Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 listasprang Eftir Arna Johnsen SIGURÐUR Eyþórsson listmálari sýnir nú verk sín í Galleri SUM við Vatnsstíg 3 og við heim- sóttum þennan unga lista- manna til þess að rabba við hann um listina. Það er skemmtileg stemning í Gallery SUM og hjartað í brjósti þessa gamla húss slær í takt við rógróna hefð evrópskra mynlistar- skála. Þá gefur stiginn upp á loftið sinn tón með því að spila nýtt lag undir hverju fótataki sem um hann fer. Sýningu Sigurðar lýkur annað kvöld miðvikudag 25. okt., en hún er opin frá kl. 4—10 Aðsókn hefur verið góð og Sigurður hef ur selt 4 myndir. Listin Þarf engin fíkjublöð" „Sú nekt, sem er í mörgum myndum mínum," sagði Sigurður, „er ekki pornógrafía, heldur sú nekt sem ég get ímyndað mér hjá Adam og Evu fyrir syndafallið. Þegar Eva hafði bitið í eplið varð hún meðvituð um nekt sína og huldi kynfæri sín með laufblaði, og þau bæði. Það má því segja að til sé bæði syndsamleg nekt og saklaus nekt, en ég tel að listin þurfi engin fíkjublöð." Myndirnar á sýningu Sigurðar eru flestar málaðar á 8.1, tveimur árum, en einnig eru þær frá 1974 og 1975. Síðasta sýning Sigurðar var í Grjóta- þorpi fyrir 5 árum. „Línur í kringum hugsanir" „Þessar myndir eru minn skáldskapur," sagði Sigurður, Sigurður við nokkur verka sinna í Gallery-SUM. Eíri mynd til yinstri heitir Haust og íyrir neðan er Lífið. en við hliðina á því málverki er Brjálaði morðinginn. Á veggnum til hægri er myndin Hið órannsakanlcga upphaf. Ljósmyndir Mbl. Emilía Það vantar meiri fræðsiu og kynningu á listinni, því að hún skiptir sem slík svo miklu máli í nútíma þjóðfélagi, en er svo ótrúlega oft utan garðs hjá fólki. Mér finnst að það eigi að gefa listamönnum í alvöru kost á að sækja um styrki, en þá verður einnig að ætlast til þess að menn skili árangri. Það er mjög hæpið að letingi geti skapað meistaraverk. Allt of margir sem telja sig vera búna að læra, verða misskildir snillingar, snúa baki við þjóðfélaginu og gefa skít í allt. Það er óskóp auðvelt og því gera flestir það. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. En það er ekki tii neinn stuttur afleggjari heim til listagyðjunn- ar. „Ekki tilneinn stutt- ur afleggjari heim til listagyðjunnar" Minning frá Austurríki. Undrabarn. „ég fæ hugmynd sem ég vinn mjög nákvæmlega og ég byrja aldrei á neinni mynd nema að ég geti séð hana fyrir mér í huganum og viti hvernig hún verður. Liti nota ég yfirleitt fyrir það sem þeir eru, en ekki vegna táknrænnar merkingar og ég lít á teikningu sem línur í kringum hugsanir." Sigurður er með vinnustofu í Borgartúni, en hann vinnur eingöngu við list sína. Vill skrifa kennslu- bók í teikningu Ég spurði hann um mynd- skreytingar. „Ég hef ekki verið beðinn um neinar myndskreytingar, hvorki í bækur né annað, en ég hef áhuga á að skrifa bók um myndlist, t.d. kennslubók í teikningu. Til þess þyrfti ég þó laun eða styrk. Að nota tækni gömlu meistaranna „Þú sækir myndefni þitt í fólk, en hvað um landslagsmál- verkið?" „Sjálfur fæ ég lítið út úr því að vinna við landslagsmálverk, en ég hef ekkert á móti lands- lagsmálverkum og abstrakt- málverkum. Það er alltaf gaman að sjá hvernig menn upplifa sinn samtíma og það er skemmtilegt að sem flest fái að komá fram. I Austurríki lærði ég hjá prófessor Ernst kunnum súr- realista, en ég lít ekki á mig sem slíkan. Ég lærði þar vissa tækni, en ég hef ekki notað hana mikið, því að hún er mjög tímafrek. Ég ætla hins vegar að beita henni meira í framtíðinni. Þetta er tækni sem gömlu meistararnir notuðu mikið. Þeir máluðu t.d. á viðarplötu, fyrst með egg- tempera litum og síðan með olíulitum og jafnvel notuðu þeir þessa liti til skiptis. Með þessari tækni er hægt að mála mjög sannfærandi, t.d. ef mála á vængi eða fætur á fiskiflugi, því með egg-tempera litum er hægt að mála svo grannar línur og þessi tækni fær viðfangsefnið til þess að spretta fram. Dúrer er gott dæmi um þessa tækni." Rabbað við Sigurð Eyþórsson listmál- ara sem sýnir í Gallery-SUM íslenzk stúlka. I minningu endurreisnartíma. „Vantar meiri fræöslu og kynningu á listinni" „Ertu ánægður með vinnuað- stöðu þína"? „Þegar ég fæ betri og stærri vinnustofu mun ég gera stærri myndir. Ég tel brýna nauðsyn á því að gefa myndlistarmönnum í þessu landi kost á að lifa af sínum verkum, t.d. með aðgengi- legu launa- og styrktarkerfi. Sömuleiðis finnst mér það vera hugmynd að eitthvert dag- biaðanna hefði daglega þátt um myndlist. Því ekki það saman- ber íþróttakynningu og fræðslu? „Figurativa myndlistin var litin hornauga" Þegar ég var við nám í Myndlista- og handíðaskólanum var tíðarandinn þannig að það var hálfpartinn ætlast til þess að menn bæði máluðu og teikn- uðu eins og börn. Þetta er ágætt sjónarmið, en ómöguleg regla. Kjarval og fleiri málarar máluðu stundum meðvitað á þann hátt að verkin sýndust tilviljanakennd þar sem yfirveg- un og nákvæmni átti ekki upp á pallborðið. Nú eru minni fordómar en áður gagnvart myndlist, sem betur fer, hjá myndlistarmönn- um einnig. Menn binda sig ekki eins við einhvern ákveðinn sannleika í þeim efnum. Hefði til dæmis einhver á mínum skólaárum getað málað eins og Rafael, þá hefði enginn tekið hann alvarlega. Figurativa myndlistin var litin hornauga." „Mótmæli hækkunum á efni til mynlístar" „Hvað um tengsl listamanna við almenning?" „Það vantar meiri vitneskju og persónuleg tengsl fólks við listamennina og það yrði vekjandi fyrir listamenn éf kynning á þeim yrði aukin. Það vantar einnig meiri starfsemi í sambandi við sýningar. Hver einstakur er að pukra í sínu horni og fólk á erfitt með að átta sig á þessum mönnum sem sífellt eru að koma fram úr skotunum. Samstaða mynd- listarmanna mætti því vera meiri. Það verður einnig að taka meira tillit til ýmissa þátta listsköpunarinnar. Ég vil til dæmis leyfa mér að mótmæla harðlega stórfelldum hækkun- um á öllu í sambandi við myndlist. Það eru fáránleg vinnubrögð og beinlínis vegið að myndlistinni með hinum gífur- legu hækkunum á litum, striga og öllu sem þarf til þess að myndlistin fái möguleika til að dafna." Torfusamtökin: Lítið ávinnst með vinsamlegum yfirlýsingum og athugunum í nefndum TORFUSAMTÖKIN samþykktu á fundi sínum sl. laugardag ályktun þar sem segir að umhverfisvernd, og þá ekki síst verndun gamallar byggðar, sé málefni sem hafi á þessum áratug unnið fylgi almennings í síauknum mæli. Þá segir í ályktuninni: „Afstaða íslenskra stjórnmálamanna hefur hins vegar ekki verið í samræmi við þessa þróun. Meðal þeirra hefur meira borið á loforðum en efndum í þessum efnum." Enn segir í ályktun fundarins: „Lítið ávinnst með vinsamlegum yfirlýsingum og svokölluðum athugunum í nefndum. Raunhæfar aðgerðir, í samræmi við viljayfir- lýsingar er það, sem gildir. Próf- steinn á viðhorf stjórnvalda ríkis og borgar, er viðhorfið til Bern- höftstorfunnar, Grjótaþorps og Þingholtanna í Reykjavík. Sam- tökin beina því eindregnum tilmælum til ríkisstjórnar og borgarstjórnar, að þær reki af sér slyðruorðið og hefjist nú handa í þessum málum, með raunhæfum aðgerðum til björgunar og varð- veislu handa komandi kynslóðum." Á fundinum flutti Nanna Her- mannsson borgarminjavörður er- indi um úttekt, sem unnin hefur verið á vegum Árbæjarsafns á Grjótaþorpinu og einnig var fjallað um sögu Fjalakattarins. Þá var á fundinum að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, formanns Torfusam- takanna, rætt um áframhald á starfi samtakanna og var ákveðið að skipta starfseminni meira niður í starfshópa um einstök verkefni og var fólki gefinn kostur á að skrá sig í starfshópa á fundinum. „Við munum einbeita okkur að því að afla fjár til viðgerða á húsunum á Bernhöftstorfunni og stefnum að því að fá leyfi til að lagfæra húsin," sagði Guðrún. „Skíma" — málgagn móðurmálskennara SAMTÖK móðurmálskennara skipuðu sér fyrir nokkru í raðir útgefenda er þau sendu frá sér 1. tölublaðið af riti sínu, sem ber nafnið „Skíma". Út eru komin tvö blöð af Skímunni og kennir þar ýmissa grasa hvað efnisval snert- ir. Af efni 1. tölublaðs má nefna Lestrarbókaspjall eftir Baldur Ragnarsson og í 2. tölublaði er m.a. grein eftir Baldur Jónsson dósent, sem ber nafnið íslenska á vorum dögum. í blöðunum eru greinar, viðtöl og fréttir. Blaðið er sent félögum í Samtók- um móðurmálskennara, en einnig er hægt að fá blaðið í lausasölu í Bóksölu stúdenta og í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Næsta sumar hyggjast samtökin gangast fyrir mikilli ráðstefnu um íslend- inga sögur, að sögn Indriða Gíslasonar, formanns félags móðurmálskennara, og verður þar einnig rætt um notkun þeirra í skólum. Ráðstefnuna sækja einnig norrænir móðurmálskennarar. Félagið efnir til fundar um málfræðikennslu nk. laugardag, 28. okt., í Kennaraháskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.