Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 Væntanleg ferm- ingarböm í Reykja- víkurprófastdæmi Með orðum þessum fylgja til- kynningar prestanna fyrir hönd safnaðanna allra í Reykjavíkur- prófastsdæmi um það, hvenær væntanleg fermingarbörn eiga að mæta. Er orðum þessum beint til barna, sem fædd eru árið 1965, en þau eiga rétt á fermingu á næsta ári. Ber börnum að láta skrá sig hjá sóknarpresti og sækja tíma í vetur, allt þar til fermt verður í vor. En þau börn, sem eiga að fermast haustið 1979, eiga líka að ganga til spurninga í vetur með vorfermingarbörnunum, þar sem spurningar eru ekki að sumrinu til. Þess er einnig vænzt, að foreldr- ar taki virkan þátt í þessum undirbúningi barnsins bæði með því að ræða við það um námið og sækja guðsþjónustur safnaðarins. Er það ánægjulegt, hversu margar fjölskyldur hafa á liðnum árum tamið sér reglulega kirkjugöngu og undirstrikað þannig, að fermingin er snar þáttur af því lífi fjölskyldunnar allrar, sem snýr að kirkju og trúmálum. Þá skal þess getið, að séu einhverjir í vafa um það, hvernig sóknarmörkin eru dregin milli safnaða og því ekki vitað, hvert snúa ber með barnið til fermingar, þá er hægt að fá upplýsingar um það hjá prestunum eða þá með því að snúa sér til undirritaðs. Dúmprúfasturinn í Reykjavík. \ÞURF/Ð ÞÉR HÍBÝL/ ★ Snorrabraut 2ja herb. íbúö. íbúöin er laus. ★ Skaftahlíð 3ja herb. íbúö á jaröhaeð. Ein stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Sér inngangur. Sér hiti. íbúöin er nýstandsett og er laus. ★ Hrísateigur 4ra herb. íbúö á jarðhæð. 2 stofur, 2 svefnherb., eldhús og bað. Sér inngangur. Sér hiti. ★ Breiöholt 5 herb íbúö ca. 128 fm á 7. hæð. 2 stofur, 3 svefnherb. Eldhús og baö. Glæsilegt útsýni. ★ Kleppsholt 140 fm íbúð á tveim hæðum. Suöur svalir. ★ Hlíðahverfi 138 fm íbúð á 2. hæð. Bílskúrs- réttur. Skipti á 4ra herb. t'búö koma til greina. ★ Seljahverfi Raðhús íbúð á tveim hæðum. Ekki alveg fullfrágengin, auk möguleika á 2ja herb. íbúö á jaröhæö. Skipti á minni íbúö koma til greina. ★ Smáíbúðahverfi Einbýlishús. Húsiö er hæð, ris og kjallari. ★ Hveragerði Nýlegt einbýlishús. 118 fm (timburhús). Húsiö er 2 stofur, 3 svefnherb., eldhús, baö. Bílskúrsréttur. ★ Hef kaupanda a- 2ja herb. íbúð. Útb. kr. 9 millj. ★ Hef kaupanda aö 3ja herb. íbúö. Útb. kr. 11 millj. ★ Hef kaupanda að sér hæö eöa raöhúsi. Útb. 18—20 millj. HIBÝLI & SKIP Garöastræti 38. Sími 28277 Gísli Ólafsson 20178 Árbæjarprestakall Fermingarbörn sér Guðmundar Þorsteinssonar í Árbæjarpresta- kalli á árinu 1979 eru beðin að koma til skráningar og viðtals í safnaðarheimili Árbæjarsóknar fimmtudaginn 26. okt. Stúlkur komi kl. 18.00 og drengir kl. 18.30 og hafi börnin með sér ritföng. Ásprestakall Fermingarbörn eru beðin að koma til skráningar að heimiii mínu, Hjallavegi 35, þessa viku kl. 6—7 síðd. Séra Grímur Grímsson. Breiðholtsprestakall Fermingarbörn Breiðholts- prestakalls mæti til skráningar í salnum í Breiðholtsskóla þriðju- daginn 24. okt. kl. 6 síðd. Séra Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja Fermingarbörn séra Ólafs Skúlasonar eru beðin að mæta í Bústaðakirkju þriðjudaginn 24. okt. kl. 6 síðd. Börnin hafi með sér ritföng. Séra Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Fermingarbörn eru beðin að koma til innritunar í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg miðvikudaginn 25. okt. milli ki. 5 og 7 síðd. Séra Þorbergur Kristjánsson. Felia og Hólaprestakall Væntanleg fermingarbörn komi tii skráningar n.k. miðvikudag 25. okt. milli kl. 5 og 7 síðd. í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1. Séra Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Fermingarbörn komi til skrán- ingar í safnaðarheimilið við Austurver þriðjudaginn 24. októ- ber milli kl. 5 og 6 síðd. Sími 32950. Séra Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Prestar Hallgrímskirkju, séra Ragnar Fjalar Lárusson og séra Karl Sigurbjörnsson biðja væntanleg fermingarbörn að koma til viðtals í kirkjunni þriðjudaginn 24. október kl. 18. Kársnesprestakall Fermingarbörn séra Árna Páls- sonar komi til skráningar í Kópavogskirkju mánudaginn 23. okt. kl. 6 síðd. Langholtskirkja Fermingarbörn 1979, sem hafa ákveðið að ganga til spurninga hjá séra Sig. Hauki Guðjónssyni mæti til innritunar fimmtudaginn 26. október í safnaðarheimilinu kl. 6. Eigi börnin ekki heimangengt á þessum tíma, þá er hægt að innrita þau daginn eftir milli kl. 5 og 7 í síma 35750. Séra Sig. Haukur Guðjónsson. Fermingarbörn séra Árelíusar Níelssonar mæti til innritunar miðvikudaginn 25. október kl. 6 í safnaðarheimilinu. Séra Árelíus Níelsson. Laugarneskirkja Fermingarbörn næsta árs eru beðin að koma til skráningar í kirkjunni (kjallarasal) n.k. þriðju- dag 24. október kl. 17 og hafa með sér ritföng. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Neskirkja Væntanleg fermingarbörn árs- ins 1979 komi til innritunar í Neskirkju n.k. fimmtudag 26. október kl. 3—4 og hafi með sér ritföng. Prestarnir. Fríkirkjan í Reykjavfk Fermingarbörn mæti til skrán- ingar í kirkjunni mánudaginn 23. október kl. 6 síðd. Séra Kristján Róbertsson. Nærri 30 bændur sátu fundinn. Bændur á Jökuldal komu sl. föstudag til fundar að Skjöldólfsstöðum með fulltrúum sauðfjársjúkdómanefndar og dýralæknum þar sem rædd voru þau vandamál er upp hafa komið vegna riðuveiki í sauðfé á bænum Brú á Jökuldal. Fundinn sátu um 30 bændur af þessu svæði og þar með taldir hreppsnefndarfulltrúar. Kjartan Blöndal framkvæmdastjóri Sauðfjársjúdómanefndar kynnti í upphafi fundar tillögur nefndarinnar um aðgerðir vegna riðuveikinnar á Jökuldal, Fáskrúðsfjarðarhreppi, Ölfusi, Hveragerði og víðar, sem greint hefur verið frá í Mbl., og felast aðgerðir þessar í niðurskurði, eflingu varnargirðinga á þessum svæðum og auknu eftirliti með heilbrigði sauðfjárins. Næst talaði Sigurður Sigurðsson dýralæknir, sérfræðingur Sauð- fjársjúkdómanefndar, og greindi hann frá helztu einkennum riðu- veikinnar og rakti nokkuð sögu hennar hér á landi, en hún hefur verið viðloðandi í um 100 ár. Fram kom í máli Sigurðar, að ekki er með öllu vitað á hvern hátt veikin breiðist út, hefur verið viðloðandi í um 100 ár. Fram kom í máli Sigurðar, að ekki er með öllu vitað á hvern hátt veikin breiðist út, líklegar smitleiðir voru nefndar heyflutningar milli svæða, flutn- ingur búfjár, samgangur búfjár í réttum eða húsum, en ólíklegt er talið að um smit geti verið að ræða í haga. Sigurður sagði einkennin vera breytileg eftir landssvæðum, stundum kæmi fram ákafur kláði, og væri það einkennandi á Austur- landi, féð yrði hrætt og æst, kviðdregið, þrátt fyrir að það hefði góða lyst þar til veikin væri komin á mjög hátt stig, nasarennsli, kippir kæmu fram í andlitsvöðv- um, baki og síðum. Hreyfingar yrðu stundum fremur óeðlilegar, líkast væri sem féð sletti sér til að aftan og ætti erfitt með eðlilegan gang, og ýmis fleiri einkenni drap hann á. Sigurður lagði á það áherzlu, að menn reyndu að taka fljótt eftir óvenjulegri hegðan í fénu og bændurnir sjálfir gætu jafnan tekið eftir því og þekktu sitt fé bezt og væri á þann hátt hægt að kveðja til dýralækni ef þeim þætti eitthvað óvenjulegt vera á ferð- inni. Hann leitaði einnig upplýs- inga um það hjá fundarmönnum hvernig samgangi fjár væri háttað á þessum svæðum og hvort um fjárflutninga eða fjárskipti hefði verið að ræða. Sagði hann mikil- vægt að fá sem gleggstar upplýs- ingar um þessa þætti ef verða mættu til þess að varpa einhverju ljósi á útbreiðslu veikinnar. Þá nefndi hann þær varúðarráðstaf- anir sem gera ætti ef riðu yrði vart, svo sem að taka sjúkt fé frá og hafa í sérstökum stíum og gera dýralækni viðvart. Sigurður Sigurðsson sagði að nú væri mikill vandi á höndum þegar riða kæmi í fyrsta sinn upp á svæði sem hefði verið laust við ísraelsfarar Nessóknar vorið 1978 fyrir framan Sæluboðunarkirkjuna í Galfleu. Lsraelsferð Nessóknar Fyrir um það bil 12 árum efndi Bræðrafélag Nessóknar til feröar til Biblfulandanna. Ferðin tókst mjög vel og vakti mikla athygli og umtal. Af þeirri ástæðu og vegna fjölda áskorana efndi Nessókn til 15 daga páskaferðar til ísraels sfðastliðið vor. Sr. Frank M. Halldórsson annaðist allan undirbúning og skipulag ferðar- innar og var jafnframt aðal- fararstjóri. Þátttakendur í ferðinni voru 137, sem skipt var í 2 hópa, er til ísraels kom. Annar hópurinn dvaldi fyrri vikuna í Jerúsalem. Þar voru allir merkustu helgistaðirnir skoðaðir: Olíufjallið, Getsemane, Golgata, Musterissvæðið o.fl. Farið var tií Dauðahafsins og Jeríkó, þar sem menn sáu flóttamannabúðir Paiestínuaraba á Vesturbakkan- um, hinu hertekna svæði Jórdaníu. Þá var dvalið í Galíleu og komið á þá staði við Genesaretvatn, þar sem Jesús dvaldi löngum og gerði flest kraftaverka sinna. Hinn hópurinn fór í bað- strandar- og sólarferð til Rauða- hafsins og Miðjarðarhafsins. Fyrri vikuna var farið um söguslóðir Gamla testamentisins og síðari vikuna um söguslóðir Nýja testamentisins. Fararstjóri þess hóps var Jóna Hansen kennari. Sr. Frank segir frá þessari ánægjulegu og fróðlegu ferð og sýnir litskuggamyndir á kvöld- vöku Bræðrafélagsins í félags- heimili Neskirkju nk. miðviku- dagskvöld kl. 20.30. Kynntir verða ferðamöguleikar til ísraels og Egyptalands 1979. Eftir myndasýninguna flytur sr. Guðmundur Óskar Ólafsson hugvekju. (Frá Bræðrafélaginu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.