Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞRÓTTABLAÐI 242. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mikið mannfall í innrásinni í Zambíu Zambíustjórn hefur 18 útlendinga í haldi Lusaka, Salisbury, 23. október. AP. Reuter. KENNETH KAUNDA forseti Zambíu sagði í dag að hermenn sínir hefðu tekið til fanga 18 útlendinga og væri þeim gefið að sök að hafa aðstoðað Rhódesíuher í árás hans gegn búðum skæruliða í landinu sl. fimmtudag. Kaunda vildi ekki láta uppi við fréttamenn í dag hverjir þessir menn væru né hverrar þjóðar þeir væru, en sagðist ekki mundu láta undan neins konar þrýstingi til þess að fá þá látna lausa. Kaunda fordæmdi árásina harðlega og sagði að Ian Smith forsætisráðherra Rhódesíu hefði gefið fyrirmæli um árásina á meðan hann var í Bandaríkjunum. Yfirmaður rhódesíska hersins sagði í dag að aðgerðir hersins í Zambíu í síðustu viku hefðu heppnast mjög vel, en hann varaði landsmenn jafnframt við því að búast mætti við gagnárásum skæruliða á næstunni. Sumar heimildir telja að Rhódesíumenn hafi drepið um 1500 skæruliða í árás sinni og jafnframt eyðilagt mikið af skotvopnum og birgðum skæruliða. Er talið að Smith hafi með þessum aðgerðum mjög styrkt stöðu sína heima fyrir og í væntanlegum samningaviðræðum um framtíð landsins, en að skæru- liðaforinginn Nkomo, sem hefur algerlega tekið fyrir neinar við- ræður af nokkru tagi við Smith, geti nú neyðzt til þátttöku í viðræðunum. Nkomo var um helgina mjög harðorður um árás Rhódesíuhers á búðir manna sinna. Sakaði hann Rhódesíumenn um að hafa myrt 110 ungar stúlkur, sem hlotið hafi þjálfun sem lögregluþjónar, sjúkraliðar og í fleiri borgaraleg- um störfum. Teng Hsiao-Ping á fund Japanskeisara Tókíó, 23. október. AP. Reuter. HINAR fornu fjandþjóðir, Kín verjar og Japanir, undirrituðu í dag formlegan friðarsamning. sem talinn er mjög mikilvægur fyrir þróun mála í þossum heimshluta. Kínverski aðstoðar- forsætisráðherrann, Teng Hsiao- Ping, sagði við þetta tækifæri að samningurinn stuðlaði að vináttu þjóðanna um langa framtíð. Nú eru liðin 33 ár frá því endi var bundinn á átök Kínverja og Japana í síðari heimsstyrjöldinni, en- friðarsamningur hefur ekki fyrr verið gerður og lengst af á þessum ti'ma hafa miklir fáleikar verið með ríkjunum. Stjórnmálasamband hefur verið milli Kína og Japans frá árinu 1972 og viðskipti landanna hafa mjög farið vaxandi undanfarin ár. Hins vegar reyndist erfiðleikum bundið að ná samkomulagi um formlegan friðarsamning vegna stöðu Formósu, sem hægri menn í Japan vilja ekki slíta sambandi við, og vegna þess að Japanir hafa viJjað komast hjá því að reita Sovétmenn til reiði. Ráðamenn í Kreml telja þó að samkomulagínu sé gegn sér beint og hafa harðlega fordæmt það. Að lokinni undirrituninni í dag gengu Teng Hsiao-Ping og aðrir í kínversku sendinefndinni á fund Hirohitos Japanskeisara. Teng er fyrsti kínverski leiðtoginn, sem keisarinn hittir. Aðeins eru liðin átta ár frá því að málgögn kínversku stjórnarinnar sökuðu Hirohito uriTað -vera stríðsglæpa- mann. ~~~--~-^: (Símamvnd AP) Fnðarsamningar í Tókíó - Teng Hsiao-Ping varaforsætisráðherra Ki'na og Takeo Fukuda forsætisráðherra Japans kanna heiðursvörð í Tókíó eftir að formlega var gengið frá samkomulagi ríkjanna um að binda enda á alda gamlar erjur, sem síðast blossuðu upp í heimssiyrjiildinni síðari. Líkur á endanlegu samkomu- lagi ísraelsmanna og Egypta Skipuleggjanda olympíumótsins í Argentínu rænt Buenos Aires, 23. október. AP. Reuter. Aðalskipuleggjandi olympíu- skákmótsins í Argentínu, mað- ur að nafni Rudolfo E. Zalungo, er horfinn og er talið að honum hafi verið rænt. Kona mannsins tilkynnti fyrir helgi að hann hefði horfið sl. miðvikudag. Starfsmenn skáksambandsins í Argentínu segja að hvarf mannsins muni ekki hafa áhrif á skákmótið sem á að hefjast í Buenos Aires á fimmtudag. Lögreglan í Argentínu hefur litlar frekari upplýsingar gefið um hvarf Zalungos, en hann sást síðast fara inn í bíl með nokkrum fleiri mönnum. Kona hans segir að hann hafi fengið hótanir um að sér yrði rænt ef skákmótinu yrði ekki aflýst. Mjög mikið hefur verið um mannrán í Argentínu undanfar- in ár og hafa verið þar á ferðinni ýmsir hópar skæruliða. Hafa þeir einkum beint skeytum sínum að fulltrúum erlendra stórfyrirtækja í landinu og innlendum stjórnmála- og em- bættismönnum. Jersúsalem, Kaíró, Washington, 23. október. Reuter. AP. STJÓRN ísraels kom saman til fundar í kvöld til að fjalla um samningsdrög þau sem fulltruar landsins komu með heim eftir 10 daga langar viðræður við Egypta í Washington. Talið er að þeir Dayan utanríkisráðherra og Weizman varnarmálaráðherra muni þurf a að haf a sig alla við að sannfæra íhaldssamari hluta stjórnarinnar um ágæti samningsins, en hægri öflin í stjórn Begins eru sögð óttast mjög að of langt hafi verið gengið í undanlátssemi í samningunum. Orðrómur hefur verið á kreiki um það í Kaíró undanfarna daga að Egyptar hafi hafnað samningsdrögunum, en forsætis- ráðherra landsins, Mustafa Khalil, sagði í dag að það væri hin mesta fjarstæða. Sagði ráð- herrann að stjórn lands síns hefði einungis ákveðið að vísa tveimur minni háttar tæknilegum atrið- um aftur til umfjöllunar í við- ræðunefndunum, en þvf færi fjarri að samkomulaginu hefði þar með verið vísað á bug. Að því er heimildir í Washington hermdu í dag hafa einkum tvö atriði verið ásteyting- arsteinar í þessari síðustu umferð friðarviðræðnanna. Annars vegar er um það að ræða að Egyptar vilja að í samningnum verði ákvæði þar sem tekið verði fram að samkomulag þetta sé nátengt ss«mningum um frelsun annarra hertekinna arabískra landsvæða úr höndum ísraelsmanna. Hins vegar hefur verið deilt um með hvaða hætti full diplómatísk viðurkénning Egypta á ísraelsríki skuli koma til. Allar horfur eru nú taldar á að búið sé að hrinda þessum hindrun- um úr vegi og að endanlegir samningar verði undirritaðir bráðlega. Sjálft samkomulagið hefur ekki enn verið birt opinber- lega. Jóhannes Páll páfi 2. heldur á loft hinni helgu bók við embættistöku sína sl. sunnudag. Með honum á myndinni er Virgilio Noe siðameistari Páfagarðs. — Sjá frétt á bls. 47. Nýtt SALT-samkomu- lag dregst á langinn Moskvu. 23. okt. AP - Reuter UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna luku í dag tveggja daga viðræð- um um nýjan samning um tak- mörkun framleiðslu gereyðingar vopna, svokallaðan SALT-2 samning. Ekki náðist endanlegt samkomulag eins og bjartsýnustu mcnn höfðu vonað, en Gromyko utanrfkisráðherra Sovétríkjanna sagði í dag að þörf væri fyrir a.m.k. einn fund til viðbótar. Bandaríski utanríkisráðherrann, Cyrus Vance. sagði í dag við fróttamenn. að gerð samnings aí þessu tagi tæki langan tíma og samkomulag næðist með þolin- mæði og í litlum skrefum. Brezhnev forseti Sovétríkjanna og leiðtogi kommúnistaflokksins tók þátt í viðræðunum á síðustu stigum þeirra í dag. Brezhnev benti að sögn á það í viðræðunum, að sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hefði farið versn- andi undanfarið og nýr SALT-sáttmáli myndi koma báðum þjóðum að góðu gagni. Að sögn talsmanns Bandaríkja- manna, var á fundunum ekkert íjallað um það hvort stefna ætti að fundi Brezhnevs og Carters Bandaríkjaforseta á næstunni til að reka endahnútinn á samning- ana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.