Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 41 .1) V? r, VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEG aa'ij ir ar og aðrir embættismenn fram- kvæma venjulegar hjónavígslur í sumum löndum eins og prestar annarra kirkjufélaga. Kirkjan leggur mikla áherzlu á helgi heimilisins og kennir að börn séu blessun frá Drottni. Á enga meginreglu leggja Síðari daga heilagir meiri áherzlu en helgi hjúskaparsáttmálans. í guðfræði mormóna er hórdómur svo alvar- legt afbrot að hann gengur morði næst. Kirkjan kennir strangt siðgæði og hún beitir efnum sínum og aðstöðu óspart til að kenna æskulýðnum innan vébanda sinna hve siðferðilegur hreinleiki sé nauðsynlegur svo og blessun hjúskaparhamingjunnar. Með fyr- irfram þökk fyrir birtinguna, Asthildur Geirsdóttir.“ Þessir hringdu . . . • Klíka eða ekki? Unglingar í Reykjavíkurborgt Kæru lesendur. Við erum unglingar úr Reykjavík og ætlum að spyrja hvort ekki sé hægt að fá vinnu hér í bæ nema í gegnum klíku. Vegna þess að við erum búin að fara á millli fyrirtækja og alltaf sama svarið: Nei og aftur nei. Okkur langar að bæta annarrri spurningu við: Eru 16 ára ungling- ar réttindalausir með öllu? Þó að þeir séu búnir að ljúka grunn- skólaprófi. Ef við værum náskyld háttsettum mönnum þá væru allar dyr opnar, en við erum venjulegir unglingar og okkur vantar vinnu eins og fullorðna fólkið. GEFIÐ OKKUR EITT TÆKIFÆRI. • Stúlkunum úthýst Sveinn Sveinssoni „Mánudaginn 25.9. 1978 kl. 12:55 eftir miðnætti var tveimur 18 ára stúlkum frá Seyðisfirði úthýst hjá Hjálpræðishernum í Re.vkjavík. Þær óskuðu gistingar en dyravörður hefur sennilega verið svo upptekinn af frelsun sinni að hann hafði ekki tima til að tala við þær, en skellti á þær hurð. Eg var áhorfandi, sneri mér að stúlkunpm og spurði hvort þær hefðu ekki fengið gistingu. Þær sögðu að svo hefði verið. Þá spurði ég hvé gamlar þær væru og sögðust báðar vera 18 ára. Önnur á leið að Laugarvatni til náms en SKÁK Umsjón: Margeir Póturason Á alþjóðlegu kvennaskákmóti, sem fram fór fyrir nokkru í Pjatigorsk í Sovétríkjunum, kom þessi staða upp í viðureign sovézku skákkvennanna Kozlovskaju, sem hafði hvítt og átti leik, og Eruslanovu. hin í vist að Skálatúni í Mosfells- sveit. Eg sagðist hafa nóg húsrými fyrir þær, gætu þær sætt sig við að sofa saman á dívan, en sú stærri sagðist eiga vinkonu uppi á Skólavörðustig og vildi leita til hennar fyrst. Kl. um tvö-leytið hringdu þær hjá mér og tók ég á móti þeim. Ég gat sofið í öðru herberginu og lokað á milli. Svo daginn eftir faust eftir kl. 12 fórum við saman niður á Frelsis- herinn og ég gerði boð fyrir æðsta foringja. Þá kom kurteis og prúð miðaldra kona og spurði ég hana hvers vegna stúlkunum hefði verið úthýst. Hún hafði enga skýringu á, en sagði að ekki hefði verið fullt hús. Sagði hún að vaktmaðurinn væri þá sofandi og gæti ekki gefið neina skýringu. Svo í gærkvöldi, þriðjudag, á níunda tímanum kom ég við til að fá gleggri lýsingu á fyrrgreindu máli. Þá var þar til staðar vaktmaðurinn sjálfur. Ég bað að fá að tala við foringjann sjálfan, en hann sagði hann ekki við. Þá spurði ég hann hvers vegna hann hefði úthýst stúlkunum kvöldið áður og sagðist hann ekki hleypa inn 16 ára unglingum. Hann vissi ekki hvað þær voru gamlar, því hann talaði ekki við þær. Framkoma sem þessi finnst mér vítaverð, því þótt þær hefðu ekki verið nema 16 ára þá tel ég ekki síður ástæðu fyrir líknar- stofnun að hýsa þær. Eins og borgarfélagi voru nú er háttað var ég dauðhræddur um þær, þessar ungu stúlkur, þar til þær hringdu hjá mér. HÖGNI HREKKVÍSI Stjórnunarfélag íslands Áttu í vanda með bókhaldið? Viltu læra undirstöðuatriði bókfærslu? Dagana 2., 3., 4. og 5. október n.k. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiöi í Bókfærslu I, sem samtals stendur yfir í 22 klst. Leiöbeinandi er Kristján Aöalsteinsson viöskiptafræöingur. Námskeiðið er sniðið fyrir ein- staklinga sem: — hafa litla eða enga bókhalds- menntun — vilja geta annast bókhald fyrir smærri fyrirtæki — hyggja á eða hafa meö höndum eigin atvinnurekstur og vilja geta annast bókhald- iö sjálfir. Námskeiðið er einnig mjög hag- nýtt fyrir einstaklinga sem vilja aöstoða maka sína viö rekstur, svo og konur sem eru að halda út á vinnumarkaöinn eftir að hafa sinnt heimilisstörfum um lengri eða skemmri tíma. Allar nánarí upplýsingar og skráning pátttakenda fer fram á skrifstofu Stjórnunarfélagsins að Skipholtí 37, eími 82930. ENGINN ER FULLKOMINN I byggingariðnaði eru gerðar miklar kröfur, enda eru byggingaraðilar stöðugt á höttunum eftir betri tækjum, meiri afköstum og hagkvæmari útkomu. Framleiðendur byggingakrana og steypumóta eiga í harðri samkeppni um heim alian. Þess vegna verður val byggingaraðila undantekningarlaust þau tæki, sem hafa sannað kosti sína og yfirburði í reynd. BPR byggingakranarnir, eru stolt franska byggingariðnað- arins vegna afburða hæfileika, og útbreiðslu þeirra um allan heim. HUNNEBECK steypumótin hafa valdið tímamótum. ekki bara í Þýzkalandl, heldur víðast hvar annarsstaðar. Betri lausn er varla til! Allar frekari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofunni. ARMANNSFELL HF. Leigu- sölu- og varahlutaþjónusta. Funahöfða19, Sími 83307. ca Hunnebeck 24. Hh6! og svartur gafst upp, því að hann á enga viðunandi vörn við hótuninni 25. Hxh7+ — Kxh7, 26. Dh5 mát, þar eð drottning hans verður að fara af skálínunni e8-h5. Þær Aleksandrija 0g Akhmilovskaja, báðar Sovétríkj- unum, urðu jafnar og efstar á mótinu, hlutu báðar 11V4 v. af 15 mögulegum. MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF JA.SKO NU£R BRN6SÍ HÉ.RNf\ Efsí NÍÚ erHAi/i/ HERNH ME.6Í NÍ V KÚ VEir HÆGRi er wi fllLTfjF þEÍH ÍHE61N' SEM brmgsi . ER.... VARÚÐ TIL HÆGRI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.