Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 72. og 74. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1977 á Nýbýlavegi 80, hluta, þinglýstri eign Jóhannesar Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 3. október 1978 kl. 14. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð Samkvæmt kröfu bæjarsjóös Kópavogs, skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Verslunarbanka íslands, Benedikts Sigurössonar hrl., Guðjóns Steingrímssonar hrl., Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Siguröar Sigurjónssonar hdl., verða eftirgreindar bifreiöar seldar á nauöungaruppboöi, sem haldiö veröur við bæjarfógetaskrifstofuna í Kópavogi, aö Auöbrekku 57, föstudaginn 6. október 1978 kl. 16.00: Y-554 Y-3481 Y-5010 Y-6364 R-24016 Y-793 Y-3728 Y-5031 Y-6623 R-37287 Y-2417 Y-4446 Y-5032 Y-6742 R-56509 Y-2976 Y-4809 Y-6118 R-8166 G-2477 og birgðatankar X-4538 og Galion valtari Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara. Greiösla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi 25. september 1978. Nauðungaruppboð Samkvæmt kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi, innheimtu ríkissjóös í Hafnarfiröi, Landsbanka íslands, Theódórs Georgssonar hdl., Þorvaröar Sæmundssonar hdl., Baldvins Jónssonar hrl., veröa eftirgreindir lausafjármunir seldir á nauöungaruppboöi, sem sett verður á skrifstofu minni aö Auöbrekku 57 föstudaginn 6. október 1978 kl. 14: Verður uppboöi síðan fram haldiö á öörum stööum, þar sem munir eru: 1. Húsgögn og heimilistæki: Sófasett, hægindastóll, bekkur, 2 stólar, 2 borö, hillusamstæða, sjónvarpstæki, hljómflutningstæki, radíófónn, plötuspilari og hátalarar, frystikista og ísskápur. 2. Rafsuðutæki (kolsýru) teg: Migatronic, hjólsög Eisler. 3. Afréttari (Prima A.D. Elve), hjólsög (Elle feld) Hjólsög Delta Kæliborð ICO Seria 70 rennibekkur, tegund Meuser, 2 rennibekkir TOZ og rennibekkur tegund FAB nmerktur nr. 3 beinskeri Tempo Fræsari og afréttari. Fræsari og afréttari. Rennibekkur, Stankoim- port, rennibekkur Nodo. 4. Plygraph saumavél. 5. Leiktjöld. 6. Einangraöir birgöatankar í landi Fífuhvamms. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboöshaldara. Greiösla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 25. sept. 1978. orgunblaðið óskar blaðburðarfólki Austurbær: Laugavegur 1-33, Skólavöröustígur Sóleyjargata Laugarásvegur 38 - 77 Vesturbær: Níif. Kvisthagi, Miöbær, Hjaröarhagi I og II. Brávallagata. Skerjafjöröur /sunnan flugvallar ________Uppl- < síma 35408. Guðrún Jóhannesdóttir frá Stóra-Kálfalœk — Minning Þann 23. sept. 1978 fór fram útför Guðrúnar Jóhannsdóttur áður húsfreyju að Stóra-Kálfalæk í Hraunhreppi, frá Akrakirkju á vestur-Mýrum. Halldór Gröndal sóknarprestur í Grensáspresta- kalli í Reykjavík jarðsöng. Mikið fjölmenni víðsvegar að fylgdi Guðrúnu til grafar og vildi með því votta þessari sómakonu virðingu sína og þökk. Guðrún Jóhannsdóttir var fædd í Öxney á Breiðafirði 23. sept. 1888 og hefði því orðið níræð þennan dag, en hún andaðist á Landspítal- anum í Reykjavík 9. sept. s.l. Foreldrar Guðrúnar voru Arn- björg Hermannsdóttir og Jóhann Jónasson bóndi í Öxney og haf- sögumaður á Breiðafirði. Guðrún ólst upp á mannmörgu heimili í Öxney til ársins 1904 en þá flutti hún til systur sinnar Sigríðar og manns hennar Eiríks Kúlds Jónssonar að Ökrum í Mýrasýslu, en þau voru foreldrar mínir. Ég man eftir Guðrúnu frænku minni frá fyrstu bernsku á heimili foreldra minna. Hún var hægri hönd móður minnar í öllu, sem gera þurfti á þessu mannmarga heimili, þar sem oft voru 18—20 manns. Það var alltaf kært með þeim systrum og féll þar aldrei skuggi á. Hjá okkur á Ökrum dvaldist Guðrún til ársins 1917, ásamt móður sinni Arnbjörgu, en þá um vorið brá móðir mín búi, því faðir minn hafði andast í desem- ber 1916. Þetta sama vor flytur Guðrún að Stóra-Kálfalæk, næsta bæ við Akra, ásamt móður sinni og ungri frænku Helgu Guðmunds- dóttur. Guðrun ræður sig sem ráðskona til Sigurðar Marísar Þorsteinssonar, sem nýlega var orðinn ekkjumaður og átti þriggja ára son, Óskar Elínbert, og gekk Guðrún honum í móðurstað. Síðan verður Guðrún eiginkona Sigurð- ar og eignuðust þau þrjú börn, Arnbjörgu Súsönnu, konu Hjartar Magnússonar bifreiðastjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, Steinunni Þorsteins sem dó um tvítugsaldur á Vífilsstaðahæli 1944, og Jóhann Óskar fyrrverandi bónda að Stóra-Kálfalæk, nú búsettur í Borgarnesi, kvæntur Unni Andrésdóttur frá Saurum. Þá ól Guðrún upp bróðurdóttur sína, Helgu Guðmundsdóttur ljós- móður, en hún kom ung að Ökrum eftir að hafa misst foreldra sína. Helga er gift Ólafi Magnússyni trésmíðameistara í Kópavogi. Auk þess dvöldu á heimili Guðrúnar og Sigurðar um lengri og skemmri tíma ýmis börn skyld Guðrúnu, þar á meðal Óskar Jens systursonur hennar, sem Guðrún + Elskuleg elginkona mfn, móöir, tengdamóöir og amma, SIGRÍDUR OLGEIRSDÓTTIR, Kóngsbakka 1, andaöist aö morgni hins 27. september. Jaröarför auglýst síðar. F.h. aöstandenda, Trauati Árnaaon. Eiginkona mín og móöir, HULDA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Faxabraut 39 A, Kaflavík, lézt í Sjúkrahúsi Keflavíkur, þriöjudaginn 26. september. Sigurður Valdimaraaon, Jón B. Siguröaaon. + Konan mín, móöir og fósturmóöir okkar, GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, Braaóraparti, Vogum, veröur jarösungin í Kálfatjarnarkirkju, föstudaginn 29. september kl. 2. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Kálfatjarnarkirkju. Guðmundur Ólafaaon, Eyjólfur Guömundaaon, Guöbjörn Guómundaaon, Steinar Gunnbjörnaaon.Gunnbjörn Stainaraaon og aðrir aöatandondur. Dóttir okkar, systir og barnabarn, GÍGJA MAGNÚSDÓTTIR, Kvíholti 10, Hatnarfirói, er lézt af slysförum 22. september veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju, föstudaginn 29. september kl. 13.30. Auódís Karlsdóttir, Magnús Sigfússon, Sigfúa Magnúsaon, Áata Ásbjörnadóttir, Sigfús Magnússon, Kristín Hjörleifsdóttir, + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, fró Önundarholti, veröur jarösungln frá Selfosskirkju laugardaginn 30. september n.k. kl. 13:30. Jarösett veröur að Villingaholti sama dag. Ferö veröur frá B.S.Í. kl. 12. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjúkrahús Suöurlands á Selfossi. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför fööur okkar, tengdafööur og afa, BJÖRNS KNÚTSSONAR, löggilts endurskoóanda, verður gerð frá Bústaöakirkju föstudaginn 29. september kl. 1.30. Þeim er vilja minnast hins látna er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaöra. Karl Ómar Björnsson, Victor Knútur Björnsson, Kristín H. Kristinsdóttir og sonarsynir. hafði tekið miklu ástfóstri við á Ökrum. Óskar Jens dó á Vífils- staðahæli 1924. Árið 1926 veikist svo Guðrún Jóhannsdóttir af berklum og er á annað ár sjúkling- ur á Vífilssöðum, en kemst heim þaðan aftur og heldur áfram störfum sínum, en er alltaf heilsuveil eftir það. Þau Guðrún og Sigurður halda svo áfram búskap á Stóra-Kálfalæk þar til Sigurður lést árið 1962, þá 78 ára að aldri, en þá tók við búi Jóhann sonur þeirra, en nú býr þar sonur hans Sigurður. Síðustu ár sín dvaldi Guðrún mest hjá Arnbjörgu dóttur sinni og manni hennar að Ásgarði 73 í Reykjavík. En hugur hennar var bundinn Stóra-Kálfalæk og Ökr- um órjúfandi böndum því þar hafði hún dvalið og upplifað sín æsku- og manndómsár. Gleði hennar og sorgir voru tengdar þessum tveimur stöðum sérstak- lega. Þar hafði hún séð drauma sína rætast, en líka orðið fyrir vonbrigðum. í kirkjugarðinum á Ökrum valdi hún sér síðasta hvílurúmið. Að Ökrum hafði hún komið ung stúlka í blóma lífsins og dvalist þar í þrettán ár, einmitt þau árin þegar draumar æskufólks eru bjartastir, henni var því staðurinn kær. Þó að Guðrún dveldi mest hér í Reykjavík síðustu árin, þá átti hún líka heima á Stóra-Kálfalæk hjá syni sínum þar, og við þann bæ var nafn hennar tengt allt frá þeirri stundu að hún kom þangað fyrst, til endadægurs. Miklir kærleikar voru alla tíð á milli Guðrúnar og frænku hennar Helgu Guðmunds- dóttur, enda hafði Guðrún reynst henni sem besta móðir. Þegar Guðrún dvaldi hér í Re.vkjavík þá héit hún lifandi sambandi við fólkið í heimasveit sinni og þangað fór hún eins oft og hún gat, til að heimsækja af- komendur sína og vini, enda var hún allsstaðar kærkominn gestur. Guðrún Jóhannsdóttir var óum- deilanlega mikilhæf kona, gædd mjög mikilli fórnarlund sem vildi rétta hjálpandi hönd þar sem með þurfti. Hún kvartaði aldrei fyrir sjálfa sig, þó lífið legði henni stundum þunga bagga á herðar, en bar þá á æðru bein í baki. Hún hefur án efa hlotið í vöggugjöf mikið andlegt þrek komið frá sterkum ættar- stofnum, um það vitnaði lif hennar allt. Guðrún á Stóra-Kálfalæk var bókelsk kona, unnandi ljóðs og sögu, Jiún var minnisgóð og fróð um marga hluti. Þessu mikla andlega atgjörvi sínu hélt hún til hinstu stundar. Guðrún var fríð kona, svipur hennar heiður og bjartur og það duldist engum sem henni kvnntust að þar fór mikill persónuleiki. Allt líf var henni heilagt, og á langri lífsgöngu reyndi hún jafnan að þoka málum til betri vetar. Þegar nú þessi kona er kvödd af samferðafólkinu, eftir langa lífsgöngu og mikið ævistarf þá fylgja henni bestu óskir og þakkir yfir landamærin, frá þeim er urðu henni samferða á göngunni. Að síðustu vil ég svo persónu- lega þakka Guðrúnu frænku minni fyrir öll hennar elskulegheit í minn garð. Öllum aðstandendum hennar votta ég samúð mína og konu minnar. Jóhann J. E. Kúld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.