Morgunblaðið - 24.10.1978, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978
21
^ umferð Evrópukeppni meistaraliða
S Refstad. (Sjá bls 24.)
Valsmenn veifa til áhorfenda eftir að hafa tryggt sér rétt til þátttöku í annarri
í handknattleik með 14-12 sigri sínum yfir
^Stefán skoraði fyrsta
imark íslandsmótsins
i
Fertugasta íslandsmótið í
handknattleik hófst á laugar-
daginn. Sigurður Jónsson. for-
maður HSI, setti mótið form-
lega áður en leikur HK og
Víkings hófst en hann var
ieikinn að Varmá í Mosfells-
sveit, sem verður heimavöllur
HK.
I setningarræðu sinni óskaði
Sigurður Mosfellingum til ham-
ingju með hið glæsilega íþrótta-
hús og sagði að fleiri byggðarlög
mættu fylgja fordæmi þeirra
með því að byggja íþróttahús
sem hefðu löglega keppnisvelli.
Þá þakkaði formaðurinn Ólafi
A. Jónssyni, formanni móta-
nefndar, það mikla starf sem
hann hefði lagt af mörkum með
vinnu sinni við niðurröðun
leikja í mótinu.
Að loknu setningarávarpi
Sigurðar hófst leikurinn. Það
var Stefán Halldórsson HK, sem
skoraði fyrsta mark mótsins.
Einar Þorvarðarson markvörð-
ur HK varð fyrstur til að verja
vítakast. Árni Indriðason,
Víkingi fyrstur til að misnota
vítakast með því að skjóta í
stöngina, og Hilmar Sigurgísla-
son varð þess vafasama heiðurs
aðnjótandi að verða rekinn af
velli fyrstur allra í 2 mín. Sjá
nánar um leiki helgarinnar á bls
25.
Þr.
V Gulldrenginn kalla Svíar Teit Þórðarson, sem fyrstur útlendinga
___X----1____ .i .' IrnnHonimiH f noxcin nnnn or víAtal víA
s
varð sænskur meistari í knattspyrnu. í næstu opnu er viðtal yið
Teit, sem Helgi Daníelsson tók nýlega er hann heimsótti Teit og
fjölskyldu. Hér er Teitur ásamt eiginkonu sinni Asdísi Dóru
Olafsdóttur. Ljósm. Helgi Daníelsson.
Fylkir gegn
Valsmönn-
um
Tveir leikir fara fram í
íslandsmótinu í hand-
knattleik í kvöld, báðir í
Laugardalshöll. Klukkan
20.00 hefst leikur Fylkis
og Þróttar í 2. deild
kvenna. Síðari leikur
kvöldsins, sem hefst upp
úr klukkan 21.00, er leik-
ur Fylkis og Vals í 1. deild
karla. Varla verður sagt,
að Fylkir fái létta mót-
herja í sínum fyrsta leik í
1. deild, en reikna má með
því að Fylkismenn selji
sig eins dýrt og þeir
komast upp með.
| Rochdale vildi Pétur,
§ en hafði ekki efni á
| farinu til Englands
FYRIR nokkrum árum var
Mike Ferguson þjálfari Skaga-
manna. Nú er hann franv
kvæmdastjóri hjá Rochdale,
sem leikur í 4. deild ensku
knattspyrnunnar. Þar hefur
Ferguson vcrið í eitt ár og
hann hefur þann vafasama
heiður að stjórna liðinu, sem
nær allan þann tíma hefur
verið neðst í deildinni. Liðinu,
sem virðist dæmt til að vera
númer 92, en 92 lið leika í
deildunum fjórum. Að vísu
tókst liði hans að komast upp í
91. sæti á timabili í fyrra, en
það stóð aðeins í 2 vikur.
I viðtali við enska blaðið
Sunday People segir Ferguson
frá ýmsu í starfi sínu sem
framkvæmdastjóri. Meðal ann-
ars greinir hann frá fjárhags-
erfiðleikum félagsins. Þar segir
m.a.:
„Ferguson var þjálfari á
íslandi fyrir tveimur árum og
þar uppgötvaði hann og fóstr-
aði ungan pilt, sem heitir Pétur
Pétursson. Hann reyndi að fá
hann til Rochdale. — Strákur-
inn vildi koma og það eina sem
þetta hefði kostað okkur var
flugfarið, 146 pund (um 90
þúsund krónur). En félagið
hafði ekki efni á að leggja út
fyrir flugfarinu. Þannig fór um
þann draum okkar.
Viku síðar, eftir að Pétur
hafði átt stórleik fyrir ísland á
móti A-Þýzkalandi, var hann
kominn á mála hjá hollenska
stórliðinu Feyenoord. — Hann
Gerplaí
nýjum sal
(þróttafélagið Gerpla í Kópavogi tók um helgina í notkun
nýjan íþróttasal á Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Salurinn sem áður
var vélaverkstæði er 32,4 metrar á lengd og 19 metrar á breidd.
Lofthæð er 6.60 metrar. Tómas Guðmundsson formaður félagsins
stýrði framkvæmd verksins, en allt var það unnið í
sjálfboðavinnu. Margir félagar unnu yfir 100 tíma í sumar og
haust og nokkrir yfir 200 tíma. íþróttahús Gerplu var tekið til
bráðabirgðanotkunar 1. október síðastliðinn og er húsið nú notað
4 95 klst. í viku hverri. Kópavogsbær nýtir húsið til
leikfimikennslu frá kl. 8.00 á morgnana til klukkan 16.00 á
daginn. Eftir það eru hinar ýmsu deildir Gerplu í salnum.
júdódeild, fimleikadeild, borðtennisdeild og badmintondeild. Sá
innréttingarkostnaður sem þegar hefur verið greiddur nemur 16
milljónum. þar af nema framlög félagsmanna 5 milljónum. lánsfé
frá bönkum 8,5 milljónum og peningar úr rekstri félagsins 2,5
milljónum. Þessar fjárupphæðir hefðu líklega verið margfaldar
ef orðið hefði að
ÆíinKar á (jaðurbretti sýndar við opnun
hins nýja iþróttasalar Gerplu í Kópavogi.
Ljósm. Mbl« — srg.
á eftir að verða knattspyrnu-
maður Evrópu innan nokkurra
ára — og hann gat orðið okkar,
segir Ferguson."
Þanmg segir í Sunday
People, en greininni lýkur svo á
því að sagt er að stjórn
félagsins hafi ákveðið nýlega að
veita framkvæmdastjóranum
10 þúsund pund til kaupa á
nýjum leikmanni. Ferguson
gerði tilboð í Bryan Hamilton,
írskan landsliðsmann hjá Mill-
wall, en ekkert varð af samn-
ingum. Þá ræddi Ferguson við
Bobby Charlton og fór fram á
að kappinn kunni léki nokkra
leiki með Rochdale til að laða
áhorfendur að leikjum liðsins.
Því var einnig hafnað. Samt
sem áður var Ferguson ánægð-
ur. — I nokkra daga var ég eins
og raunverulegur fram-
kvæmdastjóri, segir hann í
viðtalinu.
Þess má geta að Pétur
Pétursson sagði í spjalli við
Mbl. á sunnudaginn, að hann
hefði meiðst á annarri æfingu
sinni hjá Feyenoord, og ekkert
æft síðan. En hann væri nú
óðum að ná sér og byggist við
að geta hafið æfingar að nýju í
þessari viku.
Pétur kvaðst kunna vel við
sig hjá Feyenoord og sér
heyrðist á mönnum að hann
fengi tækifæri til að leika með
aðalliði Fe.venoord strax og
hann væri kominn í góða
æfingu.
SS/áij.