Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 21 • Valsmenn veifa til áhorfenda eftir að hafa tryggt sér rétt til þátttöku í annarri umferð Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik með 14-12 sigri sínum yfir Refstad. (Sjá bls 24.) Stef án skoraði f yrsta mark íslandsmótsins Gerpla i nýjum sal íþróttafélagið Gerpla í Kópavogi tók um helgina í notkun nýjan íþróttasal á Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Salurinn sem áður var vélaverkstæði er 32,4 metrar á lengd og 19 metrar á breidd. Loíthæð er 6.60 metrar. Tómas Guðmundsson iormaður félagsins stýrði framkvæmd verksins, en allt var það unnið í sjálfboðavinnu. Margir félagar unnu yfir 100 tíma í sumar og haust og nokkrir yfir 200 tíma. íþróttahús Gerplu var tekið til bráðabirgðanotkunar 1. október síðastliðinn og er húsið nú notað 4 95 klst. í viku hverri. Kópavogsbær nýtir húsið til leikfimikennslu frá kl. 8.00 á morgnana til klukkan 16.00 á daginn. Eftir það eru hinar ýmsu deildir Gerplu í salnum. júdódeild, fimleikadeild, borðtennisdeild og badmintondeild. Sá innréttingarkostnaður sem þegar hefur verið greiddur nemur 16 milljónum, þar af nema framlög félagsmanna 5 milljónum, lánsfé frá bönkum 8,5 milljónum og peningar úr rekstri félagsins 2,5 milljónum. Þessar fjárupphæðir hefðu lfklega verið margfaldar ef orðið hefði að kaupa allt vinnuaf 1. ~ gg- % Fertugasta íslandsmótið f handknattieik hófst á laugar- daginn. Sigurður Jónsson, for- maður HSI, setti mótið form- lega áður en leikur HK og Víkings hófst en hann var leikinn að Varmá í Mosfells- sveit, sem verður heimavöllur HK. I setningarræðu sinni óskaði Sigurður Mosfellingum til ham- ingju með hið glæsilega íþrótta- hús og sagði að fleiri byggðarlög mættu fylgja fordæmi þeirra með því að byggja íþróttahús sem hefðu löglega keppnisvelli. Þá þakkaði formaðurinn Ólafi A. Jónssyni, formanni móta- nefndar, það mikla starf sem hann hefði lagt af mörkum með vinnu sinni við niðurröðun leikja í mótinu. Að loknu setningarávarpi Sigurðar hófst leikurinn. Það var Stefán Halldórsson HK, sem skoraði fyrsta mark mótsins. Einar Þorvarðarson markvörð- ur HK varð fyrstur til að verja vítakast. Árni Indriðason, Víkingi fyrstur til að misnota vítakast með því að skjóta í stöngina, og Hilmar Sigurgísla- son varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að verða rekinn af velli fyrstur allra í 2 mín. Sjá nánar um leiki helgarinnar á bls 25. Þr. Gulldrenginn kalla Svíar Teit Þórðarson, sem fyrstur útlendinga varð sænskur meistari í knattspyrnu. í næstu opnu er viðtal við Teit, sem Helgi Daníelsson tók nýlega er hann heimsótti Teit' og fjölskyldu. Hér er Teitur ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Dóru Olafsdóttur. Ljósm. II<lKi Daníelsson. Fylkir gegn Valsmönn- um Tveir leikir fara fram í íslandsmótinu í hand- knattleik í kvöld, báðir í Laugardalshöll. Klukkan 20.00 hefst leikur Fylkis og Þróttar í 2. deild kvenna. Síðari leikur kvöldsins, sem hefst upp úr klukkan 21.00, er leik- ur Fylkis og Vals í 1. deild karla. Varla verður sagt, að Fylkir fái létta mót- herja í sínum fyrsta leik í 1. deild, en reikna má með því að Fylkismenn selji sig eins dýrt og þeir komast upp með. Æfingar á fjaðurbretti sýndar við opnun hins nýja fþrðttasalar Gerplu í Kópavogi. I.jósm. Mbli — iík. Rochdale vildi Pétur, Q en hafði ekki efni á T AT No 92 farinu til Englands FYRIR nokkrum árum var Mike Ferguson þjálfari Skaga- manna. Nú er hann frani- kvæmdastjóri hjá Rochdale, sem leikur í 4. deild ensku knattspyrnunnar. Þar hefur Ferguson vcrið í eitt ár og hann hefur þann vafasama heiður að stjórna liðinu, sem nær allan þann tíma hefur verið neðst í deildinni. Liðinu, sem virðist dæmt til að vera númer 92, en 92 lið leika í deildunum fjórum. Að vfsu tókst liði hans að komast upp í 91. sæti á tímabili í fyrra, en það stóð aðeins í 2 vikur. I viðtali við enska blaðið Sunday People segir Ferguson frá ýmsu í starfi sínu sem framkvæmdastjóri. Meðal ann- ars greinir hann frá fjárhags- erfiðleikum félagsins. Þar segir m.a.: „Ferguson var þjálfari á íslandi fyrir tveimur árum og þar uppgötvaði hann og fóstr- aði ungan pilt, sem heitir Pétur Pétursson. Hann reyndi að fá hann til Rochdale. — Strákur- inn vildi koma og það eina sem þetta hefði kostað okkur var flugfarið, 146 pund (um 90 þúsund krónur). En félagið hafði ekki efni á að leggja út fyrir flugfarinu. Þannig fór um þann draum okkar. Viku síðar, eftir að Pétur hafði átt stórleik fyrir Island á móti A-Þýzkalandi, var hann kominn á mála hjá hollenska stórliðinu Feyenoord. — Hann á eftir að verða knattspyrnu- maður Evrópu ínnan nokkurra ára — og hann gat orðið okkar, segir Ferguson." Þannig segir í Sunday People, en greininni lýkur svo á því að sagt er að stjórn félagsins hafi ákveðið nýlega að veita framkvæmdastjóranum 10 þúsund pund til kaupa á nýjum leikmanni. Ferguson gerði tilboð í Bryan Hamilton, írskan landsliðsmann hjá Mill- wall, en ekkert varð af samn- ingum. Þá ræddi Ferguson við Bobby Charlton og fór fram á að kappinn kunni léki nokkra leiki með Rochdale til að laða áhorfendur að leikjum liðsins. Því var einnig hafnað. Samt sem áður var Ferguson ánægð- ur. — I nokkra daga var ég eins og raunverulegur fram- kvæmdastjóri, segir hann í viðtalinu. Þess má geta að Pétur Pétursson sagði í spjalli við Mbl. á sunnudaginn, að hann hefði meiðst á annarri æfingu sinni hjá Feyenoord, og ekkert æft síðan. En hann væri nú óðum að ná sér og byggist við að geta hafið æfingar að nýju í þessari viku. Pétur kvaðst kunna vel við sig hjá Feyenoord og sér heyrðist á mönnum að hann fengi tækifæri til að leika með aðalliði Feyenoord strax og hann væri kominn í góða æfingu. SS/áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.