Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978
7
4 SIÐA — ÞJODVILJINN Sunnudigur 22. oklóbcr »78
DIOÐVIUm
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
Hreyfingar og þjóðfrelsis
ItKriuiidi: i tgáfufélag Þjðövrljans
f ramkvenidasl jóri: Kiöur Bergmann
Kitstjðrar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson
Auglýsinga
Aigreiðslus'
Blaðamenn
uröardðttir
Margeirssoi
fréttamaðu?
I.jðsm yndir
C tlit og höi
llandrita- o
Klias Mar
Siglingafræði
strandkapteins!
Strandkapteinninn var kokhraustur i útvarpsumræð
unum um stefnuræðu forsætlsráðherra. Nú hafðl hann
ráð undir hverju rlfl hverju og bauð fram hugmyndlr
slnar um langtlmalausnir á efnahagsvandamálum Is
lensku þjóðarinnar. En varla hefur nokkur rlklsstjórn
sögu lýðveldlsins skilið ef tir sig annað eins ef nahagsöng
þveiti eins og sú stjórnsem strandkapteinnlnn stýrðl.
Þrír áttavitar
Þjóðviljinn er eilítið
utangátta pessa dagana.
Þrír eru áttavitar nýrrar
vinstri stjórnar og vísar
enginn sama veg. Þar af
leiðir, aó Þögn pykír hæfa
um líðandi stund, Þótt
kompásskekkju Alpýðu-
bandalagsins sé að vísu
gert hæfilega hátt undir
höfði. Leiðarar Þjóðvilj-
ans horfa Því gjarnan um
öxl, til fyrri stjórnarand-
stöðu, Þegar Þjóðvilja-
menn vóru í essinu sínu,
getandi skammað allt og
alla og horft fram hjá
hvers konar Þjóðfélags-
legri ábyrgð. Þannig fer í
sunnudagsleiðara Þjóð-
viljans. Hann er helgaöur
fráfarinni ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar,
formanns Sjálfstæðis-
flokksins, á hefðbundinn
hátt innantómra fullyrð-
inga.
Forystugreinin ber
heitið „Siglingafræðí
strandkapteins" — og
kemur ekkert fram í
texta, sem ekki felst t
fullyrðingu yfirskriftar.
Nauðsynlegt er hins
vegar að staldra eilítiö
við fullyrðinguna sjálfa.
Veröbólga
óg vísitala
Ríkisstjórn Geirs
Hallgrímssonar gerði
marga hluti vel, Þó að
hápunktur ferils hennar
væri útfærsla fiskveiði-
landhelginnar í 200
sjómílur; og samningar
út á við er geröu allt í
senn: aö afla viöur-
kenningar á einhliða ís-
lenzkum rétti innan
Þessara marka, að binda
enda á hættuleg átök á
islandsmiðum sem og á
brezka og v-pýzka veiði-
sókn hér við land. Það
sem stjórninni mistókst,
eða Þjóðinni í heild, var
að ráða niðurlögum
verðbólgunnar. En einnig
Þar náðist nokkur
árangur. Vinstri stjórnin,
1971—1974 skyldi eftir
sig 54% verðbólgu.
Þessari veröbólgu tókst
að ná niður í u.p.b. 27% á
miðju ári 1977. Þá seig
aftur á ógæfuhlið, m.a.
vegna óraunhæfra kjara-
samninga og víxlverkana
kaupgjalds og verðiags
(vísitölukerfis pess, sem
hér ríkir, en á hvergi sinn
líka í nágrannalöndum).
Sá árangur sem náðist
í verðbólguhjöðnun frá
1975 fram til miðs árs
1977 sýndi Þó að rétt var
stefnt af fyrri atjórn. Það
sem á skorti var samátak
Þeirra Þjóðfélagsafla sem
til Þess Þurfti að fylgja
Þessum árangri eftir. Það
var rétt stýrt og stefnt af
kapteini fyrri stjórnar, en
í stýri hans var gripið af
pólitískum öflum innan
hagsmunahópa í pjóð-
félaginu, er skekktu
stefnuna og báru fleyið af
leið, svo líkingu Þjóð-
viljans sé haldið. Orsök
og afleiöing í peim efnum
tengist engum stjórn-
málaflokki fremur en
Alpýðubandalaginu, sem
Þess vegna gæti eins
heitið Verðbólgubanda-
lagið.
Strandar viö-
leitnin enn
á Alþýöu-
bandaiaginu?
Innan núverandi ríkis-
stjórnar eöa ríkisstjórn-
arflokka er áreiðanlega
nokkur viljí til verðbólgu-
hjöðnunar, hver svo sem
viðbrögö hennar og
árangur veröa á Þeim
vettvangi. Endurskoðun
vísitölukerfisins viröist
nauðsynlegur undanfari
raunhæfs árangurs. í pví
efni koma kenningar
Sjálfstæðisflokks um
Þjóðarsátt og AlÞýðu-
flokks um kjarasáttmála
heim og saman, sem og
hugmyndir um Þjóðhags-
vísitölu. Þess vegna
höfðu margir AlÞýðu-
flokksmenn trú á nýrri
„nýsköpunarstjórn" með
aðild Sjálfstæðis-
flokksins. Viðreisnar-
stjórnin, sem AlÞýöu-
flokkur og Sjálfstæðis-
flokkur áttu aðild að, hélt
og verðbólgu innan hóf-
legra marka, 10—14% að
meðaltali í 12 ára stjórn-
artíð. Framsóknar-
flokkurinn hefur nú látið í
Ijós ákveöin sjónarmið í
Þá átt að breyta grund-
velli vísitölukerfisins.
Hins vegar eru rökstudd-
ar efasemdir á lofti um
heilindi AlÞýðubanda-
lagsins. Flestir reikna
með Því að öll víðleitni í
úrbótátt strandi á Því. Þar
eru sem sé hinir einu
sönnu „strandkapteinar"
í íslenzkum efnahags-
málum. Hætt er og viö að
AlÞýöubandalagið verði
Það sker sem
vinstrí-stjórnarsamstarf-
ið steytir á, nú sem áður.
Það kemur Því úr
hörðustu átt Þegar
nýbakaöir ritstjórar Þjóð-
viljans hengja áunnið
sérheiti eigin foringja á
aðra.
Volvo 244 og Lada Sport
söluhæstu bifreiðarnar
Alls voru íluttar inn til lands-
ins 7.8fi0 bifreiðar frá áramótum
til septembcrloka í ár og þar af
394 notaðar bifreiðar. A sama
tíma í' fyrra höfðu alls vcrið
fluttar til lands 6.187 bifreiðar á
sama tíma.
Af bifreiðainnflutningnum í ár
eru 6.858 nýjar fólksbifreiðar, 295
sendibifreiðar og 327 vörubifreið-
ar.
Á þessum fyrstu níu mánuðum
ársins hefur mest verið flutt inn af
Lada-fólksbifreiðum eða samtals
667 bifreiðar en þar er um að ræða
fjórar mismunandi gerðir og Lada
Sport-jeppinn ekki talinn þar með.
Af einstökum gerðum hefur hins
vegar verið flutt mest inn af Volvo
244 eða 386 bifreiðar og Lada
Sport jeppunum, alls 383.
Listi yfir tíu söluhæstu gerðirn-
ar fer hér á eftir:
Bifreiöar,
1. Volvo 244................... 386
2. Lada Sport ................. 383
3. Ford Fairmont............... 323
4. Lada 2106 .................. 308
5. Toyota Cressida_____________ 281
6. Skoda 120 .................. 232
7. Mazda 929___________________ 188
8. Fiat 125p ................ 169
9.-10. Subaru 1600................. 163
9.-10. Mazda 323 ................. 163
Vatnsþéttur
krossviður
nýkominn
Stæröir: 122x244 cm.
Þykktir: 4 — 9 — 12 — 15 og 18 mm.
Á mjög hagstæöu veröi.
Timburverzlunin
VÖlundur hf.
KLAPPARSTÍG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SÍMI 85244
BOSCH þokuluktir
Þú hefur meiri yfirsýn
yfir veginn meö Bosch
þokuluktum.
Allir smáhlutir fylgja i
einni pakkningu.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
t>að er nóg pláss í MAZDA 323
ffyrlr fJötskylduna
Kynniö ykkur, okkar og farangurinn
ótrúlega hagstæöa verö frá kr. 3.080.000 . (gengisskr. 18/10)
I
Nú eru fáanlegar 5 gerðir af
MAZDA 323, er hægt að gera
betri bílakaup í
BÍLABORG HF.
SMIDSHÖFDA 23 simar. 81264 og 81299
Sölumannadeild V.R.
Kvöldverðarfundur
Miövikudaginn 25. okt. n.k. kl.
19.00 verður haldinn deildarfund-
ur í Kristalsal Hótel Loftleiöa
Snorri Jónsson forseti A.S.Í. flytur
framsöguræðu um afstööu A.S.Í.
til kjaramálanna eftir setningu
bráöabirgöalaga ríkisstjórnarinn-
ar.
Magnús L. Sveinsson flytur fram-
söguræöu um baráttu verzlunar-
fólks fyrir nýrri flokkskipan.
Sölumenn, mætið vel og
stundvíslega.
Magnús
Allt verzlunarfólk velkomið.
Stjórnin