Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 37 fclk í fréttum Fólksflutningabifreiðar til sölu Mercedes Benz 0309 árgerö 1973 21 sæta, Luxus og Mercedes Benz 0309 árgerö 1977 21 sæta (stór afturhurö). Báöir bílarnir í mjög góöu ásigkomulagi. Upplýsingar í símum 97-8361 og 91-28261 á kvöldin. + Svo virðist sem móðir Bandaríkjafórseta, frú Lillian Carter, sé mjög hress kona. Hún var fyrir skömmu í Chicago-borg. Var henni færð þar mjög óvenjuleg gjöf. — Hinn nýbakaði — já, endurbak- aði heimsmeistari Muhammad Ali færði henni að gjöf boxhansk- ana, sem hún er með. Þetta var nokkrum dögum áður en hnefaleikakappinn varð heimsmeistari í þriðja sinn. + „Prima ballerina" Rómaróperunnar heitir Margherita Parilla. — Ballettmeistarinn er frá Búkarest-óperunnni, Dan Moisev. — Þessi nöfn eru heimsþekkt í ballettlistinni og dönsuðu á ballettsýningu suður á Ítalíu fyrir skömmu — og er þetta atriði úr ballettinum „le Corsaire". Tískusýning í kvöld kl. 21.30. Modelsamtökin sýna tískufatnað frá verzluninni Viktoríu. Skáa HOTEL ESJU + Hér á landi munu það vera einu tennis-spilaranöfnin sem fólk almennt þekkir vera: Björn Borg og Connor. — Eftir textanum sem fylgdi þessari mynd er aðalpersóna myndarinnar nefnilega bandarísk tennisstjarna, Billie Jean King. Með stælum hoppaði hún upp á leiksvið Ballet-leikhússins í New York. Þá voru á æfingu þar ballerínan Cynthia Gregory og sjálfur Rudolf Nureyev. En tennisstjarnan tók sér stöðu á milli þeirra — og var svakalega fyndin!... + í höfuðborg Filippseyja Manila telja menn sig sjá fram á mikinn árangur af „kvenna árinu". — Forseti eyjanna, Marcos, muni hafa í hyggju að láta konu sína Imeldu, hasla sér völl á stjórnmálasviðinu. — Ekki er gert ráð fyrir að hún þurfi að fara upp í gegnum kerfið, heldur muni hún verða útnefnd varaforseti. Hún hefur þegar náð alllangt í stjórn- málastarfsemi sinni og talin hafa vaxandi áhrif. Tísku- sýning ★ Alla föstudaga kl. 12.30—13.30. Sýningin er haldin á vegum Rammageröarinnar, íslensks Heimilisiönaöar og Hótels Loftleiöa. Módelsamtökin sýna skartgripi og ýmsar gerðir fatnaöar sem unninn er úr íslenskum ullar- og skinnavörum. Hinir vinsælu réttir kalda borösins á boöstólum. ★ Verið veikomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.