Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTOBER 1978 11 Frá bændafundi á Jökuldal um riðuveiki: Aríðandi að tekið sé strax eft- ir óvenjulegri hegðun fíárins hana og því væri lagt til að lógað yrði fé á bæ þeim sem hún hefði komið upp á. Haukur Jörundsson, fulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu, sat einnig fund þennan og greindi hanri frá því, að landbúnaðarráð- herra hefði þegar athugað tillögur Sauðfjársjúkdómanefndar og ásamt fjármálaráðherra myndi hann athuga með útvegun fjár til þess að greiða bætur og kvað hann gagnlegt að heyra álit manna á fundinum um öll þessi mál. Jón Pétursson héraðsdýralæknir sagði einnig frá reynslu sinni og þekkingu af riðu og urðu síðan almennar umræður þar sem bænd- ur spurðu ýmissa atriða um sjúkdóminn og varnir gegn honum sem þeir Jón Pétursson og Sigurð- ur Sigurðsson svöruðu. í þeim umræðum kom m.a. fram, að niðurskurðarleiðin hefði gefizt illa þegar hún hefði verið reynd, en þá hefði þess e.t.v. ekki verið gætt að hafa félaust nema í eitt ár, en þyrfti að vera tvö og t.d. hefði verið skorið niður fé á öðrum bæ þar sem um tvíbýli hefði verið að ræða, en hinu hlíft og því hefði henni e.t.v. skotið upp aftur. Jón Pétursson sagði það áríð- andi að bændur létu strax vita ef vart yrði afbrigðilegrar hegðunar fjár síns, því annars væri niður- skurður á Brú unnin fyrir gýg og til lítils að skera niður fé á einum bæ ef hún væri e.t.v. á þeim næsta. Kvað Jón það vera sitt álit að koma ætti til niðurskurðarins og ganga á þann hátt til verksins að sem minnst væri hætta á að veikinni skyti upp að nýju. Sigurður Sigurðsson sagði að nauðsynlegt væri fyrir menn að vera með opinn huga og ganga fúsir til samstarfs. Kvað hann einnig nauðsynlegt að koma á skoðun og gæti hún verið fram- kvæmd í samstarfi dýralæknis og sveitarstjórna. Spurt var hvort menn gætu borið smit milli bæja og kvað Sigurður ekki mikið vitað um það, ennþá mætti telja hugsanlegt að þeir sem mikið handlékju sjúkt fé gætu borið veikina á milli og kvað nauðsynlegt að sýna varkárni einkum t.d. hvað varðaði fóta- búnað. Eftir þessar umræður, sem stóðu yfir fram eftir kvöldi, var gert fundarhlé og síðan borin upp eftirfarandi tillaga og rædd og samþykkt: 1) Fundur bænda að Skjöldólfs- stöðum á Jökuidal lýsir sig hlynnt- an niðurskurði fjár á bænum Brú strax í haust enda komi ekki í ljós riðuveiki á öðrum bæjum á svæðinu. 2) Settar verði varnarlínur við Jökulsá á Dal og Lagarfljót og varnarlínan við Jökulsá á Fjöllum gerð örugg. 3) Þar sem niðurskurður á fé á einum bænum er mjög viðkvæm aðgerð og mjög óvíst um árangur er það ótvíræð-krafa fundarins að þessari aðgerð verði fylgt vel eftir með nákvæmu eftirliti og stöðugri skoðun á fé í öllum hreppum í varnarhólfinu milli Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Dal. Einnig verði fylgst náið með fé í Hrafn- kelsdal. 4) Fundurinn væntir þess að þessar aðgerðir verði framkvæmd- Á bændafundinum töluðu þeir (f.h.) Jón Pétursson héraðsdýralæknir, Sigurður Sigurðsson dýralæknir og Kjartan Blöndal framkvæmdastjóri ar nú þegar því með þyí eru mestar Sauðfjársjúkdómanefndar og við borðsendann situr fundarritari. Ljósm. Kristján. líkur á að árangur náist. ^Ekki er ráð nema i tíma sé tekið Fyrirhyggjuleysi getur leitt til þess, að sumum verði nauðugur einn kostur að halda útiskemmtanir í vetur. Látið ekki til þess koma. Við höfum 10—180 manna sali fyrir hvers konar mannfundi: Árshátíðir, veizlur, spilakvöld, jólatrésskemmtanir, þorrablót, ráðstefnur, félags-og stjórnarfundi o. fl. Sjáum um hvers konar veitingar, mat og drykk. Dansgólf og bar. DRAGIÐ EKKI AÐ PANTA. SÍMI 82200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.