Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 Áttræður í dag: Eagnar H. Ragnar Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Tónlistarskóla og heiðursborgari ísfirðinga, er áttræður í dag. Það lýsir manninum betur en flest annað, að i rauninni má hann ekki vera að því. Tónlistarskólinn er að taka til starfa. Hann hefur ekki fyrr verið fjölmennari að nemendum og kennaraliði. Innan tíðar fer nemendaskarinn að venja komur sínar til samæfinga á heimili þeirra Ragnars og Sigríðar, að Smiðjugötu 5. Þar slást í hópinn lítil sex ára hnáta með fiðluna sína undir hendinni, virðulegur embættismaður með flautu hjarðsveinsins í fórum sínum eða ung menntaskólastúlka, sem sezt við flygilinn, þegar í stofu er komið. Inni á milli eru allir aldursflokkar, hver maður með sitt hljóðfæri. Allir hafa þeir nokkuð að iðja. Sumir eru að fikra sig áfram með fyrstu gripin á þyrnum stráðum tónlistarferli. Aðrir leika af áreynsluleysi og þokka að hætti þroskaðra listamanna. Meistarinn hlustar á alla jafn næmu eyra. Hann skráir hjá sér athugasemdir, leiðbeinir, örvar og hvetur til dáða. Þannig er Ragnar að starfi. Hann fylgist sjálfur með iðni, ástundun og framförum hvers einasta nemanda frá viku til viku. Svona skólar eru löngu liðnir undir lok annars staðar á heimsbyggðinni, nema þar sem stórveldi hafa komið sér upp sérstökum stofnunum fyrir verðandi snillinga, sem bera eiga hróður valdhafanna út um allar jarðir. Þessar launhelgar músikgyðjunnar fara fram um helgar, þegar aðrir menn og makráðari taka sér hvíld frá amstri hversdagsins. Singjörn hugmyndafræði af því tagi er hins vegar ekki viðurkennd í skóla Ragnars H. Þar er ekki til siðs að fara í manngreinarálit eftir ólíku gáfnafari eða heimanfengnum hæfileikum nemenda. Allir lúta sömu kröfum og sama aga. Boðorðið er aðeins eitt: Að vinna sitt verk eftir beztu getu. Minna er ekki nógu gott. Sjálfur hafði Ragnar orð á því um daginn að hann mætti til að fara að losa sig við skólastjórnina svo að hann gæti einbeitt sér betur að kennslunni. Þannig hugsar ekki gamall maður sem lifir í liðinni tíð. Þannig mælir aðeins maður á miðjum starfsdegi, sem finnst hann eigi framtíðina fyrir sér og margt óunnið. Hvaðan er manninum komið þvílíkt lífsfjör, á því aldursskeiði, sem venja er að kenna við háa elli? Það er varla ég þori að taka mér í munn það orð, sem eitt nær þó að halda meiningunni til skila. Ragnar H. Ragnar er hugsjónamaður, En, ég flýti mér að bæta við: Ekki af þeirri tegundinni, sem í fákænsku sinni stendur í eilífri krossferð gegn mannkyninu, í nafni einhvers forneskjulegs átrúnaðar. Slíkir menn eru heilaþvegnir hugóraglópar. Illvirki þeirra á okkar öld blasa við, okkur öllum til viðvörunar. Ragnar H. Ragnar er að vísu hugsjónamaður, En hann er orðinn vitur af langri lífsreynslu og er þess vegna raunsær á takmörk og breyzkleika mannlegs eðlis. Hann veit manna bezt af yfirgripsmikilli söguþekkingu sinni, að allt vald mannanna spillir; og takmarkalaust vald spillir takmarkalaust. Hann hefur á hraðbergi ótal söguleg dæmi um það, hvernig ófyrirleitnir og sjálfumglaðir mannkynsfrelsarar hafa kollvarpað heilum menningarsamfélögum — í nafni háleitra hugsjóna, sem síðan snerust upp í martröð mannlegra misgerða. _ Þess vegna er Ragnar innblásinn — ogoft misskilinn, málsvari frelsisins; um leið talsmaður sjálfaga og hófstillingar í kröfugerð á hendur öðrum; en fortakslaust eiðsvarinn fjandmaður lýðskrumara og kerfisþræla. Mér hefur stundum orðið hugsað til þess að Ragnar Ragnar H. Ragnar skúlastjúri. og Solszenitsín mundu skilja hvorn annan til hlítar, bæri fundum þeirra saman. Báðir eru þessir menn sannfærðir um mátt trúarinnar og listarinnar til að brjóta hlekki mannlegrar kúgunar. I þessum skilningi er Ragnar H. Ragnar íhaldsmaður — í bezta skilningi þess orðs. Hann efast ekki um varanlegt gildi þess bezta, sem vestræn menning hefur fært kynslóðum í arf; Virðinguna fyrir einstaklingnum og frelsi hans til andlegs sjálfstæðis og þroska. Hann fær því enga glýju í augun af mælgi falsspámanna, sem á okkar tíð boða í blindni tortímingu þeirra menningarverðmæta, sem við höfum keypt dýrustu verði í reynslu kynslóðanna og eru sjálfur kjarni vestrænnar menningar. Persónuleiki Ragnars er hins vegar slíkur að hann verður aldrei værukær eða sjálfumglaður. í þeim skilningi er hann róttækur. Mörg þeirra tízkufyrir- bæra, sem fyrirferðarmest eru í okkar samtíð, eru eitur í hans beinum. Leirburðarstagl dagblaðamennsku og holtaþokuvæl poppheimsins eru honum sýnileg ytri tákn menningarlegrar niðurlægingar. Sjónvarpstæki er ekki til á hans heimili, þótt sjálfur sé hann efni í góða filmu? En þrátt fyrir feiknstafi gereyðingarvopna, sem hanga yfir höfði okkar eins og Damóklesarsverð; þrátt fyrir bölmóð rányrkju og ofneyzlu mitt í örbirgðinni — þrátt fyrir allt þetta er Ragnar H. Ragnar óbifanlegur bjartsýnismaður. Hann er trúaður maður. Verkamaður í víngarði Drottins. Hann veit flestum öðrum betur, að í vondum heimi, sem einlægt fer versnandi, verður hver maður um síðir að leita á náðir síns innri manns, treysta á sinn innri auð, þann sem mölur og ryð fær ekki grandað. Það er þar sem músikin tekur við. Hann veit manna bezt, að jafnvel smáar hendur geta hrært hina fegurstu tóna. Þrátt fyrir mannlegan ófullkom- leika verður viðleitnin til að glæða líf okkar fegurð að veruleika í listinni. Aö láta þann draum rætast — það er ævistarf mannsins. Oft hefur það borizt í tal með okkur vinum Ragnars og andlegum skuldunautum, að það væri þarft verk óbornum kynslóðum að skrá ævisögu hans. Enginn hefur treyst sér til þess. A þeirri öld, þegar lærðustu menn vita sífellt meira um æ minna, er vandfundinn sá maður er gæti gert lífi Ragnars og lífsviðhorfum verðug skil. Endurreisnin er því miður fyrir bý. Ragnar er þingeyskur aldamótamður. A Ljótsstöðum í Laxárdal var fornöldin eins og hún hefði gerzt í gær. Fornar bókmenntir þjóðarinnar kann Ragnar utan bókar og hefur uppi frumlegar kenningar um samhengi sögu og bókmennta, svo að lærðir bókmenntafræðingar sitja klumsa. Hann ólst upp á vori gróandi þjóðlífs og stendur Á þessari mynd er Ragnar H. Ragnar að ávarpa Sinfóníuhljómsveit íslands og tónlistarmenn. sem héldu hátíðarhljómleika á ísafirði 16. september sl. í tilefni 30 ára afmælis Tónlistarskólans á ísafirði. Hærra olíuverð sagt yfirvofandií Ósló, 27. september. AP. OLÍURÁÐHERRA Kuwaits, Sheik Ali Khalifah Al-Sabah. varaði við því í dag að hækkun olíuverðs væri talin yfirvofandi. óumflýjanleg og réttlætanleg ti) að vega upp á móti gengissigi dollarans. Hann sagði þetta við setningu þriggja daga ráðstefnu í Ósló um samstarf Norðurlanda og hinna 10 aðildarríkja Samtaka olíusöluríkja (OPEC). Orkumálaráðherra Norðmanna, Bjartmar Gjerde, sagði í annarri setningarræðu að Norðmenn mundu einnig hagnást á hækkuðu olíuverði í formi aukinna tekna af olíunni úr Norðursjó. En Gjerde varaði Araba við of skjótum verðhækkunum. Hann sagði að skjótar verðhækkanir gætu grafið undan jafnvægi og dregið úr hag- vexti í háþróuðum iðnríkjum. Bæði Gjerde og Al-Sabah lögðu áherzlu að þeir teldu það lögmæta þjóðarhagsmuni að tryggja sann- gjarnt olíuverð. Al-Sabah sagði að lækkandi gengi dollarans hefði í raun lækkað tekjur olíusöluríkja þar sem olían væri verðlögð í dollurum. Schmid heim frá Baguio Hairuio. 27. septemlM'r. AP. MIROSLAV Filip frá Tékkóslóvak- íu hefur verið skipaður starfandi yfirdómari í heimsmeistaraeinvígi Anatoly Karpovs og Viktors Kor- chnois í fjarveru yfirdómarans, Lothar Schmid, sem fer heimleiðis á föstudag. Schmid sagði í kveðjuávarpi í dag að hann þyrfti að sinna aðsteðjandi vandamálum í bókaforlagi sínu heima í Vestur-Þýzkalandi. Hann bætti því við að hann ætlaði að koina aftur síðar. Erlendar fréttir í stuttu máli... „Lola“ stefnir á Víetnamströnd Manila, 27. september. (Reuter) Fellibylurinn Lola sem hefur gert mikinn usla á Filippseyjum og orðið tveimur að bana stefndi í dag á strönd Víetnam með 110 km hraða á klukkustund. Um 5.000 hafa orðið hart úti af völdum flóða á nokkrum stöðum suður af Manila. Rangur maður Ósló. 27. september (AP) — Norska stjórnin ætlaði að taka hlýlega á móti olíuráðherra Líbýu þegar hann kæmi til fundar norskra og arabískra olíuframleiðenda í dag. Þegar virðulegur Arabi steig út úr flugvélinni á Fornebu heilsaði Bjarmar Gjerde orkumálaráð- herra honum innilega/og ók honum á hótel. Seinna komst Gjerde að því að gesturinn var arabískur bankastjóri, ekki líbýski olíuráðherrann, sem kom með næstu vél. Moro-æði Róm, 26. september. (AP) — Moro-æði hefur gripið um sig á Italíu síðan Aldo Moro fyrrver- andi forsætisráðherra ver myrt- ur fyrir fimm mánuðum og bækur um hann streyma á markaðinn, minnismerki um hann renna út og minnismerki um hann eru víða reist. Þessu er líkt við það sem gerðist í Bandaríkjunum eftir morðið á John F. Kennedy forseta í Dallas 1963. Fyrir rétt Ncwark, New Jersey, 27. september. (AP) — Tveir Rúss- ar sem eru sakaðir um að að hafa stundað njósnir til þess að komast yfir leyndarmál um varnir Bandaríkjanna, Vladik A. Enger og Rudolf P. Chernyayev, báðir fyrrverandi starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna, komu fyrir rétt í dag og eiga yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi. Búizt er við að réttarhöldin geti staðið í þrjá mánuði. Þeir eru sakaðir um að hafa greitt bandarískum -- sjóliðsforingja 20.000 dollara fyrir hernaðar- leyndarmál. Plasthvalir Tokyo, 27. september. AP. — Japanskir fiskimenn hafa sætt mikilli gagnrýni umhverfis- verndunarmanna fyrir að drepa höfrunga sem gera mikinn usla á fiskimiðum þeirra og því hafa þeir ákvaðið að fæla þá burtu með plasthvölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.