Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978
19
'■"V'
Ein af Phantom-þotum 57. flugsveitarinnar. Myndin er tekin yfir Skeiðarárjökli. Ljósmynd. Major Douglas
H. Jenkins.
skömmu millibili þegar vélin er á
hre.vfingu má reikna út staðsetn-
ingu slíkra truflunarstöðva á
tiltölulega skömmum tíma. Tvær
E-3A vélar, sem vinna saman, geta
gert slíkar staðarákvarðanir mjög
fljótt.
Tölvu-
búnaöurinn
Tölvubúnaður E-3A vélanna
gerir þeim kleift að fylgjast með
mjög mörgum flugvélum í einu.
Tölur hafa verið nefndar um svo
sem 300 skotmörk í einu. Það er
hins vegar ljóst að það fer eftir því
hversu mikla athygli þarf að veita
hverju skotmarki, hve mörgum
slíkum er hægt að fylgjast með í
einu. Tölvan raðar skotmörkunum
í forgangsröð og er hún vitaskuld
margfalt fljótari að slíku en
nokkur maður gæti hugsanlega
verið. Sá fjöldi skotmarka sem
E-3A vélin getur fylgst með á
sama augnabliki hefur ekki verið
gefinn upp.
Upplýsingar þær sem ratsjáin
gefur fara í gegnum tölvu vélar-
innar og kbma fram á sérstökum
tölvuskermum en ekki sams konar
ratsjárskermum og á eldri rat-
sjám. Þar með er hægt að láta
margfalt fleiri upplýsingar koma
fram á skerminum í einu. M.a. má
fá upplýsingar í töfluformi eða á
landakorti. Algjörlega er hægt að
ráða mælikvarða landakortsins og
er hægt að stækka hvaða hluta
þess sem er. Á kortinu koma síðan
fram hjá hverju skotmarki og
hverri varnarflugvél þær upplýs-
ingar sem máli skipta.
Gera má
við bilanir
á flugi
Ratsjárkerfi E-3A vélanna er
þannig úr garði gert að hægt er að
gera við allar algengustu hugsan-
legar bilanir meðan vélin er á
flugi. Hér er vitaskuld ekki átt við
bilanir sem kynnu að verða uppi í
ratsjárdiskinum nema að því leyti
sem hægt er að fjarstýra viðgerð. I
kerfinu er fyrir hendi tæki sem
leitar að og gerir grein fyrir eðli
bilana. Tölvukerfið gefur einnig
upplýsingar um hvað gera þurfi til
að lagfæra bilunina. Þess má geta
að kerfið verður ekki óvirkt þótt
einhverjir hlutar þess bili. I
hönnun þess er gert ráð fyrir
hugsanlegum bilunum og því eru
byggðar inn í kerfið varaleiðir ef
svp mætti nefna það.
í ratsjárdisknum er auk ratsjár-
loftnetsins sérhannað tæki til að
greina milli vinveittra flugvéla og
annarra. Nefnist þetta kerfi IFF
(Identification Friend or Foe). Er
hér um að ræða sjálfvirkt dul-
málskerfi sem hefur áhrif á
sérstök tæki í vinveittum flugvél-
um þannig að þau senda til baka
upplvsingar um flughæð, fjarlægð
o.fl. '
Fjar-
skipta-
stöðvar
Ekki skal sleppt að geta þess að
E-3A vélarnar eru í sjálfu sér
fljúgandi fjarskiptastöðvar. Fjar-
skiptatæki vélanna eru mjög vel úr
garði gerð og með því fullkomn-
asta sem þekkist. í þessum fjar-
skiptabúnaði og í beinum tengsl-
um við tölvubúnaðinn er tæki, sem
sent getur allar upplýsingar, sem
fyrir hendi eru í minni tölvurnar,
til annarrar E-3A vélar eða til
stjórnstöðvar, hvort heldur er í
lofti eða á jörðu. Geta þessar vélar
t.d. auðveldlega séð um flugum-
ferðarstjórn þar sem til þyrfti að
grípa og séð t.d. um að stjórna
aðgerðum á svæðum sem hafa
orðið illa úti í náttúruhamförum.
Hreyflar E-3A vélanna eru mun
aflmeiri en hreyflar hinna venju-
legu Boeing 707-320 véla. Er
Sentry-vélin búin fjórum Pratt og
Whitne.v TF-33 þotuhre.vflum eins
og Lockheed C-141 Starlifter.
Siglingatæki vélanna eru vita-
skuld af fullkomnustu gerð og
þannig mætti lengi telja.
Á það má svo minnast að lokum
að búkur vélarinnar rúmar mjög
vel þau tæki sem þar er komið
fyrir og plássið er nægilegt. Því
má telja víst að auðvelt verði að
koma þar fyrir þeim /íýjum
tækjum sem fullvíst er að koma
fram á sjónarsviðið á næstu árum.
Baldur Sveinsson
Aukabúnaöur ratsjárlottnets
Ratsiárloftnct
Stöð fyrir flugleiðsögumann og þann sem
sér um aö greina milli vina- og óvinaf lugvéla
Ratsjármóttakari og
merk jaþýöari
sjárloftnets „mband við orru.tu
552TÍTÍ- 4 miHi vin*'00
Viöhalds- og stjórnstöö ratsjár
Tðlvuskermar
Fjarskiptaborö
Flugleiösögutaki
Fallhllfarstökksrenna (til björgunar áhafnar)
Fjarskiptabunaöur
Skemmdir í saltfiski
af völdum ,,rauða”
NOKKUÐ hefur borið á „rauða“ í
saltfiskframleiðslunni hér á landi
og er talið að nokkur hundruð
tonn hafi skemmzt að einhverju
leyti. „Rauði“ kemur fram ef
saltfiskur er geymdur of lengi við
of hátt hitastig.
Að því er Tómas Þorvaldsson,
stjórnarformaður Sölusambands
ísl. fiskframleiðenda, og Friðrik
Pálsson, framkvæmdastjóri SIF,
'tjáðu Mbl. í gær, eru þó skemmdir
á framleiðslunni vegna „rauða"
minni en óttast hafði verið, en eru
þó enn að koma í ljós. Ástæðurnar
fyrir „rauðanum" eru þær, að
framleiðendur hafa þurft að liggja
lengur með fiskinn en þeir hugðu,
fyrst vegna útflutningsbannsins
hér á landi og síðan vegna aðgerða
Portúgalsstjórnar, þannig að hjá
nokkrum framleiðendum varð
saltfiskurinn innlyksa í ófullnægj-
andi kælingu einmitt yfir heitustu
mánuðina. Þegar kom fram í
septembermánuð hefði á nokkrum
stöðum komið í ljós „rauði“ í
framleiðslunni. Hins vegar bætti
hér nokkuð úr skák að æ fleiri
saltfiskframleiðendur hefðu kom-
ið sér upp kæliaðstöðu fyrir
saltfiskinn, og þess vegna væri
tjónið ekki eins tilfinnanlegt og
ætla hefði mátt. Saltfiskur sem
„rauði" kemst í verður aldrei
fyrsta flokks vara og í sumum
tilfellum algjörlega ósöluhæf.
Grunnskólakennarar:
Bíða úrlausnar
meimtamálaráðherra
SAMBAND grunnskóla-
kennara hélt fulltrúaráðs-
fund í gær og í fyrradag og
var á fundinum samþykkt
harðorð mótmæli gegn van-
efndum á þvf fyrirheiti
stjórnvalda, sem grunn-
skólakennarar telja að hafi
verið gefið í síðustu kjara-
samningum um jafngildi
kennaraprófs til launa án
tillits til þess á hvaða tíma
það var tekið. í samþykkt-
inni segir síðan orðrétt.
„Fundurinn væntir þess að
tillögur menntamálaráðherra, sem
hann hyggst leggja fyrir fjármála-
ráðherra næstu daga, leiði til
lausnar málsins. Með tilliti til þess
ákveður fulltrúaráðið að vega og
meta hvort viðunandi lausn hefur
fengizt. Verði þá enn um vanefndir
að ræða að mati Sambands grunn-
skólakennara munu kennarasam-
tökin grípa til harðari aðgerða til
þess að knýja á um efndir
kjarasamninga.
Fundurinn skorar á alla kenn-
ara í hvaða kennarasamtökum,
sem þeir eru, að standa fast saman
i baráttunni fyrir þessu réttlætis-
máli og í þeim aðgerðum sem
valdar verða til að knýja á um
lausn þess.
Fundurinn lýsir ánægju sinni
með framtak kennaranema til að
efla og treysta kennaramenntun í
landinu og harmar það og átelur
að ríkisvaldið skuli leyfa sér að
koma í veg fyrir æfingakennslu
kennaranema með því að standa í
vegi fyrir að þetta réttlætismál
nái fram að ganga.
Að lokum þakkar fulltrúaráðið
forystumönnum samtakanna það
mikla starf sem þeir hafa á sig
lagt til þess að reyna að fá
stjórnvöld til að efna það fyrirheit
í síðustu kjarasamningum að meta
kennarapróf jafngild til launa."
Brlúge
Umsjón ARNÓR
RAGNARSSON
Þing Bridgesam-
bandsins í
Borgarfirði
Þing Bridgcsambands ís-
lands 1978 verður haldið í
Munaðarnesi í Borgarfirði dag-
ana 21. og 22. október
næstkomandi.
Dagskrá þingsins verður á
þessa leiö:
Laugardagur 21. okt. kl. 13.30.
1. Setning þingsins og skipun
starfsmanna.
2. Kjörbréf þingfulltrúa úr-
skurðuð.
3. Skýrsla forseta B.S.Í.
4. Lagðir fram reikningar B.S.Í.
5. Lagabreytingar og skipulags-
mál.
6. Keppnir og keppnisreglur.
7. Kosning þingnefnda.
8. Kennslu- og útbreiðslumál.
9. Þinghlé kl. 18.00.
Sunnudagur 22. okt. kl. 10.00
1. Skýrslur og álit þingnefnda,
umræður.
2. Lagabreytingar afgreiddar.
3. Kosning sambandsstjórnar,
endursk. og dómnefndar.
4. Önnur mál.
5. Þingslit.
Hjónaklúbburinn
Barometerkeppni hófst hjá
félaginu sl. þriðjudag og taka
24 pör þátt f keppninni.
Staðan eftir fyrsta kvöldið:
Þóra — Guðjón 60
Sigríður — Gísli 58
Friðgerður — Jón 40
Guðbjörg — Guðmundur 38
Guðrún — Ragnar 38
Ólöf — Hilmar 20
Erla — Gunnar 19
Gróa — Júlíus 19
Næst verður spilað þriðjudag-
inn 10. október. Spilað er í
félagsheimili Rafveitunnar v/
Elliðaár.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
33. aðalfundur Bridgefélags
Hafnarfjarðar var nýlega hald-
inn. Stjórn félagsins skipa nú:
Björn Eysteinsson, Guðni
Þorsteinsson, Hörður Þórarins-
son, Stefán Pálsson, Sævar
Magnússon og Ægir Magnússon.
Stjórnin hefir enn ekki skipað
með sér verkum.
Vetrarstarf félagsins hefst 2.
október kl. 20 með eins kvölds
tvímenningskeppni. Spilað
verður í nýja húsi Slysavarna-
félagsins í Hafnarfirði að
Hjallahrauni 9.
Nýja stjórnin væntir þess að
félagar, gamlir og nýir, fjöl-
menni til keþpni í nýjum,
rúmgóðum og glæsilegum húsa-
kynnum.
Bridgedeild
Barðstrendinga
Tvímenningskeppnin hefst
mánudaginn 2. október klukkan
19.45 stundvíslega í Domus
Medica. Þeir sem vilja láta skrá
sig fyrirfram tilkynni þátttöku í
símum 41806 (Ragnar) og 81904
(Sigurður) sem fyrst.