Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 13 Ottarr Möller forstjóri 60 ára Óttarr Möller, forstjóri Eim- skipafélags íslands, er 60 ára í dag, 24. október. Ottarr réöst til Eimskipafélags- ins ungur aö árum, og hefir unnið félaginu af miklum áhuga, kost- gæfni og atorku þau 40 ár, sem hann hefir starfað við félagið. Ævistarf Óttars hefir verið helgað Eimskipafélaginu óskipt frá því, að hann réðst til starfa þar árið 1938 í október. Var það rúmu ári eftir að hann brautskráðist úr Verzlunarskóla íslands, en um eins árs skeið stundaði hann framhaidsnám í verzlunarfræðum í Bretlandi. Á árunum 1942—1946 var Ótt- arr fulltrúi á skrifstofu Eimskipa- félagsins í New York, en á þeim árum beindust skipaferðir og flutningar til Bandaríkjanna, vegna síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Þegar Óttarr dvaldi í New York notaði hann tækifærið til að mennta sig frekar og var við nám í New York University, auk þess sem hann vann fullt starf á skrifstofu Eimskipafélagsins. Á New York árunum var Óttárr formaður íslendingafélagsins þar um tveggja ára skeið og kynntist þar mörgum góðum mönnum, því að talið er, að á þeim tíma, hafi í íslendinganýlendunni í New York verið úrval manna. Að lokinni veru sinni í Banda- ríkjunum varð Óttarr Möller fulltrúi á skrifstofu félagsins í Reykjavík til ársins 1962, er hann var ráðinn forstjóri Eimskipa- félagsins, þá aðeins 44 ára að aldri. Eftir að Óttarr tók við starfi forstjóra tók hann strax til óspilltra málanna við hagræðingu í rekstri félagsins, og hefir sú hagræðing haltíið áfram hröðum skrefum og valdið byltingu í allri starfsemi þess. Á árinu 1962 voru skip félagsins 10, en á 16 árum hefir þeim fjölgað í 24, eða því sem næst um eitt skip á ári. Vörugeymslur hafa risið upp hver af annarri, meðferð vöru hefir tekið stakkaskiptum, og allri hagræðingu verið beitt til hins ítrasta. , Það var mikið happ fyrir Eim- skipafélagið að mega njóta starfs- krafta Óttars óskiptra frá þeim degi, sem hann réðst til félagsins, enda hefir hann tekið miklu ástfóstri við félagið og verið vakinn og sofinn yfir velgengni þess. Þegar ég var áriö 1952 að leita að hæfum manni til að vera viðskiptalegur framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka, sem þá var mjög umfangsmikið fyrirtæki með fjölmennu starfsliði, var það samróma álit þeirra, sem ég leitaði ráða hjá, að Ottarr Möller myndi leysa það starf af hendi með ágætum, ef hann fengist til þess. Varð það úr, að hann réðst til Sameinaðra verktaka í eitt ár, og fékk leyfi frá störfum hjá Eim- skipafélaginu sama tíma. Þetta ár hélt Óttarr fjármálum Samein- aðra verktaka í öruggum höndum og varð því félagi ómetanlegur við skipulagningu hratt vaxandi reksturs þess. Óttarr Möller er fæddur í Stykkishólmi 24. október 1918. Foreldrar hans voru William Thomas Möller póstafgreiðslu- og símstjóri þar og kona hans Kristín Elísabet Sveinsdóttir. Stykkishólmur var virðulegur bær með miklum menningarbrag, og hefir Óttarr notið þess góða skóla í uppvexti sínum. Óttarr er mikill náttúruunn- andi, og útilífsmaður. Hann notar hverja stund, sem hann má, til að sinna því hugðarefni. Hann hefir frá æsku haft mikið yndi af hestum og hefir enn. Ófáar eru þær ferðir, sem hann hefir farið um hálendi íslands og notið þar hinnar sérstæðu fegurðar og hrikaleiks okkar fagra lands. Óttarr er mjög listhneigður og hefir ánægju af að velja sér falleg og góð málverk, sem prýða heimili hans. Hann getur spilað á mörg hljóðfæri og gerir það af mikilli leikni og innlifun. Léttur í iund er Óttarr, þótt stundum hvessi, ef hlutirnir ganga ekki nógu fljótt og vel. Stormurinn líður hjá innan stundar, og aldrei hefi ég orðið var við neinn brodd að honum loknum. Óttarr hefir að mínu mati það skapferli og þá hæfni, sem forstjóra stórfyrir- tækis má best prýða. Óttarr hefir hlotið viður- kenningu fyrir sitt gifturíka starf. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. árið 1964 og stórriddarakrossi 1971. Hann hefir og verið sæmdur kommandörskrossi Dannebrogs- orðunnar og kommandörskrossi finnsku Ljónsorðunnar. Þótt Óttarr hafi helgað Eim- skipafélaginu krafta sína óskipta, hefir hann setið í stjórnum ýmissa félaga, svo sem Flugfélags íslands h.f., en hann er stjórnarformaður þess, í stjórn Flugleiða h.f., Tollvörugeymslunnar h.f., og ís- lenzkrar endurtryggingar. Hann var skipaður í Orðunefnd Hinnar íslenzku fálkaorðu og hefir setið í henni um árabil. Óttarr hefir verið stjórnarformaður Landakots- spítala frá því að hann var gerður að sjálfseignarstofnun. Ottarr hefir verið í stjórn og fram- J^væmdastjórn Vinnuveitendasam- bands íslands frá 1966 til 1973 og varaformaður þess árin 1971 — 1973. Hann hefir tekið þátt í fjölmörgum samningum um kaup og kjör, og lagt sig þar fram, eins og í öðru, til að ná samningum, sem báðir aðilar gætu við unað. Fjölmargar nefndir hefir Óttarr verið skipaður í, svo sem nefnd til að semja drög að nýrri löggjöf um eftirlit með einokun, hringamynd- un og verðlagi, var það árið 1967. í Olga Stefánsdóttir, Sigursæll Magnússon og Stefán Sigursælsson hins nýjii veitingastaðar, Ártúns, að Vagnhöfða 11. sal NÝTT veitingahús, Ártún, var opnað síðastliðinn föstudag í kjall- ara hússins að Vagnhöfða 11. Er það aimennur veitingastaður og kaffitería. Hægt er að fá þar alls kyns mat, svo og grillrétti. Sajur inn er um 250 fermetrar, og tekur liðlega 100 manns í sæti í einu. Innréttingar eru allar hannaðar af íslenzkum fyrirtækjum. Veitingahúsið verður opið alla virka daga frá 7.30—20.00 og laugar- daga frá 8.00-16.00, en lokað sunnudaga. Einnig stendur til að leigja salinn út til fundahalda, einkasamkvæma og annars konar skemmtana, en staðurinn sjálfur hefur ekki vínveit- ingaleyfi. Eigendur hins nýja veitingastaðar eru Sigursæll Magnússon og sonur hans, Stefán Sigursælsson. Seinna stendur til að taka efri hæð hússins að Vagnhöfða 11 í notkun undir skemmtanir og dans í tengsl- um við veitingahúsið. Er sá salur 500 fermetrar og rúmar um 350 manns. Vínveitingaleyfi mun ætlað þar. atvinnumálanefnd starfaði hann árin 1967 og 1968 og svo mætti lengi telja. Óttarr hefir verið félagi í Rotaryklúbb Reykjavíkur og forseti hans síðastliðið starfsár. Þau miklu og góðu tengsl, sem verið hafa milli Eimskipafélagsins og hluthafa þess í Vesturheimi eru sérstæð. Óttarr hefir haldið þeim tengslum við og jafnan stuðlað að því, að fulltrúar hluthafa þar ættu þess kost og hefðu áhuga á að mæta á aðalfundi Eimskipafélags- ins ár hvert. Vestur-íslendingar hafa metið áhuga Óttars á að halda þessum tengslum og hafa sýnt það með því að gera Óttarr að heiðursfélaga Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi árið 1978. Óttarr er kvæntur A'rnþrúði Kristinsdóttur Júlíusar kaup- manns Markússonar og hefir hún verið manni sínum traustur föru- nautur og hægri hönd í hans viðamikla ábyrgðarstarfi. Þau eiga fjórar dætur: Emilíu, gifta Óskari Kristjánssyni, Kristínu, gifta Helga Sigfússyni, Erlu, gifta Sigurði Kr. Sigurðssyni, og Auði, sem enn er í foreldrahúsum. Við Margrét óskum þeim hjón- um, dætrum þeirra og tengdason- um til hamingju með þetta merkisafmæli. Við óskum þeim gæfu og gengis, farsælla og langra lífdaga. Fyrir hönd stjórnar Eimskipa- félags íslands þakka ég Óttari fyrir hans vel unnu störf í þágu félagsins, fyrir hans ósérhlífni og mikla kjark, sem orðið hefir Eimskipafélaginu 'sú lyftistöng og gefið þann árangur, sem félagið mun lengi njóta. Halldór H. Jónsson. Nýtt veiting; opnað í Reykjavík UR-I ÓNVARPST Komið og skoðið ITT Schaub-Lorens litsjónvarpstcekin hjá Gelli, Brceðraborgarstíg 1. ITT litsjónvarpstcekin sýna raunverulega liti, hafa fallegt útlit og eru vestur-þýsk tcekniframleiðsla sem vert er að veita athygli. Forsenda góðrar þjónustu er tceknikunnátta sem tceknimenn okkar scekja beint til framleiðanda. Vestur-þýsku ITT litsjónvarpstcekin eru vönduð og vegleg eign. Þau eru gerð til að endast lengur Veljið varanlegt. Brceðraborgarstíg 1 Sími 20080 (Gengið inn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.