Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 25 arnir bitu vel frá sínum fyrsta leik hlutu cldskírn sína í deildinni í fyrsta leik mótsins er þeir léku á móti r bæru mikla virðingu íyrir mótherjum sínum heldur þvert á móti voru þeir ían af fyrri hálfleiknum leiddi HK leikinn. Leikur HK og Víkings var pi vel leikinn. Fjórum leikmönnum var vísað af leikvelli og þjálfara HK var •ðbragð við dómara leiksins. K í traustir að vanda og létu mikinn hamagang lítil áhrif hafa á sig. Viggó Sigurðsson varð fyrir því óhappi að nefbrotna í fyrri hálf- leik og gat því lítið leikið með í síðari hálfleiknum. Lið HK kom ágætlega frá leiknum, þeir leika léttan og frísklegan handknattleik, en skortir auðsjáanlega meiri leik- reynslu. Hættu þeir sér út í of mikinn hraða og reyndu of oft ótímabær skot sem gáfu Víkingum kost á hraðaupphlaupum. Lið þeirra var frekar jafnt í þessum leik, þó var Hilmar Sigurgíslason áberandi fyrir dugn- að í leiknum og skoraði hann einnig falleg mörk. Þá er Einar ist, n í vil. og og íar im. [K. am inn kja nið um Og iim íeð Jm í á Þorvarðarson athyglisverður markvörður, hann varði vel í fyrri hálfleiknum en datt svo niður er líða tók á leikinn. HK-menn mega vel við una eftir þennan fyrsta leik sinn, þeir eiga vafalaust eftir að spjara sig vel í vetur í deildinni. í STUTTU MÁLI, íslandsmótið 1. deild. iþróttahúsið Varmá. Mosfellssveit. 21. oktúber. Ilh VíkiiiKiir, 20.25(9.11). Mbrk HK. Björn Blöndal 5. Stefán Halldórsson 4. Ililmar Sigurgfslason 4. Ragnar ólafsson 4. Kristinn Olafsson 2. Karl Jóhannsson 1. Mó'rk V íkiiiKs, Sigurður Gunnarsson 5. Páll Björgvinsson 4. Viggó Sigurðsson 3. Árni Indriðason 3. Erlendur Hermannsson 3. Ólafur Jónsson 3. Skarphéðinn Óskarsson 2. Steinar Birgisson 2. Brottvísanir af velli. Björn Blöndal HK í 2 mi'n.. Hilmar Sigurgfslason HK í 2 mín.. Skarphéðinn óskarsson Víkingi 2 mín. og Steinar Birgisson Vfkingi i 2 mín. Misheppnuð vftakbst. Árni Indriðason skaut í þverslá á 3. mi'nútu. Kristján Siirmundsson varði vítakast frá Ragnari ólafssyni á 1. mínútu. <>k Einar Þorvarðar son varði vítakast frá Gunnari Gunnarssyni á 60. mínútu. Dómarar. Valur Benediktsson ogKristján Örn Ingibergsson. Dæmdu þeir leikinn þokkaiega. en þó brá fyrir ónákvæmni. sérstaklega í sfðari hálfleiknum. ÞR. isiandsmútlð 1. delld um son og ar- rni • Bjbrn Blöndal sendir boltann yfir vörn Víkings í leiknum. Ólafur Jónsson og Steinar Birgisson eru til varnar. Ljósm. RAX. Stórsigur FH FH-INGAR unnu yfirburðasigur yfir ÍR í 1. deild karla í Hafnarfirði ó laugardaginn, 20:12. Ekki var sigur FH jafn sannfærandi og tölurnar gefa til kynna, Því á síðustu sex mínútum leiksins skoraði FH 6 mörk gegn einu og breytti stöðunni úr 14:11 í 20:12. En pað fór ekki milli mála aö FH-ingar voru betra liðið í Þessum heldur slaka leik. Framan af fyrri hálfleik virtist stefna í stórsigur FH því eftir 24 mínútur var staðan orðin 7:2 FH í hag. En þá komust ÍR-ingar ígang og breyttu stöðunni í 7:5 og síðan 8:7 en í hálfleik var staöan 9f7 FH í vll. Seinni hálfleikurinn var ákaflega slakur og gekk liðunum mjög illa að skora. Undir lokin leystist leikurinn upp í hreina leikleysu og FH-ingarnir skoruðu hvert markið eftir annað á mjög svo ódýran hétt og tryggöu sér pannig yfirburöastööu. Bæði FH og ÍR tefla fram breyttum liðum frá í fyrra. í FH-liðið vantar nú Þórarinnn Ragnarsson, sem er hættur, Janus Guðlaugsson sem óvíst hvort leikur meö FH í vetur, Júíus Pálsson, sem genginn er í Hauka og einnig vantaöi Viðar Símonarson að þessu sinni. FH tefldi nú fram þeim bræörum Sæmundi og Gils sterka Stefánsson- um og en þeir voru lítið með í fyrra og að auki þremur nýliðum. FH er því óskrifaö blað enn sem komiö er. Miðað viö frammistöðuna í þessum leik má ekki búast viö of miklu af liðinu í vetur en FH-ingar eru frægir fyrir seiglu og margt óvæntara gæti gerst en það að FH blandaöi sér enn einu sinni í toppbaráttuna. í þessum leik var Magnús Ólafsson mark- vörður og nýjasti brandarakarl sjón- varpsins í sérflokki. Hann varði eins og berserkur allan leikinn. Þeir Sæmundur og Guðmundur Magnús- son áttu einnig góðan leik en af nýliðunum kom Kristjan Arason bezt út. Óvenjulítið bar á Geir Hallsteins- syni aö þessu sinni. Að öllu óbreyttu bíður fallbarátta liðs ÍR. Nokkrir af máttarstópum liðsins í gegnum árin eru ekki lengur með, svo sem Ásgeir Elíasson, Vilhjálmur Sigurgeirsson og Sigurður Svavarsson, en hann mun væntan- lega verða með seinna í vetur. Skyttuleysi háir mjög ÍR-ingum og spil þeirra er einnig og einhæft. Bezti maður liösins var Jens Einarsson markvörður, en hann á sjaldan slaka leiki. Bræðurnir Gunnar og Bjarni Gunnarssynir dæmdu og í heildina sluppu þeir allvel frá leiknun. í STUTTU MÁLI. Islandsmótið 1. deild íþróttahúsið Hafnarfirði 21. október, FH- ÍR 20.12 (9.7). Mórk FII. Kristján Arason 5 (1 v). Geir Hallsteinsson 5 (3 v). Guðmundur Magnús son 3. Sæmundur Stcfánsson 3. Hans Guðmundsson 2. Guðmundur Árni Stefáns- son 1 <>k Hafsteinn Sv. Pétursson 1 mark. Mörk Ilí, Guðjón Marteinsson 5. Ársæll Hafsteinsson 2. Hrynjólfur Markússon 2 (2 v). Guðmundur Þórðarson 1, Jóhann Iiikí Gunnarsson 1 og Bjarni Hákonarson 1 mark. Misheppnuð vítaköst. Sverrir Kristins- sson varði víti Brynjólfs Markússonar í f.h. ok Bjarni Hákonarson skaut í stönK úr vítakasti í s.h. Jens Einarsson varði víti Geirs Ilallsteinssonar í s.h. Brottrekstur af velli. Guðmundur Árni. Gils Stefánsson. ValKarður Valgarðsson. allir FH. ok Bjarni Hákonarson. ÍR. reknir íitaf i' 2 mínútur hver. — SS. • Hörður Harðarson átti mestan þátt f sigri Hatika gegn Fram. Hér lyftir hann sér glæsilega yfir vörn Fram og skorar eitt af 9 mörkum sínuni í leiknum. Mynd> Emilía. Sóknarhandbolti í algleymingi - SÓKNARLEGA séð var þessi leikur stórskemmtilegur á að horfa, bæði liðin beittu skemmti- legum sóknarfléttum og mörg gullfalleg mörk voru skoruð. Hins vegar var varnarleikurinn ekki eins góður né heldur mark- varslan. — Þetta hafði landsliðs- þjálfarinn Jóhann Ingi Gunnars- son að segja um leik Fram og Hauka í Laugardalshöllinni á laugardaginn, en þar sigruðu Haukar Reykjavfkurliðið með 26—25 í hörkufjörugum og oft hörðum leik. Staðan í hálfleik var 14-13 Haukumívil. Framan af skiptust liðin á um forystuna, en aldrei skildu þau að fleiri mörk en þrjú, en þá stóð 11—8 og 12-9 fyrir Hauka. Það stefndi allt í tveggja marka forystu í leikhléi, Haukum í hag, en Sigurbergi tókst að minnka muninn í eitt mark með stórkost- legu marki úr horninu. Framarar jöfnuðu strax í síðari hálfleik og var síðan jafnræði allt upp í 17—17, en þá skoruðu Haukar þrjú mörk í röð og gerðu út um leikinn. Framarar slepptu Haukum þó ekki lengra frá sér og á síðustu 2 mínútunum skoruðu þeir tvívegis, þannig að Haukar stóðu uppi sigurvegarar með einu marki. Eins og markatalan gefur til kynna, var varnarleikur ekki í hávegum hafður í leik þessum og ef á heildina er litið var mark- varslan einnig slök. Þó áttu markverðirnir einnig sín augna- blik. Hjá Haukum vakti nýi maðurinn, Hörður Harðarson, verðskuldaða athygli fyrir kraft sinn í sókninni. Skoraði Hörður 9 mörk á hinn fjölbreytilegasta hátt, mörg með glæsilegum bombuskot- um. Frekar lítið bar á nafna hans, Herði Sigmarssyni, en hann var þó að vanda drjúgur að skora. Þá voru Andrés og Árni Hermanns- son atkvæðamiklir á köflum. Hjá Fram byrjaði Atli nokkur Hilmarsson á því að skora hvert markið öðru glæsilegra með upp- stökkum og þrumuskotum. Er leið á, gerðist hann frekar óheppinn í skotum sínum, en eigi að síður er þar á ferðinni leikmaður sem tilvonandi mótherjar Framara gerðu vel að fylgjast náið með. Gústaf Björnsson, Birgir Jóhannesson og Sigurbergur Sig- steinsson glöddu einnig augað með mörgum fallegum mörkum, sér- staklega einu sem Birgir skoraði í síðari hálfleik, átjánda mark Framara, þegar hann skoraði úr hægra horninu. Markinu er ekki hægt að lýsa og því verður það látið ógert. í STUTTU MÁLI. I.auirardalshöll. 1. deild 21. október, Fram-Haukar 25-26 (13-14). Brottrekstrar af lefkvelli. Gústaf lijörns- son, Fram. 2x2 mfn. og Árni Sverrisson og Jíilíus I'álsson. ilaukum. I'ótur Jóhannsson <>K Kristján Unnarsson Fram, 2 mi'nútur hver. Misnotuð vftaköst. Einar BirKÍsson varði vfti Harðar Harðarsonar. Mb'rk Fram. Gústaf Björnsson 8 (4 víti). Atli 7, Birgir 4, Sigurbergur og Pétur 2 hver, Erlendur og hrist ján eitt hvor. Mörk Hauka. Hb'rður Ilarðason 9 (2 vfti), Hörður SÍKmarsson 6 (2 vfti) Árni Her mannsson og Andrés Kristjánsson 4 hvor, bórir, Sigurður og Árni Sverrisson eitt hver. - gg HK: Einar Þorvaröarson 3, Vígnir Baldursson 1, Kristinn Ólafsson 2, Gissur Kristinsson 1, Hilmar Sigurgíslason 3, Karl Jóhannsson 1, Ragnar Ólafsson 2, Erling Sigurðsson 1, Stefán Halldórsson 2, Björn Blöndal 2, Friðjón Jónsson 1, Kolbeinn Andrésson 2. VÍKINGUR: Kristján Sigmundsson 2, Magnús Guöfinnsson 1, Steinar Birgisson 2, Olafur Jónsson 2, Skarphéðinn Óskarsson 3, Sigurður Gunnarsson 2, Páll Björgvinsson 3, Erlendur Hermannsson 2, Árni Indriðason 3, Viggó Sigurðsson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Eggert Guðmundsson 1. FH: Sverrir Kristinsson 1, Gils Stefansson 2, Saemundur Stefánsson 3, Valgarður Valgarðsson 1, Hafsteinn Sv. Pétursson 1, Guðmundur Árni 2, Kristján Arason 2, Tómas Erling Hansson 1, Hans Guömundsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Guðmundur Magnússon 3, Magnús Ólafsson 4. ÍR: Jens Einarsson 3, Bjarni Hókonarson 2, Siguröur Gíslason 2, Olafur Tómasson 2, Steinn Öfjörð 1, Guðmundur Þórðarson 1, Bjarni Bessason 1, Ársæll Hafsteinsson 2, Jóhann Ingi Gunnarsson 1, Guðjón Marteinsson 2, Ingimundur Guömundsson 1. FRAM: Gissur Agústsson 2, Einar Birgisson 1, Bkgir Jóhannesson 3, Björn Eiríksson 1, Theodór Guðfinnsson 1, Hjörtur Þorgilsson 1, Gústaf Björnsson 3, Sigurbergur Sigsteinsson 3, Pétur Jóhannesson 2, Atli Hilmarsson 3, Erlendur Davíðsson 2, Kristján Unnarsson 2. HAUKAR: Gunnlaugur Gunnlaugsson 2, Ólafur Guðjónsson 2, Ingimar Haraldsson 1, Hörður Harðarson 4, Hörður Sigmarsson 3,Árni Hermannsson 3, Þórir Gíslason 1, Sigurður Aðalsteinsson 2, Pálmi Jónsson 1, Andrés Kristjánsson 3, Júlíus Pólsson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.