Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 31 Fjármálaráðherra um samráðsviðræður; Ekki við hæfi að ræða éinstök atriðí fiárlagafrv." MORGUNBLAÐIÐ og íréttaflutningur þess af viðræðufundi ráðherra- nefndar og þeirra aðila, sem ríkisstjórnin hefur kallað til samráðs um stefnumótun í efnahags- málum, urðu umræðuefni iitan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær, að frumkvæði Olafs Ragnars Grímssonar (Abl). Urðu umræður hinar eftirtektarverðustu og lauk ekki. Hét Gils Guðmundsson, forseti S.þ., framhaldi þeirra í dag. Tilef nið til umræðna utan dagskrár Ólafur Ragnar Gímsson (Abl) gerði að umtalsefni, utan dagskrár á Alþingi í gær, frétt í Mbl. sl. laugardag. Las hann hluta fréttar- innar þar sem segir m.a.: „Allmargir aðilar sem boðaðir voru á fundinn höfðu vænst þess, að ráðherrar gerðu grein fyrir fjárlagafrv. ríkisstjórnarinnar, sem enn hefur ekki verið lagt fyrir Alþingi. Tómas Árnason sagði á fundinum að svo væri ekki, slíkt væri ekki við hæfi þar sem frv. yrði fyrst að leggja fyrir Alþingi. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, lýsti á fundinum furðu sinni á ummælum Tómasar, að ekki væri við hæfi að ræða fjárlagafrv., þeir væru einmitt komnir á fundinn til þess að ræða það þar." Vegna þess að frétt þessi gefur mjög villandi mynd af því formi, sagði 01. R. Gr., og þeim anda samráðs, sem fram kemur í stjórnarsáttmála og stefnuræðu forsætisráðherra, og þar sem önnur frásógn hefur ekki komið fram af fundinum, heldur en frétt Mbl., fannst mér nauðsynlegt að gefa hæstvirtum fjármálaráð- herra tækifæri til að gefa skýringu hér á og leiðrétta þá villandi frásögn sem kom fram í áður tilv. frétt Mbl. Tugþúsundir launOega líta á þetta loforð um samráð sem hornstein stjórnarsamstarfsins, og Oeir þurfa að fá að vita hið sanna í málinu. Frásógn Mbl. gaf hins vegar mjög „villandi lýsingu á því, sem þarna hefur væntarilega gerst", sagði ræðumaður. „Ekki við hæfi að ræða ein- stök atriði fjárlaga- frumvarps" Ég vissi ekki af því fyrr en nú eftir hádegið, sagði Tómas Arna- son fjármálaráðherra, að ég þyrfti að svara fsp. hér utan dagskrár. Ég vil fyrst geta þess að í 42. gr. stjórnarskrárinnar er gert ráð fyrir því, að þegar þing kemur saman skuli leggja fyrir fram frumvarp til fjárlaga. Ég mun síðar gefa skýringu á því, hvers vegna dráttur hefur orðið á framlagningunni, en ég vænti þess að fjárlagafrv. „verði lagt fyrir þing helzt í þessum mánuði". Eins og kom fram hjá 01. R. Gr. var ráð fyrir því gert að Oessi ríkisstjórn myndi hafa margvísleg samráð við fulltrúa launamanna um stefnuna í efnahagsmálum. I samstarfsyfir- lýsingu ríkisstjórnarflokkanna eru nokkur ákvæði, sem varða sérstak- lega ríkisbúskapinn, og að sjálf- sögðu verður byggt á þeim í fjárlagafrv. „Eg veit það. að háttvirtum þingmanni er það ljóst, að það er ekki við hæfi að Gils Guðmundsson, forseti S.þ. ræða einstök atriði fjárlagafrum- varps, fyrr en það er lagt fram á Alþingi. Það er sú samkoma, sem fyrst fær að sjá fjl.frv., næst á eftir ríkisstjórninni, og þess vegna ekki ástæða til þess að gera það við neina aðra aðila." Ráð- herra gat þess hins vegar að öðru máli gegndi um stefnumarkandi mál, sem varðað gætu fjárlagafrv. Hann hefði gert grein fyrir helztu þáttum þeirra í nýlegum útvarps- umræðum. Varðandi það, sem spurt er um, sagði ráðherra efnislega, að um- ræddur viðræðufundur hefði fyrst og fremst verið til að ræða þessi samráð nánar, hvern veg hagað skyldi. Hann hefði og rætt „stefn- una í fjárlagafrumvarpinu, sem ætti að nota sem alveg sérstakt hagstjórnartæki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafa nú þegar verið teknar upp í fjárlagafrv. nótur um þennan fund. Síðan las ráðherra það, „sem skrifað hefði verið niður af þessum fundi", eins og hann orðaði það. Síðan las hann ummæli sín þar um verðbólgu, helztu vandamál efnahagslífsins og erfiðleika útflutningsatvinnu- vega. Ennfremur að hann hefði sagt að fjárlagafrv. væri eitt af tækjum þeim, sem nota mætti í baráttu gegn verðbólgu. Ríkis- búskapinn þyrfti að reka þann veg að í jafnvægi væri næstu 16 mánuði. Skuldasöfnun yrði að stöðva. Draga yrði úr framkvæmd- um. Beinir skattar væru nærtæk- ast skattaform og tekjuöflun vegna þess að önnur sköttun væri inni í vísitölu. Hann hefði kynnt þennan veg stefnuna í fjárlaga- frumvarpinu „en út í einstök atriði Ólafur Ragnar Grímsson (Ab). Tómas Árnason fjármálaráð- herra. Matthías Bjarnason. var ekki hægt að fara af ástæðum sem ég hefi þegar greint frá." Síðan sagði ráðherra að samráð myndi fara fram með viðræðum við einstök félög eða samtök vinnumarkaðar. Fundur hefði ver- ið haldinn með fulltrúum BSRB. Agreiningur stjórnar- f lokka kominn upp á yfirborðið Matthías Bjarnason (S) sagði framkomna spurningu nokkurs konar innanstjórnarmál. En fyrst henni væri varpað hér fram utan dagskrár, til að opinbera skoðana- ágreining stjórnarflokkanna, væri eðlilegt að nýta tækifærið og leggja orð í belg. M. B.j. kvaðst sammála fjármálaráðherra að fjárlagafrumvarp bæri að leggja fyrir Alþingi áður en það yrði rætt Sverrir Hermannsson. við þrýstihópa í þjóðfélaginu, hverjir svo sem þeir væru. Hins vegar væri ljóst að þessi mál ætti ekki að falla í samráðsfarveg við öll launþegasamtök. Til að mynda væri víst ekki meiningin að ræða þessi mál við Sjómannasamtökin. Hinn nýi sjávarútvegsráðherra hefði víst ekki haft samráð við þau um ákvörðun fiskverðs, þrátt fyrir öll viðræðuheit stjórnarinnar. Ekki hefði verið rætt við fisk- vinnsluaðila um skattlagningu fyrirtækja í þeirri grein. Ekki heldur við Bandalag háskóla- manna. Og ekki við verzlunar- menn. Ný ríkisstjórn hefði tekið við um mánaðamót ágúst-september 1974 en þó lagt fram fjárlagafrumvarp í þingbyrjun. í samræmi við það hefði fjárlagafrv. átt að koma fram 13. október sl. Rétt væri að spyrja fjármálaráðherra, hvort hann ætlaðist til að fjárlög yrðu afgreidd fyrir jól, þó svo frv. kæmi ekki fram fyrr en um nk. mánaða- mót, og hvort slíkt samræmdist eðlilegum og nauðsynlegum vinnu- brögðum fjárveitinganefndar. Fleira kom fram í ræðu M.Bj. m.a. rakti hann loforð Alþýðuflokks um afnám tekjuskatts og hvern veg flokkurinn hefði kokgleypt þau öll í einum afturvirkum og vafasöm- um tekjuskattsauka. Þakka leið- réttingu f jár- málaráðherra Olafur Ragnar Grímsson (bl) þakkaði fjármálaráðherra fyrir þá lýsingu, sem fram hefði komið í orðum hans, og nauðsynleg hefði verið vegna villandi fréttafrásagn- ar Mbl. Lagði hann áherzlu á nauðsyn samráðs við launþega- félög um þetta atriði í samræmi við stjórnarsáttmála. Fagnaði hanð fundinum með BSRB. Sagði að auki að M.Bj. hefði ekki jarðsamband í þjóðfélaginu, enda væri Björn Þórhallsson í sam- starfsnefnd af hálfu ASÍ. Forseti grípur inn í Þegar hér var komið sögu voru þrír þingmenn á mælendaskrá. Forseti S.þ. Gils Guðmundsson, leitaði samkomulags um þá máls- meðferð, vegna fyrirhugaðra funda í þingdeildum, að-einn þm. stjórnarandstöðu talaði enn í þessu máli, en síðan yrði umræðu frestað til morguns. Varð svo sem forseti óskaði eftir. Krefst skýrra svara af fjármálaráðherra Sverrir Hermannsson (S) sagði það varhugavert fordæmi varð- " andi fundasköp, að leyfa umræður utan dagskrár vegna meintra villandi upplýsinga í fréttum dagblaða. Hann gæti með sama rétti fengið orðið utan dagskrár í Sameinuðu þingi vegna fjölmargra villandi frétta í Þjóðviljanum. Erindi Ól. R. Gr. hafi virst það eitt að fá það staðfest, að Mbl. hefði sagt villandi frá tilteknum fundi í frétt. Hann hafi ekki fengið staðfestingu þar á hjá hv. fjár- málaráðherra. Ég skil Mbl. með umræddri frétt eftir hér í ræðustól þingsins, háttv. fjármálaráðherra til glöggvunar. Ég krefst þess að hann svari því undanbragðalaus, hvort Mbl. fer með rétt mál eða ekki. Ef frásögnin er ekki rétt, hvað er þá rangt í fréttinni, spurði Sv.H. Fjármálaráðherra kvaddi sér ekki hljóðs til svara. Aðspurður af þingfréttamanni Mbl. sagðist hann ekki vilja bæta neinu við orð sín í S.þ. Mepn yrðu að ráða í þau, hvað satt væri í málinu. nmyndiseg/bLlbcLndL (VHS Einka sjónvarpiö pitt — gerir pig nú óháöan útsendingar- tíma sjónvarpsins Mikil lítgæöi Spólukostnaöur lítili Tækiö tekur lítiö rúm Stillið það sem þér viljið sjá. Sjaið þegar yður hentar. BÚÐIN Skiptiolti 19, sími 29800 27 ár í fararbroddi Spólur Verd C- 60 mín. 13.575.- C-120 mín. 19.980. C-180 mín. 24.980- Beriö saman verö og gæði.______ Hja okkur kr. 767.920. Fyrstir til íslands með: sjónvörp, transistora, in-line myndlampa, system-kalt 2 og nú VHS Nordmende myndsegulbandstæki á viöráoanlegu veröi Umboðsmenn um allt land.l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.