Morgunblaðið - 28.09.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 28.09.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 25 Jón Þ. Árnason Lífríki og lífshættir XXII: Jigimdin hlýtur að hafa óendanlega stéttabaráttu í för með sér. Staðhæfing kommúnistanna, að þjóðskipulag þeirra muni binda endi á stéttabarátt- una með afnámi stéttanna, er 'imyndun vegna þess, að þeirra kerfi er líka byggt á meginreglu hinnar ótakmörkuðu neyzlu sem lífsmarkmiði. “ — Erich Fromm. Bjálfabjartsýni Þegnar vélaaldar og „velferð- arríkis" eru ekki á einu máli um margt, sem sköpum skiptir, enda leiðir það af eðli mannsins og málsins, og er því ekkert undrunarefni. Um eitt eru þeir þó undantekningalítið á sama máli. Flestir telja þeir fullvíst, að hinni tæknivaeddu mann- eskju hafi tekizt að gera sér náttúrurikið undirgefið og nátt- úrulögmálin auðsveip. Þessi afrek segja þeir að hafa unnizt með því að einbeita óhemjulegri atorku og kaldrifjuðum klókind- um. Þeir benda réttilega á, að vísindin hafi náð ævintýraleg- um árangri, muni fagna dugleg- um sigrum héðan í frá og að þá þróun fái ekkert stöðvað. Von- andi er, að sú von reynist ekki tálvon. Rétt er þó að hafa þann fyrirvara hér á, að vísindunum verður beitt gegn tortímingar- öflunum í framtíðinni, en ekki með, eins og nú á sér stað í óhugnanlegum mæli. í barnslegu trausti á drottin- mátt vísinda og tækni hafa menn og múgur tekið trú á, að mannkyns alls bíði hagsæld og hamingja, í þeim skilningi, sem peningahyggja marxismans leggur í þau hugtök. Farsældar- “ríkið, reist á grunni hinna „ótæmandi" auðæva jarðar, á aðeins að vera spurning um fáein hagræðingaratriði, þar sem þegar sé það langt komið á framfarabrautinni, að rúm og tími megi heita smástrik, er náttúruríkið setji enn um sinn í reikninginn. Þessi vinstriviðhorf hafa al- mennt hlotið heitið bjartsýni og nær einokað það hugtak. Þó eru þeir til, sem þykir orðið bjálfa- bjartsýni eiga betur við, og rökstyðja m.a. með því, að hinn dæmalausi dugnaður hafi marg- sannað sig sem sjúklegt puð og púl, hin kaldrifjuðu klókindi ekki sjaldnar reynzt banvæn yfirsjón, að véltrúaröldin hafi orðið gálgamatur raunalegrar sjálfsblekkingar, hana hafi skort hæfileika til að gera greinarmun á höfuðstól og afrakstri, gildi og magni. Líka hefir framfarahugtakið verið tekið í þjónustu svo að segja alls, sem einhverja bre.vt- ingu hefir boðað, alltof oft án tillits til þess, hvort breytingin hefir verið þörf eða hún haft jákvæð eða neikvæð áhrif.. Markmiðið hefir tíðast verið að staldra ekki andartak við og hugleiða, hvort ekki væri anað út fyrir náttúruleg takmörk. Viðfangsefni, sem sýnzt hafa óviðráðanleg í svipinn, hafa tvímælalaust verið talin auð- leysanleg á morgun — í anda , framfaranna. „Þess vegna ræðst mannkynið alltaf í þau verkefni aðeins, sem það getur leyst,“ sagði Marx, en í þessa einu setningu áleit þýzki stjórnspek- ingurinn Moeller van den Bruci; (1876—1924) að rekja inætti allar villur sósíalismans, og bætti við: „Nei. Mannkynið hefur alltaf ráðizt í þau verkefni aðeins, sem það getur ekki leyst. Hér er reisn þess. Hér er að leita þeirrar hollvættar, sem vísar því \æginn. Hér er sá djöfull, sem dregur það.“ Nú er reyndar þannig komið, einmitt þegar framfarasólin skín í heiði, að fæstir „fram- farasinnar" treysta sér til að loka augunum fyrir háska- skuggum, sem ber yfir veginn. Þeir játa, þó að með semingi sé, að svo „virðist" sem mannkynið eigi e.t.v. ekki jafn greiða „leið til sósíalismans“ og staðhæft hafði verið, en hugga sig og aðra við, að hinn sigurvani manns- andi muni sigrast á öllum hindrunum vegna óstöðvandi framfarasóknar. En þeir hafa bara gleymt sögunni um hjónin, sem snæddu eplið og voru brottræk gerð fvrir vikið. Að leiðarlokum Þau hétu Adam og Eva, og bjuggu í Paradís; og þótt nöfn- um megi að skaðlausu sleppa, þá er sagan eigi að síður eldforn og geymir, í sinni djúpúðgu vizku og spásagnarkenndu skarp- skyggni, vegferð mannkynsins frá upphafi til enda. Það, sem hún kallar Paradís, skilst nér merkja óspillt lífríki og heil- ..Mikið gæti nú Guð gert. eí hann hefði peninga" Fram-af-farir Heimsveldi heilaspuna og sjálfsblekkinga - Trúinl á lífið fyrir dauðann - Káf og kák gera enga stoð brigöa lífshætti. Adam og Eva eru því mannkynið, og eplið er þekkingin og viljinn, sem það hefir gleypt án þess að melta á eftir og láta sér verða til dómgreindar- og skilningsauka. Eg er þess vegna ekki frá því, að trénu, sem eplið óx á, hefði hæft annað heiti betur en Skilnings- tré, m.a. vegna þeirra mörgu og stóru skrefa, sem menn hafa stígið af frjálsum vilja og glöðu geði frá lífinu í stað til þess, þ.e. tekið stefnuna fram af þeim vegarmörkum, er það hefir jarðfest. Ef þessi útlegging á sér einhverja hugmyndafræðilega stoð, þá er brottrekstrinum enn ekki lokið, og margt, sem nefnt hefir verið framfarir, væri réttnefndara fram-af-farir, og þýða því: glötun, dauði. Og ekkert lát sýnist vera á fram(af)förum. A meðal merkra hrópenda í velferðareyðimörk líðandi aldar verður að telja hinn reynda sálfræðing og hugmyndaríka þjóðfélagsrýni Erich Fromm. Á rúmlega 50 ára starfsævi hefir hann gert rækilega úttekt á sálarleysi samtíðarinnar, og gerist sízt ómyrkari í máli með aldrinum. Erich Fromm byggir skoðanir sínar og niðurstöður, eins og vera hlýtur, á víðtækum þekkingarforða, og af þeim grunni hikar hann ekki við að ávíta lýð og leiðtoga á hnitmið- aðan hátt með þessum orðum (í bók sinni, ..To Have or to Be?“ New York 1975): „Allir tilgreindir málavextir eru almenningi aðgengilegir og víðkunnir. Þrátt fyrir það er hin næstum ótrúlega stað- reynd sú, að hingað til hafa engar raunhæfar ráðstafanir verið gerðar í því skyni að bægja frá dyrum þeim örlög- um, sem okkur hafa verið sögð fyrir. Þar sem einungis brjálæðingur myndi halda að sér höndum í einkalífinu, þegar allri tilveru hans væri ógnað, hafast þeir, sem eru ábyrgir fyrir almannaheill, bókstaflega ekkert að, og þeir, er hafa lagt traust sitt í hendur þeirra, láta þeim haldast það uppi.“ Lög mælir hann. Fyrsta viðnámsskref Hin knýjandi úrlausnarefni, sem sinna verður af kaldri raunsýni og ósveigjanlegum baráttuvilja tvo síðustu áratugi 20. aldar, ef trúin á lífið fyrir dauðann á ekki að þoka fyrir hinni trúnni, skilja hvorki húsbændur né hjú. Af þeim sökum standa hinir sárafáu, er ekki hafa látið blekkjast af bellibrögðum vinstriandans, frammi fyrir næstum vonlaus- um verkefnum. Það er og hefir verið mark og mið lífverndarfólks að brjóta til mergjar og vekja til umhugsun- ar um vandamál nútímans, sem svo sannarlega hefir verið með fádæmum örlátur á efnisleg undir „lygafánunum". Nafn- kunnustu fyrirsvarsmenn líf- verndarfólks eru og langt frá að vera nokkrir heimsendaspá- menn, þó að þeir telji yfirleitt að „velferðarríkið" eigi hvorki til- veruvon né tilverurétt. Nei. lífverndarmenn eru allsgáðir raunsýnismenn, sem ekki vilja una þeirri óhæfu, að fyrir- greiðsluflón og aðrir atkvæða- kaupendur móti stefnu og ráðsk- ist með stjórn þjóðfélagsins. Og þeim er ekki heldur sá eiginleiki flagarans til lista lagður að þegja það í svefn, sem ekki telst hagkvæmt að gera kunnugt. Yitaskuld mun tómlæti almenn- ings reynast þeim þungur ljár í þúfu. Það gefur hins vegar auga leið, að hin drengskaparlausu hagsmunasamtök, sem ávaxta misjafnlega fengnar fjárfúlgur sínar í óreiðuhneigðum og hugs- unarleysi hins sofandi meiri- hluta, hljóta að verða ennþá verri viðureignar. Máski ósigr- andi. I því efni er svartasta svartsýni á gildum rökum reist. Ráðstefnur í ráðaleysi Erich Fromm. yerðmæti, en á hinn bóginn ákaflega nízkur á andlegar og sálrænar undirstöður; svo mjög, að í samanburði við flest fyrri tímaskeið, eru engin álitamál, að bein afturför hefir átt sér stað. Þá fyrst og því aðeins, að sú viðleitni beri gagnlegan árangur, geta skilyrði skapazt fyrir uppástungur, er fela í sér, hvernig heilladrýgst muni verða að snúast til gagnsóknar. En í því sem öðru ræður sterkur vilji úrslitum, ef hann brýtur ekki í bág við alræði náttúrulögmál- anna. Enn sem komið er, hefir lífverndarfólk ekki skipulagt samtök með sér svo orð sé á gerandi, heldur lætur á sér bæra í ýmsum flokkum og félögum eða starfar í kyrrþey. Þess verður þó sums staðar vart, að það hyggist þjappa sér saman. Áhugamál þess eru ekki ein- göngu bundin við „umhverfis- vernd“ eins og vinstrisinnar leitast við að telja fólki trú um, í því skyni að gera sem minnst úr viðfangsefnunum, heldur taka þau til allra helztu heimsvanda- mála, sem nú varða lífs- og framtíðarskilyrði jarðarbyggja allra. Vissulega er þetta tröll- aukin fyrirætlun, því að, eins og Goethe kemst að orði (í „Faust" II): ..Og eftir troðnum slóðum. stikar fjöldinn um sléttunai hlaktandi lygafánum fylgja allir. — Sauðseðli!" Osæmilegt og ósanngjarnt er að afgreiða lífverndarfólk með því að stimpla það „svartsýnis- seggi", eins og vinstrimenn gera gjarnan, eínkum sökum þess, að lífverndarmenn hafna draumór- um þeirra, er að vísu nefna sjálfa sig „bjartsýnismenn", en bera ekki við að reyna að standa undir þeirri nafngift á annan hátt en að drattast í blindni Með hliðsjón af þeirri stefnu, sem rás viðburðanna hefir tekið og verður ljósari með sérhverj- um degi, sem Guð gefur yfir, fær naumast nokkur heilvita mann- eskja í hinum vestræna heimi fótað sig á þeirri átyllu, að sig skorti upplýsingar, eins og Erich Fromm undirstrikar með áherzlu. Einni alþjóðaráðstefnu er varla lokið, þegar sú næsta hefst, og er það út af fyrir sig ótvíræð staðfesting þess, sem helztu og þekktustu vísinda- menn og baráttumenn á sviði lífríkismála (Schwab, Meadows, Carson, King, Gruhl, Heilbron- er, Taylor, Ophuls, Snyder o.fl. o.fl). hafa hamrað á og rökstutt í ritum og ræðum með vaxandi þunga síðastliðin 20 ár, einkum þó næstliðin 10 ár. Að öðrum kosti væru þær óþarfar og tilgangslausar. Allar þessar mörgu, og að ýmsu leyti merku, alþjóðaráð- stefnur snúast um eitt og aðeins eitt höfuðatriði: Hvernig getur manneskjan átt lengri framtíð á jörðinni en u.þ.b. 100—200 ár; eða framtíð án harmkvæla um heim allan eftir rúm 20 ár. En þótt þessar samkomur, sem ýmist fjalla um skynsam- lega nýtingu hráefna og hrá- efnaþurrð, orkusparnað og -vinnslu, fólksmergðarvanda og matvælaskort, viðskipti og verð- lag, o.s.frv., séu nauðsynlegar, jafnvel aðkallandi, og gagnlegar að vissu marki, hefir árangur þeirra yfirleitt ekki orðið telj- andi vottur allsherjarstefnu- breytingar. Gagnsemi þeirra hefir til þessa einkum verið fólginn í öflun og úrvinnslu skýrslna, svo og útgáfustarf- semi, sem engin ástæða er til að vanmeta. Aðaleinkenni þeirra hefir þó verið reiptog og flokkadrættir. Og ný deiluefni hefir ekki skort. Þessa stundina snúast þær t.d. að mestu um botn allra heims- ins hafa og það, sem á honum er og undir, að ógleymdri tog- streytu um auðævi Suðurheim- skautsins. A meðan lifa og láta gönilu iðnaðarþjóðirnar — en þó aðeins á innlendum vettvangi — eins og þær séu enn herrar þessa heims, stjórnvöld birta í sífellu áætlanir um unaðslega framtíð, ýmist Fimm ára áætl- anir í þrælabúðaríkjunum eða orkuáætlanir í frjálshyggju- löndunum. En fum og kák utan í afleið- ingaatriði gera aðins illt óbæri- legt eins og af líkum leiðir. Á meðan heilsteyptur vilji nær ekki völdum, hlýtur allt að sökkva vinstriandanum til nær- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.