Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978
Slysavarnafélag fslands:
Hvetur til sameigin-
legs átaks í um-
ferðarslysavörnum
Siysavarnaíélaginu voru afhent að gjöf reykköfunartæki. Gefendur
eru Klif h.f. í Reykjavík og framleiðendur tækjanna. Fenzy & Cie í
Frakkiandi. Á myndinni sést er Svavar Davíðsson framkvæmda-
stjóri Klif h.í. afhendir Gunnari Friðrikssyni forseta SVFÍ tækin.
SLYSAVARNAFÉLAG
íslands átti hálfrar aldar
afmæli á þessu ári. Félag-
ið var stofnað 29. janúar
1928 og var fyrsti forseti
þess Guðmundur Björns-
son. Núverandi forseti
SVFÍ er Gunnar Friðriks-
son. Á fundi með blaða-
mönnum nú í vikunni var
starfsemi félagsins kynnt.
Árbækur SVFÍ
og platti
Út er komin árbók SVFÍ 1978
sem hefur að ge.vna starfs-
skýrslur félagsins frá árinu
1977. Bókin er gefin út í 4.500
eintökum. Auk þessarar árbókar
sem jafnframt er afmælisrit
félagsins gefur það út heildarút-
gáfu árbóka SVFÍ frá byrjun,
samtals 41 bók, sem greinir frá
starfi og sögu félagsins í 50 ár.
Bækurnar eru til sölu hjá öllum
deildum félagsins og kostar
hvert eintak 20.000 kr. Bækurn-
ar eru gefnar út í 400 eintökum.
Slysavarnafélagið gefur út
veggplatta í tilefni 50 ára
afmælisins. Plattinn er fram-
leiddur hjá Bing og Gröndal í
Kaupmannahöfn og er myndin á
honum af björguninni við Látra-
bjarg máluð af Eggerti Guð-
mundssyni listmálara. Plattinn
er gefinn út í 5000 eintökum.
Heimildakvikmynd
Heimildakvikmynd um sögu
og starf félagsins verður tilbóin
til sýninga á næstunni. Myndin
er eins konar yfirlit yfir starf
félagsins í 50 ár. Fyrirtækið
Lifandi myndir h.f. annaðist
gerð myndarinnar sem er tæpra
50 mínútna löng og er gerð í
litum.
Umdæmaskipting
björgunarsveita SVFÍ
I sumar var lokið við að skipta
björgunarsveitum SVFI eftir
umdæmum en ákvörðun um aö
Umdæmaskipting S.V.F.Í.
hrinda henni í framkvæmd var
tekin á Landsþingi félagsins
árið 1976. Meginmarkmið um-
dæmaskiptingarinnar er að
auka samstarf og þjálfun
björgunarsveitarmanna.
Fyrir u.þ.b. 12 árum var efnt
til samæfingar björgunarsveita
við Seyðisárrétt á Kili. Eftir það
var efnt til nokkurra samæfinga
en ekki reglulega. Það sem af er
þessu ári hafa verið haldnar 6
samæfingar auk þess sem
ákveðin er samæfing í Borgar-
firði nú 4. nóv. n.k. Á samæfing-
ar á þessu ári hafa komið
samtals um 600 manns en alls
eru 2.700 manns félagar í
i n c. s, v. i. r.
björgunarsveitunum sem eru 87
talsins. Á fundinum með blaða-
mönnum kom það fram, að
markmiðið er að halda samæf-
ingar árlega í hverju umdæmi
eða að öðrum kosti að æfingarn-
ar nái til björgunarsveita í
öllum umdæmum.
Til þess að auka fræðslu og
þekkingu þeirra sem stunda
björgunar- og hjálparstörf eru
nú fyrirhuguð umdæmisnáms-
skeið fyrir þjáifara og leiðbein-
endur björgunarsveita„ Á næst-
unni verða haldin tvö námskeið
í fjallamennsku, þ.e. klifri og
sigi. Verða þessi námskeið
haldin í umdæmum 10 og 2. Þá
er fyrirhugað leiðbeinendanám-
skeiö í slysahjálp og sjúkra-
flutningum á næstunni í um-
dæmi 1. Miðað er við að öll þessi
námskeið séu helgarnámskeið.
Samstarf Almanna
varna og Slysavarna-
félags íslands
Almannavarnir og Slysa-
varnafélag íslands hafa gert
með sér samkomulag um hlut-
verk Slysavarnafélags Islands í
almannavörnum. Slysavarnafé-
lagið og björgunarsveitir þess
munu taka að sér ýmis störf í
áætlunum Almannavarna svo
sem aðstoð við löggæslu, sjúkra-
og slysaþjónustu og störf er lúta
að björgunar- og ruðningsþjón-
ustu á hættu- og neyðartímum.
Umferðarmálin
Á aðalfundi Slysavarnafé-
lagsins í vor var gerð ályktun
þar sem hvatt var til sameigin-
legs átaks í umferðarslysavörn-
um af hálfu allra sem að þeim
vinna. I samræmi við þá ályktun
hefur verið unnið að ýmsum
verkefnum bæði af deildum og
stjórn félagsins. Ymsar deildir
hafa staðið að fundahaldi þar
sem þessi mál hafa verið tekin
til meðferðar og einnig reynt að
fylgja því eftir að umferðar-
fræðsla verði aukin í skólum. Þá
standa deildir að ýmiss konar
áróðri um umferðarmál í sínum
heimabyggðum og ýmsar þeirra
hafa dreift endurskinsmerkjum,
einkum til barna og gamal-
menna.
Stjórn SVFÍ og deildir þess
eru að undirbúa fundaherferð
meðal deilda þar sem umferðar-
mál verða aðaldagskrármálið.
Mun erindreki félagsins og
fulltrúar úr stjórn félagsins
mæta á fundinum eftir því sem
við verður komið. Einnig mun
verða leitað til viðkomandi aðila
á stöðunum sjálfum og þeir
beðnir að taka þátt í þessum
fundum. Fundaherferð þessi
hefst nú í vikunni meðal deilda á
Norðurlandi.
Á vegum félagsdeilda á
Stór-Reykjavíkursvæðinu er í
undirbúningi sérstök umferðar-
vika, líklega um miðjan nóvem-
ber, þar sem athygli vegfarenda
verður beint að tilteknum atrið-
um í umferðinni. Munu félagar í
deildum og björgunarsveitum
taka þátt í þessu starfi.
Tilkynningaskyldan
í 10 ár hefur SVFÍ starfrækt
tilkynningaskylduna og nú síð-
ustu árin hefur hún verið
starfrækt allan sólarhringinn
frá október til apríl. Á sumrin,
hefur hins vegar verið vakt 16
tíma sólarhringsins. Nú eru
uppi áform um að næsta ár
verði vakt á tilkynningaskyld-
unni allan sólarhringinn allt
árið um kring.
Gjöf til SVFÍ
Svavar Davíðsson, fyrir hönd
Klifs h.f., hefur fært slysa-
varnafélaginu reykköfunartæki
að gjöf. Gefendur eru að jöfnu
framleiðendur tækjanna, Fenzy
& Cie., Montreuil, Frakklandi,
og Klif h.f., Vesturgötu 2 í
Reykjavík.
Með þessum tækjum er hægt
að vera í allt að 30 mínútur við
björgunarstörf og fylgir þeim
lofthylki hlaðið 1200 litrum af
andrúmslofti undir 200 kg
þrýstingi. Það er skylda að hafa
slík tæki um borð í íslenzkum
togurum yfir 500 tonn að stærð.
Stjórn SVFÍ (f.v.). Hörður Friðbertsson. Baldur Jónsson. Ilaraldur Henrysson. Gunnar Friðriksson,
forseti SVFÍ. Ilulda Sigurjónsdóttir. varaforseti SVFÍ og Óskar Þór Karlsson, erindreki SVFÍ.
Á borðinu sést heildarútgáfa árbóka ásamt slysavarnafélagsplattanum.
7 4 kennarar útskrif-
aðir frá KHÍ í ár
9 KENNARAR með kennaraprófi
útskrifuðust frá Kennaraháskóla
íslands 14. október s.l.i Ermenga
S. Björnsdóttir, Gunnar Páll
Jóakimsson. Jón Guðmundsson.
Lars II. Andersen, Meyvant Þór-
ólfsson. Margrét Björnsdóttir.
Sara R. Valdimarsdóttir, Sigurð-
ur Albcrt Ármannsson og Þóra
Ragnarsdóttir.
Kennaraháskóli íslands útskrif-
ar kennara tvisvar á ári, í júní og
október. 10. júní s.l. útskrifuðust
65 kennarar með kenr.arapróf
(B.Ed.) frá skólanum:
Anna Einarsdóttir, Anna Jóels-
dóttir, Anna Valdimarsdóttir,
Ásthildur Kjartansdóttir, Auður
Hrólfsdóttir, Birna Sigurjónsdótt-
ir, Bryndís Guðmundsdóttir, Edda
Antonsdóttir, Edda Eðvaldsdóttir,
Eiríkur Hermannsson, Elín
Antonsdóttir, Elísabet Karlsdótt-
ir, Erla Aradóttir, Erla Skafta-
dóttir, Eyrún Baldvinsdóttir, Guð-
björg Pálsdóttir, Guðlaug Ólafs-
dóttir, Guðleif Unnur Magnúsdótt-
ir, Guðmundur H. Helgason, Guð-
mundur Þorsteinsson, Guðrún
Einarsdóttir, Guðrún Matthías-
dóttir, Guðrún Pétursdóttir, Halla
J. Andersen, Halldór Óskarsson,
Harpa Höskuldsdóttir, Helga
María Ólafsdóttir, Herdís
Brynjólfsdóttir, Herdís Jónsdóttir,
Hildur Árnadóttir, Hrefna Frí-
mann, Ingibjörg Daníelsdóttir,
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Jón
Baldvin Hannesson, Jón Þor-.
varðarson, Kristín Bjarnadóttir,
Kristín Gunnarsdóttir, Kristján
Guðjónsson, Laufey Jóhannsdótt-
ir, Lilja H. Jónsdóttir, Margrét
Samsonardóttir, Margrét Wiium,
María Kjeld, Ólöf Guðmundsdótt-
ir, Ólöf Jóhannsdóttir, Rúnar
Sigþórsson, Sigríður M. Njálsdótt-
ir, Sigríður Rafnsdóttir, Sigríður
Sigurðardóttir, Sigríður Sigur-
jónsdóttir, Sigrún Hjartardóttir,
Sigurborg Sigurðardóttir, Sigurð-
ur Ingi Ásgeirsson, Sigurður
Brynjúlfsson, Sigurður Pétursson,
Sigurlaug Höskuldsdóttir, Soffía
Kristjánsdóttir, Steinunn Guð-
mundsdóttir, Svanborg Jónsdóttir,
Þorbjörg Jóhannsdóttir, Þóra
Jónsdóttir, Þórhildur Albertsdótt-
ir, Þórunn Sighvats, Unnsteinn
Jónsson, Ögmundur Gunnarsson.
KHÍ var stofnaður með lögum
frá Alþingi og tók þá við af
Kennaraháskóla íslands. Frá KHÍ
hefur nú alls útskrifast 161
kennari með B.Ed.-próf, 7 árið
1974, 21 árið 1975, 14 árið 1976, 45
árið 1977 og 74 árið 1978.
I KHI eru nú 372 nemendur við
almennt kennaranám. Þar af eru
132 á 1. ári, 156 á 2. ári og 84 á 3.
ári. Auk þess eru 32 hjúkrunar-
fræðingar við kennslunám í hjúkr-
unarfræðum.