Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 fR*fgmtÞfafrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Arvafcur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aoalstræti 6, sími 10100. A&aistræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Skattkveðjan til ellilífeyrisþega Tekjukattsaukinn veldur því, að menn greiða allt að 70% af jaðartekjum sínum í skatt og skyldusparnað. Hann leggst ekki aðeins á hátekjufólk, heldur þúsundir skattgreiðenda, án þess að ná í nokkru til þeirra, er taldir eru hafa sloppið gegnum möskva skattakerfisins. Þessi afturvirki skattur hefur vafasamt lagagildi, er siðferðilega rangur og verkar slævandi á vinnuáhuga og verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Skatta- stefna ríkisstjórnarinnar, eins og hún kemur fyrir augu almennings í nýlega unninni og kunngjörðri viðbótarsköttun, hefur þó enn alvarlegri hlið, sem bókstaflega er hnefahögg framan í fjölda eldri borgara í landinu og stangast á við réttlætiskennd þorra þjóðarinnar. Um allt land sitja nú ellilífeyrisþegar sem ekki sjá fram úr því, hvern veg þeir geti axlað þær byrðar aukaálagningar eignaskatts, sem hin nýja vinstri stjórn hefur gert þeim að greiða. — Hér er átt við fólk, sem aðeins hefur ellilífeyri til að lifa af en á íbúðir sem það hefur eignazt á langri starfsævi. Sumt af þessu fólki hefur leitað eftir því hjá viðkomandi sveitarfélögum að fá fasteignagjöld líðandi árs niðurfelld, vegna takmarkaðrar aðstöðu til tekjuöflunar, og skilur ekki þann eignaskattsauka, sem vinstri stjórnin leggur á þeirra öldruðu herðar. Það á erfitt með að skilja og sætta sig við, að „breiðu bökin", sem sumum stjórnmálamönnum hefur verið svo tíðrætt um, séu í hópi ellilífeyrisþega, sem ekki hafa lengur aðstöðu til að afla sér atvinnutekna. í frétt í Mbl. sl. sunnudag eru tínd til nokkur dæmi af handahófi um eignaskattsauka, sem vinstri stjórnin hefur krafið ellilífeyrisþega um. Nefnt er dæmi um 83 ára gamla konu, sem aðeins hefur ellilífeyri til viðurværis og býr í gömlu íbúðarhúsi er stendur á lóð með hátt fasteignamat. Hún fær 98 þús. kr. skattauka, til viðbótar 196 þús. kr. eignaskatti, sem lagður var á hana í sumar. 96 ára gömlum manni, sem býr í timburhúsi hér í borginni, er gert að greiða 25. þús. kr. eignaskattsauka. 76 ára gamalli konu, sem hefur til viðurværis eililífeyri og lífeyrissjóðsgreiðslu, er nemur fjórðungi ellilífeyris, er gert að greiða 54 þús. kr. Annað dæmi er um 71 árs gamlan mann, sem nýtur ellilífeyris og óverulegrar greiðslu úr lífeyrissjóði Dagsbrúnar, en fær 54. þús. kr. skattkveðju stjórnvalda. Fjölmörg önnur álíka dæmi eru nefnd í frétt Mbl. 011 bera þau að sama brunni: óverjandi viðbótarsköttun á ellilífeyris- þega, sem búa að skuldlausri eða skuldlitlum húseignum eftir langa starfsævi í þjóðarbúskapnum. Daníel Guðmundsson, oddviti í Hrunamannahreppi, segir í viðtali við Morgunblaðið, að mikil gremja ríki þar í hreppnum vegna skattaukans, ekki sízt vegna þeirra aukaskatta, sem lagðir væru á ellilífeyrisþega. „Þetta fólk lifir nær eingöngu á þessum lífeyri," segir hann, „en hefur kannski að auki 20 til 30 kindur til þess að leika sér að í ellinni. Okkur hér í sveitinni finnst nú, að ýmsir aðrir en þetta gamla fólk eigi að borga brúsann. Við fáum ekki skilið að þetta fólk skuli hafa það breið bök, að það þurfi að greiða aukaskatta til þjóðfélagsins. Þetta fólk er búið að leggja sinn skerf til samfélagsins." Aldraður maður, sem varð aðnjótandi skattkveðju vinstri stjórnarinnar, hafði orð á því, að óþarfi væri að bera ellilífeyri sinn frá Tryggingastofnun til Gjaldheimtu. Réttast væri að færa Gjaldheimtunni nafnskírteini sitt, svo hún gæti sótt ellilífeyrinn í Tryggingastofnunina. Það er erfitt að trúa því að vinstri stjórnin hafi vitandi vits róið á þau skattamið, sem hér hafa verið gerð að umræðuefni. Hitt er líklegra að hún hafi ekki gert sér grein fyrir, hvern veg skattastefna hennar komi niður að þessu leytinu, gagnvart hinum öldruðu í þjóðfélaginu. Það er í það minnsta í samræmi við það fálm og fuður, sem einkennt hefur viðbrögð hennar í efnahagsmálum til þessa. En hvort heldur sem er, að vegið sé vitandi vits eða af vangá að hinum öldruðu í þjóðfélaginu, verðuj að krefjast þess, að ríkisstjórnin geri tafarlausa bragarbót á skattdrápu sinni, felli niður óverjandi eignaskatts- auka hjá ellilífeyrisþegum og biðjist afsökunar á bráðræðinu. Gestur Guðmundsson í M&m um Alþýðubandalagið: BeztUkt viðmann sem stendu.... hvorn á sínum bakka gliðnaná Efnahagsmálatillögur Ab einkennd- ust af „lýðskrumi og léttúð" „ÞAÐ er pólitískur geð- klofningur að lýsa sig andsnúinn auðskipulagi en leiggja jafn- framt ofurkapp á að fá að stjórna því, en íslenzkir sósialistar hafa verið haldnir þessari sálsýki a.m.k. frá lýðvcldisstofnun. Reyndar eru fyígjendur kapítal- isma betur fallnir til að stjórna honum en andstæðingar hans, en mcrgurinn málsins er sá, að slík iðja bæði byggir og elur á skaðlcgum tálsýnum um mögu- leika umbótastefnu." Þannig farast Gesti Guðmunds- syni einum helzta forsvarsmanni vinstri manna í Háskóla Islands fyrir fáeinum árum, orð í grein í síðasta hefti Máls & Menningar, þar sem hann gerir kosningasigur svonefndra verkalýðsflokka, þ.e. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, að umræðuefni. Hann segir um Alþýðuflokkinn að kratahjal og glistrupskt lýðskrum blandist saman á kostulegan hátt í mál- flutningi krata og „jafnaðar- mennska" þeirra sé mótsagna- kennd. Um málflutning Alþýðu- bandalagsins segir Gestur, að talsmenn hans segi flokkinn oft feta milliveg milli kratisma og kommúnisma. Með þessu sé ann- ars vegar átt við andstæður umbótahyggju og byltingarafstöðu og sé Ab þá bezti líkt við mann sem standi með fæturna hvorn á sínum bakka gliðnandi sprungu. En hins vegar sé hér átt við alþjóðlegar stjórnmálahefðir krata og komma, og segir Gestur að sér finnist menn ætla að sleppa ódýrt frá sögulegu uppgjöri með því að vísa óljóst til „millivegar". Ab eigi rætur í báðum þessum meginstraumum verkalýðs- hreyfingarinnar, en einkum þó þeim með kommúnistanafnbótina. Gestur rekur síðan að heims- hreyfing kommúnista hafi mjög breytt um ásýnd frá dögum bolsévikka. Umbótahyggja kommúnískra flokka sé þó um margt með öðru sniði en gerist hjá krötum, þar sem kommúnistar telji mun meira svigrúm til samfélagsbreytinga, rýmri mögu- leika á umbótum í þágu verkalýðs svo að dægurstefna þeirra verði því „yfirborðsstefna" miðað við stefnu krata. Dægurpólitík Al- ' þýðubandalagsins myndi sóma sér vel innan um baráttumál kommúnistaflokka hvarvetna í V-Evrópu, að því er Gestur segir. „Allan málflutning Alþýðu- bandalagsins um þessar mundir má taka saman í setninguna: „Hægt er að reka íslenska auð- yaldssamfélagið betur en gert er." í blaðaviðtali nýlega var það helzti boðskapur eins framámanns flokksins, hagfræðings ASÍ, að endurreisn efnahagslífsins þyldi bættan kaupmátt. Efnahagstillög- ur Alþýðubandalagsins bæði fyrir og eftir kosningar einkenndust af lýðskrumi og léttúð. Það lítur fallega út á blaði að taka skuli nokkra milljarða úr vösum at- Mál fyrir Hæstarétti vegna tryggingabóta: Fógetaréttur taldi altjónsbætur ekki tekjuskattsskyldar BÆTUR vegna altjóns t.d. á bifreiðum, teljast til söluverðs bifrciða samkvæmt skattalögum, en þó skal heimilt að drcifa skattskyldum hluta sölu- hagnaðarins, í þessu tilfelli al- tjónsbótum á fimm ár, þannig að með tekjum hvers árs skuli aðeins teljast 1/5 hluti teknanna. Fyrir Hæstarétti er nú mál vegna þessa ákvæðis skattalaga. Áfrýjandi er Gjaldheimtan í Reykjavík, sem tapaði máli gegn manni, sem fengið hafði altjónsbætur fyrir ársgamlan bfl sinn sem skemmd- ist. Fógetaréttur taldi að 10. málsgrein E-liðar 7. greinar skattalaganna stæðist ekki sam- kvæmt 67. grein stjórnarskrár- innar um friðhelgi eignarréttar. Málsatvik eru þau, að maðurinn, sem um ræðir, lenti í því að eyðileggja bíl sinn í árekstri. Hann gat um tjónabætur og kaup á nýjum bíl fyrir andvirði bótanna í skattskýrslu og fékk síðan álagn- ingu eins og um söluhagnað hefði verið að ræða á mismuni kaup- Geysimikil aðsókn að Norrœna húsinu Ymsar gjafir bárust í tilefni 10 ára afmœlis NORRÆNA húsið átti 10 ára afmæli um helgina og var afmælisins minnst á margvís- legan hátt. m.a. með opnun norrænnar glersýningar og sérstökum hátíðartónleikum. Erik Sönderholm, forstjóri hússins, sagði í samtali við Mbl. í gær að mjög mikil aðsókn hefði verið að dagskrárliðum í Nor- ræna húsinu um helgina. Mjög mikil aðsókn var að glersýning- unni bæði laugardag og sunnu- dag og húsfyllir var á hátíðar- tónleikunum á laugardagskvöld, en þá voru frumflutt tónverk, sem tónskáld á öllum Norður- löndunum höfðu samið sérstak- lega í tilefni afmælisins. Norræna húsinu bárust nokkrar gjafir í tilefni afmælis- ins. M.a. gáfu Hadeland-verk- smiðjurnar norsku forláta klukku úr gleri en í klukkuna var ágreypt erindi úr kvæði eftir Matthías Jochumsson. Þrár slík- ar klukkur eru á sýningunni í Norræna húsinu og ákvað stjórn hússins að festa kaup á hinum tveimur, svo að húsið gæti eignast allar þrjár klukkurnar. verðs ónýta bílsins og bótanna. Maðurinn kærði skattlagninguna og var meðhöndlun skattstofunnar staðfest á öllum skattkærustigum. Síðan krafðist Gjaldheimtan lög- taksaðgerða í málinu, en umboðs- maður gerðarþolanda mótmælti framgangi gerðarinnar. Bíl sinn hafði maðurinn keypt á árinu 1974 fyrir tæplega 600 þúsund krónur, en tjónabæturnar voru 1.450 þús- und krónur. Krafa Gjaldheimt; unnar var um 482 þúsund krónur. I úrskurði komst fógeti að þeirri niðurstöðu, að telja yrði að gerðar- þoli hefði á engan hátt auðgazt eða haft skattskyldar tekjur af þessum viðskiptum. „Enda er það mark- mið flestra trygginga, í þessu falli bifreiðatryggingar, að gera tjón- þolann sem líkast settan fjárhags- lega og hann var fyrir tjónsatvik- ið, eftir atvikum annað hvort með því að kosta viðgerð á bílnum, sem í tjóninu lendir, eða með greiðslu altjónsbóta. Samkvæmt þessu verður að telja að téð viðbótarskattlagning sé bein skerðing á bótarétti gerðar- þola, og brjóti í bága við eignar- námsákvæði stjórnarskrárinnar. Því verður að synja framgang hinnar umbeðnu lögtaksaðgerðar." Málskostnaður var látinn falla niður. Þessum úrskurði áfrýjaði Gjald- heimtan til Hæstaréttar og er málið þar til meðferðar nú. Dómarinn, sem felldi úrskurðinn í fógetarétti var Valtýr Guðmunds- son. Samkvæmt gildandi skattalög- um eru þessi ákvæði í gildi, sem hér hefur verið lýst. Hins vegar munu um áramót taka gildi ný skattalög, þar sem heimilt er að hækka kaupverð bifreiða við endursölu þeirra samkvæmt vísi- tölu og skal þá aðeins mismunur- inn verða skattskyldur, en ekki sá mismunur, sem er á kaupverði og söluverði í krónutölu, eins og nú er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.