Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR
220. tbl. 65. árg.
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Soares býst
ekki við að
mynda stjóm
Lissabon. 27. sept. Reuter.
FYRRVERANDI forsætisráð-
herra Portúgals. Mario Soares.
lýsti því yfir í dag að sér þaetti
ósennilegt að jafnaðarmönnum
yrði falin stjórnarmyndun í
landinu. eftir að hafa verið leystir
frá völdum. Soares iét þessi orð
falla eftir fyrsta fund sinn með
Eanes forseta eftir að flokkur
hans ákvað að fella stjórn Nobre
da Costas nýlega.
Bam fætt
lifandi úr
kviðarholi
ChicaRo. 27. september — AP.
LÆKNAR töldu líkurnar á því
að Angelina Donatello kæmi
lifandi í heiminn einn á móti
fjörtíu og fimmþúsund. En
spriklandi leit hún dagsins ljós
og komst þannig í hóp þeirra
hverfandi fáu barna. sem
fóstruð hafa verið í kviðarholi í
stað móðurlífs og lifað af.
Angelina var við góða heilsu
þegar síðast spurðist. Það var í
miðjum septembermánuði að
læknar uppgötvuðu hvað á seyði
var, er móðurinni tók að blæða.
„Þetta heyrir til fáheyrðra
undantekninga,“ sagði læknir
frú Donatello, Warren Pearce.
Hann lýsti tilvikinu svo að egg
hefði frjóvgast áður en það kom
í legið og síðan hefði það borist
til kviðarhols. Þar hefði það
síðan myndað fylgju og fest sig
við garnaveggi eða önnur líffæri.
Þegar egg frjóvgast áður en það
kemur í leg getur það, að sögn
lækna, orsakað dauða móður og
fósturs eða beggja.
HINSTA AUGNABLIKIÐ — Farþegaþota Pacific Southwest-flugfélagsins hrapar til jarðar með logandi væng eftir einn voveiflegasta loftárekstur
flugsögunnar. Hundrað þrjátíu og sex voru innanborðs og fórust allir. Yfirvíjld í San Diego reyna nú enn að hafa upp á þriðju smáflugvélinni, sem
talið er að hafi sett flugstjóra þotunnar út af laginu, er hann undirbjó lendingu. Samkvæmt segulbandsupptökum, sem fundist hafa úr stjórnklefa rétt
aður en áreksturinn varð, á flugstjórinn að hafa sagt: „Hún er farin“, og þykir það benda til að hann hafi séð aðra vél fjær. Sjá nærmynd bls. 21.
Orrahríð á ísraelsþingi
um friðarsamkomulagið
Jerúsalem. Kairó. 27. september
AP — Reuter
IIELDUR hitnaði í kolunum á
Israelsþingi er dró að atkvæða-
greiðslu um
Camp-David-samninganna við
Egypta undir kvöld. brátt fyrir
heiftúðugar árásir andstæðinga
samkomulagsins. var öruggt talið
Samgöngur í
ólestri vestra
New York. 27. sept. AP.
VERKALÝÐSSAMTÖK starfs-
manna járnbrauta f meira en
fjörutíu ríkjum Bandan'kjanna
hundsuðu f dag skipun dómsstóla
um að hverfa aftur til vinnu og er
áhrifa verkfallsins, sem staðið
hefur í röska tvo daga, tekið að
gæta víða.
Þúsundir járnbrautarfarþega
urðu að leita sér flutnings eftir
öðrum leiðum og tvær bifreiðaverk-
smiðjur, Generel Motors og Ford,
sögðu upp starfsliði í svip sökum
hlutaskorts. Talið hefur verið að
helmingur allra matvælabirgða,
sem daglega eru fluttar með lestum
í landinu, hafi nú verið kyrrsettar.
Um þriðjungur allra járnbrauta í
Bandaríkjunum hefur verið í lama-
sessi síðan á þriðjudag að verkfall
meira en fjögur þúsund starfs-
manna, sem deila við járnbrautaeig-
endur Virginíuríkis, breiddist út til
fjörutíu og þriggja annarra járn-
brauta. Sáu viðkomandi verkalýðs-
samtök sér ekki annan leik á borði
en færa út kvíarnar eftir að aðrar
járnbrautir tóku að styðja íúð bakið
á Virginíufyrirtækinu í verkfalli,
sem staðið hefur yfir hjá því í
áttatiu daga.
Stjórn Carters Bandaríkjaforseta
gaf deiluaðilum sólarhrings frest í
dag til að leysa úr ágreiningi sínum
og hótar að skerast í leikinn.
„Verkfall þetta ógnar efnahagslegri
velferð þjóðarinnar," sagði vinnu-
málaráðherrann, Ray Marshall.
að Begin forsætisráðherra myndi
fara með sigur af hólmi í
atkvæðagreiðslunni með sjötíu og
fimm til nítíu atkvæði af hundrað
og tuttugu. ísraelsk sendinefnd
bjó sig er síðast spurðist. undir að
halda af stað til Kairó. þar sem
ráðgert er að friðarsamningnum
verði haldið áfram í næstu viku.
Öfgafullir þjóðernissinnar veitt-
ust i dag mjög harkalega að Begin
og báru á hann að selja þjóðina
fyrir friðarsamninga. I hópi
þeirra, sem á hinn bóginn lögðu
samningunum lið, var fyrrverandi
utanríkisráðherra landsins, Abba
Eban. Hann sagði meðal annars:
„Láti þingið þetta tækifæri úr
greipum sér ganga, sem guð forði
okkur frá, þarf það að svara til
saka frammi fyrir gervallri þjóð
Gyðinga."
Hafez al Assad Sýrlandsforseti,
sem hvatt hefur til þess að
Egyptum verði úthýst í samtökum
Arabaþjóða, hélt í dag áfram
áróðursherferð sinm i
Mið-Austurlöndum. Átti hann
þriggja stunda langar viðræður
við leiðtoga Saudi-Arabíu áður en
hann flaug áfram til Kuwait.
Engar yfirlýsingar hafa verið
gefnar um niðurstöður þessara
funda, en áðurnefnd lönd hafa
bæði lýst óánægju sinni með
Camp-David-samningana.
Sendiherra Bandaríkjanna í
Kairó, Hermann Eilts, skýrði frá
þvi í kvöld að von væri þar á
ísraelsku sendinefndinni að
morgni. Þetta verður fyrsta sendi-
nefnd ísraelsmanna, sem heldur
til Kairó eftir að Sadat Egypta-
landsforseti rak ráðamenn úr
röðum Israelshers frá Alexanderíu
fyrir tveimur mánuðum.
SALT-fundir
hefjast aftur
New York. 27. sept. AP. Reuter.
BANDARÍKIN og Sovétríkin
tóku í dag upp þráðinn í viðræð-
um um hömlur við vígbúnaðar
kapphlaupinu. Talið er að hér
Barst líf til jarðar
med loftsteinum?
þondon, 27. september. AP
LÍF Á jörðu kviknaði ekki f einhvers konar
frumstæðri Iffefnasúpu heldur rigndi fyrstu
lífverunum utan úr geimnum með halastjörnum og
loftsteinum fyrir um fjórum milljörðum ára. Það
voru tveir af fremstu stjarnfræðingum Breta, sem
settu þessa kenningu fram á fimmtudag.
Sir Fred Hoyle og prófessor Chandra
Wickramasinghe telja næsta öruggt að líf sé að finna
víðar í stjörnukerfi okkar. Sérfræðingartiir byggja
hugmyndir sínar á nýlegri uppgötvun lífrænna
mólekúla í geimnum. í bók sinni „Lífský" segja Hoyle
og Wickramasinghe að uppgötvun þessi þýði að
lífrænar efnasamstæður séu mjög útbreiddar í
geimnum og þurfi aðeins að fullnægja vissum ytri
skilyrðum til að þróun liftegunda geti hafizt.
„Þar sem vart verður komið tölu á allan þann fjölda
stjarna, sem í himingeimnum er að finna — sennilega
meira en tíu milljarða. í okkar stjörnukerfi einu
saman — virðast líkur á kviknun lífs annars staðar all
verulegar," segja höfundar. Þeir leiða getur að því að
höf jarðar og andrúmsloft hafi myndazt fyrir
tilverknað halastjarna og hafi þannig orðið til
lífvænleg skilyrði fyrir forvera líftegundanna, sem
barst með loftsteini eða leifum halastjörnu.
geti verið um úrslitafund að ræða
enda þótt enn ríki mikil óvissa
um hvort samningar nást fyrir
lok ársins.
Fyrsti fundurinn fór fram í
híbýlum Sovétmanna hjá Samein-
uðu þjóðunum í New York og hafa
þeir C.vrus Vance, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og sovéski
starfsbróðir hans, Andrei Grom-
yko, forystu um viðræðurnar.
Sennilegt er að samninganefndirn-
ar muni á laugardag flytja sig til
Washington, þar sem Jimmy
Carter Bandaríkjaforseti mun
leiða fundina af hálfu Bandaríkja-
manna.
Er þeir Vance og Gromyko
tókust í hendur í dag virtist
Gromyko við góða heilsu, þrátt
fyrir aðsvif á þriðjudag.
Eitt helzta ágreiningsefni við-
ræðnanna mun vera svonefnd
„endurnýjun"; hve mörg ný eld-
flaugakerfi skal leyfa hvorri þjóð-
inni um sig að búa úr garði og
endurbæta á samningstímabilinu
til 1985.