Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978
Mark Akurnesinga og aðdragandinn að því. Kari Þórðarson hefur leikið á vörn Köln og sendir boltann fyrir markið þar sem Matthías Hallgrímsson var fyrir.
Varnarmaðurinn Hein. sitjandi. hugðist bægja hættunni frá en tókst ekki betur en svo að hann sendi boltann í eigið mark með þrumuskoti. Ljósm. Emilía.
IA tókst hið óvænta
Hélt forystunni fram í seinni hálfleik og
heföi meö smá heppni getað unnið Kölr
AKURNESINGAR brugðust ekki vonum aðdáenda sinna þegar þeir mættu þýzku meisturunum 1 FC Köln
á Laugardalsvellinum í gær. Skagamenn tóku forystuna öllum á óvart á 7. mínútu og litlu síðar munaði
aðeins hársbreidd að þeir bættu við öðru marki, er varið var, frá Pétri Péturssyni í dauðafæri. Forystunni
héldu Akurnesingar alveg fram á 72. minútu þegar þýzku meisturunum tókst að jafna metin. bannig lauk
leiknum lil. frábær frammistaða Akurnesinga og þeim var fagnað mjög vel í leikslok. Árangur
Akurnesinga er með því bezta. sem íslenzkt félagsliðs hefur gert á móti erlendu liði því þótt þýzku
meistararnir hafi ekki leikið vel í gær eru þetta allt leikmenn í fremstu röð. Segja má að jafnteflið í gær
hafi verið kórónan á stórgóða frammistöðu íslenzku liðanna í Evrópumótunum í ár.
Mark Skagamanna kom á 7.
mínútu. Árni Sveinsson, sem átti
stórleik í Akranesliðinu átti þá
frábæra sendingu upp vinstri
kantinn. Karl Þórðarson var á
undan tveimur Þjóðverjum að ná
til boltans, lék upp að endamörk-
um og gaf knöttinn fyrir að
fjærstönginni, þar sem Matthías
Hallgrímsson kom á fullri ferð.
Bakvörðurinn Herbert Hein hugð-
ist bægja hættunni frá en tókst
ekki betur upp en svo að hann
negldi boltann í eigið mark,
gjörsamlega óverjandi skot!
Markið verkaði eins og vítamín-
sprauta á leikmenn Akraness og
næstu mínútur sóttu þeir látlaust.
Á 11. mínútu komst Pétur inn í
vítateiginn og skaut góðu skoti á
markið en Schumacher bjargaði
vel með úthlaupi. Ef Pétri hefði
tekist að skora er ómögulegt að
segja hvernig leikurinn hefði
þróast því að Þjóðverjarnir virtust
ekki alltof sterkir á taugum vegna
mótspyrnunnar og það hefði verið
reiðarslag fyrir þá að verða
skyndilega tveimur mörkum und-
ir.
Skagamenn fengu fleiri tæki-
færi en þau nýttust ekki. Þjóðverj-
arnir virtust lengi að átta sig og
þeir komust aldrei almennilega í
gang í f.h. Þeir áttu þó tvö
hættuleg tækifæri, fyrst skaut
Littbarski yfir þverslá eftir að Jón
hafði hlaupið vitlaust út úr
markinu og Roger van Gool átti
skot í þverslá. Undir lok hálfleiks-
ins átti Akranesliðið tvær góðar
sóknarlotur að marki Kölnar.
Fyrst skallaði Sveinbjörn Hákon-
arson yfir markið eftir að hafa
fengið sendingu frá Árna Sveins-
syni og rétt á eftir mistókst
Kristni Björnssyni í góðu færi
eftir að hafa fengið sendingu frá
Karli.
SEINNI HÁLFLEIKUR
í seinni hálfleik léku Akurnes-
ingar eins og í fyrri hálfleik,
spiluðu rólega á milli sín og
reyndu að halda boltanum sem
mest og sótt var af varfærni að
marki Köinar. Var oft aðdáunar-
vert að sjá hvernig Skagamenn
gátu látið boltann ganga á millf
sín langtímunum saman án þess
að leikmenn Kölnar næðu til hans.
I eitt skiptið gekk boltinn milli
manna 12—15 sinnum áður en
Kölnarleikmennirnir náðu honum.
En þegar líða tók á seinni
hálfleikinn fór þreyta að segja til
sín í liði Akraness og í fyrsta
skipti í leiknum fóru hinir þraut-
þjálfuðu atvinnumenn Kölnar að
sækja af krafti. Guðjón bjargaði
ævintýralega á línu eftir að
Zimmermann hafði átt skot að
Unglingalandslið í
knattspyrnu valið
MIOVIKUDAGINN 4. okt. n.k. fer
fram á Laugardalsvelli unglinga-
landsleikur í knattspyrnu milli
íslands og Hollands, en pað er fyrri
leikur pjóöanna í undankeppni
Evrópukeppr.i unglinga 16—18 ára.
Síóari leikurinn fer fram í Hollandi
mióvikudaginn 8. nóv. Úrslita-
keppnin fer síðan fram í Austurríki
síðari hluta maímánaðar á næsta ári
og par mæta 16 Þjóðir, sem sigrað
hafa í undankeppninni.
Lárus Loftsson sem annast hefur þjálfun
uniilinitalandsllösins allt frá 1974 og
drenitjalandsliAið hin sfðari ár. hefur valið
16 manna hðp til að taka þátt f leiknum við
Holland.
Leikmennirnir erui Markverðir. Bjarni
SÍKurðsson ÍBK, Árni Dan Kinarsson IIBK.
Aðrir leikmenn. Áirúst Hauksson Þrótti,
Heimir Karlsson Víkinifi. Halldór Ólafsson
ÍBl. Benedikt Guðmundsson UBK. Ástvald-
ur Jóhannsson ÍA. Skúli Rósantsson ÍBK.
Guðmundur Torfason Fram, Arnór Guð-
johnsen Vfkiniti. Lárus Guðmundsson
Vfkinid. Raxnar Marxeirsson ÍBK. Hafþór
Sveinbjörnsson Fram, Sæhjörn Guðmunds-
son KR. Berxur Berxsson Selfossi, Gunnar
Gíslason KA.
markinu á 17. mínútu seinni
hálfleiks og 10 mínútum síðar kom
jöfnunarmarkið. Akurnesingar
gleymdu sér í vörninni, Engels
braust upp vinstra megin og gaf
jarðarbolta fyrir markið. Jón
markvörður reyndi að ná boltan-
um en mistókst og Roger van Gool
kom aðvífandi og renndi boltanum
í mannlaust markið. Eftir þetta
sóttu Þjóðverjarnir meira og hurð
skall nærri hælum tveimur mínút-
um fyrir leikslok þegar Hein átti
skot í stöng. Skömmu áður hafði
Matthías komizt í gott færi eftir
að hafa fengið sendingu frá Árna
Sveinssyni en skalli Matthíasar
var of laus og boltinn hafnaði í
öruggum höndum markvarðarins.
Frammistaða Akurnesinga í
þessum leik var frábær. Þeir léku
vörnina mjög sterkt og úti á
vellinum léku þeir af mikilli
skynsemi, létu boltann ganga á
milli manna og reyndu aldrei
neina ævintýramennsku. Það er
frábær árangur að ná jafntefli
gegn Þýzkalandsmeisturunum,
nokkuð sem þótt hefði óhugsandi
fyrir fáeinum árum. Skagamenn
geta verið stoltir af liði sínu. Að
þessu sinni var Árni Sveinsson
bezti maður Akranesliðsins. Hann
var sem fyrr ákaflega drjúgur í
vörninni stóð hann sig einnig vel
þótt hann ætti í höggi við
skæðasta sóknarmann þýzka liðs-
ins, van Gool. Aðrir sem sköruðu
framúr í liðinu voru Jón Alfreðs-
son, sem lék sinn bezta leik í
sumar, Karl Þórðarson, þó ekki
léki hans eins vel nú og í Köln á
dögunum og Pétur Pétursson, en
hann var sem fyrr í mjög strangri
gæzlu en var ætíð hættulegur.
Aðrir leikmenn Akraness stóðu sig
mjög vel. Aðeins Jón Þorbjörnsson
markvörður olli vonbrigðum, var
óvenju óöruggur í markinu.
í STUTTU MÁLL
Lauxardalsvöllur 27. september, Evrópu-
keppni meistaraliða. lA — Köln 1.1 (liO).
MÁRK ÍAi Herbert Hein (sjálfsmark) i 7.
mínútu.
MARK KÖLNAR. Roger van Gool á 72.
mtnútu.
ÁMINNING, Engin. — SS.
„Engum datt í hug að áhuga
mannalið frá íslandi gæti
leikið jafn góða knattspyrnu'
„AKRANESLIOIÐ hefur komið
okkur mjög á óvart, engum okkar
datt í hug aö áhugamannaliö frá
íslandi gæti leikið jafn góöa
knattspyrnu," sagði Herbert Neu-
mann, landsliösmaöur í liöi Kölnar,
í spjalli viö blm. Mbl. eftir leikinn í
gær.
„Leikurinn í dag var miklu
erfiðari en við áttum von á. Viö
reiknuðum meö að vinna leikinn
með litlum mun en verðum aö
sætta okkur viö jafntefli. En viö
erum ánægöir með það aö vera
komnir áfram í keppninni og nú
hugsum við bara um leikinn gegn
Dortmund á laugardaginn í Bunds-
ligunni. í leiknum í kvöld fannst
mér númer 3 (Kristinn Björnsson)
og númer 11 (Árni Sveinsson)
beztir en sá litli snaggaraiegi
númer 7 (Karl Þórðarson) var ekki
jafn góöur í þessum leik og úti í
Köln.
Hannes Weisweiler, pjálfari
Köln, sagði:
„Lið Akraness var mjög gott í
fyrri hálfleik en mitt lið var betra í
seinni hálfleik enda virtist mér
leikmenn Akraness þá orðnir
þreyttir. Leikmenn mínir léku illa,
sérstaklega Neumann, sem ég
hafði treyst mikið á. Ef Akranes
hefði skorað annað mark í byrjun
leiksins heföi leikurinn getað
endað illa fyrir okkur. Mér þykir
leiöinlegt aö íslenzkir áhorfendur
skuli sjá lið okkar þegar þaö leikur
jafn illa og þaö geröi í kvöld. Viö
getum leikið miklu betur þegar
Flohe, Okudera og Miíller eru meö.
í íslenzka liðinu voru þeir beztir
Thordarson (Karl), Sveinsson
(Árni), Pétursson (Pétur) og Hall-
grímsson (Matthías), allt leikmenn
sem gætu sómt sér vel í liðum í 1.
deild í Þýzkalandi.“
George Kirby sagði:
„Viö áttum aö vinna þennan leik
með smá-heppni. Bæði Pétur og
Matthías fengu færi, sem áttu að
gefa okkur mörk. Markiö sem við
fengum á okkur var hörmulegt.
Það var greinilegt að þýzka liöið
tók enga áhættu í leiknum. Þegar
Þjóðverjarnir voru of glannalegir í
sókninni náöum viö okkar hættu-
legustu færum.“
G.B. Smith, skozkur dómari,
sagði:
„Þetta er í annaö sinn sem ég
kem hingað. Ég var línuvörður
þegar þið unnuð Austur-Þýzkaland
2:1, ógleymanlegur leikur. Þá var
kaldara hér en núna þótt leikiö
væri í júní. Leikurinn í dag var
auödæmdur enda engin harka í
honum. Mér fannst þetta skemmti-
legur leikur en greinilegt var aö
bæöi lið hugsuöu meira um vörn
en sókn. Þaö hlýtur að vera
ánægjulegt fyrir lið Akraness aö ná
jafntefli viö þetta fræga lið. Liðið
er gott en áberandi beztur var
smávaxni leikmaðurinn númer sjö
(Karl Þórðarson).
Jóhannes Guöjónsson sagöi:
„Ég er mjög ánægöur með
úrslitin því þetta er eitt af beztu
liðum Evrópu í dag. Það voru
tækifæri á báöa bóga og meö
heppni hefðum við getaö unniö.“
Karl Þórðarson sagðí:
„Þaö hefði verið gaman ef Pétri
hefði tekist að skora og breyta
stööunni í 2:0. En auövitaö er ég
ánægöur meö jafnteflið, því hafa
víst fæstir búist viö. Þetta var
góöur endir á góöu tímabili hjá
okkur.“
Pétur Pétursson sagöi:
„Ég var óheppinn aö skora ekki.
Ég fékk boltann fyrst á hægri
fótinn, lagði hann fyrir þann vinstri
en þegar ég skaut haföi ég aö
nokkru misst jafnvægiö og skotið
var því ekki eins gott og ég hafði
vonaö og markmanninum tókst aö
verja. Við hefðum átt að vinna
þennan leik með einu marki."
— SS.