Morgunblaðið - 28.09.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 28.09.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 15 Yfirlýsing frá Landssamb- andi framhaldskólakennara bera með sér, setja þeir takmark- anir og bönn við losun ýmissa úrgangsefna í hafið. Þeir eru hinsvegar aðeins bindandi fyrir samningsaðilana, en þeir eru minnihluti ríkja. Eins og sakir standa er bess vegna ekkert því til fyrirstöðu, að skip annarra ríkja, t.d. þau fjölmörgu, sem sigla undir hagkvæmnisfánum (flags of eonvenience), iosi úrgangsefni í hafið við ísland allt upp að 4 mílna lögsögunni eða mengi hafið við strendur landsins á annan hátt. Er ekki að finna nein ákvæði í íslenskum rétti, sem unnt væri að beita til að koma í veg fvrir slíkt atferli. Úr þessu þarf að bæta sem fyrst. Er hér því gerð tillaga um það, að í hinni nýju heildarlöggjöf um lartdhelgina verði einnig sett ákyæði um íslenska mengunar- varnarlögsögu, er taki til alls 200 sjómílna svæðisins. Kjarni þeirra ákvæða yrðu heimiidir fyrir ís- lensk stjórnvöld til þess að setja reglur um bann við losun eiturefna og annarra hættulegra efna í hafið frá skipum allra þjóða, ákvæði um sigíingu skipa, sem sérstök meng- unarhætta getur stafað frá, um svæðið, þ.á m. olíuskipa, ákvæði um búnað og öryggismál og tilkynningaskyldu slíkra skipa, og ákvæði um olíuboranir og aðra jarðefnavinnslu á svæðinu. Slík mengunarvarnarlögsaga er fáum þjóðum jafn nauðsynleg sem Islendingum, vegna mikilvægis auðlinda hafsins í þjóðarbúskapn- um. Hún yrði einnig í samræmi við aðgerðir annarra þjóða í þessu efni, svo sem Kanada, er setti lög um mengunarvarnir undan ströndum norðurhluta landsins þegar árið 1970. Þá má og benda á það að í uppkastinu að nýjum hafréttarsáttmála, 7. kafla, er beiniínis svo fyrir mælt, að öllum ríkjum beri að setja lagaákvæði og stjórnvaldsfyrirmæli um verndun hafsins og auðlinda þess gegn mengunarhættu, bæði þeirrar, er upptök sín á frá landi, og eins frá skipum. Er því vissulega fyllilega tímabært, að í íslenskan rétt verði sett ákvæði um þessi atriði. Eðlilegt er, að þau ákvæði taki mið af þeim alþjóðareglum, sem þegar eru fyrir hendi á þessu sviði, m.a. samþykktum Siglingamálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, IMCO, og þeim ákvæðum, sem um þessi mál er að finna í uppkastinu að nýjum hafréttarsáttmála. Er þá komið að niðurlagi þessarar greinar um nauðsyn þess, að sett verði heildarlöggjöf um landhelgina við Island og land- grunns- og mengunarvarnalög- sögu. í uppkastinu að nýjum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna er um þessi sömu atriði fjallað á almennum grundvelli. Mikilvægasta nýmælið þar er 200 sjómílna auðlindalögsaga strand- ríkisins, þar sem því er veittur réttur til auðlinda hafsins og hafsbotnsins út af þeim mörkum. Spyrja mætti því ef til vill, hvort ekki væri nægilegt að bíða eftir, að sá sáttmáli taki gildi, þar sem þá myndi vel fyrir þessum málum séð. A því er sá hængur, að enginn veit þegar þetta er skrifað hvort eða hvenær endanlegt sam- komulag þjóða næst um nýja skipan hafréttarmála. Þótt sátt- málinn nái samþykki, munu líða nokkur ár, þar til tilskilinn fjöldi ríkja hefur fullgilt hann og hann fær gildi. íslensk löggjöf um þessi atriði er þar að auki ótvírætt nauðsynleg, svo að skapaðar verði innlendar réttarheimildir á þessu mikilvæga sviði, hvað sem þjóð- réttarsamþvkktum líður. A það ekki síst við um heimildir íslenska ríkisins yfir landgrunns- og hafs- botnssvæðinu út að 200 sjómílun- um og jafnvel lengra, og heimildir . til mengunarvarna út að þeim niörkum. Er því niðurstaða þessara hug- leiðinga sú, að fyllilega tímabært sé að hefja undirbúning heildar- löggjafar um íslensku landhelgina — auðlindalögsögu-löggjafar. Morgunblaðinu hefur borist yf- irlýsing frá Landssambandi fram- haldsskólakennara og fer hún hér á eftir: „í tilefni af ummælum for- manns Sambands grunnskóla- kennara í Morgunblaðinu 23. þ.m. Yígja nýja gönguleið í SL. MÁNUÐI var smíðuð göngu- brú á Syðri-Emstruá og þar með rutt úr vegi aðalfarartálmanum, sem er á milli Þórsmerkur og Landmannalauga. Ferðafélag ís- lands hefur undirbúið opnun þessarar gönguleiðar, m.a. með því að byggja lítil hús á henni, svo fólk geti gengið þarna á milli án þess að þurfa að bera með sér tjöld og annan viðleguútbúnað. I tilefni þess, að brúin er nú komin á ána, ætlar Ferðafélag íslands að efna til ferðar inn á Emstrur og ganga þaðan til Þórsmerkur n.k. laugardag. Ferðinni verður hagað þannig, að ekið verður inn Fljótshlíð og farið yfir Markarfljót á nýju brúnni, sem byggð var yfir það nú í haust. Sæluhús F.í. er þar skammt frá og verður síðan gengið þaðan til Þórsmerkur og farið yfir Syðri-Emstruá á nýju brúnni. Má segja, að hér sé um einskonar „vígsluferö" að ræða, því þetta er í fyrsta sinn, sem efnt er til hópferðar þessa leið. Leiðrétting Sú ónákvæmni var í grein minni um Björn Stefánsson á Húsavik áttræðan, að móðir hans og Jón Sveinsson rithöfundur voru talin systkinabörn. Hið rétta er, að þau voru bræðrabörn. Sveinn sýsluskrifari og Þórarinn á Grásíðu voru bræður, synir hjónanna Þórarins Þórarinssonar i Kílakoti og Bjarg- ar Sveinsdóttur frá Hallbjarnar- stöðum. Halldór Blöndal EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ I MORGUNBLAÐENTJ AKil.VSIMJ.V- SÍMINN KH: 22480 vill stjórn Landssambands fram- haldsskólakennara taka fram eft- irfarandi: Innan L.S.F.K. eru um 1000 kennarar sem starfa á grunnskóla- stigi. Hér er því um 2 sjálfstæð félög að ræða fyrir kennara á sama skólastigi. Iðulega hafa komið fram þeirra á milli skiptar skoðanir um stefnu og fram- kvæmd ýmissa hagsmunamála. Oft hefur sá ágreiningur verið jafnaður og góð samvinna hefur jafnan verið milli félaganna og yfirleitt hafa þau virt hvors annars skoðanir. í sambandi við það deilumál sem nú er uppi milli kennara og ríkis er nokkur skoðanamunur milli félag- anna en S.G.K. hefur ekki leitað eftir samvinnu við L.S.F.K. við lausn þessa máls eða reynt að samræma sjónarmiðin. I samræmi við skoðanir L.S.F.K. í þessu máli var eftirfarandi ályktun samþykkt 11. sept. sl. á stjórnarfundi L.S.F.K., en í henni kemur fram skoðanamunur félaganna, sem m.a. felst í því að stjórn L.S.F.K. telur ekki rétt að blanda kennara- nemum í kjaradeilur kennara: „Stjórn Landssambands fram- haldsskólakennara mótmælir sem fyrr harðlega framkvæmd fjár- málaráðuneytisins á úrskurði kjaranefndar varðandi röðun kennara í launaflokka á grunn- skólastigi. I úrskurðinum felst það m.a. að byrjunariaunaflokkur kennara með kennsluréttindi skuli vera 13. ifl. og kennari skuli mest vera fjögur ár í hverjum flokki. Þannig tekur það kennara, sem byrjar nú í haust 8 ár að komast i hæsta launaflokk, hvort heldur hann er með gamla eða nýja kennarapróf- ið. Hinsvegar er strikaður út starfstími kennara er hófu starf fyrir 1. jan. 1978. Stjórnin væntir þess að mennta- mála- og fjármálaráðherra endur- skoði afstöðu ríkisins til þessara mála. Stjórn L.S.F.K. telur hinsvegar ekki rétt, að það ranglæti, sem hér hefur verið haft í frammi sé látið bitna á kennaranemum K.H.Í. og mælir því ekki með neinum þeim aðgerðum er gætu orðið til að valda þeim óþægindum eða töfum í námi." PLASTHÚÐAÐIR SKÚFFUPRÓFÍLAR Plasthúðaðir SCHOCK skúffuprófílar eru ávallt fyrirliggjandi í lengdinni 4,1 Om. Hvítir. Samsetning á skúffu er mjög fljótleg og einföld. Framstykki er síðan auðvitað eftir vali hvers og eins. Sérstök læsing er fyrir botnplötu. Fjöldaframleiðsla á skúffum úr þessu efni er auðveld. Leitið nánari upplýsinga. iCHOCK Byggingavöruverzlun Kópavogs s.f. Sími 41000. yj\ 1 £

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.