af ákveðnum iðnaðarvörum hér á landi fyrir 1980. en íslenzk stjórnvöld hafa nú til athugunar að fresta afnámi tolla þessara um sinn að beiðni forráðamanna iðnaðarins hér á landi. einnig gera ráð fyrír að ákvörðun hverfa í áföngum á 10 ára tímabili. íslenzkra stjórnvalda í þessa veru yrði þar tekið óstinnt upp. Samkvæmt aðild íslands að Frí- verzlunarbandalaginu (EFTA) og samningi íslands og Efnahags- bandalagsins (EBE) áttu tollmúrar í viðskiptum þessara aðila á milli að Talsmenn Efnahagsbandalagsins hafa þó ekkert viljað láta hafa eftir sér opinberlega um viðbrögð EBE við hugsanlegri frestun þessara ákvæða meðan stjórnvöld hér á landi hefðu ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Samkvæmt heimildum Mbl. í aðalstöðvum EFTA í Genf má Tollar þessir eru orðnir tiltölulega litlir, því að næstsíðasta tollalækk- unin er nú um næstu áramót samkvæmt samningunum og um áramótin 1980 eru tollarnir alveg úr sögunni. Með sama hætti hafa tollar verið að hverfa af útfluttum iðnaðar- Fékk 400 kr. fyrir kílóið í Fleetwood SKUTTOGARINN Runólfur frá Grundarfirði fékk í gærmorgun hæsta meðalverð sem greitt hefur verið fyrir fisk í Bretlandi og gildir einu hvort reiknað er f pundum eða fslenzkum krónum. Runólfur seldi 100 lestir í Fleetwood fyrir 40,3 millj. kr. og var meðalverð á kíló rösklega 400 kr. Aflinn, sem Runólfur var með, var mjög blandaður, en annars var togarinn með 42,5 tbnn af þorski, 26 tonn af ýsu, nokkur tonn af kola, eitthvað af karfa o.fl. tegundir. Sem dæmi má nefna að kílóið af kolanum fór upp í 500 kr. og virðist sem nú vanti mikinn kola á brezka markað- inn. Skipstjóri á Runólfi er Runólfur Guðmundsson. GÓÐA VEÐRIÐ — Það var nánast veizla hjá öndunum á Tjörninni í gær, en börn hópuðust þangað til að gefa þeim brauðmola. vörum héðan í löndum V-Evrópu, svo og af sjávarafurðum ýmisskonar og ísfiski eftir að lausn fékkst á iandhelgismálinu og bókun 6 féll niður. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um sem Mbl. hefur úr aðalstöðvum Efnahagsbandalagsins í Brússel er líklegt að EBE muni ekki una því að íslendingar fresti einhliða fram- kvæmd ákvæða aðildar og EBE-samningsins, og af opinverri hálfu innan EBE var Mbl. tjáð í gær, að vonast yrði til að Island stæði við samning sinn og í aðalstöðvum EFTA í Genf var Mbl. tjáð að þar væntu menn þess að íslenzk stjórn- völd gætu leyst vanda iðnaðarins hér á landi með einhverjum öðrum hætti en þeim að standa ekki við ákvæði fríverzlunarsamningsins. Byggingar- kostnaður hœkkar um 6,7 prósent VEGNA hækkunar á útseldri vinnu nú nýverið hækkar byggingarvísitalan um 6.7% hinn 1. október n.k. að því er Hrólfur Ásvaldsson hjá Hag- stofu íslands tjáði Morgun- blaðinu í gær. Sagði Hrólfur að þetta þýddi einfaldlega að kostnaður við byggingu hverr- ar íbúðar myndi því hækka um 6.7%. Könnun Hagvangs á verðlagi á Norðurlöndum: Verð á matvælum er hæst 1 Noregi HAGVANGUR hefur að beiðni Verzlunarráðs íslands og Félags íslenzkra stórkaupmanna gert könnun á útsöluverði nokkurra innfluttra neyzluvara á íslandi. í Danmörku. Noregi og Svíþjóð, ásamt hlutdeild ríkisins af útsölu- verði þeirra. Helztu niðurstöður könnunarinnar eru, að hreinlætis- og snyrtivörur eru iægstar á Islandi af þessum löndum, svo og hjólbarðar og sitthvað fleira. Hæst er vöruverð hérlendis á raf- magnstækjum, leirtaui, pennum og bjfreiðum. Á Islandi var hlutdeild rikisins i verðinu yfirleitt hæst, þ.e. opinber gjöld. Hlutdeild ríkisins í verði t.d. bifreiða er hæst á íslandi og i Danmörku, en langlægst í Svíþjóð. Verð á matvælum er samkvæmt könnuninni hæst í Noregi. Yerzlunarráðið og FÍS fengu Hag- vang til þess að gera könnunina til þess að hlutlaus aðili fjallaði um málið. Könnunin er gerð í framhaldi af könnun verðlagsstjóra, sem fram fór dagana 4. til 8. september. Hagvangur hefur undirstrikað í sambandi við könnunina, að líta beri á hana sem vísbendingu um verðlag, en varast beri að draga of víðtækar ályktanir af henni. Vörumerkin, sem hún nær til verða ekki gefin upp, en þau voru valin af handahófi af Hagvangi úr verzlunar- skýrslum, en þó þannig að sem bezt yfirlit fengist. Sjá nánar á blst 5 og 24. Sjá ummæli talsmanna EFTA og EBE bls. 2. Mikil mengun í Seyðisfirði: Fuglar drepast og fé ekki tekið tíl slátr- unar vegna grúts Seyðisfirði. 27. september. MIKIL mengun er nú í Seyðisfirði, sem sennilega má rekja til loðnuhræðslanna tveggja. sem hér eru og undanfarna daga hefur fugl drepist unnvörpum. og eins alifuglar. Þá er sauðfé það sem oft gengur í fjörur svo illa farið af grút. að sláturhúsin neita að taka við því til slátrunar. Mengunin í firðinum hefur aukist gríðarlega siðustu daga og fyrir nokkrum dögum fór að bera á því að fugl, annar en mávur og svartbakur, fór að drepast. Þá gerðist það að fjöldi aligæsa, sem Seyðfirðingur einn á, drapst, en þær höfðu gengið um fjörurnar. Átti maðurinn alls 50 gæsir, en margar eru nú dauðar og hinar veikar. Grútur sezt svo mikið í ull sauðfjár að sláturhúsin neita að taka við ám og lömbum til slátrunar. Ær sem áður voru skjannahvítar eru nú svartar af grút. Af þessum sökum má búast við að bændurnir í Dvergasteini og Lönguhlíð verði fyrir miklu tjóni og ennfremur einhverjir bændur á Héraði, en alltaf gengur nokkurt fé þaðan í högum hér. Stefán Bjarnason starfsmaður Siglingamálastofnunarinnar og annar maður frá Heilbrigðiseftir- liti ríkisins eru væntanlegir austur til að kanna mengunina. Þegar fréttaritari hafði sam- band við Gunnþór Björnsson, heilbrigðisfulltrúa Seyðisfjarðar, vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál. — Sveinn. Kristján Thorlacius form. BSRB: Ofmörg óhöpp ENN VERÐA allmargir árekstrar á Reykjavíkursvæðinu og á tímabilinu frá kl. 6 í gærmorgun til kl. 23 í gærkvöldi urðu þeir alls 18. Árekstrar í Kópavogi urðu 2, einn árekstur milli bíla og í hinu tilvikinu var ekið á staur. í Hafnarfirði urðu 7 árekstrar en í fyrradag 3. Meiðsli urðu í tveimur tilvikum þegar piltur á vélhjóli ók utan í stúlku á gangstíg og meiddist hún á hendi og þegar bílar rákust saman á Arnarneshæð og þrennt fór á Slysadeild. Alls urðu 9 árekstrar í Reykjavík í gær og í einum þeirra slasaðist piltur á vélhjóli er bíll ók í veg fyrir hann á horni Kringlumýrarbraut- ar og Hámrahlíðar. í fyrradag urðu árekstrarnir 14, „og er þetta því heldur skárra," sagði varðstjóri lögreglunnar, „og má e.t.v. þakka það góðum veðurskilyrðum." Minna má ökumenn á að skafa hélu af öllum bílrúðum áður en lagt er af stað á morgnana og að gæta sín á að sól er lágt á lofti og hætt við að ökumenn blindist. Verkamannasambandið og hópur stjómmálamanna vilja ekki samningana í gildi” „MENN hljóta að spyrja, hvers vegna samningarnir voru ekki teknir að íullu í gildi, þar sem meginþorri launafólks fær nú fullar verðbætur eftir nýju lögunum. Ástæðuna verður að segja hreinskilnislega. Hún er sú. að forustumenn Verkamannasambands íslands og hópur stjórnmálamanna hafa tekið þá afstöðu í þessu máli, að samningana eigi ekki að hafa í heiðri nema gagnhvart hluta af hinum fjölmenna hópi launafólks.“ Þetta segir Kristján Thorlacius, form. Bandalags starfsmanna rfkis og bæja, m.a. í nýútkomnu málgagni BSRB, Ásgarði. 1 grein sem Kristján ritar og nefnir Árangur af baráttu segir ennfremur: „Eðlilegt er og sjálfsagt, að skoðanir séu skiptar um hina ýmsu þætti kjaramálanna, þegar samningar eru í undirbúningi. En um það ætti ekki að vera ágrein- ingur meðal launafólks, að standa beri við samningana, þegar þeir hafa verið undirritaðir. Því ber að harma þann áróður, sem haldið hefur verið uppi undanfarnar vikur og mánuði af hálfu forustu Verkamannasam- bandsins og hóps stjórnmála- manna gegn því að samningar þorra launafólks taki gildi. Það er löngu orðin nauðsyn, að samtök launafólks í þjóðfélaginu marki sér sameiginlega heildarstefnu í kjaramálum þ.á m. um hver á að vera munur á launum eftir erfiði, ábyrgð og fleiri þáttum starfa. Síðustu viðburðir í kjararjiálum knýja á um, að öll sámtök launafólks ræði þessi mál og leitist við að finna á þeim rökræna lausn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.