Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 21
Somoza sleppir föngum úr haldi Managua. 27. sept. AP. ANASTASIO Somoza, íorseti Nicaragua, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að sleppa föngum úr haldi þegar f stað til þess að verða við áskorun Samtaka Ameríku- ríkja (OAS). Öllum föngum verður sleppt úr haldi öðrum en þeim sem hafa gerzt sekir um glæpi gegn lögum og reglu, árásir á setulið Þjóðvarð- liðsins, hryðjuverk eða morð að því er segir í tilkynningu forsetans. Þótt stjórnin hafi ekki gefið upp tölu þeirra sem hafa verið hand- teknir síðan Somoza lét til skarar skríða gegn andstæðingum sínum í síðasta mánuði er talið að þeir nemi hundruðum. Margir skæruliðar eru í felum. Einn þeirra, Alfonso Robelo Calleja, leiðtogi fylkingar 16 stjórnmála- flokka og verkalýðsfélaga, sagði í dag að samtökin væru fús til að fallast á erlenda málamiðlun en vildu ekki slá af kröfu sinni um að Somoza segði af sér. Somoza hefur fallizt á tilboð bandarísku stjórnarinnar um að koma af stað samningaviðræðum milli forsetans og andstæðinga hans. Stjórnin hefur einnig sagt að aðstoð annarra erlendra ríkis- stjórna verði vel þegin. Boeing 727 Pacific Southeast flugfélagsins steypist til jarðar í San Diego eftir áreksturinn við kennsluflugvélina. Stríðshætta magnast á suðurodda S-Ameríku Santiago. Chile. 27. september. AP. EINNAR aldar gömul deila Argentínu og Chile um þrjár smáeyjar út af syðsta odda SuðurAmeríku er komin á svo alvarlegt stig að í báðum löndunum óttast margir að komið geti til styrjaldar. Orðrómur er um að hermenn landanna hafi átt í átökum, argentínskir hermenn villtust yfir landamærin fyrir tveimur vikum, viðskipti landanna hafa stórminnkað og margir Chilemenn sem hafa starfað á sauðf járræktar- búum í' Argentínu hafa verið reknir úr landi. í skugga þessara atburða hafa samningamenn landanna setið á rökstólum í Santiago og viðræður þeirra virðast lftinn árangur hafa borið. í tilefni fyrstu Sir Freddie Laker hellir kampavini í glas Skytrain-ferðarinnar frá London til Los Angeles. Laker vill ekki fá Rolls Royce London, 27. september. AP. SIR Freddie Laker. forstjóri Skytrain, hefur sniðgengið brezka fyrirtækið Rolls Royce og ákveðið að kaupa bandaríska hreyfla í 15 nýjar farþegaþotur sem hann ætlar að kaupa. Hann skýrði frá þessu í fyrstu daglegu ferð Skytrains til Los Angeles á lágum fargjöldum í dag. Hreyflarnir munu kosta 58 milljónir punda og verða keyptir frá fyrirtækinu General Electrics. Hreyflarnir verða settir í 10 evrópskar breiðþotur af gerðinni A-300B4 og fimm bandarískar af gerðinni McDonnel-Douglás sem Laker jyoxtajöi í síðústu viku. ‘ r Laker sagði að hann hefði ákveðið að kaupa ekki brezka hreyfla vegna þess að hann teldi að Rolls Royce gæti ekki afhent þá á tilsettum tíma, það er áður en sumarleyfi hefjast 1981, þegar hinn nýi flugfloti hans tekur til starfa. Hann sagði að nokkurra mánaða töf gæti orðið á afhend- ingu hreyflanna frá Rolls Royce en afhendingin þyldi enga bið. Önnur ástæða sem Laker til- greindi var sú að ef hann hefði keypt hreyflana frá Rolls Royce hefði orðið að breyta vængjum evrópsku breiðþotanna. Banda- rísku hreyflarnir eru hins vegar bæði hannaðir fyrir evrópsku gerðina og þá bandarísku. Þetta gerðist Eyjarnar heita Picton, Lennox og Nueva og hafa verið á valdi Chile- manna síðan á síðustu öld. Picton er 21 kílómetra löng og hálfs kílómetra breið. Lennox er 14 kílómetra breið og 14 kílómetra löng. Nueva er um 14 kílómetra löng og um átta kílómetra breið. Örfáir fjárhirðar og tiltekinn fjöldi Chilemanna býr á eyjunum. Eyjarnar eru hæðóttar og þaktar skógum og bithögum. Eyjarnar skipta Chile og Argent- ínu minna máli en hafið umhverfis þær því að þar er olíu að finna á hafsbotni samkvæmt óstaðfestum fréttum. Bretar tóku að sér að miðla málum í deilunni að beiðni Argent- ínumanna og með samþykki Chile- manna 1971. Bretar komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að samkvæmt samningi frá 1881 tilheyrðu eyjarnar Chile. Argentínumenn halda því meðal annars fram að þeir eigi eyjarnar þar sem þær séu á Atlantshafi, sem er umdeilt. Þeir neituðu að fallast á gerðardómsúrskurðinn snemma á þessu ári og sendu allan sjóher sinn til eyjanna. Reiði Argentínumanna hefur aukizt við það að Chile hefur ákveðið að taka sér 200 mílna lögsögu austur frá eyjunum, langt út á Atlantshaf. Kaþólskir biskupar í Argentínu og Chile hafa hvatt til þess á fundi í Mendoza að reynt verði að komast hjá átökum sem þeir líkja við sjálfsmorð. Forsetar landanna, Rafael Videla og Augusto Pinochet, hafa fundað um málið og á þeim fundi var ákveðið að samningamenn landanna kæmu saman til að ræða 28. september 1972 — Japanir og Kínverjar koma á stjórnmálasambandi. 1971 — Mindzenty kardináli fer til Vínar eftir 15 ára dvöl í bandaríska séndiráðinu í Búdapest. 1970 — Nasser, forseti Egypta, andast úr hjartaslagi, 52 ára gamall. 1962 — Indónesar taka við stjórn Hollenzku Nýju-Guineu. 1961 — Nkrumah handtekur helztu andstæðinga Ghana-stjórnar. 1953 — Wyszynski kardináli, yfirmaður pólsku kirkjunnar, handtekinn. 1911 — Ógnarstjórn nazista hefst í Tékkósióvakíu. 1939 — Þjóðverjar og Rússar samþykkja áætlun um skiptingu Póllands. 1924 — Tvær bandarískar her- flugvéiar lenda í Seattle eftir fyrsta hnattflugið. (175 daga). 1915 — Bretar sigra Tyrki við Kut, Mesópótamíu. 1905 — Frakkar og Þjóðverjar ákveða að halda ráðstefnu um Marokkó. 1895 — Andast Louis Pasteur. 1826 — Rússar segja Persum stríð á hendur út af ágangi í Kákasus. 1781 — Umsátrið um Breta í Yorktown, Virgínu, hefst. 622 — Flótti Múhameðs frá Mekka. Afmæli dagsinsi Prosper Merimee, franskur rithöfundur (1803-1870) - Georges Clemenceau, franskur stjórn- málaleiðtogi (1841—1929). Innlenti Kosningalögin 1849 — D. Þorsteinn Erlingsson 1914 — Þorvaldur Thoroddsen 1921 — Jón Vigfússon klausturhaldari 1752 — Skáld-Rósa (Guðmunds- dóttir frá Vatnsenda) 1855 — Elliheimilið Grund vígt 1930 — F. Finnur Jónsson ráöherra 1894 — Kristinn Ármannsson rektor 1895 — Ragnar H. Ragnar 1898 — Dr. Símon Jóhann Agústsson 1904. Orð dagsinst Réttu mér heldur hjálparhönd en hjálparorð — Giuseppe Garibaldi, ítölsk frelsishetja (1807—1882). landhelgismörkin við eyjarnar. En Pinochet sagði að ekki yrði hægt að fjalla um eyjarnar í viðræðunum þar sem hann sagði að ekki væri hægt að : semja um þær. Jafnframt hafa argentínskir hers- j höfðingjar hvatt til þess í viðtölum | við argentínsk blöð að eyjarnar verði | teknar með valdi. 5 Veður víða um veröld Akureyri 4 skýjaó Amsterdam 17 rigning Apena 28 léttskýjaó Barcelona 24 léttskýjað Berlín 14 skýjaó Brussel 17 rigning Chicago 25 skýjaó Frankfurt 14 rígning Genf 16 skýjað Helsinki 7 rigning Jerúsalem 31 skýjaö Jóhannesarb. 25 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 léttskýjaó Lissabon 30 léttskýjað London 19 léttskýjað Los Angeles 28 skýjað Madrid 23 léttskýjað Malaga 25 skýjað Mallorca 25 léttskýjað Miami 29 skýjað Moskva 7 skýjað New York 17 skýjað Osló 14 skýjað París 17 rtgning Reykjavík 5 léttskýjað Rio De Janeiro 29 léttskýjað Rómaborg 19 heiðskírt Stokkhólmur 11 skýjaö Tel Aviv 29 skýjað Tókýó 24 skýjað Vancouver 22 léttskýjað Vínarborg 23 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.