Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 Menntamálaráðherra: Vildi banna kaup á Víðishúsi fyrir ári Vill nú kanna „þarfir ráðuneytisins RAGNAR Arnalds menntamálaráðherra flutti tillögu á Alþingi við afgreiðslu fjárlaga í desembermánuði sl. þess efnis, að þáverandi ríkisstjórn skyldi ekki heimilað að kaupa Víðishúsið svonefnda. Menntamálaráðherra flutti þessa tillögu ásamt Lúðvík Jósepssyni, en þeir voru þá í forystu fyrir Alþýðubandalaginu í stjórnarandstöðu. Tillaga þeirra var á þá leið, að sú grein í fjárlagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár, sem veitti þáverandi ríkisstjórn heimild til að kaupa Víðishúsið yrði felld niður. Lúðvík Jósepsson mælti fyrir þessari tillögu og sagði m.a.: „ ... við leggjum til, að ríkis- stjórnin fái ekki heimild til að kaupa það. Nóg er að gert, ég hef þegar minnzt á það, af röngum fjárfestingum og illa völdum, þó að þessi bætist ekki ofan á allt hitt. Og við viljum gjarnan að sá haldi áfram að eiga þetta hús, sem á það nú og að ríkið verði laust við það.“ I frétt í Þjóðviljanum í gær kemur hins vegar fram, að menntamálaráðherra vill ekki selja Víðishúsið „nema annað og hentugra húsnæði sé fyrir hendi". Ráðherrann segir í viðtali við málgagn Alþýðu- bandalagsins: „Ég tel að ráðu- neytið þurfi að eignast sitt eigið húsnæði og að leigubúskapur opinberra stofnana þurfi að taka enda. Víðishúsið hefur þegar verið keypt, en spurning er, hvort húsið hentar til þeirrar starfsemi, sem fram fer í ráðuneytinu. . Ég hef ekki haft aðstöðu til þess ennþá að kanna þessi mál til hlítar, en við munum byrja á því að kanna hverjar raunverulegar þarfir ráðuneytisins eru og hvernig unnt verður að mæta þeim í Víðishúsinu." 99 Árni Gunnarsson: „Ungu krötunum þykir lítil alvara liggja á bak við ráðstafanirnar „ALÞÝÐUFLOKKURINN getur ekki og má ekki taka þátt í Hrunadansi. Þingsætin eru ungum Alþýðuflokksmönnum ekki svo mikils virði. að þeir séu ekki tilbúnir að fórna þeim fyrir málstað gjörbreytts efnahagslífs og umbóta á fleiri sviðum þjóðfélagsins. Kjósendur Alþýðuflokksins munu frá þeim heyra, innan þingsala sem utan. Hinir eldri þingmenn geta nefnt skoðanir þeirra blaður eða strákahjal, en það munu kjósendur varla gera.“ Þannig hljóðar niðurlag greinar sem Árni Gunnarsson alþingismaður og ritstjóri skrifar á forsíðu Alþýðublaðsins í gær. í grein þessari ræðst Árni harkalega á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og segir að efnahagsbata sé fórnað á altari stjórnmálalegrar togstreitu. Árni segir að hinir yngri þing- menn Alþýðuflokksins hafi ekki fengið inn í stjórnarsáttmálann orð um hve harkalega skyldi barið á verðbólgunni. Ekki einu sinni setningu um það, að reynt skyldi að koma henni ^niður í 30% á næsta ári. Þeir hafi verið ljóst að stefna í baráttunni gegn verðbólg- unni hafi bara verið orð. Kjark skorti til að skilgreina nánar hver árangurinn ætti að vera. Þá segir Árni að yngri þingmenn Alþýðu- flokksins hafi litla trú á því, að reynt verði í alvöru að breyta vísitölunni. Orðin um athafnir séu of loðin, og ýmsir stjórnmála- foringjar mikli fyrir þjóðinni þann vanda, að fylgi endurskoðuninni. Menn hafi látið sér þjóðhagsvísi- tölu í léttu rúmi liggja. Þó væri hún eini raunhæfi mælikvarði á getu þjóðarinnar til að brauðfæða einstaklinga. Jafnvel orðið kjara- sáttmáli mátti ekki sjást í sam- starfsyfirlýsingunni. Ungu krötunum þykir of lítil alvara liggja á að baki ráðstöfununum. Þá segir Árni að bráðabirgða- ráðstöfunum sé sífellt haldið áfram. Áhrifa fyrstu aðgerða muni ekki gæta lengi. Þau séu þegar að mestu úr sögunni. Því færi fjarri að bjart sé framundan. Að óbreyttu stefni í 50% verð- bólgu á næsta ári. Vísitölukerfið haldi áfram að etja saman verð- lagi og launum. Þá segir Árni Gunnarsson á einum stað: „Aðeins tvær leiðir eru færar. Sú fyrri að láta reka á reiðanum, stefna í stórfellt at- vinnuleysi, stéttarstríð, ógnarlega verðbólgu, frekari gengisfellingar, stöðvun atvinnufyrirtækja og hrun á flestum sviðum. — Hin eru sú að stjórna af hörku, gera uppskurð á efnahagskerfinu, vísi- tölu, peningamálum og hamla gegn þrýstihópum kröfugerðar- manna. Aðrar leiðir eru ekki fyrir hendi, en kannski þurfa íslending- ar ærlega hýðingu svo undan bláni.“ Frestun tollalækkunar mælist illa fyrir hjá EFTA og EBÉ HUGMYNDIR þær sem ræddar hafa verið í ríkisstjórninni um að fresta um sinn að afnema tolla af ýmsum vörúm frá Evrópuiöndum í samræmi við fríverzlunarsamn- inga við EFTA og EBE hafa mælzt iila fyrir bæði innan EFTA og EBE samkvæmt því sem Morgunblaðið komst að í gær. I samtali sem Mbl. átti við fulltrúa í þeirri deild Efnahags- bandalagsins í Brússel er fer með málefni Islands kom fram að ekki 4 ávaxtategundir ódýrari í Reykjavík en Kaupmannah. TALSVERÐ umræða hefur orðið um verðlag hér og erlendis að undanförnu. í gær bárust upplýs- ingar til Morgunblaðsins um verðlag á nokkrum tegundum ávaxta í Kaupmannahöfn í gær- Fundað með fulltrúaráðum AÐ UNDANFÖRNU hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi átt fundi með fulltrúaráð- um sjálfstæðisfélaganna í kjördæm- inu og verður seinasti fundurinn með fulltrúaráðum sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi og Seltjarnarnesi í kvöld, fimmtudag, og hefst ki. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi. Áður hafa þingmennirnir haldið fundi með fulltrúaráðunum á Suður- nesjum, Kjósarsýslu, Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Hefur á fundum þessum verið fjallað um breytt viðhorf á vettvangi stjórnmálanna og ýmis innri mál flokksins og hafa fundirnir tekist hið besta. Á fundinn í Kópavogi í kvöld koma alþingismennirnir Matthías Á. Mathiesen og Oddur Ólafsson. morgun og er hér birt verðlag á sömu vöru í Reykjavík. Hvert kg af grænum delicious eplum var í Reykjavík 415 krónur, en í Kaupmannahöfn 570 krónur, sítrónur voru hér á 426 krónur, en í Kaupmannahöfn á 517 krónur, grape-fruit kostaði í Reykjavík 467 krónur, en í Kaupmannahöfn 681 krónu, gular melónur kostuðu hér 528 krónur, en í Höfn 457 krónur og appelsínur kostuðu í Reykjavík 423 krónur, en 504 krónur í Kaupmanna- höfn. Þá var verð á kartöflum 121 króna í Reykjavík, en 109 krónur í Kaupmannahöfn. Af þessum 6 vörutegundum voru 4 á iægra verði í Reykjavík, en 2 voru dýrari hér en í Kaupmannahöfn. væri að vænta neinna viðbragða af hálfu bandalagsins fyrr en form- leg ákvörðun íslenzku ríkisstjórn- arinnar lægi fyrir í þessu efni, því að ella mætti líta svo á að bandalagið væri að blanda sér í íslenzk innanríkismálefni. Af hálfu bandalagsins yrði því beðið átekta og fylgzt með framvindu málsins, og auðvitað væri vonast til að sú framvinda yrði í samræmi við þann samning sem þegar lægi fyrir milli íslands og EBE. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær má gera ráð fyrir að önnur ÉFTA-lönd muni taka það óstinnt upp, ef íslending- ar ákveða einhliða frestun af því tagi, sem til umræðu hefur verið, þar sem slíkt væri brot á fríverzl- unarsamningnum og þess væri vænzt að íslenzk stjórnvöld finndu einhverja aðra leið til að leysa vandamál íslenzks iðnaðar. í aðalstöðvum EFTA í Genf er einnig minnt á í þessu sambandi, að þar standi nú yfir úttekt á fyrirkomulagi ríkisstyrkja til út- flutningsgreina í einstökum aðild- arlöndum að frumkvæði íslands og fyrir þrýsting frá forsvarsmönn- um samtaka íslenzks iðnaðar og í ljósi þess að þessi athugun stæði nú yfir yrði að teljast óviður- kvæmilegt að íslenzk stjórnvöld gripu einhliöa til aðgerða af þessu tagi og það myndi kalla á viðbrögð af hálfu annarra EFTA-ríkja. Iðnrekendur og þingmenn á Þingvöllum FÉLAG ísl. iðnrekenda efndi til fundar með aiþingismönnum og ráðherrum í ValhöII á Þingvöll- um í sl. viku og hélt þeim þar veizlu. Á fundinn, sem hófst kl. 2 á fimmtudag, mætti um þriðj- ungur þingmanna og ráðherr- arnir Ólafur Jóhannesson, Svav- ar Gestsson og Hjörleifur Gutt- ormsson voru meðal gesta fyrri daginn. Hópur þingmanna gisti á Þingvöllum um nóttina í boði Félags ísl. iðnrekenda, en fund- inum var síðan fram haldið daginn eftir og stóð hann til kl. 4 þann dag. Að sögn Hauks Björnssonar, framkvæmdastjóra FII, var rætt almennt um ýmis hagsmunamál iðnaðarins, þar sem forsvars- menn og starfsmenn FÍI höfðu framsögu um ákveðin mál en síðan voru umræður. Haukur kvað eðlilega töluverðan kostnað hafa verið samfara þessum fundi, en kvaðst ekki hafa handbærar tölur þar að lútandi. Sigríður sýnir í FÍM salnum SIGRÍÐUR Candi opnar í dag sýningu á verkum sínum í FÍM-salnum að Laugarnesvegi. Á sýningunni eru 16 myndvefnaðar- verk, unnin á s.l. 4 árum. Sýningarinnar verður nánar getið í blaðinu á morgun. Siglufjörður: Ekki tekið á móti loðnu sökum svartolíuskorts o INNLENT SILDARVERKSMIÐJUR ríkisins í Siglufirði hafa ekki getað tekið á móti loðnu frá því um helgi sökum skorts á svartolíu og ekki eru horfur á að verksmiðjurnar geti tekið á ný við loðnu fyrr en um næstu helgi. þar sem ekki er von á svartolíu fyrr til Sigluf jarð- ar. Hjá öðrum loðnuverksmiðjum er ástandið þannig að þær eiga ekki svartolíu almennt nema til 1—2 sólarhringá. en vart er húizt við að þær stöðvist, þar sem rússneskt skip kom með 19 þús. lestir af svartolíu til landsins í fyrrinótt. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðju ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ef einhver veruleg loðnuveiði hefði verið síðustu daga og vikur, hefði orðið öngþveiti hjá loðnuflotanum, því að þá hefðu sennilega allar verk- smiðjurnar orðið svartolíulausar. Kvað hann SR hafa hætt að taka á móti loðnu um helgina sökum olíuskorts, og ekki væri væntanleg svartolía til Siglufjarðar fyrr en um helgi og þá fyrst yrði hægt að hefja móttöku á ný. Olíufélögin kaupa svartolíuna frá Rússlandi og sj.á Rússar um flutning á henni eins og öðrum rússneskum olíutegundum til landsins. Skip það sem kom með olíuna í fyrrinótt, átti upphaflega að koma til landsins með olíuna fyrir þremur vikum, en einhverra hluta vegna seinkaði því þetta mikið, en það er með 19 þús. lestir af svartolíu eins og fyrr segir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.