Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÓKTÓBER 1978 • Njarðvíkingar höíðu ekki mikið að gera í KRinga nú um helgina, en Vesturbæjarliðið sigraði með 19 stiga mun. John Hudson átti stóran þátt í þessum sigri og þótt hann léki nánast einhentur meirihluta leiksins skoraði hann mikið og hirti f jblda írákasta. Hér sést hann hirða eitt þeirra, en þeir Einar Bollason KR og Geir Þorsteinsson UMFN komast vart í hálfkvisti við hann. (ljósm. gíg). ÍR-ingar í sókn Á LAUGARDAG léku í íþróttahúsi Hagaskólans ÍR og Valur. Höfðu flestir vænst þess að hér yrði um jafna viðureign að ræða, en sú varð ekki raunin. ÍR-ingar náðu forystu í upphafi leiksins og f engu Valsmenn aldrei rönd við reist. Leiknum lyktaði með sigri ÍR-inga, 102-79, en í hálf leik var staðan 42-30 þeim í vil. Sem fyrr segir tóku ÍR-ingar forystuna strax í byrjun leiksins. Virtist sem elja þeirra og ákveðni kæmi Valsmönnum í opna skjöldu. Var staöan fljótlega orðin 20-10 ÍR í hag og hélst þessi munur til loka hálfleiksins. Um miðjan síðari hálfleikinn dró heldur saman með liðunum, en ÍR-ingar gáfu sig þó hvergi og góður endasprettur tryggöi þeim ágætan sigur, 102-79. Mikil breyting hefur orðið á ÍR-liðinu til hins betra frá því er Reykjavíkurmótinu lauk. Veldur þar án efa mestu koma Kristins Jörundssonar í liðið. Dugnaður hans og ósérhlífni eru ávallt eftirtektarverð og drífa félaga hans áfram. Paul Stewart átti skínandi leik að þessu sinni, og fer vart á milli mála, að starf hans sem þjálfara er þegar farið að skila árangri. Sérstaka athygli mína vöktu hraðaupphlaup ÍR- inga og gekk Valsmönnum afar illa að stemma stigu við þeim. Stewart þessi er ekki fyrirferðar- mikill á leikvelli, en gerir það sem hann ætlar sér, og gerir það vel. Kolbeinn Kristinsson lék einnig vel á laugardag og raunar eiga allir leikmenn ÍR-liðsins hrós skilið fyrir þennan leik. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu, var Tim Dwyer, þjálfari þeirra Valsmanna, í leik- banni í þessum leik. Kom mér það nokkuð á óvart, hversu mikið fjarvera hans virtist veikja liðið, því Valsmenn haf-a fyrr í vetur sýnt, að þeim eru ekki allar bjargir bannaðar, þótt Tim sé ekki með í leiknum. Virtust Valsmenn held-ur áhugalitlir á laugardag, létu mótlætið hleypa sér nokkuð upp og kann slíkt aldrei góðri lukku að stýra. Þess ber þó að geta, að hittni Valsmanna á laugardag var afleit. Var þar sama hver átti í hlut, jafnvel stórskyttur eins og Þórir Magnússon brugðust. Þrátt fyrir tvö töp Valsara á þremur dögum er ég þó ekki í nokkrum minrista vafa um, að þeir verði meðal efstu liða í vetur, og að erfiðleikar þeirra nú séu aðeins tímabundnir. Stigin fyrir ÍR: Stewart 36, Kristinn Jörundsson 25, Erlendur Markússon 12, Kolbeinn Kristins- son 11, Jón Jörundsson 10, Kristj- án Sigurðsson og Stefán Kristj- ánsson 4 hvor. Stigin fyrir Val: Þórir Magnús- son 23, og voru fæst þeirra úr langskotum, Kristján Agústsson 16, Jóhannes Magnússon 14, Rík- harður Hrafnkelsson 10, Haf- steinn Hafsteinsson 8, Torfi Magn- ússon 4, Lárus Hólm og Sigurður Hjörleifsson 2 hvor. Ágætir dómarar þessa leiks voru þeir Guðbrandur Sigurðsson og Ingi Gunnarsson. GI KR-ingar ósigraðir „Við unnum þennan leik fyrst og fremst á baráttu og aftur baráttu, jafnt í vörn sem í sókn," sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari KR-inga eftir að lið hans hafði unnið góðan sigur á liði UMFN í Úrvalsdeildinni. Að loknum sex leikjum í Úrvalsdeild eru KR-ingar einir ósigraðir og verður ekki annað sagt, en að þessi ágæta byrjun þeirra lofi góðu um framhaldið. Leiknum lauk með 19 stiga sigri þeirra, 99—80, en í hálfleik var staðan 48-31 þeimívil. Andrúmsloftið í Hagaskólanum var rafmagnað af spennu í þann mund sem leikurinn var að hefj- ast. Áhorfendabekkirnir þéttsetn- ir og mátti vart greina hvorir létu hærra, Suðurnesjamenn eða Reyk- víkingar. Bandaríkjamaðurinn í liði UMFN, Ted Bee, skoraði fyrstu körfu leiksins en KR-ingar svör- uðu fljótt fyrir sig. Að sjö mínútum liðnum var staðan orðin 22—8 KR í hag, mest vegna stórgóðs leiks Jóns Sigurðssonar. Var það fyrst og fremst þessi ágæti leikkafli KR-inga sem skipti sköpum í leiknum. Er skemmst frá því að segja, að Njarðvíkingar náðu aldrei að vinna upp þennan mun, þrátt fyrir ágætan leik þeirra í seinni hálfleik. Um miðjan fyrri hálfleik meiddist John Hud- son á hendi og bjuggust nú flestir við að leikurinn myndi jafnast nokkuð, því meiðslin háðu Hudson greinilega talsvert. En það kom ekki í veg fyrir að KR-ingar höfðu örugga forystu í leikhléi, 48—31. Njarðvíkingar skoruðu sex fyrstu stig síðari hálfleiksins og var nú miklu meiri hraði í leik þeirra. Jón Sigurðsson fékk sína fjórðu villu í upphafi hálfleiksins, svo nú gat allt gerst. En KR-ingar gáfu hvergi höggstaö á sér og munurinn á liðunum varð aldrei minni en 8 stig, en leiknum lauk eins og áður segir með sigri KR, 99—80. Leikskipulag Njarðvíkinga í fyrri hálfleik vakti furðu mína. Reyndu þeir mjög að halda niðri hraðanum í leiknum, en við það varð leikur þeirra allur hinn vandræðalegasti. í síðari hálfleik léku þeir mun hraðar og- fengu leikmenn þá betur notið sín. Er ekki gott að segja hvernig farið hefði, ef þeir hefðu leikið allan tímann eins og þeir léku síðari hálfleikinn. Bestir Njarðvíkinga voru þeir Þorsteinn Bjarnason og . Geir Þorsteinsson. KR-ingar geta vissulega verið ánægðir með sinn hlut. Liðið vinnur saman sem ein sterk heild. Þrátt fyrir meiðsli Hudsons í fyrri hálfleik og villuvandræði Jóns Sigurðssonar í þeim síðari, létu þeir engan bilbug á sér finna. Hudson átti mjög góðan leik á sunnudag, sömuleiðis Jón Sigurðs- son, sem sýndi enn einu sinni hvílíkur afburðaleikmaður hann er og réð Ted Bee lítið við hann. Eiríkur Jóhannesson átti einnig skínandi leik að þessu sinni og væri óskandi að framhald yrði á slíku. Ekki má gleyma gömlu mönnunum, þeim Einari Bolla- syni, Kolbeini Pálssyni og Kristni Stefánssyni, sem allir léku vel. Stigin fyrir KR: Hudson 26, Jón Sigurðsson 20, Einar Bollason 16, Kolbeinn Pálsson 10, Gunnar Jóakimsson 8, Eiríkur Jóhannes- son 7, Kristinn Stefánsson og Birgir Guðbjörnsson 6 hvor. Stigin fyrir UMFN: Þorsteinn Bjarnason 23, Ted Bee og Brynjar Sigmundsson 12 hvor, Jón Matthíasson og Gunnar Þor- varðarson 8 hvor, Stefán Bjarka- son og Júlíus Valgeirsson 6 hvor, Geir Þorsteinsson 4 og Guðsteinn Ingimarsson 1. Dómarar voru þeir Erlendur Eysteinsson og Guðbrandur Sig- urðsson og dæmdu þeir sæmilega. GI Staðan STAÐAN í Islandsmótinu er þcssi, KR ÍR ÍS UMFN VALUR ÞÓR 2 0 199.159 4 1 1 1 1 1 1 1 2 1 0 1 196,176 2 180.186 2 177,193 2 266,292 2 89,101 0 IR, Erlendur Markússon 2, Jón Jörundsson 2, Kolbeinn Kristinsson 3, Kristinn Jörundsson 3, Kristján Sigurðsson 1, Sigurbergur Bjarnason 1, Stefán Kristjánsson 2, Steinn Logi Björnsson 1. VALUR, Hafsteinn Hafsteinsson 2, Helgi Gústafsson 1, Helgi Sigurðsson 1, Jóhannes Magnússon 2, Kristján Ágústsson 2, Lárus Hólm 1, Ríkharður Hrafnkelsson 1, Sigurður Hjörleifsson 2, Torfi Magnússon 2, Þórir Magnússon 2. »; KRi Arni Guðmundsson 1, Ásgeir Hallgrímsson 1, Birgir Guðbjörnsson 2, Einar Bollason 2, Eiríkur Jóhannesson 3, Gunnar Jóakimsson 2, Jón Sigurðsson 4, Kolbeinn Pálsson 2, Þorsteinn Stefánsson 2. UMFN, Árni Lárusson 1, Brynjar Sigmundsson 2, Geir Þorsteinsson 2, Guðsteinn Ingimarsson 1, Gunnar Þorvarðarson 2, Jón Matthíasson 2, Júlíus Valgeirsson 1, Stefán Bjarkason 1, Þorsteinn Bjarnason 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.