Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 „Hér hefur stundum ríkt úrtölumórall" Það er ekki úr vegi að ná fyrst tali af oddvita hreppsins , Skúla Alexanderssyni, sem þar að auki er varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins í Vesturlandskjördæmi. Það er erfitt að hafa hendur í hári Skúla, eða að vita hvar hann er að finna, því það er alltaf í mörg horn að lita hjá þeim manni, hann er líka framkvæmdastjóri fisk- verkunarstöðvarinnar Jökuls á Hellssandi og þar náðist í þennan störfum hlaðna mann. — Það virðist vera nokkuð almennt álit fólks hér, að staður þessi hafi ekki þróast í átt til framfara til jafns við nágranna- byggðarlögin? „Það er ekki rétt að þróun byggðar í átt til framfara sé ekki svipuð og i nágrannabyggðarlög- unum. Við höfum þó verið nokkuð óheppin með það, að hér hefir á stundum ríkt úrtölumórall, svipað og kemur fram í inngangi að þinni spurningu. Það er ekki langt síðan íbúar voru hér 350, íbúafjölgun hér er mjög svipuð og í nágranna- byggðarlögunum. Það er haldur ekki langt síðan hér var algjör hafnleysa — nú er hér mjög góð höfn, þótt í hafnargerð þurfi enn að gera stórátak. Það er heldur ekki langt síðan á Rifi var eitt bóndabýli, nú er þar reisuleg byggð, bæði íbúðar- og atvinnu- húsa. Svona má nokkuð lengi telja. Félagsstarfsemi er hér í nokkrum þáttum til fyrirmyndar og þarf nokkuð víða að leita til samjafnað- ar.“ — Hvert er álit þitt sem nýkjör- ins oddvita á þessu áliti fólks, og hvað er framundan af sveitar- félagsins hálfu til að breyta þessu áliti? „Nýju sveitarstjórninni hér mun vonandi takast, með góðu sam- starfi við fólkið í hreppnum, að snúa þeirri þróun við að hér fækki fólki eins og á síðasta kjörtímabili. Kannski endurtekur það sig á þessu kjörtímabili, að Neshreppur utan Ennis verði með mesta fólksfjölgun í prósentvís miðað við landsmeðaltal, eins og var 1973.“ Tengiliður milli hreppsnefndar og hreppsbúa Við tefjum Skúla ekki frekar, þar sem hann bíður óþreyjufullur og mænir vonaraugum eftir meiri síld til söltunar, en höldum næst á vit þess manns sem fyrir fáum dögum var kosinn formaður fyrir nýstofnuðu félagi áhugafólks um hreppsmál. Sá heitir Haukur Sigurðsson, hvatlegur ungur mað- ur, aðeins 20 ára gamall, ódrep- andi félagsmálamaður, sem ann sér aldrei stundarhvíldar vegna félagsstarfa. Hann vinnur nú sem afleysingamaður í verslun K.B. á Hellissandi og tekur hressilega í það að svara tveimur spurningum. — Þú varst nýlega kosinn formaður fyrir nýstofnuðu félagi áhugafólks um málefni sveitar- félagsins. Hver er tilgangurinn með þessari félagsstofnun? „Tilgangurinn með þessari félagsstofnun er að vekja áhuga fólks á málefnum sveitarfélagsins og starfi hreppsnefndar. Við telj- um eðlilegt að hreppsnefnd og undirnefndir hennar njóti eðlilegs aðhalds og gagnrýni, frá íbúunum, en til þess að slíkt megi verða, þarf aukinn áhuga almennings á öllu því sem við kemur byggðarlaginu sem heild. Félagið er hugsað sem ákveðinn tengiliður milli hrepps- nefndar annars vegar og hrepps- búa hins vegar. Til þess að koma þessum tengslum á, hyggjumst við meðal annars halda almenna borgarafundi, þar sem við munum fá futltrúa hreppsnefndar til að ræða og útskýra ýmsar fram- kvæmdir á hennar vegum, sam- þykktir hennar og framtíðar- stefnumið. Blaðaútgáfu erum við með í undirbúningi og væntum við fyrstu útgáfu um mánaðamótin sept-okt. I þessu blaði höfum við hugsað okkur fasta þætti um hreppsmál, ásamt frjálsum blaða- dálkum og ýmsu léttmeti. Með þessu teljum við okkur skapa að hluta tengsl sem þurfa að vera á milli þessara tveggja aðila, þannig að hreppsnefndin virki ekki sem óskorðuð valdastofnun sem er tillitslaus gagnvart vilja- hrepps- búa á ýmsum málum og mála- flokkum." — Hvert er álit þitt á framtíð þessa staðar og ertu ánægður með þróunina hér síðustu ár? Ef ekki, hvað er til úrbóta? „Framtíð þessa staðar er byggð á sama grunni og raunar framtíð allrar þjóðarinnar, þ.e. sjávarút- veginum. Með minnkandi þorska- stofni hefir samhliða orðið minnk- andi atvinna hér á vetrarvertíð. Yfir sumartímann má segja að atvinnulíf hér sé hálflamað. T.d. i sumar hefir uppistaða atvinnulífs- ins verið afli trillubáta sem hafa lantfSð í Hraðfrystihúsi Hellis- sands og hjá Búrfelli h.f. Það er nærfellt sú eina atvinna sem um hefir verið að ræða og því ríkt hér tímabundið atvinnuleysi. Rekneta- veiðar báta héðan við Suðaustur- land á haustin svo og siglingar báta á erlendar hafnir með afla sinn gera að engu atvinnu hér yfir haustvertíð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir láglaunað verkafólk sem hefir lifibrauð sitt eingöngu af fiskvinnu. Til þess að halda í eðlilega þróun byggðarlags af þessari stærðar- gráðu verðum við fyrst og fremst að tryggja sem jafnasta atvinnu árið um kring. Skuttogari kæmi til með að verða mikil bót í þessum efnum, en ekki er allt fengið með einum skuttogara samfara minnk- andi afla. Ég tel að léttaiðnaður af ýmsu tagi, svo og nýjungar í vinnslu sjávarafurða, sé einnig mikilvægt skref, sem kæmi til með að leysa stóran hluta þess atvinnu- vanda sem við eigum við að etja innan byggðar. En því miður virðist lítill skilningur á þessum vanda meðal atvinnurekenda og forráðamanna hér. Það hefir tíðkast hér í áraraðir að t.d. saltfiskverkunarhús standi hér óstarfrækt stóran hluta ársins. Þetta ástand hefir dregið okkur langt aftur fyrir nærliggjandi byggðarlög, hvað eðlilega þróun snertir. Fáist ekki viðunandi lausn atvinnuvandans, tel ég framtíð byggðarlagsins stefnt í voða. Skuttogari er væri rekinn af frystihúsi Þar með er Haukur rokinn, því að nóg er að gera í þessari einu verslun á Hellissandi sem selur alhliða vörur. Og einmitt eftir þessi orð Hauks, leiðir það hreint og beint af sjálfu sér að ná tali af útgerðarmanni og atvinnurek- anda. Fyrir valinu verður Kristján Guðmundsson hreppstjóri á Rifi. Kristján byrjaði með útgerð eins báts, en hefir nú smátt og smátt fært út kvíarnar, rekur saltfisk- verkunarstöð og gerir út 3 báta. Hann brosir góðlátlega, en undir brosinu má sjá íbyggni og festu og faé hans ber vott um traustan persónuleika. — Nú hafa nágrannabyggðar- lögin Ólafsvík og Grundarfjörður talið ástæðu til að hefja togaraút- gerð, en hér virðist engin hreyfing í þá áttina. Ertu ánægður með þróun útgerðar frá Rifi, eða telur þú að kaup á skuttogara mundi verða byggðarlaginu hagur al- mennt séð? „Skuttogarakaup yrðu tvímæla- laust til hagsbóta, en togari þyrfti að stærstum hluta eða að öllu leyti að vera gerður út af frystihúsi, vegna þess að hráefnið er fyrst og fremst fyrir frystiiðnaðinn en ekki saltfiskverkunina. Bátaútgerð er góð svo langt sem hún-nær, en það koma því miður eyður í úthald þessara báta og þar af leiðandi hlýtur það að verka á fiskvinnslu- stöðvarnar og vinnuna í landi. Ég teldi heppilegast að t.d. Érystihús Héllissands eignaðist togara, en það er nú eins og er ekki aðili að neinni útgerð." —Á Hellissandi og Rifi eru reknar 5 fiskverkunarstöðvar, þar af 2 frystihús. Sum þessara húsa starfa ekki nema iítinn hluta ársins, eða þá að mjög takmörkuðu leyti. Er þetta ekki óskynsamlegt í undlr Þegar ekið er vestur sunnanvert Snæfellsnes og komið er vestur á móts við Búðir, skiptast leiðir, annars vegar Fróðárheiði og en hins vegar Utnesvegur og ef vegfarandinn ætlar sér vestur til Hellissands getur hann valið um báðar þessar leiðir og að sjálfsögðu fara allir, a.m.k. þeir sem kunnugir eru, Fróðárheiði, því að bæði er leiðin styttri og greiðfærari. Þótt leiðin um Utnesveg, þ.e. fyrir jökul, sé bæði fögur og forvitnileg vefst það fyrir mörgum að aka þá leið vegna þess að verri veg er vart hægt að finna í þjóðvegakerfi landsins, áralangri baráttu fólksins sem byggir Breiðavíkurhrepp fyrir bættu vegakerfi, virðist hafa miðað alltof hægt. Hér verður ekki farið út í það að lýsa vegi þessum og leiðinni fögru fyrir jökul, sem fyrst náði að tengja Hellissand vegakerfi landsins árið 1956, síðaji er gert stórátak í samgöngumál- um byggðarlagsins, er gerður var vegur um Ólafsvíkurenni árið 1963. Nokkru áður en akvegasamband náðist til byggðarinnar hafði verið samþykkt landshöfn í Rifi og með því brotið í blað í þróunarsögunni. Þar sem Neshreppur utan Ennis, en svo heitir byggðin einu nafni, en það er Rif, Hellissandur og Gufuskálar, er vestasta byggðin á nesinu hefur hún e.t.v. orðið utangátta hvað þekkingu almennings á lífinu þar snertir. Ég sem einn af íbúum þessa staðar ætla nú að gera tilraun með að ná fram skyndimyndum af staðnum, því því að ræða við nokkra íbúa og fá álit þeirra á stöðu byggðarinnar í dag. heild fyrir fiskiðnaðinn, og hvað veldur ,því að rekstur fyrirtækj- anna getur ekki verið samfelldari? „A meðan við erum þannig staddir í útgerðarmálunum, hlýtur það að leiða af sjálfu sér að eyður koma í starfsemina hjá fisk- vinnslustöðvunum. Hvað viðkemur minni stöð, þá var það þannig að ég gat þurrkað stóran hluta vertíðaraflans og skapað með því samfellda vinnu allt sumarið, komst það hæst í 400 tonn miðað við fullstaðinn fisk, þetta hlutfall hefir farið síminnkandi og má segja að þurrfiskframleiðsla sé vonlaus í dag sem stafar fyrst og fremst vegna söluerfiðleika þess- arar vöru til Brazilíu. T.d. ligg ég nú með 30—40 tonn af þurrkuðum fiski, sem ég veit ekkert um hvort nokkurn tímann tekst að selja. Annars var framleiðslan nokkuð jöfn hjá mér s.l. ár, en gæti að sjálfsögðu verið meiri." Erfitt aö reka dreifbýlisverslun Þannig fórust Kristjáni Guð- mundssyni orð um ástandið í fiskvinnslunni, þá hlið verkunar er hann hefir aðallega stundað. Þarna á hafnarsvæðinu standa fiskvinnsluhúsin í skipulagðri röð mikil og dýr mannvirki, sem bíða eins og svöng dýr eftir næringu. Syðst í röðinni stendur verslunar- húsið Hafnarbúðin, sem Jóhannes Jóhannesson reisti á sínum tíma og færði með því viðskiptalífið til að eiga stóran þátt í uppbyggingu Rifs. Fyrir nokkrum árum seldi Jóhannes verslunina, en byggði sér lítið verslunarhús, rétt ofanvert við það gamla, hús sem vekur eftirtekt allra sem þar að dyrum koma fyrir fallegt útlit og snyrti- mennsku. Innan veggja þessa húss er allt fullt af glatsilegum gjafa- og sportvörum, og gefur verslunin ekkert eftir verslunum sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu, eins og þær gerast bestar. Hann svarar spurningum okkar fúslega, án allra vafninga, eins og honum er að jafnaði lagið. — Hvert er álit þitt á framtíð- arfyrirkomulagi verslunar í dreif- býlinu? „Ef miðað er við algenga mat- vöru og nýlenduvöruverzlun, nú og í náinni framtíð, sé ég ekki annað en að rekstrargrundvöllur fari síversnandi, vegna stöðugt hækk- andi vöruverðs. Hver smádreifbýl- Sjóbúðin og Jöklarar á Sandi. Ljósm. Þórarinn ólafsson. Skúli Alexandersson oddviti. Hafsteinn Jónsson sýningarmað- ur. F ,é0 ■ Haukur Sigurðarson starfsmaður íKB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.