Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978
13
djúpum rótum í frjóum jarðvegi þingeyskar menningar
á blómaskeiði. Eldmóður aldamótakynslóðar, þessara
vormanna íslands, logar enn glatt í brjósti hans. Hann
gekk á skóla hjá Jónasi frá Hriflu, gáfaðasta
stjórnmálamanni Islendinga á þessari öld, og hafði þar
að kennurum menn, sem síðar urðu forsætisráðherrar
og forsetar lýðveldisins. Hann er nú svipmestur andans
höfðingi þeirra fjölmörgu afburðamanna, sem vaxnir
eru af þessum meiði.
Rúmlega tvítugur að aldri gerðist Ragnar útlagi og
landnemi í nýjum heimi á sléttum Ameríku. Þar var
hann um aldarfjórðungs skeið í fararbroddi merkilegs
menningarlífs, sem þar var lifað. Enginn maður,
búsettur á íslaridi, er eins gjörkunnugur örlögum
íslenzka þjóðarbrotsins í Vesturheimi og Ragnar H.
Frásagnar hans af þeirri sögu eru efni í margar bækur.
Á heimsstyrjaldarárunum síðari gerðist þessi
hirðmaður tónlistargyðjunnar sjálfboðaliði í Banda-
ríkjaher. Hann kann enn að heilsa að hermanna sið.
Þannig tók hann á örlagatímum virkan þátt í baráttu
frjálsborinna manna gegn martröð og villimennsku
alræðisaflanna. Og fetaði í fótspor Byrons, enda báðir
ákafir unnendur þeirrar heiðríkju hugans, sem berst til
okkar gegnum aldirnar í snilldarverkum hellenskrar
hámenningar, þangað sem vestræn menning sækir
lífsmagn sitt.
Þá er ótalið ævistarf Ragnars í þjónustu drottningar
listarinnar, tónlistarinnar. Henni hefur hann helgað líf
sitt allt. Um það verða aðrir menn, mér dómbærari að
fjalla. En það hefur sagt mér vinur minn, kunnur
tónlistarmaður, sem naut handleiðslu Ragnars í þrjú
ár, að kerfisbundnari vinnubrögðum og strangari
kröfum hafi hann ekki kynnzt fyrr en í konservatoríinu
í Moskvu. Enda sýnilegur árangur eftir því.
Fimmtugur að aldri, þegar venjulega er farið að halla
undan fæti hjá flestum dauðlegum mönnum, hóf
Ragnar sitt annað ævistarf heima á Fróni. Áttræður
stendur hann enn í miðjum önnum þess skapandi
starfs.
Heimili hans og Sigríðar Jónsdóttur frá Gautlöndurn,
er mesta menningarheimili sinnar samtíðar á Islandi. I
þrjá áratugu hafa hundruð æskumanna hvaðanæva af
landinu gengið þar um garða og notið handleiðslu
meistarans. Löngu eftir að þau hjón eru öll, mun áhrifa
þessa menningarheimilis gæta í lífi og verkum þeirra
snillinga, sem þau hjón hafa fóstrað og komið til
nokkurs þroska.
Það leikur ljómi um líf þessa manns. Samstarf
þessara samhentu hjóna bregður birtu yfir samtíð
þeirra og umhverfi — birtu, sem seint mun fölskvast.
ísafirði 26. september, 1978
Jón Baldvin Hannibalsson
Ragnar H. Ragnar er hér ásamt einum af fyrrverandi nemendum
sínum. Þóri Þórissyni, en myndin er tekin á þingi skólastjóra
tónlistarskóla fyrir skömmu.
Víkingabyggð
hlíft um sinn
Dyflinni. 27. sopt. Reuter.
ÍRSKA stjórnin hefur frestað
um óávkeðinn tíma byggingu
skrifstofuhúsnæðis á bakka
árinnar Liffey þar sem byggð
víkinganna er stofnuðu Dyfl-
inni stóð.
Fyrirhugaðar byggingar-
framkvæmdir hafa sætt
miklum deilum um árabil og
barátta fyrir varðveizlu minj-
anna náði hámarki með mót-
mælagöngu í marz. í framhaldi
af þessu hefur Jack Lynch
forsætisráðherra ákveðið að
fresta framkvæmdunum, en
ekki er tiltekið hvenær þær
skuli hefjast.
Leiðtogar mótmælabarátt-
unnar segja þó að þeir geri sér
góðar vonir um að uppgröftur
sá sem hefur farið fram á
staðnum muni bera svo mikinn
árangur á næstu tveimur árum
að ríkisstjórnin neyðist til að
varðveita staðinn, sem er einn
og hálfur hektari, sem þjóðar-
minnisreit.
En leiðtogar 1800 borgar-
starfsmenn sem nýju bygging-
una á að reisa fyrir og vinna nú
á víð og dreif í 19 borgarskrif-
stofum vara við því að þeir
muni leggja niður vinnu ef
þeim verður ekki fljótlega
útvegað húsnæði.
Athugasemd
frá verðlagsstjóra
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Georgi
Ólafssyni verðlagsstjóra.
Vegna þeirra blaðaskrifa, sem
orðið hafa í framhaldi af sjón-
varpsþætti um samnorrænu verð-
könnunina vil ég enn ítreka
eftirfarandi:
1. Verðlagsyfirvöld á Norðurlönd-
um bundu fastmælum að birta
ekki útkomu einstakra vöruteg-
unda úr könnuninni. Ef ég bryti
það samkomulag væri ég að stefna
framtíðarsamstarfi okkar við hin
Norðurlöndin á þessu sviði í
hættu, en Viðskiptaráðuneytið
leggur mikla áherzlu á, að það
samstarf geti haldið áfram.
Er ég gerði grein fyrir verð-
könnuninni í London árið 1976, var
ég ásakaður fyrir að birta einstök
vörumerki, þar sem með því væri
ég aðeins að vega að ákveðnum
fáum innflytjendum, en nú er ég
hins vegar ásakaður fyrir hið
gagnstæða, þ.e. að birta hvorki
vörumerki né nöfn innflytjenda.
Rétt er einnig að taka fram, að
þegar verðupptakan í samnorrænu
verðkönnuninni var gerð, var
viðkomandi innflytjendum heitið
því, að fariö yrði með allar
upplýsingar um einstakar vöruteg-
undir sem algjört trúnaðarmál.
Við frekari athugun á málinu mun
að sjálfsögðu verða haft samband
við hlutaðeigandi aðila um niður-
stöður könnunarinnar.
2. Ég hef verið gagnrýndur fyrir
að birta meðaltalsniðurstöður
könnunarinnar. Vissulega var það
ákvörðunaratriði, hvað gert skyldi
með niðurstöðurnar. Þar sem
innkaupsverð til íslands reyndist
hins vegar, í þessari könnun,
afgerandi hærra en til hinna
landanna, og gaf þar með ákveðna
vísbendingu, taldi ég það em-
bættisskyldu mína að skýra frá
niðurstöðunum opinberlega, enda
er ég þeirrar skoðunar, að útilokað
sé að lagfæra þessi mál nema að
undangenginni opinni umræðu um
þau.
Ég ætla mér ekki að fara að
standa í frekari blaðaskrifum um
þessi mál að sinni. Viðskiptaráð-
herra hefur ákveðið að taka þau til
ítarlegrar meðferðar og munu
málin því skýrast á næstunni og
verður þá væntanlega hægt að
ræða þau frekar.
Georg Ólafsson.
Völundar útihurðir
Fallegar útihurðir setja ekki hvað síst svip á húsiö
og Völundar útihurð getur gjörbreytt útliti hvaða
húss sem er.
Timburverslunin Völundur hefur 70 ára reynslu í
smíði hurða og hefur jafnan fylgt þeim sveiflum,
sem orðió hafa í hurðasmíði undanfarin ár.
Massifar Völundar útihurðir úr teak og furu eru
framleiddar úr bestu efnum, sem völ er á og mikil
áhersla lögð á vandaða vinnu, góða þjónustu og
eingöngu fullkomnustu vélar notaðar til framleiðsl-
unnar.
Hinar viðurkenndu Assa skrár og lamir eru í öllum
hurðum frá Völundi.
Vandaðu val útihurðar á hús þitt, það er mikilvægt
vegna heildarútlits.
„Valin efni, vönduð smíð“ hafa verið einkunnarorð
Völundar í mörg ár og gildir það um alla fram-
leiðslu.
áTá Timhurverzlunin
Vólundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244